Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mal 1981 Föstudagur 8. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Þar dugar aðeins gámur af stœrstu gerð 9) Nú fyrir nokkru haföi blaða- maöur tal af Indriða Aðalsteins- syni, bónda að Skjaldfönn við isa- fjarðardjúp og bar margt i mál. Við vékum fyrst að þvl, að nú væri, i vaxandi mæli útifrá, fariö að lita á Inndjúpið sem eina heild, og spurðum Indriða hvað hann segði um það. — Inndjúpið skiptist I fjögur sveitarfélög. Vestan Djúps utar er ögurhreppur, sem nær frá Hestjarðarbotni að Digranesi við Mjóafjörð. Þar tekur Reykja- fjarðarhreppur við og nær að Hestakleifargili við Isafjarðar- botn. Siðan Nauteyrarhreppur út Langadalsströnd allt aö Mórillu i Kaldalóni og þaðan Snæfjalla- hreppur út I Vébjarnarnúp. Þegar Grunnvikurhreppur fór i eyöi var hann lagöur undir Snæfjalla- hrepp, sem segja má að nái nú yfir mestallar eyðibyggðir Jökul- fjaröa og allt noröur á Hornbjarg og austur aö sýslumörkum við Geirólfsgnúp. Vegalengdir eru miklar hér við Djúp, yfirleitt langt milli bæja og jarðir vlðáttumiklar og við þaö bætist fjöldi eyöijarða. Ég hef ekkert nema gott um það að segja, að útifrá sé litiö á þessi sveitarfélög sem eitt byggðarlag, enda hafa þau marg- vislega samvinnu, en mikið vantar þó á aö hún sé nægjanleg og átök nógu samstillt þó að hags- munir séu samfléttaðir. Meingallað fyrirkomu- lag. Sem stjórnsýslueiningar eru þessir fámennu hreppar óhentug og úrelt skipan, enda gefur auga leið, að 20 sveitarstjórnarmenn yfir 270—280 sálum er meingallað fyrirkomulag. Margir eru enda á þeirri skoðun, aö sameina beri alla hreppana i einn eða þá Snæ- fjalla-og Nauteyrarhreppa sér og ögur- og Reykjafjarðarhrepp sér. En aðrir mega ekki heyra á slikt minnst, enda fækkaöi þá vegtyll- um að mun, og mörgum þykir fremd i þvi að vera hreppstjóri eða oddviti. Hrepparlgur blómstrar hér enn og jafnvel tog- streita milli sveitarhluta og þvi verða sameiginleg átök byggðar- lagsins I framfaramálum máttar- minni en þyrfti að vera ef Inn- djúpið væri eitt sveitarfélag með vel mannaðri hreppsnefnd og sveitarstjóra, sem gæti gefið sér tima til að róa i og ýta á þing- menn og fyrirgreiðslustofnanir. Það er slæmt ef þaö þarf valdboð „aö sunnan” til aö koma betri skipan á sveitarstjórnarumdæmi hér. 2 kg, yfir landsmeðal- taii. — Hvernig hefur tiðarfar verið hjá ykkur frá þvi I vor og til þessa? — Snemma I des. sendi ég Þjóö- viljanum fréttabréf, þar sem aöallega var fjallað um tiðarfar, heyskap og vænleik dilka, og fer þvi fljótt yfir sögu um þá þætti núna. Veturinn I fyrra var mjög snjó- léttur, voriö og sumarið gott og dilkar þvi óvenju vænir, vlðast 17—18 kg. meöaltal og fallþungi hjá Kaupfélagi Isafirðinga, þar sem flestir bændur slátra, var röskum 2 kg. yfir landsmeðaltal. Október var hábölvaður, nán- ast þorraveðrátta en nóv. var góður og tók upp allan snjó. Með des. og til þessa hefur tiðarfar veriö með fádæmum óstöðugt, si- feldir umhleypingar og jarölaust fyrir allar skepnur og gifurleg svellalög og stórhætta á kali I tún- um, ef ekki bregður til hlýinda mjög bráölega. Lán í óláni. — Urðu ekki skaðar hjá ykkur I óveðrinu i vetur? — Ekki verulegir. Rafmagns- truflanir urðu hér litlar og þá aðeins vegna seltu en simasam- bandslaust var viö umheiminn i 5 sólarhringa, þvi linur slitnuðu vegna veðurofsa og snjóflóöa. 