Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16. — 17. mai, 1981
1 dag, 16. mai, er alþjóölegur
bardttudagur fyrir rétti allra
kvenna til gdöra, öruggra getn-
aöarvama og löglegra fóstur-
eyöinga. Dagurinn er einnig
helgaöur baráttu gegn ófrjó-
s e m i s a ög e r ö u m , sem
framkvæmdar eru án vitundar
og vilja kvenna. Þaö eru einkum
konur i þriöja heiminum og kon-
ur af „óæskilegum kynþætti” i
hinum þróuöu rikjum sem veröa
fyrir baröinu á þeim.
Hvað er ICASC?
1 dag veröa aögerðir i fjöl-
mörgum löndum, i Bretlandi,
Noröur Irlandi, trlandi, Hol-
landi, Belgiu, Luxemburg, V-
Þýsk"?'andi, Perii og Spáni.
Einnig hefur frést af undirbún-
ingi fyrir aögeröir i Japan,
Sviss, PortUgal, Sviþjóö, Italiu,
DP kemur i veg fyrir egglos og
aö egg festist innan á legveggj-
um og hefur sömuleiöis þau
áhrif á leghálsinn aö hann verk-
ar sem hindrun fyrir sæöiö á leiö
upp i legiö.
Aukaverkanir
Enginn veit fyrirfram hvernig
líkami hverrar konu mun
tx-egöast viö sprautunni. Al-
gengastar aukaverkanir eru
óreglubundnar blæöingar, höf-
uöverkir, þyngdaraukning,
svimi, krampar, taugaveiklun,
hárlos, þunglyndi og kynkuldi.
Tilraunir benda einnig til alvar-
legri langtimaverkana eins og
legkrabba (tilraunir frá 1978),
brjdstkrabba og leghálskrabba
(konur i Bandarikjunum sem
fengu DP höfðu allt aö 9 sinnum
meiri tiðni leghálskrabba en
er þaö oft þáttur i baráttu
stjórnvalda og alþjóöastofnana
gegn fólksf jölgun, en ráöstafan-
irtil aö sporna gegn fólksfjölgun
veröa oftlega aö fela I sér notk-
un á DP, til aö fá efnahagslegan
styrk frá alþjóöastofnunum.
Miljónum kvenna er gefið lyf-
iö án nokkurrar fræöslu um
aukaverkanir. Oftast hafa þær
ekki á ööru völ.
DP var þróaö og er notaö fyrst
og fremst vegna þess aö þaö er
auðvelt i meðförum og ódýrt
fyrir viðkomandi yfirvöld.
öryggi og velliðan konunnar
sem fyrir sprautunni veröur er
ekki þeirra áhyggjuefni.
DP á Vesturlöndum
DP er gefiö á Vesturlöndum i
sama tilgangi, nefnilega þeim
að stemma stigu við fjölgun
Þúsundir kvenna
mótmæla í dag
Grikklandi, og Bandarikjunum.
Alþjóöleg samræmingar-
nefnd er starfandi, ICASC
(International Contraseption,
Abortion and Sterilisation
Campaign). Nefndin var sett á
laggimar áriö 1978. Hún miölar
upplýsingum milli landa, að-
stoðar viö samhæfingu aðgerða
á vegum hópa og hreyfinga
kvenna, sem berjast fyrir
fullum yfirráðaréttikvenna yfir
eigin likama viösvegar um
heiminn. Nefndin gefur út
fréttabréf á nokkrum tungu-
málum, m eð upplýsingum um
ástand þessara mála i hinum
ýmsu þjóölöndum og um þá
baráttu sem fram fer. Aðsetur
nefndarinnar er breytilegt ár
frá ári, i ár bera félagar okkar á
Bretlandi hita og þunga sam-
ræmingarstarfsins.
Depo Provera
Baráttan gegn getnaðarvarn-
arlyfinu Dcpo Provera (DP)
hefur verið stór þáttur i starfi
nefndarinnar.
