Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 9
manna hans og stendur fram yfir heimsstyrjöldþegar flóð erlendra skemmtibóka og innlendra eftir- likinga fer vaxandi og færir hinn innlenda gróöur smám saman i kaf. Auövitað byggist þessi lýsing á nokkurri einföldun en ég hygg að hiín eigi sér næga stoð i veru- leikanum til að vera réttlætanleg. Höfuökostur þeirra höfunda sem bera uppi þetta blómaskeiö er raunsæi i samfélags»og sálarlifs- lýsingum og vönduð vinnubrögð. Merkastir höfundar á þessu timabili eru Stefán Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Þeim eru gerð rækilegri skil en öðrum höf- undum i bókinni og er ekkert nema gott um það að segja. Silja nýtur kosta sinna sem bók- menntarýnir hvergi betur en hér. HUn sýnir fram á með traustum rökum hvernig kostir bóka þeirra eru órofa tengdir viösýnni og gagnrýninni afstöðu gagnvart rikjandi samfélagsháttum. Etv. gerir hUn þau þó öllu róttækári en þau voru eða eru frá sjónarhóli nútimans. Hvað útkomutima bók- anna áhrærir má sjá það á við- brögðum viö þeim að þær vöktu hreint ekki neina þá hneykslun eða andúð meðal Ihaldssams fólks sem byltingarsinnuð rit eru vön að gera. Þær eru ekki i and- stöðu við ríkjandi hugmyndafræði samtimans þóttþær veki athygli á margs konar misrétti. En Hjaltabækurnar, bækurnar um Asgeir Hansen og Dórubækurnar eru varla neitt verri fyrir það. Bækur og saga Það ereinkum tenging við sam- félagsþróunina sem gerir Silju kleift að binda hið mikla efni sitt saman i heild. Samband bók- mennta og samfélagshátta er flókið mál, en barnabókmenntir eru að mörgu leyti vel fallnar til að varpa ljósi á hvernig breyttir framleiðsluhættir bóka, breyting- ar á markaði, og breytingar á rikjandi hugmyndafræði verka á þróun bókmenntasögunnar. Silja sleppur oft vel frá þeim sögulegu einföldunum sem óhjákvæmileg- ar eru i svona bók, en stundum miður. Ég get t.d. ekki séð að þessi lýsing á fyrirbæri sem hún nefnir „kaþólskuna” varpi neinu ljósi á það sem verið er að fjalla um, heldur hljóti þvert á móti að rugla lesanda i þvi hvar hann er staddur i sögunni: Fyrir kaþólskum er valdapýra- miðinn einfaldur: efstur er að- all og kirkja, andlegir og ver- aldlegir fulltrúar guðlegs valds I mannheimi, svo koma borgar- ar og neðst er alþýöa manna. Yfir og allt um kring er guð sjálfur. Þessi heimsmynd er stöðug, til dæmis getur auður rótað við stéttarstöðu i kapi- talisma en i kaþólsku má slikt ekki gerast. (bls. 114—15). Hér er verið að reyna að skýra hugmyndir og viðhorf i bókum Nonna og verður ekki annaö sagt en sú skýring sé nokkuð fordóma- full, hvað sem ágæti bókanna lið- ur. Islenskar barnabókmenntir 1780—1979 er mikið rit um mikið efni. Það er ekki litið áræði og dugnaður sem þarf til að ráðast i að vinna slikt verk og ljúka þvi á örfáum árum. Þegar þannig er unnið verður ekki komist hjá minni háttar hnökrum, eða þvi að ýmislegt hrjóti úr pennanum sem erfitt getur verið að standa við. En hitt skiptir miklu meira máli að bókin er orðin til og komin út. Silja Aðalsteinsdóttir hefur með henni skrifaö skemmtilega og gagnlega bók sem hlýtur að verða til mikils framdráttar islenskum barnabókmenntum og islenskri bókm enntafræði. 