Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16. — 17. mai, 1981 Viðtal við Ásu Svavarsdóttur, sem nýlega hefur lokið leiklistar- námi í London, aðeins tvítug að aldri. Asa Svavarsddttir: Ég var of ung til aö komast f Leiklistarskóla i hiutverki Böbu Jögu ibarnaleikriti, byggt á rússneskum ævintýrum, eftir Bridget Crowley. rfkisins svo aö ég brá á þaö ráö aö fara til Londom Samkeppnin er hörð ,,Ég fékk leiklistarbak- terfuna þegar ég lék AAaríu mey í 8 ára bekk og hún hefur ekki yfirgefið mig sfðan". Það er Ása Svavarsdóttir sem mælir þessi orð, en hún er nú nýkomin frá London, út- skrifuð frá leiklistarskóla þar. Líklega er hún með yngstu íslendingum sem íokiðhafa leikaraprófi því að hún er aðeins tvítug að aldri, verður21 árs á þessu ári. Við spiölluðum dálítið við hana um daginn. — H vers konar skóli er það sem þú útskrifaðist frá? — Hann heitir ArtsEducational Schools og er viðurkenndur skóli. Upphaflega var hann stofnaöur sem ballettskóii en leggur nti jöfnum höndum áherslu á leiklist, dans og söng. Skólinn hefur yfir að ráða gömlu leikhdsi sem nefn- ist Golden Lane Theatreog þar „Ég vil helst ekki eyða því sem eftir er ævinnar í skúringar eftir að vera búin að eyða svona miklum tíma í leiklistarnámið ” eru f ærðar upp sýningar á vegum hans. — Hvaö kom til að þú fórst utan til nams svona ung? — E ins og ég sagði áðan fékk ég snemma leiklistarbakteriuna, var i leiklistarskóla Helga Skúla- sonar, lék með leikfélaginu i Mosfellssveit og sótti öll þau námskeið sem ég gat náð i. Ég fór i Fjölbrautaskólann i Breiðholti. en entist ekki lengi þar. Ég var þá of ung til að sækja um inngöngu i Leiklistaskóla rikisins svo að ég greip til þess ráðs að sækja um inngöngu i eina 3 skóla i London. Þessi var sá fyrsti sem ég tók inn- tökupröf i' og fékk strax inngöngu. — Ilversu margir eru teknir inn i skólann á ári? — Þegar ég fór inn voru aðeins 12 teknir á ári, en nú hefur þeim verið fjölgað. — Eru flciri tslendingar þarna? — Nei, ég er sá eini sem stundaði nám i skólanum. — Voru engir tungumálaerfið- leikar? — JU, að sjálfsögöu.en það var nóg við inngönguprófið að geta gert sig nokkurn veginn skiljan- legan; aö öðru leyti settu þeir þá ekki fyrir sig. — Er þctta langt og strangt nám ? — Ég lauk prófi eftir þriggja vetra nam og það var býsna strangt. Eftir kennslutima var jafnan tekið við að æfa leikrit, en það er einmitt kosturinn við þennan skdla hversu mörg tæki- færi maöur fær til að vera á sviði — alveg frá upphafi náms tU enda. Ég held að ég hafi leikið i einum 12leikritum af fullri lengd meðan á náminu stóö. Við vorum oftaðlangt fram eftir kvöldum og um helgar. — Dýr skóli? — Já, það var aiveg á mörkun- um aö mér tækist að kljúfa kostn- aðinn og núna er ég skuldum vafin. Þegar ég byrjaði kostaði kennslutimabilið ( um 3mánuðir) 375 pund, en siðan hækkaði það verulega, sérstaklega eftir að Margrét Thatcher tók við völd- um. Það var komið upp I 530 pund siðasta árið. Svo er mjög dýrt að lifa i London, t.d. er húsaleiga ofsalega dýr. Fyrstu tvö árin leigði ég herbergi fyrir 9-12 pund á viku og i þvi voru aöstæður afskaplega lélegar. Þarna var t.d. engin upphitun svo að maður varað krókna úr kulda og varð að klæða sigi rúmið. Siðasta árið tók ég litla