Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞiÓÐVILiílNN, H.elgin. 16. - 17. mai„ 1981 Morgunkaffi Rauðsokka Morgunkaffi Rauösokka- hreyfingarinnar verður i dag kl. 12 á hádegi, en það hefur fallið niður undanfarna laugardaga af ýmsum ástæðum. Gestur að þessu sinni er Þorbjörn Brodda- son þjóðfélagsfræðingur. Hann mun fjalla um rannsóknir á stööu kvenna og jafnréttismálin. Allir eru velkomnir, kaffi verður á könnunni og eitthvert meðlæti á boðstólum að Skólavörðustig 12, 4. hæð. —ká Yfir 70 hestar í vorkapp- reiðum Fáks Vorkappreiðar Fáks verða haldnar að Viðivöllum, félags- svæði Fáksmanna i dag, laugardag og hefjast kl. 3 eh. Skráðir eru til leiks yfir 70 hestar I hinum ýmsu keppnisgreinum. t 250 m. skeiði keppa m.a. Fannar, Skjóni, Villingur, ölver, Adam og Eljar. Vafi og Börkur eru meðal keppenda I 150 m. skeiði, Sputnik og Litbrá i ung- hrossahlaupi og hlaupahryssurn- ar Gjálp og Glóa mætast enn á ný i 350 m. stökki, auk margra ann- arra þekktra hrossa, svo sem Léttfeta og Blakks. 1800 m. stökki eru skráðir til leiks m.a. Reykur, Leó og Þróttur, en tslandsmet- hafinn, Gnýfari er aftur á móti skráður i nýja grein, þ.e. 800 m. brokk. Þar mætir hann m.a. Stjarna, Fasa og Svarta-Safir. Veðbankinn starfar að venju. Vorkappreiðarnar hjá Fáki eru fyrstu kappreiðar sumarsins og vekja þvi ævinlega mikla forvitni hestamanna, þvi oft þykjast menn geta af þeim ráðið hverjir muni verða I eldlinunni siðar á keppnissumrinu. Bikarkeppnin sýnd í dag Fyrri leikur Tottenham og Manchester City i úrslitum ensku bikarkeppninnar verður á skján- um i dag laugardag kl. 16.30. Seinni leikur liðanna verður sýndur hér næsta laugardag. Sparaksturs- keppni á sunnudaginn Hinn árlegi sparakstur B.t.K.R., fer að þessu sinni fram sunnudaginn 17. mai og verður lagt upp frá bensinstöðinni i öskjuhíið að vanda. Fyrsti bill verður ræstur þaöan kl. 14:00. Reglur keppninnar eru þær, að þátttaka er eingöngu heimil bif- reiðaumboðunum á íslandi og þeim einstaklingum, sem fá leyfi viðkomandi umboðs til keppni. Bíllinn skal vera eins og hann er afhentur væntanlegum eiganda. Bifreiðarnar skulu hafa auka bensin eða oliugeymi, er rúmi 5 litra og skal hann vera sértengd- ur. Lokabúnaður til að skipta á milli tanka er óheimill með öllu. Hverjum bil er þátt tekur skal auk ökumanns fylgja einn maður, er settur verður sem eftirlits- maður i annan keppnisbil frá öðru umboði. Keppnisleiðinni er skipt i tvo áfanga, innanbæjar- og utan- bæjarakstur. Fyrst verður ekiö innanbæjar, en svo utanbæjar, samfellt og viðstööulaust. Innan- bæjaraksturinn verður ákveðinn kilómetrafjöldi og skal hver keppandi ljúka þeim hluta keppn- innar innan ákveðinna (þó rúmra) timamarka. Aður en utanbæjaraksturinn hefst aka keppendur um tlma- varðstöð, og þaðan út úr Garðabæ og eftir Keflavikurveginum að Krýsuvikurvegi, sem ekinn verður út að Herdisarvik, þar snúa keppnisbilarnir við og fara sömu leið til baka. tónbálkur þessir tónleikar< sem stundum eru tveir og þrír á dag (oft ekki færri en 10 á viku) eru flestir vel sóttir og oftar en ekki haldnir fyrir húsfylli áheyrenda. Er það mál manna að áheyrenda- hópur tónlistar af klassískum evrópskum toga sé síst minni hér í Reykjavík en í