1 greinarlok er rétt að láta þess getið aö ég las handrit þessarar bókar fyrir Mál og menningu og mælti með útgáfunni. Lesendur greinarinnar verða þvi aö vera tortryggnir og viö þvi búnir að um forlagsáróður sé aö ræða. (Til þess að geta sannað þaö verða þeir auðvitaö að pæla i bókinni sjálfri, og er þá vel.) Vegna tengsla við útgáfuna hef ég sneitt hjá þvi að ræöa atriði sem varða útlit og frágang bókarinnar, en get þó ekki stillt mig um aö geta þess að lokum að hún er prýdd miklum fjölda ágætra mynda úr islenskum barnabókum. Helgin 16. — 17. mai, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 9 MINNING Þorbjörg Bergþórsdóttir Fœdd 17. maí 1921 — Dáinn 1. maí 1981 Ég skal vaka I nótt meðan svanírnir sofa, meöan sólgeislar fela sig bláfjöilin viö. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir I kofa. Inn I draumheima svif þú hinn ljúfasta friö. Létt um vorgróna hliö sveipast þokubönd þýö. Yfir þögulum skógi er næturró bliö. Ég skal vaka I nótt, meöan húmiöer hljótt. Ég skalhalda um þig vörö, meöan sefur þú rótt. Þorbjörg Bergþórsdóttir er látin. Hún andaðist aðfararnótt 7. mai á sjúkrahúsinu á Biönduósi. Veikindi hennar bar að með skjótum og óvæntum hætti fyrir tæpum þremur mánuðum. Þor- björg var fædd i Fljótstungu i Hvitársiðu 17. mai 1921 og vantaði þvi 10 daga i sextugt þegar lausn- in kom. Foreldrar hennar voru hjónin Kristin Pálsdóttir og Berg- þór Jónsson bóndi þar. Systkinin voru sjö, 5 systur og tveir bræður. Orðlögð fyrir námshæfileika og gáfur. Þorbjörg stundaði nám i Reykholti og Kennaraskólanum, þar sem hún lauk kennaraprófi. Var siðan eitt ár við nám i kennaraháskóla i Kaupmanna- höfn. Heimkomin stundaði hún kennslustörf. Sex ár við Hús- mæöraskólann á Hallormsstað. Þar af eitt sem forstöðukona. Til Blönduóss flutti hún 1956 og hóf kennslu þar við barnaskólann um haustiö. Hún gekk i hjónaband 3. mai 1956, með Jónasi Tryggva- syni húsgagnasmið frá Finns- tungu I Blöndudal. A örlagastundum sem þessum, þegar kona á góðum aldri fellur til jaröar, brestur margan hug til að horfast i augu viö veruleikann og trúin á óskeikulleika alvisk- unnar lamast um sinn. Konan ris ekki upp framar og á ekki aftur- kvæmt til manns sins sem hún hefur veitt skjól og öryggi. Maður hennar blindur stendur eftir (þó ekki án vina með útréttar hendur). samvistum þeirra lokið hérna megin við fljótið hvita. Ekkert hægt aö segja eða gera nema bera sitt barr með hug- prýði. Mæta hverjum degi eins og hásumar væri og sjón til allra átta. En dauðinn og himinninn sér um sina. Með sliku jafnaðargeöi hefur Jónas, sjáandinn blindi, orðiðvið missisinum. Það er eins og konan hafi brugðið sér i næsta hús og komi á hverri stund, með ljós, liti og orð. Hvitársiðan hefur lengi verið mitt fjarlæga draumaland. Þar spruttu skáldin i öðru hverju túni. Kjarr vex i hliðum og hrauni. Jökullinn hvitur næstum i seilingu við bæina og heyskapar- fólkið á milli þess sem það var að