Þjóðviljinn - 12.05.1981, Síða 12

Þjóðviljinn - 12.05.1981, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. maí 1981 tækniskóli íslands Við Tækniskóla íslands er þessi starfsemi áætluð 1981/82: Almennt undirbúningsnám Lesið er til raungreinadeildarprófs á tveim árum. Aður þarf að vera lokið almennu námi, sem fram fer i iðnskóla eða sambærilegu i tungumálum, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði i öðrum skólum. Almenna undirbúningsnámið fer einnig fram i Iðnskólanum á Akureyri, við Þórunnar- stræti, simi (96)1663 og i Iðnskólanum á Isafirði, Suður- götu simi (94) 3815. Undirbúningsnám af ýmsu tagi er metið sérstaklega og nokkrir skólar bjóða skipulegt nám sem svarar til fyrra árs i almennu námi Tækniskóla Islands. Menntun tæknifræðinga eftir raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf stærðfræðideildar tekur i byggingum u.þ.b. 3 1/2 ár. 1 raf- magni og vélum tekur námið eitt ár heima og tvö erlendis. Gerðar eru kröfur um verkkunnáttu. Menntun tækna (iðnfræðinga) í byggingum, rafmagni og vélum fer fram á einu og hálfu ári eftir eins árs undirbúnings- nám við T.I. eða sambærilegt. Gerðar eru kröfur um verk- kunnáttu. Nyjung i raftæknanáminu, er sérhæfing á örtölvusviði, bæði varðandi vélbúnað og hugbúnað. Menntun meinatækna fer fram á tveim árum eftir stúdentspróf eða raungreina- deildarpróf. Námið tekur eitt venjulegt skólaár og að þvi loknu starfsþjálfun með fræðilegu ivafi. Menntun útgerðartækna er með megináherslu á viðskiptamál. Hraðferð fyrir stúdenta tekur eitt ár. Eðlilegur námstimi fyrir stýrimenn 3. stigs er eitt og hálft ár og námstimi fyrir aðra fer eftir undirbúningsmenntun þeirra. Gerðar eru kröfur um starfsreynslu. Skólaárið stendur frá 1. september til 31. mai. Umsóknir ber að skrifa á eyðublöð, sem skólinn gefur út og þurfa að hafa borist skólanum eigi siðar en 6. júni og er áætlað að svara þeim fyrir 15. júni. Eyðublöð fást póstsend ef þess er óskað. Simi (91) 84933, kl. 08:30—15:30. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Iðnsveinar ganga fyrir eftir þvi sem við á og eftir það þeir sem sannanlega hafa drýgsta starfsmenntun og/eða starfsreynslu. Rektor ® ÚTBOÐfP Tilboð óskast i lögn hitaveitu i Kjarrmóa og Hnoöraholt i Garðabæ fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. mai n.k. kl. 11.00 f.h. innkaupastofnun reykjavikurborgar Fnkirk)u»egi 3 — Simi 25800 ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA Dalbraut 27 — 104 Reykiavik Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir að ráða deildarstjóra á dag- vistunardeild. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðu- maður i sima 85377. Fundarboð Aðalfundur Fjárfestingarfélags Islands h.f. árið 1981, verður haldinn að Hótel Sögu, átthagasal, jarðhæð, fimmtudaginn 14. mai n.k. kl. 17.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Grensásvegi 13 Reykjavik, þrjá siðustu virka daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórnin. Haukur Már Haraldsson skrifar: Heimsfriðarráðið — íslenska friðar- nefndin ■! 1 Vegna þeirra æsiskrifa, sem átt hafa sér stað að undanförnu um Islensku friðarnefndina, þar sem Iformenn hennar eru bornir hinum ‘þyngstu sökum og aðdróttanir hafðar í frammi um, að hún sé „fimmta herdeild Sovétrikjanna” og annað álika gáfulegt, virðist nauðsynlegt að upplýsa almenn- ing nokkuð um Heimsfriðarráðið og friðarnefndina. Að lokinni siðari heimsstyrjöld inni, þegar Evrópa lá i rústum eftir þann blóðuga hiidarleik, sem yfir hana hafði gengið, var þjóðum heims ofarlega i huga að koma i veg fyrir, að slikar hörm- ungar endurtækju sig. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, en vegna þess algera skipbrots, sem Þjóðabandalagið hafði beðið, var flestum ljóst, að meira þurfti en samtök, þar sem fulltrúar rikisstjórna kæmu saman og réðu ráðum sinum, ef takast átti að varðveita friðinn i sundurleitum heimi. Og nú voru stofnuð hvers konar samtök, óháð rikisstjórn- um til að starfa með Sameinuðu þjóðunum. Eitt slikra alheimssamtaka var Heimsfriðarráðið, sem var stofnað árið 1949. Forvigsmenn þess og hvatamenn að stofnun þess voru visindamenn og hugs- uðir viðsvegar úr heiminum. Má þar nefna Pablo Neruda , Picasso, Bertrand Russel og fl.. Pyrsti forseti þess var Frederic Juliot-Curie, franski eðlisfræð- ingurinn, sem var giftur Evu Curie, dóttur hinna frægu Curie- hjóna, sem fundu upp radium. Frederic og Eva, kona hans, helguðu Heimsfriðarráðinu alla starfskrafta sina, meðan þeim entist aldur til. Heimsfriðarráðið er alheims- samtök, opin öllum, félögum og einstaklingum, sem þar vilja starfa. Aðilar að þvi eru friðar- nefndir sem starfa i hverju landi og hvers konar alþjóðleg samtök. Má þar t.d. nefna verkalýðssam- tök (breska verkalýðshreyfingin er þar virkur þátttakandi) og ýmis trúarleg samtök, einkum má þar nefna ýmis kristileg sam- tök innan Lúthersku kirkjunnar. Til að gefa nokkra yfirsýn yfir þekkta menn sem eru heiðurs- forsetar Heimsfriðarráðsins má t.d. nefna Dr. Martin Niemuller, þýska prestinn, sem var lengi i fangabúðum hjá Hitler; friðar- verðlaunahafann Mac Bride; bandariska prestinn sr. Ralph Abernaty, sem er formaður friðarhreyfingar þeirrar sem kennd er við Martin Luther King; Elinor Bernal, ekkju breska eðlisfræðingsins John Bernal, sem varð forseti Heimsfriöar- ráðsins eftir dauða Frederic Juliot Curie. A siðari árum hefur Heims- friðarráðinu bæst allverulegur liðsauki og er það nú fjölmennara en nokkru sinni áður. Til liðs við þaö hafa m.a. komið ýmsir fyrr- verandi hershöfðingjar NATO, sem hefur ofboðið vigbúnaðurinn og ákveðið að helga krafta sina varðveislu friðarins. Má þar t.d. nefna italska þingmanninn Nino Pasti, sem var um mörg ár yfir- maður kjarnorkuvopnaforða NATO. Einnig er þar Costa Gomes, portúgalski herforinginn, sem hafði forystu um aö koll varpa herforingjastjórninni i Portúgal. Verður vist hvorugur þessara manna vændur um að vera kommúnisti og enn siöur að ganga erinda Sovétrikjanna. Hér á eftir fer stefnuskrá Heimsfriðarráðsins, en hún hefur verið óbreytt að mestu leyti frá stofnun þess: 1. Bann við öllum gereyðingar- vopnum, og stöðvun vig- búnaðar. AUar erlendar her- stöðvar i heiminum verði lagðar niður og fram fari al- menn og alger afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti. 2Afnám nýlenduskipunar og ky nþá ttam isrét tis. 3. Virt sé sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarréttur allra þjóða. 4. Virt sé friðhelgi landamæra. 5. Ihlutunarleysi um innanrikis- mál allra þjóða. 6. Vísindum og menningu sé beitt til að varðveita friðinn og til velferðar manneskjunnar. 7. Friðsamleg sambúð rikja, sem búa við mismunandi þjóð- félagskerf i. 8. Oll deilumál, sem upp koma, skulu leyst við samninga- borðið, en ekki með vopna- valdi. Það má segja, að þessi stefnu- skrá hafi fengið góðan hljóm- grunn meðal margra þjóða heims, og hún hefur verið tekin upp í stjórnarskrá nokkurra rikja. Fyrst til þess að taka hana sem heild i stjórnarskrá sina var Bangla Desh, siðan Indland og siðast Sovétrikin, sem tóku hana upp i hina nýju stjórarskrá, sem þau samþykktu árið 1977. Islenska friðarnefndin var stofnuð árið 1949, eða sama ár og Heimsfriðarráðið. Hvatamaður að stofnun hennar var Kristinn E. Andrésson, og var hann i forsvari fyrir hana svo lengi sem honum entist heilsa, eða fram á fyrstu ár áttunda áratugsins. Þótt margir einstaklingar hafi komið við sögu friðarmála á Islandi, mun þó jafnan bera hæst nöfn Kristins og Þóru Vigfúsdóttur, konu hans, eins og i svo mörgum hugsjóna- málum á siðari hluta þessarar aldar. Sigriður Eiriksdóttir, þáverandi formaður Hjúkrunar- kvennafélags Islands.var virkur meðlimur i Islensku friðarnefnd- inni og áttisæti i Heimsfriðarráð- inu, en hún og Kristinn sóttu flest þing þess, meðan kraftar þeirra entust. Og enn er að geta eins öflugs stuðningsmanns friðar- mála hér á tslandi frá sjötta ára- tug aldarinnar, sira Emils Björnssonar, sem nú er frétta- stjóri sjónvarpsins. Einnig má geta Halldórs Laxness og fleiri nöfn þekktra Islendinga sem léð hafa friðarmálunum lið gegnum árin eru ofarlega i huga, en þessi upptalning skal látin nægja. 