1 Hveravik viö Reykjanesskóla tók þak aö mestu af ibúðarhúsi og i Æöey þak af hlöðu. Járnplötur sleit af húsum viðar en ekki i stór- um stfl. Svo illa hittist á, aö Djúp- báturinn Fagranes, sem er okkar aðal-samgöngutæki að vetrinum, var i slipp I Reykjavik fyrir of- viðrið og komst ekki vestur á áætluðum tima, svo ferðir á sjó féllu niöur i viku. Þar áður hafði lltill rækjubátur verið i ferðum þá sjaldan að gaf, og gat hann ekki flutt þungavöru né farþega svo i lagi væri. Það er undarleg árátta hjá framkvæmdastjóra Djúpbátsins að veija skammdegið, hvað eftir annað, til að taka skipið i slipp og heppni að ekki hafa orðiö slys eöa bráð veikindi á meöan, þvi land- leiöin til Isaf jarðar er jafnan ófær um þetta leyti og flugveliir undir skautasvelli. Eftir ofviðriö kom þvi varöskip og sótti skólanema og aðra, sem fara þurftu ferða sinna. Skip verður það að vera. — 1 framhaldi af þessu: Hvaö er um samgöngumál ykkar að segja? — Sé iitiö á Inndjúpiö I heild, jafnt i samgöngum sem öðrum samfélagsþáttum þá eru miklar vegalengdir og lélegt samgöngu- kerfi einn okkar mesti höfuð- verkur og gengur ákaflega hægt með allar úrbætur i þeim efnum. Rekstur Djúpbátsins er orðinn miög erfiður, einkum vegna minnkandi flutninga með honum upp á siðkastið. Mjólkurbill er nú i förum hálft árið og missti Djúp- báturinn þar stóran spón úr aski sinum og flóabáturinn Baldur hefur séð um áburðarflutningana nokkur undanfarin vor. Bíla- og farþegaflutningur milli Isafjarðar og Inndjúpshafna féll að mestu niður þegar Djúpvegur varö ökufær fyrir 6 árum og fóöurvöruflutningar hingað fara nú i vaxandi mæii fram landleið- ina. Vetrarferðir Djúpbátsins vestur á Súganda- og Onundar- fjörð eru aö mestu aflagðar þvi allt kapp er lagt á að halda heið- unum vestur opnum. Að visu hefur Fagranesið komið I góðar þarfir sem far- þegaskip til Hornstranda á sumrin, þvi ferðamanna- straumur þangað eykst jafnt og þétt, en þaö kemur fyrir lítið til að vega upp missi farþegaflutninga. Hækkar þvl stöðugt það rikis- framlag, sem Djúpbáturinn þarf og er það nú á fjárlögum fyrir 1981 150 milj. gkr. Skipiö er lika orðiö 15 ára gamalt, minnir mig, og endurnýjunar þörf, en framtið þessa rekstrar er óráðin. Nefnd sú, er samgönguráöherra skipaði i fyrrasumar og á aö fjalla um alla þætti samgangna hér á Vest- fjöröum og bætta skipan þeirra mála, hefur nú framtið Djúpbáts- ins til athugunar. En það er, held ég, samdóma álit allra hér.aö skip af svipaöri stærö og Fagranes verði aö vera til staöar til að þjóna Djúpinu og eyjunum aö vetrinum þvi land- leiðin, frá ystu bæjum á Snæ- fjallaátrönd til tsafjaröar, er 230 km. og oft algerlega ófær vegna svella og snjóa að vetrinum og aurs á vorin. I