tveggja herbergja ibúð á leigu með vinkonu minni, SigrUnu Hjálmtýsdóttur, og kostaöi hún 40 pund á viku og var lika isköld. — Fékkstu fjárhagsaðstoð að hciman? Ég fékk námslán, en þá er lika eiginlega alitupp taliö. Mdðir minerhjúkrunarfraáiingur og gat Hér leikur Asa Svavarsdóttir Pompiónu, konungsdóttur frá Moldaviu i leikritinu „The knight of the burning pestle” eftir Francis Bcaum ont. auðvitað h'tið aðstoðað mig af þeim launum sem hUn hafði, en reyndi þó eftir bestu getu. Ég kom heim i öllum frium og vann þá á Reykjalundi og reyndi þannig að safna mér peningum fyrir náminu. — Þú nefndir áðan að þú hefðir leikið f einum 12 leikritum af fullri lengd. Hvers konar verk voru það aðallega? — Þau voru af öllu tagi, bæði gömul klassisk og ný verk Ég get nefnt höfundana Sófókles, Shake- speare, Tsjekof, Ibsen, Wilder, Ionesco, Rattigan, Crowley, Somin, Jellico, Pirandello og Beaum ont. — Nú geri ég ráð fyrir að þú ætlir að reyna að hasla þér völl á leiksviðinu eftir allt þetta nám. — Já, að sjálfsögðu. — Hefurðu haft einhver spjót úti? — Já, áður en ég fór frá Eng- landi tókst mér aö afla mér góðs umboðsmanns. HUn heitir Elspeth Cokcrun. Ef henni tekst að ráða mig einhvers staðar getur hUn einnig Utvegað mér atvinnu- leyfi. — En er ekki samkeppnin ákaf- lega hörð? Heldurðu að nokkur viiji ráða þig óséða? — Já, samkeppnin er hörð, en ég gerði ráðstafanir áður en ég fór. Bæði sendi ég dreifibréf til 460 leikstjdra og leikhúsa og komuþeirnokkrir til að sjá mig á sviði. Svo lét ég taka upp tvo leik- þætti (monologa) meö mér á myndsegulband áður en ég fór, og sér umboðsmaðurinn um að koma þvi á rétta staði. Gallinn er bara sá að flestir spyrja hvort maður sé i' stéttarfélagi leikara en til þess að komast i það verður maður að hafa unnið a.m.k. 40 vikur i leikhúsi. Þeir vilja frekar leikara með starfsreynslu. — En viltu frekar leika ytra heldur en hér? — Nei, sibur en svo. Ég vildi mjög gjarnan gera eitthvaö hér heima,en horfurnar eru svona og svona. Ég hef rætt við þá bæði i Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavikur og AlþýðuleikhUsinu en ég er aö sjálfsögðu alveg ókunn hér heima og þeir vilja skiljanlega ekki ráða mig nema hafa séð mig fyrst á sviði. Þeir pikka frekar Ut fólk úr Nemenda- leikhúsinu islenska,einf aldlega af þvi að þeir þekkja til þess. Allir segjast þeir þó vilja gefa mér tækifæri. Það er bara spurningin hvenær það kemur. — F’innst þér mikiil munur á leikhúsi hér og á Englandi? — Ekki finnst mér það, nema hvað viö verðum auðvitað að sniða okkur stakk eftir vexti. Það er meira Urval af sýningum ytra. Ég var einmitt að sjá Sölumaður deyr i' gærkvöldi, og Konu sá ég um helgina. Einnig er ég nýlega bUin að sjá reviuna i Iðnó og Rommý. Þetta eru alltprýðilegar sýningar sem hvarvetna mundu sdma sér vel. — Að lokum, Ása. Hvað ertu að gera i augnabiikinu? — Ég er nýbyrjuð að skUra gólf á Landakotsspitala,en vil nú helst ekki eyöa þvi sem eftir er af æv- inni í skUringar eftir að vera bUin að eyða svona miklu fé i leiklist- cirnámið. —GFr. „Eftir kennslutíma var jafnan tekið við að æfa leikrit en það er einmitt kosturinn við þennan skóla hversu mörg tækifœri maður fær til að vera á sviði”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.