Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. mai 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ í sjónvarpinu fer boltinn miklu oftar yfir. Garðabær: Bannað að reykja í bæjar- stjórn og unglingavinnunni 1 fréttabréfi Alþýðubanda- lagsins i Garðabæ er greint frá bæjarstjórnarf undi i febrUar s.l. þar sem m.a. var fjallað um reykingar unglinga. Segir þar að i ljós hafi komið að flestir unglingar byrji að reykja á sumrin, enda eru fjárráð þeirra sem sumarvinnu hafa rýmri á þeim árstima. I tilefni af þessu fluttu bæjarfulltrúar minni- hlutans, þ.e. Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks tillögu um að bannað yröi að reykja i unglingavinnu bæjarins, en Sigurði Sigurjóns- syni þótti ekki nóg að gert. Flutti hann svohljóðandi til- lögu: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja niður reykingar á bæjar- stjórnarfundum. Tillögurnar voru báðar samþykktar með 4 atkvæðum gegn 2. Riddari konunglegu Norður- stjömunnar Sigurjón Sæmundsson sæmdur orðunni Sigurjóni Sæmundssyni, ræðismanni Svía á Sigluf irði var nýlega veitt orðan „Riddari hinnar konunglegu Noröur- stjörnu”, sem veitt er af Svía- konungi fyrir vel unnin störf og dygga þjónustu i þágu Svi- | þjóðar. Orðuveitingin fór fram ' að heimili sænska sendiherrans 1 á Islandi frú Ethel Wiklund að viðstöddum nánustu ættingjum og starfsmönnum sendiráðsins. Sigurjón Sæmundsson hefur verið ræöismaður Svia á Siglu- firði frá árinu 1968. Þá eru blessaðar dömurnar farnar af borðinu. Lesendur völdu sem sagt að leika 18.— Dxd3, og þvi' svarar Helgi með 19. cxd3 Mcnn segja aö byltingin á Tímanum hafi verið mjög aktiíel. viðtalið „Má ég ekki eiga lömbin þin með þér, Grána mín?”, gæti Sigvaldi litli Grétarsson veriö að segja. Mynd —gel „Lömbin skoppa hátt með hopp”. Sauðburður cr nú byrj- aöur og það er að verða liflegt I fjárborgunum. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans brugðu sér þangaö uppeftir. Fátt var þar um manninn t augnablikinu en þvi fleira af sauðfé og hrossum. 1 einni f járgirðingunni sat þó ung kona og við hlið hennar var dálltill fjármaður, sem horfði hugfanginn á lömbin að leik. Konan reyndist heita Róslinda Sancir og litli snáðinn Sigvaldi Grétarsson. Faðir Róslindu er franskur, en móðir islensk og búa þau i Bandarikjunum. Sjálf er hún kinda- og hestakona á Islandi og gerirekki ráð fyrir að annarsstaðar sé ánægjulegra að dvelja. Róslinda sagði okkur að Gisli Jensson ætti kindurnar, en hann var ekki viðlátinn. Sjálf eru þau Róslinda og Grétar Sigvalda- son, maður hennar, fjárlaus i bili. Þau urðu að farga kind- unum vegna riðuveiki og verða þvi að láta sér nægja hestana eins og er. En þau hyggjast fá sér kindur aftur i haust. Þau kunna ekki við sig kindalaus. Vonandi blessast þeim vel búskapurinn. —mhg Róslind og Grákolla ræöast viö. Mynd: —gel ttm Eigum við ekki aö vera vinir? Mynd: —gei 8 7 6 5 4 3 2 1 ___________L.__A ~ „ U Þið eigiö leikinn og siminn er 81333, milli kl. 9 og 18 i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.