snjóavetrum verður ekki haldið uppi samgöngum við Vesturfirðinga svo vel sé, nema sjóleiðina, og til Hornstrandasigl- inga er fásinna aö nota minna skip en Fagranes, meö öryggi og aðbúnaö farþega i huga, en oft eru á annað hundrað manns i þessum ferðum á sumrin og þær taka stundum frámundir sólar- hring. — Hvað um flugiö? — Hér i Inndjúpinu eru fjórir flugvellir, auk neyðarflugvallar að Strandseljum I ögurhreppi. Eru þeir i Reykjanesi, Arn- gerðareyri, — en við þann flugvöll var unnið fyrir 14 milj. I sumar, — á Melgraseyri og við Bæi á Snæ- fjallaströnd. Vélar flugfélagsins „Ernir” á Isafirði eru töluvert notaöar hér um slóðir, en fjár- hagslegur grundvöllur fyrir áætl- unarflugi hefur ekki fengist enn- þá. Þessir flugvellir eru mikiö öryggisatriði og hefur Hörður Guðmundsson, flugmaður, oft sýnt mikinn dugnað og dirfsku i sjúkraflugi sinu hér um slóöir, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Tókst loks að tylla þeim niður. — Nú fer að styttast I tengingu Djúpsins um Steingrimsfjaröar- heiði? — Já, þaö skulum viö vona. Þaö tókst loks að negla Vestfjarða- þingmenn niöur á þá lausn i Anna Marla Jónsdóttir búsett i Hafnardal hér I hreppnum, og er oft til hennar leitað og hún dugleg að ferðast, þegar þörf krefur. — Hvernig er rafmagnsmálum háttað hjá ykkur? — Inndjúpið er sérstakt orku- svæði, sem á aö fá raforku frá þremur samtengdum vatnsvirkj- unum, sem tvær rafveitur, i eigu hreppanna noröan og vestan Djúps, áttu og ráku. Þær gengu formlega i Orkubú Vestfjaröa um áramótin 1979-1980 og tók Orku- búið að sér lokafrágang virkj- ananna og vatnsmiðlunarfram- kvæmdir, sem nauðsyn er aö gera, svo að ekki komi til vatns- þurrðar. Ekki bólar á þeim um- bótum enn, hvaö sem veldur, svo nú er stór hluti notenda hér á disilafli frá varastöð I Reykja- nesi. Hér eru ekki siður léleg vatnsár en annarsstaðar og þvi hafa verið hér tiöar rafmagns- truflanir frá áramótum. — Hvernig er ástandiö I sima- málum? — Siminn er bilanagjarn og linukerfið greinilega of veik- byggt. Snæf jalla- og ögurhreppur erum i beinu sambandi við Isa- fjörð og á hans gjaldskrársvæði en Nauteyrar og Reykjafjarðar- hreppur búa við simstöðvarkerfið en eiga þó að geta náð sambandi utan símatima við Isafjörð. allan sólarhringinn. Stundum er sam- bandið gott, eins og þú heyrir núna, en oftar bágborið enda 14 bæir hér á sömu linu og hlerun út- breiddur ósiður. Skjaldfönn við tsaf jarðardjúp. fyrravor og nú er að sjá hvaða peninga þeir fá á komandi vega- áætlun til þessarar fram- kvæmdar, en til stendur aö ljúka við veginn 1983 eða 1984. Maður hefur nú heyrt ýmsar bölsýnisraddir, svo sem að það sé ekkert naglahald i þingmönnum okkar, þeir séu svo fúnir; en ég held, að þeir geti nú ekki snúið við blaöinu héðanaf, a.m.k. ekki þeir, sem hyggja á endurkjör. Steingrimsfjaröarvegur verður stórkostleg samgöngubót fyrir alla noröanveröa Vestfiröi og breytir mörgu hjá okkur; t.d. má búast við þvi aö verslun héðan færist mjög til Hólmavlkur, ef samgöngur við tsafjörð batna ekki frá þvi sem nú