DPer getnaðarvarnarlyf sem
gefið er í sprautum á 3ja mán-
aöa fresti. Þaö inniheldur gervi-
hormóninn medroxiprogesteron
og er framleitt af UDJohn Co.
aðrar konur). Þær pillur sem
innihéldu sama hormóninn og
DP voru bannaðar i USA og við-
ar þegar á árinu 1971.
Langtim anotkun DP getur
leitt til sykursýki og sannaö er
aö varnir likamans gegn sótt-
kveikjum minnka. Varanleg
ófrjósemi getur einnig verið af-
leiðing langvarandi notkunar
DP.
DP fer ekki strax úr likaman-
um, þó kona hafi hætt að fá
sprautur. DP getur þvi borist
með móðurmólk, en það hefur
áhrif á varnir barnsins gegn
sóttkveikjum og dæmi eru um
óeölilegan kynfæraþroska ný-
fæddra barna.
ICASC nefndin hefur unnið
mikið starf við dreifingu upp-
lýsinga um niðurstöður tilrauna
á DP, — niðurstööur sem
framleiðendur hafa orðið að
viðurkenna en reynt að halda
leyndum.
DP í þriöja heiminum
Aliar þessar aukaverkanir
eru mun hættulegri i þriðja
heiminum þar sem almenn
heilsugæsla er vanþróuð. En
það er einmitt i þriðja heimin-
um sem lyfið er mest notað. Þar
óæskilegra þegna á fljótvirkan
og ódýran máta. Óæskilegu
þegnarnir eru fyrst og fremst
innflytjendur úr þriöja heimin-
um, þó t.d. f Svíþjóð geti hvaða
kona sem er labbað sér til
læknis og komiö út með DP. A
Bretlandi fer núna hörð barátta
fram gegn notkun lyfsins og sú
barátta breiðist út.
A Islandi er þroskaheftum
konum gefnar svokallaðar
þriggja mánaða sprautur, getur
einhver upplýst hvaða lyf það
er?
Ofsóknir á Spáni
1 október 1980 gerði lögreglan
i Sevilla á Spáni árás á fjöl-
skylduráðgjafarstöðina „Los
Naranjos”, sem talinvar fram-
kvæma fóstureyðingar, en þær
eru með öllu ólöglegar á Spáni.
öll tæki stöövarinnar svo og
getnaðarvarnabirgðir voru
gerðar upptækar, starfsfólk var
handtekið og einnig þær konur
sem þar voru staddar. 432 konur
voru á skrám hjá ráðgjafa-
stöðinni, þær voru allar færðar
til yfirheyrslu.
Viötæk mótmælaalda reis um
gervallan Spán, — alda sem nú
nær Ut til annarra landa. Um
leiö og allar konurnar sem færö-
ar voru til yfirheyrslu, viöur-
kenndu að hafa fengið fóstur-
eyðingu, barst yfirvöldum yfir-
lýsingar 2.500 annarra
spænskra kvenna sem viður-
kenndu „glæpinn”. A meðal
þeirra voru þingmenn og fleiri
þekktar konur.
Yfirlýsingar sama efnis
streyma inn til dómsvalda i Se-
villa, nú fyrir skemmstu voru
þær orðnar hátt á þriðja tug
þúsunda. Vegna þess hve málið
er orðið umfangsmikið, hafa
dómsvöld I Sevilla beðið um að
yfirheyrslur verði fluttar til
Madrid.
Sýnum stuðning okkar
Alþjóðlegur stuöningur sem
ICASC nefndin hefur séö um
skipulagningu á, hefur verið
spönskum konum mikil lyfti-
stöng. Islenskar konur þurfa
lika að taka við sér. Nefndinni
er nú fjár vant. Hjá Rauðsokka-
hreyfingunni, Skólavörðustig 12
er tekið á móti stuðnings-
framlögum og enn fremur eru
þar undirskriftalistar fyrir þær
konur sem vilja mótmaala við
spönsk stjórnvöld þeirri
grimmilegu kúgun sem systur
okkar á Spáni eru beittar.