yrkja. Bláar og hvitar árnar brugðu sér ýmist á leik, ellegar runnu fram með ihygli og þungri ró. Og næstum alltaf sumar. Þannig hugsa ég mér æsku- stöðvar Þorbjargar Bergþórs- dóttur og systkina hennar, leik- völl þeirra og starfsvettvang. Það var ekki vonum framar þótt hljóðfæri og stórt bókasafn rikti yfir öðrum hlutum á velbúnu heimili þeirra Þorbjargar og Jónasará Blönduósi. Húsbóndinn bæöi ljóðskáld og lagasmiður og húsmóðirin listhneigð og vand- Viðskipta- jöfnuðurinn óhagstæður Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofu tslands reyndist vöruskiptajöfnuöur tslendinga óhagstæður á timabiiinu jan~mars 1981 um kr. 252.513, en var á sama tima i fyrra kr. -177.728. Þar af fluttum við út ál og álmelmi fyrir kr. 117.374, en á sama tfma i fyrra fluttum við þennan málm út fyrir kr. 115.281. Hafa veröur I huga, að meðal- gengi erlends gjaldeyris, I janú- ar^mars 1981 er taliö vera 52,2% hærra en það var i sömu mánuð- um i fyrra. Jónas Tryggvason. fýsin á mati sinu á hugverk hverrar tegundar sem var. Þar réðu engu sveitarmörk og landa- mæri. Henni var ljúft að veita persónum sniliinganna athygli, stórum og smáum og vernda þá ef þess þurfti með, eins og hún veitti mér og öðrum sem komu oftast á heimili hennar af rausn og nægtum. Mig grunar að heimili þeirra hafi með árunum orðið einskonar Unuhús staðarins og þeirra sem komu að staðaldri úr sveit Jónasar i efra. Eftir að leiðir Þorbjargar og Jónasar lágu saman, fækkaði hugverkum hans að mun. Það varð viðburður að maður fengiað heyra nýort kvæði eða nýgert lag. Mér fannst ein- hvernveginn, að hans góða kona, sem nú er verið að kveðja, hafi verið honum I senn skáldskapur og veruleiki svo mikill að það sem hann fengi orkað i þeim efnum, yrðihjóm eitt hjá henni. Stundum fannst mér hún leggja sig um of fram að vera honum sá föru- nautur og hjálparhella að betur mætti ekki gera. Hún virti það aldrei sem fórn. Henni var hjálpin eðlislæg og hún bar virðingarkennda elsku til manns sins og þau hvort til annars. Þorbjörgu skorti sist af öllu verkefni. Auk kennslunnar átti hún annrikt i félags- og menningarmálum á Blönduósi og i héraðinu. Það mun þó einkum hafa verið i félagsstarfi kvenna. Sá trúnaður veittist henni fljót- lega eftir komu hennar i staðinn og segir sina sögu. Hún varð einnig að fylgja manni sinum á veg, sem lika hafði mikinn eril i opinberum störfum. Hún aðstoðaði mann sinn við hús- gagnabólstrun og verslun sem þau ráku i tengslum við iön hans. Þrátt fyrir draumkennda töfra Hvitársiðunnar, æskuheimkynna hennar, festi hún rætur á Blöndu- ósi. Þar mættust þau Jónas fyrst. Þar stóð heimili þeirra. Vinir og samstarfsfólk gengu þar um hús og gera vonandi enn. Þorbjörg Bergþórsdóttir gat verið fálát en hún var ekki hverflynd. Hún var viðkvæm og vinföst. Mér finnst hún vildi taka undir með Snorra Hjartarsyni þar sem hann segir i kvæði sinu: Minning sólskin og kyrrð yfir öllu sem ég ann grænu túni bliknaðri mýri fjöliunum I kring klettum og húsum Og mætti þá ekki ætla að Jónas vildi halda samfylgdinni áfram með Snorra og fara