Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. maí 1981 Iðnaðarráðherra mœlirfyrir frumvarpi um stálbrœöslu Arðbært og stöðugt fyrirtæki Verður staðsett á Stór-Reykjavíkursvœðinu „Niöurstaða verkefnisstjórnar, sem iðnaðarráðherra skipaði sumarið 1980 til að kanna mögu- leika á framleiðslu steypu- stvrktarstáls úr brotajárni hér á Iandi var sú að stálverksmiðja geti skilað viðunandi arði og reynst nokkuð stöðugt fyrirtæki.” Þannig fórust Hjörleifi Gutt- ormssyni orð er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi til laga um heimild fyrir rikisstjórnina að leggja fram 40% af hlutafé i Stálfélaginu h.f. sem hyggst reisa hér stálbræðslu. Hér á eftir fara nokkrir kafiar úr ræðu Hjörieifs. Skiptar skoðanir um magn Skoðanir manna á þvi hve mikið væri fáanlegt af nýtanlegu brotajárni á Islandi hafa verið nokkuð mismunandi. Þvi ákvað iðnaðarráðuneytið i september 1979 að fá Almennu verkfræði- stofuna h.f. til gera ýtarlega könnun á innlendum brotajárns- markaði. Söfnun brotajárns hérlendis hófst 1949 að forgöngu fyrirtækis- ins Sindra-Stáls h.f. i Reykjavik. Á timabili voru fleiri aðilar viðriðnir söfnun brotajárns, en i dag mun Sindra-Stál vera eini aðilinn, sem safnar brotajárni á kerfisbundinn hátt. Ef tekið er meðaltal á útflutn- ingi brotajárns frá árinu 1950 til 1980, þá hafa að meðaltali verið fluttút um 3.500 tonn á ári. 1 áliti Almennu verkfræðiskrifstof- unnar frá 28. febrúar 1980 kemur m.a. fram, að „brotajárnssöfnun á íslandi hefur undanfarin ár verið um 4.000 t. á ári. Ætla má, að með samstilltu átaki og auknu fjármagni megi auka söfnun og vinnslu upp i 9—10.000 tonn á nokkru árabili, þótt ekki skuli fullyrt um hagkvæmni þess að svo komnu máli. Verksmiðja sem framleiðir 15.000 tonn af járni og notar 17.500—18.000 tonn af hráefni virðist munu verða háð erlendum aðföngum að nokkru leyti fram undir aldamót. Hvort hægt er að tryggja þau aðföng og hvort verksmiðjan er arðbær við þau skilyrði yrði væntanlega meginviðfangsefni næsta áfanga þessa máls. Framleiðir 15 þús. tonn Stærð þeirrar verksmiðju sem hér um ræðir er 15.000 tonn sem ársframleiðsla, en til þeirrar framleiðslu þarf um 17.500 af brotajárni. Mikill fjöldi verksmiðja af svipaðri stærð munu starfræktar viða um heim og eru tæki og vélar auðfáanleg. Núverandi innanlands- markaður fyrir steypustyrktar- stál er um 13.000 tonn/ári. Gert er ráð fyrir 2.1% árlegri aukningu hérlendis i notkun steypu- styrktarstáls næsta áratug (var 5% á árunum 170—1980) og að markaðshlutdeild innlendrar verksmiðju verði um 90% af þeim markaði. Yrði framleiðslu- magnið 12.700 tonn fyrsta þingsjá framleiðsluárið, ef framleiðsla hæfist 1983. Ekki er reiknað með útflutningi. Reiknað er með að verksmiðjan kaupi allt að 40% af nauðsynlegu brotajárni erlendis fyrstu árin, meðan islensk brotajárnsvinnsla er að þróast. Mun hlutfallið af innfluttu brotajárni lækka jafnt og þétt á rekstrartimabilinu. Aætlað er að milli áranna 1988—2000 falli hérlendis til að meðaltali 15.000 tonn af nýtilegu brotajárni á ári. Kostir/Gallar Kostir steypustyrktarstáls- framleiðslu, sem ekki hafa verið metnir i íjármunum i þessari áætlun, eru m.a.: 1. Umhverfisbætandi áhrif. (Nýt- ir brotajárn, sem annars safnast fyrir). 2. Aukin atvinna i landinu. 3. Eykur öryggi hvað varðar aðdrætti grundvallarbygg- ingarefnis. 4. Gjaldeyrissparandi áhrif. 