Hildur Jónsdottir,
Rauösokkahreyfingunni.
Heimildir: ICASC Newsletter,
Sociaiist Challenge,
ETC,
Socialist Woman.
r itst jórnargrei n
Samanburður sem segir allt
Kjartan
Ólafsson
skrifar:
Þótt undarlegt sé eiga þeir
Geir Hallgrímsson og Co ennþá
örfáa blaðafulltrúa i hópi núver-
andi og fyrrverandi forystu-
manna verkalýössamtakanna.
Af þessum blaðafulltrúum
flokkseigendafélagsins i Sjálf-
stæöisflokknum er Guðmundur
H. Garðarsson einna athafna-
samastur, enda er hann einnig
blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna og formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæöisfélag-
anna I Reykjavik. Honum við
hliö I þjónustustörfum fyrir
flokkseigendafélag Sjálfstæðis-
flokksins er m.a. Magnús L.
Sveinsson, formaöur Verslunar-
mannafélags Reykjavikur og
minnihlutamaöur I borgar-
stjórn.
Þessir tveir vikapiltar Geirs
Hallgrimssonar hafa látiö hafa
sitthvab sérkennilegt eftir sér i
máli og myndum um kjaramál
á siðum Morgunblaösins undan-
farna daga.
Þannig heldur Guðmundur H.
Garðarson þvl fram I Morgun-
blaðinu þann 6. þ.m. að
kaupmáttur taxtakaups verka-
manna sé nú lakari en hann hafi
verið fyrir 10 árum!
Berum þetta saman við opin-
berar upplýsingar Kjararann-
sóknarnefndar, — þeirrar
nefndar sem Guðmundur á
reyndar sjálfur sæti i!
Samkvæmt opinberum
upplýsingum i Fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar var
kaupmáttur greidds timakaups
verkamanna 26,7%- hærri á
árinu 1979 heldur en hann var
fyrir 10 árum, árið 1971. Frá
Kjararannsóknarnefnd hafa
enn ekki verið birtar kaup-
máttartölur fyrir árið 1980 sem
heild, en i skýrslu Þjóðhags-
stofnunar, sem Ut kom i siöasta
mánuöi er gefið upp að á síðasta
ári hafi kaupmáttur kauptaxta
hjá aöildarfélögum innan A.S.Í.
rýrnað um 4%, en hins vegar
hafi Utborgað kaup hækkað á
þvi ári um 2—3% umfram taxt-
ana (Sjá bls. 16).
Séu þessar tölur skoðaðar
blasir viö hversu fjarstæðu-
kennt rugl þaö er, sem blaða-
fulltrUi flokkseigendafélagsins,
Guðmundur H. Garðarsson ber
á borö I Morgunblaðinu.
Þó gengur sporgöngumaður
Guömundar, Magnús L. Sveins-
son, jafnvel öllu lengra i blekk-
ingaiöju og þjónustu við flokks-
eigendafélagiö I Morgunblaðinu
þann 10. þ.m. —Þar er haft eftir
MagnUsi aö kaupmáttur launa
„hafi lækkaö stórlega frá 1978”
og „um kjaraskerðinguna frá
1979” er haft eftir MagnUsi aö
nú skorti „25,8% upp á aö samn-
ingarnir séu I gildi”.
I tiiefni af þessum furöu-
skrifum blaöafulltrúa flokkseig-
endafélags Sjálfstæöisflokksins
er rétt að birta hér upplýsingar
frá Þjóöhagsstofnun um þróun
kaupmáttar ráöstöfunartekna á
mann hérlendis allan siöasta
áratug, og til hliösjónar birtum
við þróun viðskiptakjara okkar i
utanríkisviðskiptum viö aörar
þjóðir á sama tima. — Við
birtum hér ráöstöfunar-
tdkjurnar vegna þess að þaö eru
þærtekjursem menn halda eftir
til eigin ráðstöfunar þegar
skattar hafa verið greiddir, og
segja því mest um þau llfskjör
sem mæld veröa i peningum.