borgum erlendis sem telja tíu- sinnumfleiri íbúa. Er stundum gerður saman- burður á tónleikasókn i Reykjavfk og Kaup- mannahöfn til að sanna eitt og annað i þessu sam- bandi og kemur hlutur okkar undarlegu höfuð- borgar ekki illa út úr honum, nema síður sé. Það sem vekur þó einna mesta athygli og ánægju þegar maður kemur inn á tónleika hér i bænum, hvort sem það eru sin- fóniutónleikar, kammertón- leikar hjá tónlistarfélaginu, músikhdpurinn eða karlakór erað kynslóðabiliö fræga viröist hafa gleymst á þeim samkomum. Þarerfólká öllum aldri, allt frá grunnskólanemum upp I eftir- launafólk, og allir jafn intresseraðir og glaðir i augum. Flestir þessara tónleika eru haldnir af islenskum lista- mönnum og er hlutur útlendinga i tónleikahaldinu æ minni eftir sem árin liða. Það er þó alls ekki svo að útlenskir snillingar séu hættir að sækja okkur heim. Tónlistarfélagið fær alltaf slatta og einleikarar hjá sinfóniunni eru flestir útlendingar, eða hafa i það minnsta verið það i vetur. Kannski hafa tónleikar með Ut- lendingum alls ekki verið neitt færri I vetur en áður, ég veit það ekki svo glöggt, en framboðið á innlendum afbragðskröftum hefur aldrei verið meira. Hvað kemur til að allt i einu er svona mikið af snjöllu ungu tón- listarfólki að kveða sér hljóðs, margt i fyrsta skipti? Af hverju dembist þetta yfir mannskapinn að þvi er virðist án þess að gera boð á undan sér svo að hlunkar einsog minir likar vita varla sitt rjúkandi ráð? Er það ekki starf tónlistar- skólanna undanfarin 10-20 ár, sem er farið að bera sýnilegan árangur? Við höfum nefnilega búið við nokkuð góð skilyrði undanfarna áratugi, hvað varðar möguleika á sæmilegri, faglegri tónlistarmenntun og þó margt megi eflaust að þeim málum finna, þá viröist skipu- lag þeirra hafanæga kosti til að byggja á heilbrigt og vaxandi tónlistarlif. Hlutur íslenskra tónskálda NU hefur stundum veríö kvartaö yfir að Islensk tónverk morgun) kl. 16, i sal skólans að Skipholti 33, tónleikar með verkum eftir sjö nemendur. Flestir þeirra eða allir eru hljóðfæranemendur, sem hafa sótt svokallaða tónföndurtima hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni i vetur, og eru verk þeirra þarna afrakstur af þeim tilraunum sem þar hafa farið fram. Tveir þeirra eru þó nemendur Jóns Ásgeirssonar og hafa verið hjá honum i formfastara tónsmiða- námi og teoriu. Mér finnst þetta svo gleðilegur og stórmerki legur atburður að ég leyfi mér að skora á alla sem vettlingi geta valdið að sækja samkom- una, en þess ber þó að gæta, að húsrUm er allsekki takmarka- laust. Efnisskráin er svona: Gunnsteinn Ólafsson: Viki- vakar (texti: Jóhannes úr Kötlum) fluttir af Kór Tón- listarskólans undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar Kjartan Ólafsson: Strengja- kvartett, fluttur af Evu Mjöll Ingólfsdóttur, Gerði Gunnars- dóttur, Asdisi Runólfsdóttur og Svcini Ólafssyni — Haukur Tómasson: Smáskrýtin stemma, f. tvöpianó flutt af Vil- berg Viggóssyni og höfundi Guðmundur Óli Gunnarsson: Kvöld (Texti: Snorri Hjartar- son) sungið af Ingveldi G. Ólafs- dóttur við klarinettundirleik Guðna Franssonar, — Vilberg Viggósson: Músik fyrir sex hendur flutt á eitt pianó af Guðmundi Óla, Hauki og höfundi, — Helgi