Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 r Ur bandarísku þjóöardjúpi Leikfélag Reykjavikur sýnir BARN í GARÐINUM eftir Sam Shepard Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Þýöing: Birgir Sigurðsson Sam Shepard mun vera skær- astaljósiðl bandariskri leikritun um þessar mundir og var ekki seinna vænna að verk hans væru kynnt hérlendis, þar sem banda- risk leikritun á Islandi hefur hingað til ekki náð lengra en til Albees. Shepard er sérkennilegur höfundur og þó að greina megi i þessu verki hans margvisleg áhrif héðan og þaðan er blanda hanseinstök og mjög persónuleg. 1 Barni í garðinum er lögð til grundvallar bygging og tákn- notkun sem minnir á Ibsen — ættin sem er þrúguð af gömlum og niðurgröfnum syndum, fulltrúi yngstu kynslóðar kemur heim, gömlu syndimar eru grafnar upp, osfrv. Margt i samtalstækni verksins og þeirri óljósu ógnun sem sifellt er til staðar minnir mjög á Harold Pinter. Persónu- sköpunin er hinsvegar i ætt við sveitabókmenntir Suðurrikjanna, Faulkner, Flannery O’Connor ofl. Barn i garðinum segir frá hnignandi sveitafjölskyldu i mið- vesturrikjunum. Ættin var fyrrum voldug og sterk en nú situr ættarhöfðinginn stjarfur i sófa sinum og heldur sér gangandi á brennivíni og sjónvarpi, tveimur sterkustu sljóvgunarmeðulum samtimans, en kona hans lifir i minningum og gömlum myndum uppi á lofti milli þess sem hún hellir sér i svallferðir miklar. Tilden sonur þeirra er bilaður á geði, og annan son þeirra, Brad- ley, vantar annan fótinn, en sá sonurinn sem mestar vonirnar voru bundnar við er fallinn frá. Sverrir Hólmarsson skrrfar um Þó að þjóðfélagslegar skir- skotanir Shepards séu óbeinar og kannski nokkuð óljósar, fer varla hjá þvi að áhorfandinn sjái endurspeglast i þessari fjölskyldu ýmis þjóðarmein sem Bandarikin hrjá: hinn týndi draumur, öryggisleysi, firring, sektar- kennd, kerfisbundin sljóvgun. Og verkið fjallar lika um kynslóða- bilið mikla. Vince, sonur Tildens, og Shelly vinkona hans eru full- trúar yngri kynslóðar sem hefur tekið h'fshætti og lifsgildi eldri kynslóðar til endurmats. Vince endar að visu með þvi að ganga inn I hlutverk afa sins, taka á sig sektina og halda merkinu á loft, en hluti skýringar á uppgjöf hans virðist vera þátttaka hans i Viet- namsstyrjöldinni. Shelley er hins vegar fulltrúi blómabarnakyn- slóðarinnar, það er hún sem rótar upp i' gömlum syndum fjöl- skyldunnar og teflir veikburða en jákvæðum lifsgildum sinum gegn rotnun og meinsemdum fjöl- skyldunnar. Þó að Shepard sé að sumu leyti i ætt við leikhús fáránleikans i órökvisi sinni og furðulegum til- tækjum persónanna á stundum er Barn i garðinum grundvallað á öldungis raunsæislegri persónu- sköpun og I henni og kjarnyrtu, alþýðlegu málfarinu liggur höfuðstyrkur Shepards. Stefán Baldursson hefur einnig i uppsetningu sinni lagt mesta rækt við að skýra mótun persónanna, reynt að draga fram séreinkenni þeirra og innri mótsetningar sem sterkast og tekist það m jög vel og liggur þar mestur styrkur þess- arar sýningar. Umgerð hennar orkar hins vegar meira tvimælis. Framkvæmdastjóri Félagsstofnun stúdenta Segir af sér Framkvæmdast jóri Félags- stofnunar stúdenta, Skúii Thoroddsen lögfræðingur, hefur nú sagt starfi sinu lausu frá mán- aðamótum júii-ágúst n.k.. Stjórn- armenn stofnunarinnar, sem