Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 FRETTASKÝRING Fáttsýnist jafn vonlaust og að fylgjast með f réttum frá Líbanon. Hver dagur færir fíðindi af bardögum milli hægrisinnaðra kristinna sveita og ísraelskra sveita Palestínumanna hinsvegar — en veit nokkur hvar það fyrirbæri er niður komið sem heitir her Líbanons? Og mitt á milli sitja friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eins og lús á milli margra nagla. Hvers vegna er barist svo hart i þessu litla landi, sem er helmingi minna en Israel, tiu sinnum minna en Island? Libanon kom i hlut Frakka þegar tyrkneska heimsveldinu var skipt upp eftir fyrri heims- styrjöld og var franskt „verndarsvæði” á áruntim milli striða. Eftir strið varð landið sjálfstætt með sérkennilegri þeirri borgarastyrjöld sem haf- in var. En tilgangurinn með þeirri ihlutun frá Syrlandi var fyrst og fremst sá að „koma aga yfir” hina róttæku hreyfingu Palestinumanna, sem ekki nutu neinna borgaralegra réttinda i Libanon. Siðan hefur margt breyst i Libanon. Riístabeltin fara sistækkandi. Um hvað er barist í Líbanon? stjórnarskrá sem skipti þing- sætum milli kristinna manna og mdhameðskra þannig, að kristnir höfðu 6 á móti hverjum 5 þingmönnum. Árið 1976 Þetta sérstæða jafnvægi rask- aðist eftir Palestinustriðið þeg- ar mikill fjöldi flóttamanna sem flúði sókn fsraelsmanna, gerði kristna menn að minnihluta i landinu. Auk þess safnaðist sá auður sem fylgdi höndlun með oliumiljónir arabiskra rikja um Beirut fyrst og fremst á hendur hinna riku kristnu fjölskyldna sem höfðu byggt upp mikið bankaveldi þar i höfuðborginni. Andstæður skerptust milli hinn- ar miíhameðsku vinstrifylking- ar, sem laut forystu Kemals Jumblatts og hafði tengst frelsishreyfingu Palestinu- manna og hinna kristnu hægri- hreyfinga, Falangista og ann- arra. Arið 1976 var svo komið, að við sjálft lá að vinstrimenn og Palestinumenn næðu undir- tökum i Libanon og hleypti sá möguleiki miklum skrekk i ihaldssama valdamenn i hinum arabiska heimi. Arababandalagið samþykkti að senda sýrlenskan her á vett- vang til að skakka leikinn i Ný bandalög t fyrstu tóku vopnaðar sveitir kristinna manna, „hægriliðið” i valdataflinu, fagnandi á móti sýrlenska hernum, sem þær vonuðu að myndu berja sem rækilegasta Palestinumönnum. En þær vildu ekki hleypa sýrlensku gæsluliði inn á þau svæði (einkum austur af Beirút) eða borgarhverfi þar sem kristnir menn höfðu tögl og hagldir áður. Spratt af þessu tortryggni og siðan beinn f jand- skapur. Styrjöld braust aftur Ut 1978 og olli sýrlenskt stórskota- liðþá miklu tjóni i byggðum og hverfum kristinna manna. Kristnu flokkarnir, Falangistar og Frjálslyndir, sáu þann kost vænstan að leita nánari tengsla við tsrael, sem gerði innrás i Suður-Líbanon þetta sama ár, kristnum sveitum til stuðnings og þó fremur til að flæma Palestinumenn lengra norður. Dæmið snerist einnig við hinum megin taflborðsins. Palestinumenn, sem 1976 höfðu átt i blóðugum bardögum við sýrlenskar sveitir, höfðu nú fyrir rás viðburða eignast i þeim sömusveitum bandamenn i neyð: þessir aðilar áttu auðvelt með að standa saman gegn lsraelsmönnum. Syðst cr yfirráðasvæöi tsaels- vinarins lladdads, þá belti