Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 3
Helgin 16. — 17. mai, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 BESSA- LEYFI I viku hverri berst mikið magn af timaritum og hvers kyns biöðum inn á ritstjórnar- skrifstofur dagblaðanna. Oft er ýmislegt merkilegt, skemmti- legt og fróðleg að finna i þessum blöðum og ætlum við i þessum dálki að taka okkur það bessa- leyfi að birta eitt og annað sem við rekumst á i þeim. í. 4. hefti Eiðfaxa timariti hestamanna rákumst við á grein eftir dr. Kristján Eldjárn, Dr. Kristján Eldjárn: Náfrændi isienska hestsins fundinn I Noregi. fyrrv. forseta tslands sem nefn- ist Orð i belg um islenska hest- innogupprunahans. Þar fjallar hann um norskan smáhesta- stofn sem hingað til virðist hafa leynst á afskekktum stöðum en er nú kominn fram i dagsljósið m.a. fyrir atbeina þýska fræði- mannsins dr. Ewalds IsenbUgel sem skrifaði á sinum tima doktorsritgerð um islenska hestinn. Dr. Kristján segir Forfaðir islenska hestsins fundinn i Nor- egi „Þess var getið hérað framan að til skamms tima hefði, að þvi er virðist, verið talið að hinir fornu smáhestar Norðurlanda væru útdauðir alls staðar nema á tslandi, væru til dæmis alls ekki finnanlegir i Noregi. Við- horf virðist þó nýlega hafa breyst i þessu efni. t desember- hefti timaritsins Freizeit im Sattel, árg. 1979, 558-559, undir- strikar dr. IsenbUgel enn einu sinni að sökum vaxtarlags, þyngdar og stærðar komi ekki til mála að nefna f jarðahestinn i sambandi við islenska hestinn. Siðan segir hann frá þvi að á sumarferðalagi 1978 ásamt Gunnari Jónssyni, hestaræktar- manni i Danmörku, hafi sér gef- ist tækifæri til að sjá gamalt hestakyn sem sér hafi ekki verið Lesendur voru á einu máli um að prestinum skyldi vikið undan og léku: 24. - Bc5-a7. Þvi svarar Helgi með 25. Hal-bl og er þá staðan svona: Þið eigið leikinn. Hringið á mánudag i sima 81333, á milli kl. 9 og 18. kunnugtáður.enGunnar hafi að visu vitað af þvi. Þessir hestar finnast á fáeinum stöðum i Nor- egi og i dýragarði i Kristians- sand er nú dálitinn hópur þeirra undir eftirliti og verndarhendi forstöðumanns garðsins. Eig- endur slikra hesta i Noregi hafa nú stofnað til samtaka i þvi skyni að forða þessu gamla hestakyni frá að deyja út. Isen- bHgel segir að hestar þessir hafi herðakambshæð 128—135 cm og i fáum orðum sagt séu þeir svo likir islensku hestunum að naumast sé hægt að þekkja þá frá þeim. „kaum unterscheid- bar”, segir hann. Einnig drepur hann á að norsku hrossin hafi margvislegan gang eins og þau islensku. Ekki leynir sér að IsenbCgel telur að þarna sé fundin nánasta samsvörunin við islenska hestinn. Þessi norski hestur er nú kallaður Nord- landshestur eða Lynge-hestur”. Ekki litil staðaruppbót það Svarfdælingar gefa út blað sem Norðurslóð nefnist. I tölu- blaði, sem gefið var út 30. april s.l., voru tölur sem Valdimar Bragason bæjarstjóri á Dalvik lét i té um sparnað af hitaveit- unni þar. Segir m.a.: „Mismunur á þvi að njóta hitaveitunnar og að þurfa að kynda upp með oliu eru þvi 6.793.722 krónur á ári fyrir hús- eigendur hér á Dalvik. Ef nefna á til samanburðar einhverjar tölur má geta þess að áætluð álögð útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskattar hér á Dalvik nema samtals 6.724.200, það er sparnaður af hitaveitunni er meiri en nemur öllum álögðum gjöldum i bæjarfélaginu. Ef athugað er hvernig þetta kemur út hjá f jölskyldu sem býr i meðalstóru húsnæði eða 500 rúmmetrum þá kostar upphitun með oliu 16.900 kr., en 3.114 krónur á ári með hitaveitu, mis- munurinn er 13.786 kr„ þannig nemur kyndingarkostnaður ibúðarhúss á svæði hitaveitu Dalvikur aðeins 18,4% af þvi sem hann væri, ef við þyrftum að nota oliu. Ekki litil staðar- uppbót það”. Barokkstill i sjó- mannablaði Nýr blaðamaður byrjaði hjá Sjómannablaðinu Vikingi i vetur. Það er enginn annar en Guðlaugur Arason rithöfundur og sér þess glöggt merki á stil blaðsins. Hér gripum við t.d. niður i frásögn um netatúr með Blika EA 12 frá Dalvlk. Við sjá- um ekki betur en töluverðra barokkáhrifa gæti i stilnum: „Þarna sátu strákarnir hlið viðhliðoghámuðuisig feitar og safamiklar lærissneiðar með tilheyrandi meðlæti sem stóð i háum hraukum á borðinu. Það glansaði á brúnaðar kart- öflurnar eins og nýlesnar ferskjur við Miðjarðarhafið, sósan var dýrlegur grautur sem mann langaði mest til að stinga sér i... og þaö sem meira var: Baunirnar frá Ora féllu svo snilldarlega inn i umhverfi sitt, að þær liktust einna helst iðja- grænum túnum mitt i hliðum Gósenlandsins”. m Sportlegur, hljóölátur og með frábæra aksturseiginleika, sérlega neyslugrannur á bensín. Tæknilega mjög vel gerður bíll með lúxus innréttingu. — Bíll til aö láta sér líða vel í. TOYOTA Innifalið í verði: 5 gíra kassi Yfirstærð af dekkjum Tölvuklukka Öryggisbelti fyrirfram- og aftursæti Tveir útispeglar Krómhringir á felgum Framhjóladrifinn. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. 5 gíra eða sjálfskiptur. 4ra cyl. vél 1300 cc. 90 hp sae. Stórt farangursrými (250 I.) Hjólbarðar 165X13 VERÐ KR.: 89.803.- fcí TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOÐIÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090 —eik—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.