er. Við trúum þvi, að góðum vegi um þessa heiöi megi halda opnum mest allan veturinn. Læknisþjónusta, raf- magn, simi. — Þið sækið læknisþjónustu til tsafjarðar? — Já, en iæknir kemur stöku sinnum með Djúpbátnum til að skoða fólk á höfnum ef óskað er og einnig kemur læknir reglulega i Reykjanes, en þar er heima- vistarskóli fyrir Inndjúpiö. Enn- fremur er héraöshjúkrunarkonan mhg ræðir við Indriða bónda Aðalsteinsson á Skjaldfönn við Isatjarðardjúp og birtist hér fyrri hluti viðtalsins Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Skjaldfönn: Enn hefur þó engin „gullgæs” viljað bita á agnið en ýmsir skoðað svo sem útsendarar Freömýra-Jónasar Dagblaðsritstjóra. Sjálfvirkur simi er auðvitað það, sem koma ska), og það sem fyrst. Sá hávaði, sem orðið hefur i Reykjavik vegna fyrirhugaðrar skrefatalningar þar, sem er sjálf- sagður áfangi i þá átt að draga úr þvi misrétti, sem landsbyggöin hefur búið við i áratugi i sima- málum, er ömurlegt dæmi um siðferðisvanþroska og skort á réttlætiskennd þeirra, sem beitt hafa sér fyrir þessum látum og nota gamla fólkiö sém skálka- skjól. Eða er það kannski van- þekking öörum þræöi? Viö skulum vona það. Vaxandi votheysgerð — Svo við vikjum aftur að búskapnum, eru bændur birgir af heyjum ef vorið verður kalt? — Ég held, að ásetningur hafi vlöast hvar verið með besta móti I haust. Aö visu bar dálitið á kali á stöku bæjum og harðlend tún brunnu sumstaðar vegna þurrka, en yfirleitt var heyfengur yfir meðallag og verkun góð. En veturinn hefur verið striöur, og veröi voriö kalt má fullvist telja, að viöa komi til heyskorts. — Er votheysgerö almenn hjá ykkur? — Nei, hún er alltof litil,en þó aö vinna á,og meir hefur undanfariö veriö byggt ‘af flatgryfjum en þurrheyshlöðum. Einkum eru það yngri bændur, sem hallast aö vot- heysgerö. Langflestir bændur hafa súgþurrkun og þvi sæmilega settir með heyverkun, þvi hér er frekar þurrviörasamt I júli og ágúst, a.m.k. miðað við Suöur- og Suðvesturland. Hér hefst sláttur yfirleitt ekki fyrr en um miöjan júli og dæmi eru til þess, að vot- heysbændur hafi lokiö heyskap á 12-14 dögum. — Hvaö með framkvæmdir ein- staklinga viö byggingar og ræktun á siöasta ári? — Siðan Inndjúpsáætlun lauk hefur veriö frekar litiö um bygg- ingar og á slðasta ári man ég ekki eftir nema fjárhúsbyggingu i Þernuvik, viöbyggingu við Ibúðarhús á Látrum, frágang á þurrheyshlöðu i Múla og flat- gryfjubyggingu i Neðra-Bæ. A áætlunarárunum var mikið byggt svo þetta er nú kannski I lagi. Aftur á móti er ræktun alltaf litil, enda viða óhæg skilyrði og litiö um gott og grjótlaust land og þá oft fjarri bæjum. Ræktunar- kostnaöur er þvi margfaldur miðað við góð héruð, en jarö- ræktarframlag hiö saraa, engu ao siður. Það er þvi nánast óþekkt hér um slóðir að geta gefið hey eins og skepnur vilja og þurfa. Beit er þvi notuð ef til næst og verulega þarf aö gefa af fóöurbæti til heysparnaðar. Viðförult sauðfé — Þrátt fyrir þetta segir þú vænleika dilka meö ágætum. Eru sumarlömb þá svona góö? — Ég held, aö segja megi aö