kjörnir voru af gamla vinstri meirihlutanum, höfðu áður fengið lausn frá störfum sinum. Uppsagnir stjórnarmannanna og Skúla koma i kjölfar valdatöku hins nýja meirihluta i Stúdenta- ráði. Þvi var mjög á lofti haldið i kosningaáróðri Vöku og umbóta- sinna, að málefni Félagsstofn- unar þyrftu endurskoðunar og að ' vinstri menn hefðu haldið þar illa á málum. Bókhaldsóreiða var orð sem þeir brugðu gjarna fyrir sig i kosningaáróðrinum, og gefst þeim nú væntanlega tækifæri til að sanna mál sitt er þeir hafa fengið i hendur öll völd i stofnun- inni. Skúli Thoroddsen mun i uppsagnarbréfi sinu til hinnar nýju stjórnar Félagsstofnunar hafa talið nauðsynlegt að segja starfi sinu lausu strax, þar eð núverandi meirihluti hafi borið upp á hann saknæmt athæfi, og vitnar þar til kosninga áróðurs þess sem áður er getið. Hin nýja stjórn verði að fá tækifæri eins fljótt og kostur sé til að ráða nýjan framkvæmdastjóra er njóti þess trausts sem hverjum sé nauðsynlegt sem i þessu starfi situr. Þrátt fyrir öll stóru orðin i kosningasíagnum er þó ekki vist, að hinir nýju stjórnendur séu yfir sighrifniraf aðsitjanú einiruppi með ábyrgðina af stjórnun Skúli Thoroddsen Félagsstofnunar. Hér er um mik- inn og flókinn rekstur að ræða eins og sjá má af þvi einu, að gert er ráð fyrir að á þessu ári verði veltan 2 miljónir króna. Nýr framkvæmdastjóri þarf langan tima til að setja sig inn i vandamál stofnunarinnar og sama má segja um nýja stjórnar- menn. Það kann þvi að eiga eftir að koma á daginn, að hagsmun- um Félagsstofnunar hefði verið betur borgið, ef hinir nýju stjórn- endur hefðu farið hógværlegar i sakirnar i áróðursbrögðum sin- um. Þórunn Sigriður hefur gert verkinu mjög stilfærða, nánast abstrakta leikmynd, sem á að vera táknræn um sálarástand fjölskyldunnar. Þessi leikmynd er i sjálfri sér sterkt og heillandi myndverk, en mér fannst hún vinna gegn texta verksins, sem er í innsta eðli sinu nátúraliskur og mundi að ég hygg fara betur og verka sterkar i einhvers konar raunsæislegri umgerð. En markviss persónusköpun, sterkur leikur, vegur hér upp á móti og sýningin verður talsvert áhrifamikil, kemur sérkenni- legum skáldskap Shepards til skila með nokkrum þrótti. Magnþrunginn var leikur Þor- steins Gunnarsonar i hlutverki Framhald á bls. 13 Steindór Hjörleifsson dregur upp nöturlega mynd af ættarhöföingj- anum Dodge. aaa £ HjuKrunarneimins aldraðra I Kópavogi Háskólabíó laugardaginn 9. maí kl. 14.30 Dagskrá Samleikur á tvö píanó Gísli Magnússon Halldór Haraldsson Listdans Birgitte Heide Guðrún Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Upplestur Samleikur á selló og píanó Arnar Jónsson, leikari Gunnar Kvaran Gísli Magnússon Einsöngur Upplestur Sigurður Björnsson Ævar R. Kvaran, leikari Undirleikur: Agnes Löve Samleikur á flautu og pianó Tvísöngur Manuela Wiesler Snorri Sigfús Birgisson Kynnir Sieglinde Kahlmann Gunnar Eyjólfsson, leikari Sigurður Björnsson □ r 1 Gunnar Ævar Manuela Snorri Sigfus Sieglinde Gunnar Forsala aðgöngumiða verður í Háskólabíói, Bókabúð Lárusar Blöndal, Blómahöllinni í Kópavogi, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og á skrifstofu Hjúkrunarheimilsins í Hamraborg 1 Hittumst í Háskólabíói, leggjum góðu máli lið Starfshópur listamanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.