5. Eykur fjölbreytni atvinnulifs- ins og inn flyst þekking um grundvallar iðnaðarstarfsemi. Ókostur innlendrar framleiðslu yrði fyrst og fremst, að þegar erlendis eru erfiðleikar i stál- iðnaðinum, gæti timabundið orðið hærra verðlag á innanlands- markaði miðað við það sem yrði, ef um verðfellingu erlendu framleiðendanna væri að ræða. Ef gripið yrði til verndunarað- gerða af hálfu stjórnvalda myndi verð þannig hækka eða haldast hátt en þó að likindum aðeins um takmarkaðan tima. Stofnkostnaður 100 m.kr. Stofnkostnaður verksmiðjunn- ar er áætlaður um 100 milij. kr. miöað við verðlag i april 1981 og er áformað að hlutafé nemi um 30% af stofnkostnaði eða um 30 Hjörleifur Guttormsson millj. kr. Við stálbræðsluna er reiknað með að starfi 63 menn. Aflþörf verksmiðjunnar er um 10 MW, en til að framleiða 1 tonn af steypustyrktarstáli þarf 900 KWst. þannig að við 15.00 tonna framleiðslu notar verksmiðjan 13,5 KWst. Staðsetning verksmiðjunnar er áformuð innan Stór-Reykjavikur- svæðisins, bæði vegna nálægðar við stærsta hluta markaðarins og þess að um 60% brotajárn- magnsins fellur til á höfuðborgar- svæðinu. — Þig. Stjórnarfrumvarp um endurskipulagningu lyjjadreijingar Ætti að vera eingöngu í höndum ríkisins sagði Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra Fyrirhugað er að cndurskipu - leggja lyfjadreifinguna i landinu, þar sem meðai annars verður komið á föstu skipulagi um staðarval og stofnun lyfjabúða, um lyfjaþjónustu á sjúkrahúsum, stofnun sérstakrar samstarfs- nefndar þeirra scm með þjónustu við sjúkrahús og lyfj adreifingu hafa að gera og að færa Lyfjaverslun rikisins stjórnunar- lega undir heilbrigðisráðuneytið, en hún hcfur heyrt undir fjár- málara'ðunevtið. Svavar Gests- son heilbrigðisráðherra mælti i fyrradag fyrir frumvarpi um lyf jadreifingu sem m.a. felur þessar skipulagsbreytingar i sér. Hér á eftir fara kaflar úr ræðu ráðherrans. Einkagróöasjónarmiðiö á ekki að ráða Það er min skoðun að það sé eðlilegt að lyf jadreifing sé I raun og veru á vegum heilbrigðismála- þjónustunnar, hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu. Astæðurnar til þess eru margar, sem ég ætla ekki að tlunda hér, en ein ástæðan er að mínu mati sú að það er óeðlilegt að það séu persónuleg einkagróðasjónarmið sem geta ráðið því hversu er farið með lyf javerslun hér i landinu, þennan mikilvæga þátt heilbrigðisþjón- ustunnar. Ég er þess vegna þeirrar skoð- unarog minn flokkur að það væri eðlilegast aö standa þannig að málum að lyfjaverslunin öll væri á vegum opinberra aðila, þeirra sömu og fara með heilbrigðis- málastjórnina i landinu. Um þetta sjónarmið mitt og Alþýðu- bandalagsins er hins vegar ekk- ert samkomulag hér á Alþingi og i núverandi rikisstjórn er þvi ekki að heilsa heldur. Eg tel hins vegar að það sé verulegur ávinn- ingur að þvi að ná fram engu að siður ýmsum þeim atriðum sem eru I þvi frumvarpi, sem hér liggur fyrir og hefur nú verið flutt af mér og rikisstjórninni. m UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis í 1. áfanga Miðnes- hrepps og Vatnsleysustrandarhrepps. I verk- inu felst að leggja einfalt hitaveitukerfi i dreifbýl i. Pípur eru 0 20—0 100 mm víðar og lengd kerfis er um 7,7 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Njarðvík/Og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavík gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 21. maí Í981 kl. 14.00. Lyfsala fari úr höndum lækna í frumvarpinu er kveðið á um staðarval og stofnun