þau séu framúrskarandi góö við- asthvar og svo rúmt I högum, að mörgum þykir nóg um þegar aö þvi kemur, aö ná fénu af fjöllum á haustin. Fé héðan frá Djúpi fer suður i Múlasveit og Gufudals- sveit við Breiðafjörö, þaö fer austur I Staöardal viö Stein- grimsfjörð og gengur Stranda- megin viö vatnaskil allt norður á Cfeigsfjarðarheiði. Af Snæfjalla- strönd gengur fé yfir I Grunnuvik, Höföaströnd og Leirufjörð og eru það 2ja daga leitir. En verst er viö aö eiga áður- nefnd öræfi milli Djúps og Stranda og Djúps og Breiöa- fjaröar, mannfæð beggja vegna og æði stór svæöi vansmöluð. Heimtist fé seint og illa hér i Nauteyrarhreppi innanverðum og sem dæmi má nefna, að núna á þorranum fundust 3 ær og 7 lömb, sem komin voru niður undir byggð, svo og ræfill af á, sem tófan var nýbúin aö drepa. Allar þessar kindur voru sæmilega út- litandi þvi góð jörð hefur veriö til fjalla þótt spilliblotar hafi veriö 1 byggö. — Eru búin blönduð eða eru ein- hverjir með sauöfé eða kýr ein- göngu? — Það eru blönduð bú og sauð- fjárbú jöfnum höndum. Kýr ein- göngu er enginn bóndi hér með. Stórbændur eru hér fáir, sem betur fer. Visitölubústærð er lik- lega algengust, en þó eru hér nokkur stór bú, 700-800 ærgildi, liklega meö stærstu búum á Vest- fjörðum. Litiö er um félagsbú; þó þekkist það aðeins. Hlunnindi og aukabú- greinar — Ei . ekki nokkuð um hlunn- indajarðir þarna hjá ykkur? — Verulegur stuöningur er af hlunnindum nokkuö viöa, m.a. eru þrjár af bestu laxveiðiám á Vestfjöröum hér, Laugardalsá i ögurhreppi og Langadalsá og Hvannadalsá I Nauteyrarhreppi. Nokkur býli hafa jarðhita til gagns, m.a. upphitunar og hér i Skjaldfannardal er nyrsta gróðurhúsabýli I heimi, i Laugar- ási. Þá er mjög mikiö æöarvarp i Æöey og Vigur, eins og sjón- varpsáhorfendur sáu nýlega. Lik- lega er mest dúntekja á einni jörö á landinu undanfarin ár I Æðey og dugar þar ekkert minna en gámur af allra stærstu gerð þegar æðardúnninn er fluttur suður til hreinsunar. — En aukabúgreinar, hafa menn áhuga á þeim? — Þaö kemur nú yfirleitt hálf- gert vantrúarglott á bændur hér þegar þær ber á góma; annaö- hvort eru þeir svona illa innrættir eöa Ihaldssamir, nema hvort tveggja sé. Nokkrar læöur i hlöö- unni eöa fiskeldi i bæjarlæknum á liklega langt i land hér, hvað þá kaninurækt eða túrhestabugt. Að koma upp æðarvarpi sum- staöar á sjávarjöröum og sömu- leiðis feldfjárrækt má tala um i alvöru, en hvorugt mun nú hrist fram úr erminni i skyndingu. Þetta aukabúgreinatal bændafor- ystunnar virðist mér vera fjarska veikt haldreipi til að draga stétt- ina upp úr offramleiöslufeninu. Engin trygging er fyrir þvi, að þær aukabúgreinar, sem kunna aö eiga rétt á sér og ná fótfestu, dragi úr mjólkur- og kjötfram- leiðslu. Mér skilst t.d. að þeir bændur, sem fara út I loðdýra- rækt og eiga rétt á að fá helming stofnkostnaöar að láni, þurfi ekki aö draga saman seglin I hinum hefðbundnu búgreinum, nema þeir kjósi það sjálfir. Mer finnst, að lánafyrirgreiösla til aukabú- greina ætti að vera bundin þvi skilyrði, aö búskap