Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐAÞJÓ'ÍÍÍÝWáÚílSl'JÍelgin Jfi. - J7V notaö oa nvtt Eftir sr. Dagbjart Jensen biskupsefni liggja nokkur gagn- merk fræðirit svo sem: Sagna- þættir af Jóhanni simvirkja, Þingeyri 1954, Minning: Geir Þorgilsson á mjólkurbilnum, irC Við horfðum öl! á hann Omar fljúga í hafnarframkvæmdaviðtal við Heljarvíkurhreppsfjórann Have a Coke and a Smile Karlotta Lövenskjöld gerði sér lítið fyrir og skaut Harvey til bana að húsabaki í Dallas Seinna þegar börnin voru sofnuð sáum við saman Ringulreið Rauðhettu og Mjallhvit stynur undir dvergunum sjö Skaði Sumar- strákar Vísis Uppi varð fótur og fit á kirkjuþingi er fréttist um framboð sr. Dagbjarts og sýndist sitt hverjum. Lesbók Morgunblaðsins 1956, Um meðferð sláttuvéla, Rvík 1858, Hugvekja, jólablað Vest- urlands 1968, t villimannahönd- um, Akureyri 1973 og Enginn verður óbarinn biskup, skák- skýringar, Grimsey 1978. Sr. Dagbjartur i Dugguvogi hefur kosið að vera ókvæntur til þessa, en þvi betur hefur hann rækt sóknarbörn sin og hefur hann uppskorið rikulega. Litt hefur hann skipt sér af deilum innan kirkjunnar og er litið vitað hvar hann stendur enda hefur hann ekki sótt Kirkjuþing siðan 1952. Hann er þvi hafinn yfir allar deilur, maður sátta og samlyndis, sem allir ættu aðgeta sameinast um. Dagbjartur er maður fólksins. Hann kemur eins og kallaður til að lægja þær öldur um spirit- isma, hákirkjustefnu, guðspeki og endurreisn biskupsstóls i Skálholti, sem nú risa hæst og prestar berast á banaspjóti um. Blaðamaður Notaðs og nýs kom að máli við sr. Dagbjart á hótelherbergi hans á Hótel Borg en þar hefur hann haft aðsetur sl 3 ár. — Hvað kemur til að þú sækist eftir biskupsembætti? — Ég sækist alls ekki eftir biskupsembætti, en því er ekki að leyna að góðvinir minir hafa hvatt mig ákaflega til að gefa kost á mér og einnig hef ég fundið vissan þrýsting fra eig- endum hótelsins og dætrum minum sem búa hér i Reykjavik. Þessar miklu hvatn- ingar hafa orðið til þess að ég hef ákveðið að gefa kost á mér. — Hvernig stendur á þvi að þú hefur haft aðsetur á Hótel Borg allan þennan tima? — Ja, hvursu má, hvursu má. Sannleikurinn er sá að prests- setrið á Dugguvogi heldur hvorki vatni né vindi nú orðiö og ég fæ ekki fjárveitingu frá biskupsstofu — enn sem komið er. — Hefurðu sett upp kosninga- skrifstofu? — Ja, hún er nú bara enn sem komið er hér á herberginu. Fjöl- margir vinir minir sitja hér nótt sem nýtan dag og met ég mikils þann stuðning. — Að lokum sr. Dagbjartur. Ertu bjartsýnn á úrslitin? — Ég get sagt þér sem dæmi að ég brá mér hér niður á neðstu hæðina seint i gærkvöldi og var þar rikjandi almennur fögnuður — ekki sist með framboð mitt. Ef prestaþing veit ekki sinn vitjunartima, þegar þjóðin veit hann greinilega, þá veit ég ekki hvað. Notað og nýtt óskar sr. Dag- bjarti I Dugguvogi góðs gengis i þeim hörkuspennandi kosning- um sem greinilega eru fram- undan. , Notaðog nýtt tekur undir með þeim sem fullyrða að fallegir karlmenn séu cinhver fcgurstu