með siðasta erindi þess sama ljóðs: ég einn i þessu Ijósi og friði og dýrö einn og samur þvi öllu. Við hjónin þökkum Þorbjörgu kynnin. Ég þakka henni einnig fyrir hönd foreldra minna og Onnu Stinu, sem hún kenndi. Ég votta Jónasi og öðrum ástvinum samúð mina. Svo fer vel á þvi, að Jónas eigi hér hinstu orðin. ,,Ég skal vaka i nótt, meöan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt”. Guðm. Halldórsson frá Bergsstöðum Þorbjörg vinkona okkar er lát- in. Hún fæddist i Fljótstungu i Borgarfirði og ólst þar upp i glöö- um systkinahópi á menningar- heimili. Hún stundaði nám i Reykholti og siðar i Kennaraskóla Islands. Þaðan útskrifaðist hún árið 1944. Framhaldsnám stundaði hún við Kennaraháskólann i Kaup- mannahöfn. Kennslu stundaði hún m.a. á Hallormsstað i nokkur ár og siðan i Sandgerði. Þaðan fluttist hún til Blönduóss og dvaldi þar æ siðan. Hún rifjaði stundum upp hvað henni þótti gott að koma hingað úr fiskinum i Sandgerði. Þar voru allir bundnir við mikla vinnu og börnin fóru ekki varhluta af ysi og þys um- hverfisins. Hér þótti henni öllu ró- legra og ánægjulegt að fást viö kennsluna. Enda fann hún gæfuna i þorpinu litla við Húnaflóa. Haustið 1956 réðist hún sem kennari við Barnaskólann á Blönduósi, sem nú heitir Grunn- skóiinn á Blönduósi. Mikil og góð kynni tókust þegar á milli hennar og þáverandi skólastjórahjóna Steingrims Daviðssonar og Helgu Jónsdóttur. Helga var ein af stofnendum Kvenfélagsins Vöku. Ekkileið á löngu þar til Helga tók Þorbjörgu með á félagsfund i Vöku. Var það upphaf að miklu og giftudrjúgu starfi hennar að fé- lagsmálum á Blönduósi. Þá gerð- ist hún einnig virkur félagi i Ung- mennafélaginu. Aður hafði Þor- björg starfað i kvenfélagi i Sand- gerði. Fljótlega hlóðust ýmis trúnaðarstörf á hana i Vöku. Vararitari var hún kjörin 1961, siðar gegndi hún störfum sem rit- ari, gjaldkeri og formaður var hún um 6 ára skeið, til ársins 1980. Þann 03.05 1962 giftist Þorbjörg eftirlifandi manni sinum, Jónasi Tryggvasyni frá Finnstungu. Var það til mikillar gæfu fyrir bæöi. Heimili þeirra varð brátt miðstöð menningarlifs á staönum. Þar voru iðulega haldnir fundir um menningarmál. Tóniistin var i hávegum höfð og oft haldnar söngæfingar. Ótaldir eru þeir hópar sem komu til Jónasar æfðu söng um lengri eöa skemmri tima. A heimili þeirra var undir- búningsfundur haldinn um stofn- un Tónlistarfélags A-Hún. Fleira mætti nefna. Húsfreyjan veitti af rausn og lagði gott til málanna. Ekki mun ofmælt að á þeim tima er Þorbjörg var formaður Vöku rikti mikið blómaskeið i starfi félagsins. Drýgstan þátt i þvi átti formaðurinn. Þorbjörg vildiveg félagsins sem mestan og leitaði stöðugt nýrra leiða og hug- mynda. Hún hvatti konurnar óspart til starfa. Alltaf var hún reiðubúin að leggja fram sina krafta og ótrúlega lagin að fá okkur konurnar til liðs við sig. Aður en viö vissum af vorum við búnar að samþykkja það sem hún bað um, jafnvel þótt við héldum að við hefðum ekki tök á þvi. Eitt af þvi skemmtilegasta sem við minnumst frá þessum tima er ferð sem Vökukonur fóru til