væri jafn- framt hætt i offramleiðslugrein- unum. Ég held, aö bændur hér telji nauösynlegast að koma á fót sem vlðast i sveitum einhverjum úr- vinnsluiönaöi kringum búvöru- framleiösluna, sem gæfi unga fólkinu atvinnutækifæri heima fyrir, svo þaö þurfi ekki að hrökklast til þéttbýlisins I at- vinnuleit. Mikil umskipti og ill — Hvaö meö ibúatöluna hjá vkkur: fara iaröir I eyði? — Ég hef nú ekki nýjustu tölur um mannfjölda alveg I kollinum, en hér i Nauteyrarhreppi eru ibúar um 70 og um 270-280 i Inndjúpinu öllu og fer heldur fækkandi. Byggðar jaröir eru rúmlega 40, þar af 14 hér i hreppi. A siðustu árum hafa tvær jarðir farið úr byggö i ögur- og Reykjafjaröar- hreppum, Hjallar i Skötufirði og Kelda I Mjóafiröi. Hvorug þessara jarða haföi ræktunar- möguleika til nútimabúskapar eöa hlunnindi aö ráði. svo varla var við þvi að búast, að þær héld- ust I byggð. 1 stað þeirra hafa komið búendur á Botn i Mjóafirði og Hafnardal i Nauteyrarhreppi. Hinsvegar urðum viö hér I sveit fyrir þvi áfalli i haust, að Armúli fór alveg i eyöi, en sú jörö er þekktust frá þvi að Sigvaldi Stefánsson, læknir og tónskáld, sat þar á árunum 1910-1921 og tók sér þar ættarnafniö Kaldalóns, dregið af samnefndum firöi eða dal utan við Armúla. 13. jan. sl. voru raunar 100 ár liðin frá fæðingu Sigvalda. Ar- múli er lika staðháttarfyrirmynd Guðmundar Hagallns i sögu hans „Márus á Valshamri og meistari Jón.” Fyrir röskum 20 árum skiptu bræðurnir Sigurður og Kristján Hannessynir jöröinni og bjuggu Kristján og kona hans, Guöbjörg Jónsdóttir, áfram á Armúla I, en Sigúröúr og kona hans, Rósa Jóhannsdóttir, byggöu upp nýbýli á hinum hlutanum, Armúla II, og bjuggu þar siðan af miklum myndarskap. Heimiliö var sem skáli um þjóöbraut þvera og gest- risni og greiðasemi húsráðenda rómuð. Má segja að Ármúli II væri einskonar félagsheimili sveitarinnar um árabil. Siguröur Hannesson féll frá I ársbyrjun 1976 og þar sem börn þeirra Rósu voru flest flutt til Isa- fjaröar og búsett þar, dró eðlilega til þess, að hún flytti þangað einnig haustiö 1977. Þvi miöur viröast þeir aöilar i Reykjavik, sem hafa með sölu jarðarinnar að gera, stefna að þvi, að selja hana einhverjum, sem ekki hyggja á búskap, en sækjast eftir þvi, að eiga fallega staði, til að hafa að fótaskinni á sumrin. Til þess benda m.a. skrumauglýsingar, sem höföa til félagssamtaka eða peninga- fursta, en af og frá var, aö Krist- ján bóndi i Armúla og synir hans, væru teknir alvarlega sem kaup- endur og hefur þessi framkoma aö vonum mælst illa fyrir hér um slóðir Enn hefur þó engin „gull- gæs” viljað blta á agnið, en ýmsir skoðað svo sem útsendarar Freð- mýra-Jónasar Dagblaðsritstjóra Þó aö freðmýrarbeltin séu ekki björguleg til búskapar má vera að þau henti þeim mun betur til rauðvinsdrykkju, og við verðum umfram allt að átta okkur á þvi hverskonar „starfsemi” á við á hverjum stað. Ármúli I fór svo i eyði i haust þvi Kristján var orðinn heilsubil- aöur, og synir hans, sem áhuga höföu á aö taka við, náðu ekki kaupum á Armúla II. Flutti