sumarblómin. Við höfum því ákveðið að birta myndir af sumarstrákum Visis um þessa helgi og urðu fyrir valinu þeir Ellert B. Schram og Hörður Einarsson. Já, Ellert B. Schram heitir hann, og er 41 árs gamall yngis- sveinn úr Vesturbænum i Reykjavik. Ellert hefur lagt stund á fótbolta, ,,var alveg á kafi í þessu”, eins og hann orðaði það. Hann hefur mestan áhuga á þvi' að verða alþingis- maður, þegar hann er orðinn stór, en auk þess hefur hann áhuga á hvers konar ferða- lögum, bæði heima og erlendis, og einnig diskódönsum. Við óskum þessum fyrsta Sumar- stráki. Visis til hamingju með nýbakað sumar, sannfærðar um að þessi blómapiltur prýði það enn frekar. Hinn Sumarstrákurinn að þessu sinni er jafnaldri Ellerts, 43 ára gamall Reykjavikur- piltur að nafni Hörður Einars- son. Hann stefnir að þvi að veröa stjórnmálamaður til að byrja með en framhaldið er óráðið. „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálastörfum, þótt ég hafi aldrei unnið beint Ellert fremur gerning I Hljómskálagarðinum. Hörður æfir sig fyrir diskódanskeppnina,en þykir Sæmundur Guðvinsson til vinstri. þó meira gaman að gömlu dönsunum. við þau. Ég er alveg ákveðinn I að verða stjórnmálamaður, a.m.k. núna”, segir hann. „Markmiðið er að vera á Visi til aö byrja með og það er alveg feikinóg i bih.” Helstu áhugamál Harðar er blaðamennska, en hann segist hafa takmarkaðan áhuga á diskódansi. ,,Ég hef þá miklu meiriáhuga á gömlu dönsunum, ef nokkuð er,” segir hann. Við óskum lika Herði Sumar- stráki til hamingju með sumarið. Hann er sannkallað sumarblóm. En það verður erf- itt að gera upp á milli sumar- bldmanna. Eins og fram hefur komið i fréttum verða biskupskosningar i vor og er kosningabaráttan nú að komast I fullan gang, Þegar hafa þrir frambjóðendur gefið kost á sér — i guðs nafni — og reyna þeir nú hver sem betur getur að niða skóinn niður af hinum. t gær bættist sá fjórði i hópinn sem á örugglega eftirað verða drjúgur i kapphlaupinu um hið eftirsótta embætti. Þetta er sr. Dagbjartur Jensen, sóknarprestur til Dugguvogs- þinga, en hann hefur nú veriö þar prestur i 30 ár og er elsk- aður og virtur af öllum sinum sóknarbörnum, sem eftir eru þar i sveitinni, en eins og alþjóð er kunnugt eru þar nú aðeins Fjölmiðlalíf eftir tvær kerlingar á einum bæ og þrir feðgar á öðrum. Sr. Dagbjartur Jensen er fæddur á hvitasunnudag árið 1909, sonur Guðninu Jósúadótt- ur úr Aðalvik og dansks trésmiðs að nafni Jensen sem vann við hvalveiðistöðina á Hesteyri haustið 1908. Hann var snemma settur til mennta og iauk stúdentsprófi árið 1939 eftir langt og giftusamlegt nám i Hinum almenna menntaskóla I Reykjavik. Cand. theol. Hlsl 18. júni 1949 með 3. einkunn betri (47 1/2 stig). Aukaþjónusta i Grunnavikursókn 1949—51 en er hún fór i eyði voru honum veitt Dugguvogsþing og hefur hann setið i Dugguvogi flest ár siðan. Sr. Dagjbartur Jensen sóknar- prestur til Dugguvogsþinga i fullum skrúða. Sr. Dagbjartur Jensen gefur kost á sér til biskupsembættis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.