Hér er byggt á töflum sem
birtar eru I riti Þjóðhagsstofn-
unar: „Úr Þjóðarbúskapnum”,
12. hefti sem út kom I siðasta
máriuði. Töflurnar er þar aö
finna á blaðslðu 18 og blaðsiðu
56. Varðandi viðskiptakjörin eru
álviðskiptin ekki talin með i
þessari töflu, enda er álverið
alerlent fyrirtæki þótt staðsett
sé hér á landi.
Við köllum kaupmátt ráð-
stöfunartekna á mann árið 1972
100 stig, og viðskiptakjörin það
samaárköllum viðllka 100 stig.
Taflan sem sýnir þróunina lltur
þá svona út:
Varðandi áriö 1981 er hér að
sjálfsögðu byggt á spá Þjóð-
hagsstofnunar um þróun ráö-
stöfunartekna og viðskiptakjara
i ár.
Ef þessar opinberu töluraðir
eru athugaðar kemur sitthvað
merkilegt I ljós.
Við sjáum t.d. að á árum
vinstri st jórnarinnar frá
1971—1974 hækkar kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann um
28%. En áriö 1974 voru við-
skiptakjörin um 6% betri en áriö
1971 (fóru hæst 1973).
A árunum 1975 og 1976, fyrstu
heilu ríkisstjórnarárum Geirs
Hallgrimssonar, er kaupmáttur
ráöstöfunarteknanna um 10%
lakari en hann haföi verið áriö
1974, og viðákiptakjörin eru
einnig um 10% lakari að jafnaði
þau ár en veriö haföi 1974.
Slðan koma kjarasamning-
arnir um mitt ár 1977, en áhrif
þeirra koma ekki fram að fullu I
þessari töluröö fyrr en áriö 1978,
en það ár bætast lika við kjara-
bætur sem ákveðnar voru af
rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar
viö upphaf hennar haustið 1978.
— Þannig kemst kaupmátturinn
á þvi ári upp I 127 stig, sem er
um 22% hækkun frá meðaltali
áranna 1975 og 1976. A sama
tima haföi visitala viöskipta-
kjaranna hækkað um tæp 15%.
A árinu 1979 hækkar kaup-
máttur ráðstöfunartekna siðan
enn, eins og töluröðin sýnir,
enda þótt viöskiptakjörin falli
þaö ár um nær 12%!
Svo koma árin 1980 og 1981, —
og hvaö blasir þá við: Kaup-
mátturinn hefur aö visu lækkaö
um 1—2% frá árinu 1978, en viö-
skiptakjörin hafa fallið um
16—17%. Beri menn þetta
saman viö þaö sem geröist á
árunum 1975 og 1976!
Þaö sem blasir viö er ekki
aöeins þaö aö miöaö viö viö-
skiptakjör er kaupmátturinn
langsamlega mestur á árunum
1979—1981, heldur sjáum viö
llka aöþetta þriggja ára timabil
er hvort tveggja i senn með
langhæstan kaupmátt ráö-
stöfunartekna og samtmeö mun
lakari viöskiptakjör en nokkurt
annaö þriggja ára timabil á þvl
skeiöi sem tölurööin nær yfir.
Blaöafulltrúar flokkseigenda-
félagsins ættu aö spreyta sig á
þessum staöreyndum.
k.
Ráðstöfunartekjur á mann: Viðskiptakjör:
1971 . 100,6 stog
1972 100,0 stig
1973 . 107,9 stig 118,8 stig
1974 . 106,7 stig
1975 . 89,9 stig
1976 . 101,1 stig
1977 . 117,2 stig 109,2 stig
1978 . 127,0 stig 109,4 stig
1979 . 96,4 stig
1980 . 92,4 stig
1981 . 124,8 stig 91,0 stig