fjöl- skyldan til Isafjarðar. Eru þetta þvi mikil og slæm umskipti á fá- um árum, en vonandi fást raun- verulegir ábúendur á jörðina sem fyrst. (Frh.) á dagskrá >Þannig er athugandi að hafa í forvals- reglum ákvæði um að hlutur kvenna í efstu sætum framboðslista skuli ekki vera minni en nú er, eða jafnvel að helmingur sæta skuli skipaður konum forval? Betra Næsta vor veröa bæja- og sveitastjórnakosningar. I Reykjavik munu þessar kosn- ingarveröa mjög þýöingarmiklar fyrir alla pólitiska framvindu i landinu. Sjálfstæöisflokkurinn mun reyna að sameinast og heyja harövituga kosningabaráttu i von um aö endurheimta meirihlutann. Flokkurinn er þegar I ákafri leit að kosninga- málum, sem gætu komið i stað „vinstri glundroðakenningarinn- ar”, en sú kenning mun litt duga þeim nú, þvi hvar er glundroöi ef ekki i þeirra eigin herbúöum? Umfjöllun Morgunblaðsins um t.d. skipulagsmál ber öll merki þess, að kosningar nálgist. Komandi borgarstjórnarkosn- ingar munu væntanlega marka nokkur timamót i sögu Alþýðu- bandalagsins i Reykjavík. Samkvæmt núgildandi reglum veröur framboöslistinn valinn i forvali, sem notaö var i fyrsta sinn i slöustu Alþingiskosningum. Flestir I Alþýðubandalaginu eru sammála um, að gamla til- högunin, þar sem uppstillingar- nefnd réð mestu um framboðs- listann, hafi gengiö sér til húðar a.m.k. I Reykjavik þar sem ekki þarf að gæta jafnvægis milli byggöarlaga og héraða innan kjördæma. Þetta fyrirkomulag var sennilega nauösynlegt þegar Alþýöubandalagið var litið meira en kosningabandalag og sameina þurfti ólik öfl. Viö slikar aöstæöur er ekki skynsamlegt að einfaldur meirihluti ráöi framboöum, heldur þarf að leita samkomulags milli samstarfsaöila. Nú er öldin önnur. Alþýöubandalagið er býsna samhentur flokkur, þótt flokksmenn myndi aö sjálfsögöu engan hallelújakór tii dýröar forystu flokksins eöa málflutningi Þjóöviljans. Forval sem bundiö er viö flokksmenn er einnig höfnun á þeim skripaleik, sem felst I opnu prófkjöri, þar sem framapotarar takast á meö tilheyrandi fjölmiölahávaöa og auglýsinga- skrumi. Eflaust er þaö ekkert fátitt, aö menn taki þátt i prófkjöri eins flokks en kjósi siöan allt annan flokk i kosning- um. Mér virðist augljóst, að próf- kjörsflokkarnir muni meö einhverjum hætti afnema slik prófkjör, en þau hafa átt mikinn þátt i aö mynda harösnúnar klik- ur innan flokkanna og skapa þar hálfgert upplausnarástand. Ekki gaUalaust Ég fullyrði, að Alþýðubanda- lagsmenn I Reykjavík eru almennt ánægðir meö forvaliö og álita þaö heppilegra en ægivald uppstillingarnefnda eðaopin próf- kjör. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir, aö gildandi forvals- reglur eru ekki gallalausar og ekki er vlst, að fram komi sá heilsteypti framboöslisti sem flokksmenn fylkja sér um og nýtur viðtæks stuönings kjósenda. Forvaliö er aö sönnu ekki bindandi, en mér segir svo hugur, aö breytingar á niöurstöö- um forvals gætu valdið deilum og flokkadráttum, ef ekki eru til fast- mótaðar reglur þar að lútandi. Slikar reglur eru ekki fyrir hendi i