gæslusveita SÞ. Púnktalinan norðaustur af Bcirut er dregin um aðalbvggðir kristinna manna. Markmiö israela Fyrsti forsæti srá ðherra tsraels, Ben-Gurion. gerði árið 1954 tillögur i stjórn sinni um að Israelar reyndu að koma á fót sérstöku riki kristinna maronita i Libanon, sem væri tsarel háð. Ýmislegt af þvi sem gerst hefur á siðustu árum þykir benda til þess, að lifi sé haldið i þessarri hugmynd, enda þótt sýnu erfið- ara sé að framkvæma hana nú en á sjötta áratugnum. Hitt er vist, að tsraelar vilja styðja sem mest við bakið á kristnum falangistum i sam- ei ginlegri baráttu gegn Palestinumönnum, sem hafa gert áhlaup frá Libanon yfir til tsrael eftir að sveitir PLO voru hraktar frá Jórdaniu. 1978 olli israelsk innrás miklu tjóni i Suður-Libanon, og verulegur hluti ibúanna flúði norður á bóginn. öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf fyrirskipun um vopnahlé og sendi gæslulið sem átti að vera „höggdeyfir” milli tsraelsmanna og Palestinu- manna. tsraelar léku þá það bragð, að vopna sveitir Saads Haddads majórs, kristins Libana, og koma þeim fyrir i landamæraheruðunum þar sem liðSÞ átti að réttu lagi að vera. Valdalaus stjórn Og ófriðurinn heldur áf ram að magnast undanfarnar vikur. Sýrlendingar skjóta á Zahle, borg kristinna manna i miðju landinu, Haddad heldur uppi skorthrið á Palestinumenn og landa sina múhameðska yfir belti gæsluliðsins, Palestinu- menn hefna sin með áhlaupum á tsrael, tsraelargera loftárásir á Sýrlendinga. Og stjórn landsins getur fátt annað en horft á, hún er sem næst valdalaus. Þegar nú siðast Sovétrikin og Banda- rikin senda stjórnarerindreka til að reyna að koma i veg fyrir meiriháttar styrjöld i Libanon, þá fara þeir ekki til Beirút til að ræða við stjórnina þar: Sovét- maðurinn fer til Ðamaskus, höfuðborgar Sýrlands; fulltrúi Reagans fer til Tel Aviv.... AB. tók saman. Norrænt höfuð- borgamót í Stokk- hólmi Norrænu félögin efna til höfuð- borgamóts i Stokkhólmi i dagana 12,—14. júni n.k. Efni ráðstefn- unnar er Stokkhólmur á dögum Bellmans. Allir félagar Norræna félagsins i Reykjavik eru velkomnir sem þátttakendur. Gert er ráð fyrir að um 100 manns taki i allt þátt i mótinuum 20 þátttakendur frá hverju landi. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað og húsnæði i Stokkhólmi. Þatttökugjald er svo 300 sænsk- ar krónur. Þeir félagar Norræna félagsins sem eru á ferðinni og hafa áhuga á þessari sérstæðu og skemmti- legu dagskrá ættu að hafa sam- band við skrifstofu Norræna félagsins hið fyrsta. U msoknarfrcstur rennur út 15. maí n.k. Norræna félagið i Reykjavik efnir til Bellmans-dagskrár i Norræna húsinu i samvinnu við Visna-vini laugardaginn 23. mai n.k. og verður nánar skýrt frá þvi siðar. Fjallað cr um Stokkhólm á dög- um Bellmans. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra: Tæp 4% með olíuhitun eftir 2 ár Á aðalfundi Sambands hitaveitna þann 4. þ.m. ávarpaði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra f undarmenn. I máli ráðherrans komu fram fróðlegar upplýs- ingar um þróun húshit- unarmála hér á landi að undanförnu og það sem framundan er í þeim efn- um. 80% hitaveitur 16% raf- magn eftir 2 ár. 1 árslok 1980 var 75,3% af hús- rými landsmanna hitað upp með jarðvarma, eða hitaveitum, en þetta hlutfall er ögn lægra, ef við lítum á ibúafjöldann, eða 72.3%. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall hækki í rösklega 80% (80.4%) á árinu 1983 og haldist siðan nálægt þvi hlutfalli framvegis, eða um 80% allt til næstu aldamóta. Hinn innlendi orkugjafinn, sem við höfum í að leita, þ.e. raforkan, var i árslok 1980 talin standa undir 13.2% af upphituðu húsrymi i landinu, ibúðarhúsnæði. Þetta hlutfall er áætlað að verði 15.9% á árinu 1983 og hækki i 17.4% á ár- inu 1985. A næsta 15 ára timabili eða til aldamóta ættum við að ná þvi markmiði að útrýma oliunni nánast að fullu og rafhitunarhlut- fallið þá að fara i 19.4% og aðeins 0.1% af húsrými yrði þá upphitað með oliu. Hlutdeild oliunnar fer þannigörtlækkandi sem vera ber isambandi við upphitun i landinu. I árslok 1980 nam hún 11.5% og þess er vænst að hún lækki i 3.7% 1983 og verði komin niður i 1.9% árið 1985.Ég vonaað það takist að standa við þessi markmið, þau eru þýðingarmikil þjóðhagslega og þau eru liður i alþjóðlegu átaki að minnka hluta oliu, þar sem að eðliiegt er að hagnýta aðra orku- gjafa, en hagnýta oliuna öðru fremur i samgöngum og til iön- aðarnota. Mestu framkvæmdaár í hitaveitum. A þessu ári er áfram mikið að gert i sambandi við hitaveitu- framkvæmdir. Fyrir utan Reykjavik er verulegt áfram- haldandi átak i gangi á Akureyri, hjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, á Suðurnesjum, á Egilsstöðum, i Vestmannaeyjum og viðar. Þá vænti ég að fram- kvæmdir verði hafnar við Hita- veitu Eyra á þessu ári og einnig við hitaveitu i þágu Hellu og Hvolsvallar svo og i þágu Kjalar- neshrepps, en að þvi er unnið á þessum vikum að átta sig á, hvaða leiðir séu æskilegastar i sambandi við hitaveitu á Kjalar- nesi. A vegum Orkubús Vestfjarða, verður unnið áfram við fjar- varmaveitur og stefnt verður að þvi, að slikar veitur komist i full not á Höfn og á Seyðisfirði. 160 þús. tonn oliu fyrir 8 ár- um 60 þús. tonn nú. A þessu ári verður væntanlega unnið fyrir um 300 milljónir nýrra króna, eða 30 milljarða gamalla króna, i hitaveituframkvæmdum. Þetta er svipað hlutfall og var i fyrra miðað við verga þjóðar- framleiðslu, eða 1.7% en varð i fyrra 1.8%. Við þvi má búast að þietta hlutfallhækki eitthvað siðar á árinu, þvi að yfirleitt þarf að bæta eitthvað við eftir þvi sem brýn nauðsyn krefur i sambandi við hitaveituframkvæmdir, þó að reynt sé að gæta aðhalds á þessu sviði vegna lántökumála. En þetta hlutfall 1.7 eða 1.8% af verg- um þjóðartekjum, er það hæsta frá árinu 1960 að telja. Með þessum miklu fram- kvæmdum i hitaveitum á undan- förnum árum og raunar áratug- um hefur tekist að draga mjög verulega úr þvi oliumagni sem til húshitunar er varið. Frá árinu 1973 til siðasta árs lækkaði það úr 160 þús. tonnum i um 60 þús. tonn á siðasta ári, og væntanlega reyn- ist það talsvert lægra þegar reikningar verða gerðir upp i lok þessa árs. Kristrún Friðfinnsdóttir Þórshöfn, Innri-Njarðvlk, lést I Borgarspltaianum 30. april sl. — Jarðarförin fer fram frá Innri-Njarövikurkirkju laugardaginn 9. ma' \1. 14. Sigurbjörn Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.