lyfjabúða og lyfjaútibúa og að þar um skuli setja reglugerð sem taki mið af skiptingu landsins i héröð. A þennan hátt skapast meira svig- rúm hvað varðar t.d. stofnun eða flutning lyf jabúða eða undirstofn- unar lyfjabúða i heilsugæslustöð á annan vettvang. Það skal sérstaklega undir- strikað hér að með þessu er stefnt að þvi að lyfsala fari úr höndum lækna, en eins og kunnugt er hafa læknar að verulegu leyti annast lyfjasölu á vissum stöðum i strjálbýli þ.e. þar sem lyfjasala eða lyfjaútibú hefur ekki verið til staðar. 1 fýrrs frumvarpi var hins vegar gert ráð fyrir þvi að lyfja- sala færi alfarið úr höndum lækna, en ekki eins og hér er gert ráð fyrir að stefnt skuli að þvi. Það er augljóst að slik lyfjasala hefur verið neyðarúrræði viðast hvar, enþó munu finnast mjög fá- menn héröð þar sem tekjur af lyf- sölu hafa hugsanlega haft mikil- væg áhrif á það að læknar fáist þar til starfa. Slikt verður þó að teljast mjög óæskilegt á alla lund, enda hreinasta neyðarúrræði og ekkert annað. 1 heilbrigðisþjón- ustulögum eru ákvæði þess efnis að lyfjaútibú og lyfjaútsölur eða lyfjaforðar séu i heilsugæslu- stöðvum ef ekki er lyfjabúð á staðnum. Jafnframt eru ákvæði þess efnis að ráðherra geti ákveðið að lyfjabúð verði i heilsu- gæslustöð. Lyfjaþjónusta sjúkrahúsa og stofnun samstarfs- nefndar í frumvarpi þessu hafa verið sett mjög ákveðin fyrirmæli um störf lyfjafræðinga við deildar- skiptu sjúkrahúsin. Gert er ráð fyrir að við þau starfi sérstök sjúkrahúsaapótek sem gætu öðl- Svavar Gestsson ast heimild til að afhenda sjúkl- ingum er ekki liggja á sjúkrahús- unum lyf, sem einungis má nota á þeim. Þá er qmaður sá möguleiki að Lyfjaverslun rikisins geti af- greitt öll algengustu lyf beint til deilda sjúkrahúss ef henta þykir. Þá er enn fremur lagt til að lögfest verði stofnun sérstakrar samstarfsnefndar þeirra aðila, sem hafa með þjónustu sjúkra- húsa og lyfjadreifingu á þeim að gera. Er þessari nefnd ætlað að leita samræmingar i innkaupum á lyfjum, lyfjagögnum, hjúkr- unar- og sjúkrahúsgögnum I hag- kvæmnisskyni. Hér er um mikil- vægt stefnuákvæði að ræða sem stefnir vonandi að viðtækara inn- kaupasamstarfi sjúkrahúsa hér I landinu en verið hefur. Rfkið stærsti kaupandi lyHa Ég itreka það sjónarmið mitt, það persónulega sjónarmið mitt, að ég er þeirrar skoðunar að lyfjadreifing eigi að vera á hönd- um opinberra aðila, og að lýfja- dreifing eigi að tengjast hinni opinberu almennu heilbrigðis- þjónustu. Annað er i rauninni óeðlilegt miðað við allar að- stæður. Meðal annars vegna þess að rikið sjálft og Tryggingastofn- un rikisins er i rauninni einn stærsti kaupandi lyfja I landinu. Það eru fleiri milljarðar g.kr. á ári hverju sem rikið ver til lyf ja- kaupa, og það er þvi ekki óeðlilegt að þetta sé á höndum rikisins og hinna opinberu aðila. Um það er ekkert pólitiskt samkomulag. Ég tel að þrátt fyrir allt, þá sé þó með þessu frv. stigið mjög mikil- vægt skref fram á við I þessum málum i þá átt að fella lyfjadreif- inguna i landinu að hinni almennu heilbrigðisþjónustu. — Þig KRAKKAR! Blaðberabió i yRegn- boganum. J A Blaðberabíó! Ekki núna félagi/ er myndin sem blaðberum Þjóðviljans gefst kostur á að sjá á laugardag- inn kl. 1 e.h. Þetta er mynd um rússneskan ballettdansara sem gerir tilraun til að flýja sæluna... AAætið í Regnbogann, Sal A — góða skemmtun! Góða skemmtun! DJOBVlUm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.