Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 11
LANDSLIÐSHÓPURINN í KNATTSPYRNU AÐ MYNDAST Föstudagur 8. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 segir annar tveggja þjálfara nýbakaðra Reykjavíkurmeistara í knattspyrnu, Fylkis Sigur Árbæjarliðsins Fylkis á Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu hefur vakið verðskuldaða at- hygli, liðs sem reiknað var með fyrirfram að myndi öllu heldur verma botn- sætið en að tróna á toppn- um. Hvað um það, Fylkis- strákarnir komu, sáu og sigruðu meðglæsibrag. Þetta er reyndar fyrsta stóra skrautfjöörin á knattspyrnu- sviðinu, sem Fylkismennirnir geta státað af. Þessa umræddu skrautfjöður má ekki siður hengja í hatt þjálfaranna tveggja, Lárusar Loftssonar og Theódórs Guðmundssonar. „Ég byrjaði að þjálfa Fylki stuttu eftir áramótin siðustu ásamt Tedda, en hann hefur reyndar verið meira og minna með liðið siðustu 3 til 4 árin,” sagði Lárus Loftsson i spjalli við Þjv. i gær. Þeir félagarnir Theódór og Lárus hafa áður starfað saman við knattspyrnuþjálfun. Þeir sáu m.a. um unglingalandsliðið á árunum 1973 til 1976. „Strákarnir i liðnu nú eru ungir og áhugasamir og sigur þeirra var verðskuldaður. Við töpuðum ekki leik, nema fyrir Fram i bráðabana. Val, Þrótt og Armann sigruðum við og lögðum KR og Viking að velli eftir bráðabana- keppni. Þá vilég geta þess að við fengum einungis á okkur 2 mörk á mótinu og það segir ekki svo litið. I sannleika sagt á ég ekki von á þvi að Fylki takist að vinna sæti i 1. deild i sumar, 2. deildin er það erfið. Hins vegar var sigurinn á Reykjavikurmótinu stórt mál fyrirfélagið og góður áfangi á leið til stærri afreka. Liðið er ungt og efnilegt og það verður örugglega komið i 1. deild innan fárra ára”. — IngH íslensku stúlkurnar Lárus Loftsson höfnuðu í neðsta sætí á sínu fyrsta Norðurlandamóti í fimleikum island hafnaði i neðsta sæti i flokkakcppninni á Norðurlanda- mótinu i fimleikum, scm fram fór i Rovaniemi i Finnlandi um siðustu helgi. Norðmenn urðu sig- urvegarar með 101.55 stig, Finn- land fékk 101.20 stig, Svlþjóð 98,50 stig, Danmörk 90,05 stig og tsland va,r með 84.25 stig. 1 cinstaklings- keppninni voru islensku stelpurnar I 4 neðstu sætunum. Þetta er i fyrsta skipti sem íslenskar stUlkur taka þátt i sliku móti og var það þvi mikil og góð reynsla fyrir þær að vera með. Keppnin var skemmtileg báða dagana og nokkuð hörð þótt andrUmsloftið væri mjög rólegt og þægilegt. Mesta keppnin var tvimælalaust milli norsku og sænsku stulknanna, en þær fyrr nefndu sigruðu, bæði i flokka- keppni og einstaklingskeppni. tþróttahöllin i Rovaniemi, þar sem Norðurlandamótið var háð, er mjög skemmtileg og þannig UtbUin að hægt er að æfa margar iþróttagreinar samtimis, án þess að truflun verði svo nokkru nemi. Þá eru gisti- herbergi, matsalur, eldhUs og fleira undirsama þaki, þannig að keppendur og aðrir er störfuðu við mótið, bjuggu allir á sama staðog var það mjög ákjósanlegt. Fyrri dag keppninnar var einnig talsverð keppni milli dönsku og íslensku stUlknanna i einstökum greinum og væri gaman ef hægt væri að efna til landskeppni Danmerkur og tslands. Vertíð frjálsíþrótta- manna að hef jast Næstkomandi laugardag verður Vormót Kópavogs i frjáls- um iþróttum haldið á Kópavogs- velli og hefst keppnin kl. 14. Þar með má segja að vertið frjáls- íþróttamanna okkar hefjist fyrir alvöru og á næstu vikum rekur hvert mótið annað, Vormót FH, EÓP-mótið.... — IngH HK vann í 4. flokki t