dag. Helstu gallar forvals gætu orð- ið, annars vegar, aö hlutur kvenna á framboöslistum minnk- aöi, og hins vegar, að eölileg endurnýjun yröi engin. Hvort tveggja á sér rætur I þeirri tilhneigingu flokksmanna, sem og fólks almennt, að kjósa þá sem þekktir eru af fundum og úr fjölmiðlum. Þannig er hætta á að þeir sem sinna sinum störfum i flokknum i kyrrþey og ekki ber mikiö á opinberlega hafi ekki mikla möguleika 1 persónukosn- ingum sem forvalið er. Þetta bitnar frekar á konum en körlum, bæði vegna minni þátttöku kvenna 1 félagsstarfi og ekki siöur vegna þess aö konur láta almennt minna á sér bera en karlar. Hugmyndir um breytingar Mjög vandasamt er að smiða reglur til aö koma I veg fyrir þessa og aðra vankanta forvals án þess að skapa um leiö annan og meiri vanda. Engu aö siöur þarf aö ræöa hvort æskilegt er aö setja slikar reglur. Þannig er athugandi aö hafa I forvalsregl- um ákvæöi um, aö hlutur kvenna i efstu sætum framboöslista skuli ekki vera minni en nú er, eða jafnvel að helmingur sæta skuli skipaöur konur. Sú hugmynd kemur einnig til álita, að efstu menn á siöasta framboöslista taki ekki þátt I fyrri umferö forvalsins heldur aöeins I þeirri siöari. Jafn- framt yröu allir þátttakendur kynntir rækilega i Þjóöviljanum. Ef engar slikar ráðstafanir eru geröar er nokkur hætta á, aö fjöl- miölakynnign geti ráöiö meiru um skipan framboðslista heldur en trúmennska I flokksstarfi og hæfni til pólitiskra verka. Svanur Kristjánsson. Listahátíð á laugardag Gisli Magnússon og Gunnar Kvaran Ágóðinn rennur til byggingar Hjúkrunarheimilis aldraða í Kópavogi Laugardaginn 9. mai vcrður i Iláskólabiói haldin skemmtun til styrktar byggingu hjúkrunar- heimilis aldraðra i Kópavogi. Margir af ágætustu listamönnum þjóöarinnar tóku sig saman og ákváöu að gangast fyrir nokkurs- konar „listahátíð”, leggja fram alla sfna vinnu sem sjálfboðaliðar og ánafna IIjúkrunarhcimilis- byggingunni öllum ágóða. Alls munu 16 þjóökunnir lista- menn koma fram á þessari skemmtun, auk þess sem von er á góðum skemmtikröftum i „óvænta” heimsókn. A dag- skránni verður samleikur, upp- lestur, listdans, einsöngur, tvi- söngur o.fl. Meðal þeirra, sem koma fram, má nefna Gisla Magnússon, Hall- dór Haraldsson, Arnar Jónsson, Gunnar Kvaran, dansarana Birg- itte Heide, Guörúnu Pálsdóttur og Ingibjörgu Pálsdóttur, Sigurð Bjiýnsson söngvara, Ævar R. Kvaran, Manuelu Wiesler og Snorra Sigfús Birgisson. Kynnir verður Gunnar Eyjólfsson, leik- ari. Listahátiðin I Háskólabiói hefst kl. 14,30. Miöasala verður i Há- skólabiói, Bókabúð Lárusar Blöp- dals, Bókaverslun Eymundson, Blómahöllinni i Kópavogi, Hljóð- færahúsi Reykjavikur og á skrif- stofu HjUkrunarheimilisins i Hamraborg 1. Verð hvers miða er kr. 60.00. Byggingarstjórn Hjúkrunar- heimilis aldraðra I Kópavogi hvetur alla listunnendur og vel- unnara HjUkrunarheimilisins til þess aö fjölmenna á listahátiöina i Háskólabiói á laugardaginn og væntir þess, að þar muni allir eiga ánægjulega stund. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.