Pétursson: Elektróniskt trió og Drauga- dans.PálI Snorrason: Etýða i G- dúr, leikin af höfundi á pianó. öll verkin, nema það siðasta verða flutt aftur að loknu hléi, svo áheyrendum gefist kostur á að heyra verkin tvisvar þó þeir séu auðvitað ekki skyldugir til þess. Er þetta allsekki svo vitlaust uppátæki, þvi oft er kvartað yfir að ekkert sé að marka að heyra tónverk einu sinni i það minnsta ekki þau sem ný eru af nálinni. Það er víst engin hætta á að menn séu ekki sam- mála um að tónlistarlífið blómstri hér í bænum. Fjöldi tónleika hefur verið slíkur hér í vetur að varla hef ur verið hægt að koma á þá tölu, hvað þá að sækja þá alla. En það er þó ekki bara magnið sem vekur undrun heldur ríkir hvarvetna mikill fögnuður yfir gæðum þessara músikiðkana, sem eru að mati góðra manna í hæsta hugsan- legum flokki. Það furðu- lega er hinsvegar að Llmsjón Leifur Þórarinsson Ung tónskáld I rigningu. T ónlistarlífið blómstrar í kreppunni séu óeðlilega fá á efnisskrám i vetur og Sinfóniuhljómsveit íslands ekki sist kölluð til ábyrgðar. Það er að visu rétt, að aðeins tvö islensk tónverk voru frumflutt á reglulegum áskriftartónleikum hljóm- sveitarinnar i vetur og það er minna en verið hefur mörg undanfarin ár. Sérstakir upp- bótartónleikarsem haldnir voru i janúar voru slikt eymdarfyrir- bæri, illa æfðir, illa auglýstir, illa sóttir osfrv. að menn voru vissulega óhressir yfir þeim og fylltust jafnvel allskonar ótima- bærum grunsemdum og augna- biiks (örstuttu) vonleysi. Þetta leið hjá og þegar litið er til baka, þá verður þvi ekki neitað, að þrátt fyrir allt hefur hljómsveit- in flutt sjö ný islensk tónverk i vetur og endurflutt þrjú eða fjögur. Þetta er alls ekki svo rosalega slæmútkoma, sérstak- lega þegar það er nokkurnveg- inn fullvist að hún ætlar að gera miklu betur næsta ár. A öðrum tónleikum hefur lika verið talsvert um ný islensk tón- verk. Ég minnist sérstaklega Músikhópsins, sem var með tónleika i haust og frumflutti fimm eða sex tónverk og Kammersveitar Reykjavikur, sem var með tvö, en alls telst mér að tæplega tuttugu islensk tónverk hafi verið frumflutthér i vetur. Og þetta er langt frá að vera búið, þvi i júni verða Musica Nova, Músikhópurinn ofl. með fimmdaga festivál, Skerplutónleika, en þar verða frumflutt yfir tuttugu tónverk, flest islensk. Ég vona vara að enginn fái fýrir hjartað þegar þetta fréttist. Skólatónskáld Flest þessara tónskálda sem verið með ný verk á þessari „sesón” hafa einhverntiman verið nemendur i Tónlistarskól- anum i Reykjavik. Þó maður heyri sjaldan mikið af tón- smiðastarfsemi á þeim stað og stundum hafi hún virst dottin langleiðina uppfyrir, kemur fyrir að lifsmarkið verður allt i einu undarlega sterkt á þessu sviði. Eftir sem ég best veit er ekkert til sem heitið getur tón- smiðadeild við skólann, heldur er nám tónskálda talsverðum tilviljunum háð og þeir sem vilja afla sér þekkingar á vinnu- brögðum i þessu allnokkuð i lausu lofti. Hinsvegar eru starfandi við skólann margir kennarar sem vita allt sem til þarf og til þeirra er eflaust óspart leitað i einka- timum. I öllu falli verða á vegum skólans n.k. sunnudag (á Sexhentur pfanóbarningur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.