Fær- eyja. Þorbjörg kom á kynnum milli Vöku og Kvenfélagsins i Þórshöfn, sem leiddu til þess aö okkur var boðið þangað. Siðar var þaö boð endurgoldið. Dvölin i Færeyjum var ógleymanlegt ævintýri fyrir þær konur og eiginmenn sem þátt tóku i ferðinni. Þar var formaöurinn okkar leiðtogi og mælti af snilld i gestaboðum, hvort heldur var á islensku eða dönsku eftir þvi sem við átti hverju sinni. Feröalög og skemmtun voru þó aðeins smá útúrdúrar i félags- starfinu. Oftast var unnið að mál- efnum sem vöröuðu almennings- heill. Markmið félagsins var að vinna öðrum til gagns. Fleiri fé- lög nutu krafta Þorbjargar. Hún var dyggur stuðningsmaður Tón- listarfélagsins og Tónskólans. Starfaði einnig i bindindishópi. Málefni aldraðs fólks lét hún sig miklu varða. óhætt er að segja aö þau störf i Vöku sem hún hafði hvað mesta ánægju af voru að halda skemmtanir fyrir eldri borgara staöarins. Þvi undraöi engan er hreppsnefnd Blönduóss- hrepps valdi hana ásamt fleirum i nefnd til að vinna að máiefnum aldraðs fóiks. Þar vann hún mikið og gott starf. Þorbjörg var um árabil einn aðal aflgjafinn i Sam- bandi Austur-Húnvetnskra kvenna. Ariö 1963 var hún kjörin gjaidkeri sambandsins og sinnti þvi starfi til leiöarloka. Samstarf- ið i stjórninni var framúrskar- andi gott og mörgum góðum mál- um komiö til leiðar. Eitt af áhugamálunum var að efna til lystkynninga, helst, ár hver og vann Þorbjörg ötuliega að þvi af miklum áhuga. Hún átti um tima sæti i skóla- nefnd Kvennaskólans á Blöndu- ósi, sem fulltrúi S.A.H.K. Þorbjörg lét af störfum við Grunnskólann á Blönduósi vorið 1980. Hafði hún þá stundað kennslui 36 ár samtals. Hæfileika til kennslunnar hafði hún hlotið i vöggugjöf. Islensku- og sögu- kennsla var henni sérstaklega hugstæð. Hún hafði mjög gott vald á islensku máii og sætti sig ekki við að illa væri með það far- ið. Frásagnargáfu hafði hún i rik- um mæli og náöi vel eyrum ungra barna. Hún hafði lika þann eig- inleika að geta miðlað öðrum hávaðalaust á nærfærinn hátt. Hugmyndarik var hún og kom það jafnt fram i kennslunni og störfum hennar að félagsmálum. Börnum okkar kenndi hún á við- kvæmu mótunarskeiði og þótti þeim mjög vænt um hana. Þessum fátæklegu kveðjuorð- um ásamt upprifjun nokkurra þátta I lifi merkrar heiðurskonu fylgja fyrst og fremst þakkir og hlýhugur Vökukvenna og þeirra kvenna sem störfuðu með henni i stjórn S.A.H.K. fyrir drengilega samvinnu og mikið starf. Jónasi sendum viö hlýjar samúðarkveðjur og vitum að ætið stóðu þau saman og studdu hvort annað. 011 áhugamálin áttu þau sameiginlega. Það er sannfæring okkar að i landi eilifðarinnar, þar sem aldrei ber skugga á, sé lika vettvangur fyrir þá sem ánægju hafa af fræðslu og félagsmálum. Þökk fyrir órjúfanlega vináttu. Aðalbjörg Ingvarsdóttir Elisabet Sigurgeirsdóttir SUÐURNES Lóðaskoðun hjá fyrirtækjum á svæðinu er hafin, og er þess vænst að eigendur og umsjónarmenn fyrirtækja taki virkan þátt i fegrun byggðalaganna með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sin. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.