1 flestum löndum, þar sem friðarnefndir starfa, eru þær og hafa alltaf verið virt samtök, sem ekki hafa orðið fyrir aðkasti, jafnvel ekki á dögum kalda striðsins. bessu er öfugt farið hér á landi. Islenska friðarnefndin hefur frá öndverðu verið ofsótt af afturhaldsöflunum hér á landi og afturhaldssamir fjölmiðlar hafa ávallt valið þeim, sem i henni hafa starfað, hinar háðulegustu nafngiftir. Þannig fengu t.d. bæði Kristinn og Sigriður Eiriksdóttir mörg óþvegin orð i borgaralegum fjölmiðlum fyrr á árum, en þau létu það ekki á sig fá. Sá munur var þó á, að á árum kalda striðs- ins hafði Þjóðviljinn enn ekki skipað sér i raðir þeirra, sem of- sóttu Islensku friðarnefndina, svo að þar var hægt að fá inni fýrir skrif um friðarmálin á þeim timum. Islenska friðarnefndin hefur aldrei verið neinn leynifélags- Haukur Már Haraldsson. skapur og þvi siður hefur hún gengið annarlegra erinda. Hún hefur frá stofnun sinni og fram á þennan dag reynt að láta rödd Islands hljóma i þágu friðarins á alþjóðavettvangi, og að koma einhverju af þvi sem rætt er um þessi mál á erlendri grund til eyrna islenskra lesenda og útvarpshlustenda. Hitt er önnur saga, að hún hefur ekki alltaf átt greiðan aðgang að fjölmiðlum. Ef undan eru skilin nokkur útvarps- erindi, sem Maria Þorsteinsdóttir hefur flutt á undanförnum árum, hefur verið litið pláss i fjöl- miðlum þessa lands fyrir boðskap hennar. Arið 1973 gekkst íslenska friðarnefndin fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um afvopnunarmál og friðlýsingu Norður-Atlants- hafsins. Einar Karl Haraldsson var starfsmaður friðarnefndar- innar meðan á undirbúningi stóð og leysti það verk af miklum sóma. Ráðstefnuna sóttu full- trúar frá Evrópu, Kanada og Bandarlkjunum. M.a. voru þar Moses Olsen og nokkrir fulltrúar frá norskum ungkrötum. Tillög- una um friðlýsingu Norður- Atlantshafsins flutti Stefán Jóns- son, þingmaður, af miklum skör- ungsskap. Mun það vera i fyrsta sinn, sem flutt hefur verið tálaga um þetta efni á alþjóðavettvangi. Arið 1972 komu hingað i heim- sókn Romesh Chandra, forseti Heim sf riðarráðsins, Matti Kekkonen, sonur Kekkonens Finnlandsforseta, og einnig starfsmaður Heimsfriðarráðsins, pólskur að þjóðerni. Friðar- nefndin hélt opinn fund, þar sem þeir fluttu ræður. Var sá fundur i Glæsibæ. Einnig héldu gestirnir blaðamannafund, en litið sáu fjöl- miðlar sér fært að birta frá þeim fundi. Þess skal þó getið, að Romesh Chandra og Matti Kekk- onen komu fram i sjónvarpinu. A s.l. vetri komu hingað aftur gestir frá Heimsf riðarráðinu, Gordon Shaffer, framámaður i breska verkamannaflokknum, og Katy Hannikainen, starfsmaöur Heimsfriðarráðsins, finnsk að þjóðerni. Þar var sama sagan. Blaðamannafundur var haldinn með þeim, sem tveir menn mættu" á. Gordon Shaffer kom þó fram I sjónvarpinu. Að lokum má láta þess getið, að Islenska friðarnefndin er opin öllum, sem af heilum hug vilja vinna að þessum málum, kynna sér þau af einlægni og hafa það sem sannara reynist i þeim sem öðrum. Þeir, semhafa áhuga á að kynna sér starfsemi nefndar- innar, snúi sér til formanns hennar, Hauks Más Haralds- sonar, Leirubakka 32, 109 Reykjavik. F.h. íslensku Friðarnefndarinnar Haukur Már Haraldsson ORKU STOFNUN óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppa- bifreiðar. Upplýsingar i sima 83934 kl. 9—10 næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.