Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Andarvarp í hættu? Um daginn var birt I blaðinu viðtal við Jóhann óla Hilmars- son (ég vona að ég fari rétt með nafnið), fyrrvcrandi gæslu- mann við Tjörnina. Starf gæslumannsins hefur m.a. falist í að hafa umsjón og eftirlit með fuglalifi Tjarnar- innar, gæta þess að fuglarnir hagi sér vel, stugga við veiði- bjöllu og öðrum vargfulgi o.s.frv.. Kom fram i viðtalinu að þetta væri yfrið nóg starf fyrir einn mann. Sagði Jóhann og, að yrði misbrestur á eftirliti við Tjörnina kæmist andarvarp i hættu. Nil hafa þau tiðindi gerst að Jóhanni hefur veriö sagt upp störfum, en i stað hans stendur til að ráða mann i hálft starf, en sá skal sjá um að hirða hólm- ana. Það er deginum ljósara að Reykvikingum er brýnt hags- munamál, að fuglalifi Tjarnar- innar verði leyft að dafna. Ég hef heyrt á máli margra að fólk undrast svo bjánalega ráðstöfun sem uppsögn Jóhanns. Þetta er ekki einu sinni spurning um smásálarskap, heldur dæma- laust ábyrgðarleysi. Reykvikingur. fra lesendum Er það „lækningin,,? Reykvikingur hringdi og sagði: Læknar eru óánægðir með launakjör sin og enda þótt læknastéttin sé virðingarverð og alls góðs makleg hélt maður þó að einhverjir heföu meiri ástæðu til þess að óttast um af- Ijomuna. Og svo á að fara að þrengja hliðið að læknadeild- inni. Eru læknar þá of margir? Ég þekki fólk, sem hefur orðið að biða eftir nauðsynlegri læknis- aðgerð i2—3 ár. Þegar ég þurfti á mjaðmaraðgerö að halda á sinum tim, var mér sagt, að bið- timinn yrði 3 ár a.m.k.. Hann reyndist þó nokkru styttri er til kom. NU þarf ég aftur i svipaða aðgerð. Hvenær ég fæ hana veit ég ekki en er sagt, að biðtiminn verði langur. Þannig gengur þetta nií. Eriírböta að vænta fyrir sjdk- linga fái læknar hærri laun, eða ef stuðlað er að fækkun þeirra? Er „lækningin” kannski fólgin i þvi? Barnahornið irina Muravova i kvikmyndinni ,,I Moskvu tekur enginn mark á tárum”. í Moskvu tekur enginn mark á tárum Kvikmyndin i kvöld er sov- ésk, gerð árið 1980 og fjallar um Katrinu nokkra sem býr ein með dóttur sinni. HUn er forstjóri stórrar efnaverk- smiðju, þótt hún sé ung að ár- um, og flest virðist ganga henni i haginn. Þó er hUn óhamingjusöm i einkalifi sinu. Þessi mynd hlaut óskars-- verðlaun sem besta erlenda kvikmynd ársins 1980. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd sina bestu ein- kunn og segir ennfremur að leikst jóranum, Vladimir Menskov, takist að lýsa hvers- dagslegum mannlegum vandamálum á einkar næm- legan og hispurslausan hátt. Sjónvarp fy kl. 22.10 Kvikmyndinni „Haustmara- þon”,eftirGeorgi Danyelia, og þessari, sem viö fáujm að sjá i kvöld, er lfkt saman að gæö- um. Leikendur, þau Vera Alen- tova sem leikur Kötju og Alexey Batalov sem leikur Gosha, fá sömuleiðis hrós fyrir frábæran leik sinn. Myndin er 130 min. löng. Þýðandi er Hallveig Thor- lacius. Nýtt undir nálinni Útvarp kl. 20.05 Gunnar Salvarsson mun kynna tvær nýUtkomnar is- lenskar tveggja laga plötur með hljómsveitunum Þeyr og Purrkur Pillnikk. Ungur söngvari, Keith Marshall, hefur nýlega gefiö Ut sina fyrstu plötu, og fáum við að heyra eitt hressilegt og sumarlegt lag með honum, sem nýtur mikilla vinsælda i Bretlandi. Adam og Maurarnir verða i ,JV[ér eru fomu minnin kær” Lesið verður Ur fjórða bindi safnritsins „Aldnir hafa orð- Hljómsveitin „Adam & Maur- arnir”. þættinum meö splunkunýtt lag og ennfremur tvær söngkonur, þærHazel O’Connor og Toyah. Þetta er aðeins smá nasasjón af þvi, sem nýtt er undir nái- inni og verður á boðstólum hjá Gunnari i kvöld. Útvarp kl. 11.00 ið”, frásögu Þorgerðar Sig- geirssdóttur á öngulsstöðum. Steinunn Sigurðardóttir les og umsjónarmaður þáttarins erEinar Kristjánsson frá Her- mundarfelli. Fagrir fótleggir •o. ■O7 kl- 21.15 „Frelsi til að velja” nefnast þættir sem sjónvarpið mun taka til sýningar þrjú föstu- dagskvöld, og verða fyrstu þættirnir sýndir kl. 21.15 i kvöld. Höfundur þáttanna er bandariski Nóbelsverðlauna- hafinn og hagfræðingurinn Milton Friedman. Friedman er einn af postulum frjáls- hyggjunnar, og munu þessir þættir fjalla um þjóðfélags- mál, rikisafskipti og rétt al- mennings gagnvart rikisvald- inu, eins og það er orðað i dag- skrárkynningu frá sjónvarpi. Þættirnir sem sýndir verða i kvöld nefnast: „Jafnbornir” og „Hvernig má ráða niður- lögum verðbólgunnar”. Ef marka má dagskrár- Frjálshyggjupostulinn Milton Friedman. kynningu sjónvarpsins s.l. sunnudagskvöld, leggur þessi spekingur að jöfnu misskipt- ingu auðs i heiminum og það að konur hafi misjafnlega fagra fótleggi, hvort tveggja flokkist undir eitthvert dular- fullt náttUrulögmál, sem eng- inn mannlegur máttur fái stjórnað. Sjónvarp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.