Þjóðviljinn - 16.05.1981, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 16. — 17. mai. 1981 Fj ölbrautaskólinn 1 Breiðholti Innritun í Fjjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram i Miðbæjarskólanum i Reykjavik dagana 1. og 2. júni næstkomandi kl. 9.00 til 18.00, svo og i húsakynnum skólans við Austurberg dagana 3. og 4. júni á sama tima. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrif- stofu stofnunarinnar fyrir 9. júni. Þeir sem senda umsóknir siðar geta ekki vænst skóla- vistar. Fjölbrautaskólinn i Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Almennt böknámssvið (menntaskólasvið). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut, Félags- fræðibraut, NáttUrufræðibraut, Tóniistarbraut, Tungu- málabraut, og Tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslubraut (til sjúkraliðaréttinda) og Hjúkrunar- braut.en hin siðari býður upp á aðfararnám að hjúkrun- arskólum. Hugsanlegt er að Snyrtibraut verði einnig starfrækt við skólann á þessu námssviði ef nemendafjöldi reynist nægur. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Mat- vælabraut I er býður fram aðfararnám aö Hótel- og veitingaskóla Islands, og Matvælabraut II er veitir undir- búning til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndiista - braut,bæði grunnnám og framhaldsnám, svo og Hand- menntabraut er veitir undirbúningsnám við Kennarahá- skdla tslands. Tæknisvið: (Iðnfræðslusvið) Iðnfræðslubrautir Fjöl- brautaskólans i Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, Rafiðnabraut, og Tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbún- ingsmenntun að tæknanámi og þriggja ára braut aö tækni- fræöinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs i fjórum iðngreinum: Húsasmiði, rafvirkjun, rennismfði og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessum náms- brautum sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, aö boðið verði fram nám á sjávarútvegsbrautá tækni- sviði næstahaust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissvið: A uppeldissviði eru þrjár námsbrautir i boði: Fóstur- og þroskaþjálfabraut, iþrótta- og félags- og loks menntabraut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggjaá háskólanám til undirbúnings kennsiu- störfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viðskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar-og sölufræðabrautog loks læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. A þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til að ljúka- sérhæfðu verslunarprófi i tölvufræði, markaðsfræðum og sölufræðum. Læknaritarabrautlýkur með stúdentsprófi og á hið sama viö um allar brautir viðskiptasviðsins. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann i Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austurbergi 5, simi 75600. Er þar hægt að fá bæklinga um skólann svo og Námsvisi F.B. Skólameistari AUGLÝSING Stjórn Verkamannabústaða i Garðabæ auglýsir eftir væntanlegum umsækjendum um íbúðir í Verkamannabústöðum f Garðabæ. Þeir einir hafa rétt til kaupa á íbúð í Verka- mannabústöðum, sem uppfylla eftirtalin skil- yrði: a) Eiga lögheimili í Garðabæ miðað við 1. maí s.l. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú s.l. ár eigi hærri fjárhæð en sem svarar 5.952 milj. í gömlum krónumfyrir einhleyping eða hjón og 526 þús. í gömlum krónum fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Greiðslukjör: Umsækjandi, sem fær úthlutað ibúð, skal inna af hendi greiðslu sem nemur 10% af verði íbúðar og greiðist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan átta vikna frá dag- setningu tilkynningar um úthlutun íbúðar, en seinni helmingurinn ekki fyrr en átta vikum áður en íbúð er tilbúin til afhendingar. Eyðublöð fyrir væntanlega umsækjendur liggja frammi á Bæjarstjórnarskrifstofum Garðabæj- ar, Sveinatungu v/Vifilsstaðaveg,á venjulegum skrifstof utíma. Umsóknum skal skilað á Bæjarstjórnarskrif- stofur Garðabæjar Sveinatungu v/Vífilsstaða- veg fyrir 15. júní n.k. í lokuðu umslagi merkt stjórn Verkamannabústaða í Garðabæ. Garðabæ 17. maí 1981. Stjórn Verkamannabústaða Garðabæ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.