Þjv. fyrir skömmu voru ti- unduð Urslit i keppni yngri flokk- anna i blaki. Þar gleymdust Ur- slitin i 4. flokki karla, hvar HK barsigur Urbýtum. Þróttur varði 2. sæti, Vikingur kom næstur og lestina rak Stjarnan. Breyttir tímar Félagaskipti leikmanna i bolta- iþróttunum hcr á landi þykja vart Málið útkljáö Slðasta bikarmót. Skiðasam- bandsins, i alpagreinum verður háð á tsafirði um helgina næstu. Orslit eru reyndar ráðin i karla- flokki, en þar sigraöi Ami Þór Arnason með umtalsverðum yfir- buröum. Hins vegar er keppnin i kvennaflokki mjög spennandi. Þar berjast um sigurinn Nanna Leifsdóttir, Akureyri og Asdis Alfreðsdóttir, Reykjavik. — IngH tiltökumál lengur og er oft erfitt að átta sig á þvl hvar hinn eða þessi leikmaðurinn er niöurkom- inn þessa stundina. Gott dæmi um þessa þróun er knattspyrnulið Valsmanna. Undirritaður gerði sér það til dundursá einum leik Valsaranna á Reykjavikurmótinu fyrir skömmu að telja þá leikmenn á vellinum sem ekki hafa leikið i yngri flokkum Hliöarendaliösins. t ljós kom, eftir þvi sem næst veröur komist, að þennan flokk fylltu 7 af 11 Valsmönnunum á leikvellinum i það skiptið.. — IngH i mm X 1 N #■/// I t&> 8^ Fyrirliði landsliðsins, Marteinn Gcirsson, mun fá það verkefni að stöðva hina fótfráu miöhcrja prcssuliðsins.... .... Þeirra á meðal er Jón Einars- son. UBK, sem hefur skorað grimmt það scm af cr vori. Guðni velur 15 leðaneiin í pressuleikinn næstkomandi mánudag Guöni K jartansson og félagar hans i landsliösnefndinni I knattspyrnu tilkynntu i gærdag hvaöa 15 ieikmenn munu ieika gegn liði íþrótta- fréttamanna á Melavellinum næstkomandi mánudag. Þeir félagarnir eru þarna að stiga fyrsta skrefið I áttina að landsleiknum gegn Tékk- um, sem fram fer seinna i mánuðinum. Þá völdu íþróttafréttamenn lið sitt I gær og eru þar margir kappar. Liðin verða þannig skipuð, að öllu forfallalausu: LANDSLIÐ PRESSULIÐ Meinleg villa 1 Þjóðviljanum i gær var sagt frá þvl að Arbæjarliðið Fylkir hcfði tryggt sér Reykjavikur- meistaratitiiinn i knattspyrnu, en það jafnframt látið fljóta með I þrigang, að félagið væri dr Breiö- holti. Þó að undirritaður eigi enga söká þessum meinlegu mistökum þarsem hann hefur verið f jarver- andi siðustu 3 dagana, þykir hon- um rétt að þessi leiðrétting komi fram og biður jafnframt alla eld- heita stuðningsmenn Fylkis af- sökunar. — IngH Markm enn: Guðmundur Baldursson, Fram Guðmundur Asgeirsson, UBK Aðrir leikmenn: Viðar Halldórsson, FH Magntis Þorvaldsson, Vikingi Dýri Guðmundsson, Val Ólafur Björnsson, UBK Jón Alfreðsson, tA Sigurður Lárusson tA Gunnar Jónsson, 1A Heimir Karlsson, Vikingi Jón Einarsson, UBK Sævar Jónsson, Val Börkur Ingvarsson, KR AgUst Hauksson, Fram Helgi Bengtsson, UBK Matthias Hallgrimsson, Val Eins og sjá má er hér um að ræða einvalalið leikmanna og verður fróðlegt að sjá hvernig hinum haröskeyttu leikmönnum „pressunnar” gengur aö ráða við landsliðsstrákana hans Guðna. —IngH Markmenn: Þorsteinn Bjarnason, tBK Bjarni Sigurðsson, IA Aðrir leikmenn: Marteinn Geirsson, Fram Trausti Haraldsson, Fram Pétur Ormslev, Fram Þorgrimur Þráinsson, Val Valþór Sigþórsson, tBV Omar Jóhannsson, IBV Sigurlás Þorleifsson, tBV Ómar Torfason, Vikingi Lárus Guömundsson, Vikingi Sæbjörn Guðmundsson, KR Ami Sveinsson, ÍA Sigurður Halldórsson, tA Kristján Olgeirsson, 1A ibróttir® íþróttir y J H ~Lmsjón: Ingólfur Hannesson. „Sigur okkar verðskuldaður”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.