Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16. — 17. mai, 1981
stjórnmál á sunnudegi 3 Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins
Sköpum íslenska friðarstefnu
sem tekur mið af
hagsmunum okkar
Fyrir fáeinum dögum
var þess minnst, að 30 ár
voru liðin frá þvi að banda-
ríski herinn kom hingaö á
nýjan leik. Hernám
Bandaríkjamanna þá var
samþykkt, eins og kunnugt
er, af Alþýðuflokknum,
Framsóknarf lokknum og
Sjálfstæðisflokknum. Það
var samþykkt án þess að
þing væri kallað saman.
Þar voru aðeins kvaddir
saman þingmenn þessara
þriggja flokka, sem tóku
sér vald sem þeir áttu ekki
utan þings til að heimila
erlendu ríki herstöðvar hér
í þessu landi. Hér var vita-
skuld um að ræða stjórnar-
skrárbrot, enda þótt al-
þingi hafi verið látiö sam-
þykkja bandarísku her-
stöðvarnar eftir á, þ.e.a.s.
um hausti6 þegar alþing
kom saman á nýjan leik.
En vorið 1951 voru það
þingmenn, sem komu
saman til fundar eftir að
alþingi hafði verið slitið til
þess að leggja blessun sfna
yfir hið bandaríska her-
nám.
Koma hersins 1951
stjórnarskrárbrot
Hér var ekki um neitt annað að
ræða en stjórnarskrárbrot og til-
raun til þess að brjóta niður hið
lýðræðislega valdakerfiá Islandi
sem grundvöllur hafði verið
lagðurað með stjórnarskrá okkar
og með ákvörðun um stofnun
lýðveldis árið 1944. Menn hafa
lengi velt þvi fyrir sér hvernig á
þvi hafi staðið, að Bandarikja-
menn komu einmitt á þessum
tima og einmitt með þeim hætti
sem það gerðist. Af hverju þeir
hafi ekki lagt fram beiðni um það
til Islendinga að þeir fengju að
hafa hér herstöðvar sem siðan
hefði hlotið venjulega meðferð á
Alþingi Islendinga áður en herinn
kom. Þessar vangaveltur hafa i
raun og veru staðið yfir æ siðan,
allt frá árinu 1951, en margt
bendir nil til þess eftir upplýsing-
um sem fram hafa komið úr
breskum og bandariskum skjöl-
um frá árunum 1945 til 1950 að
bandariski herinn og bandarikja-
stjórn hafi kosið þetta beinlinis
vegna ráðlegginga frá islenskum
yfirvöldum, vegna þess að þau
treystu sér ekki til þess að fallast
á beiðni sem kæmi eftir venjuleg-
um leiðum.
Umþettaer m.a. fjallað i frá-
sögn af leyniskjölum breska
utanrikisráðuneytisins frá 1945 til
1948. 1 þeim kemur fram að það
eru þrjií aðalmál sem mest ber á.
Þar er fylgst i fyrsta lagi með
þróun efnahagsmála á Islandi,
með stjórnmálaþróun og þá sér-
staklega fylgi Sósialistaflokksins
og siðan hernaðarlegt mikilvægi
Islands tengt báðum þessum mál-
um. 1 þessum skýrslum kemur
fram hvernig Bretar og Banda-
rikjamenn leggja á það áherslu
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i uppsteypu og frágang ut-
anhúss i kvikmynda- og veitingahús að
Álfabakka 8 (Mjódd), Reykjavik.
Tilboð verða afhent á Teiknistofunni Arko,
Laugavegi41, mánudaginn 18. mai. Tilboð
verða opnuð á sama stað föstudaginn 29.
mai kl. 14.
Staða húsvarðar við Félagsheimilið á
Blönduósi er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. ágúst.
Umsóknir sendist formanni rekstrar-
stjórnar Sturlu Þórðarsyni Hliðarbraut 24,
Blönduósi. fyrir 1. júni n.k.
Sumarblóm
Eins og undanfarin ár
verða seld blóm að
Heiðmörk 58, Hveragerði
(stöð Sigmundar Guðmundssonar),
simi 99-4259.
Ingibjörg Sigmundsdóttir
Saga bandariska hernámsins á Keflavikurflugvelli er fyrst og fremst saga um feluleik, þar sem sam-
staða „lýðræðissinna”, sem Morgunblaðið kallar svo, hefur fyrst og fremst snúist um það að koma í veg
fyrirað almenningur i landinu fengi að vita hvaða störf það eru sem bandariska hernámsliðið á Kefla-
víkurflugvelli hefur stundað.
aðreyna að kaupa fisk frá Islandi
til þess að koma i veg fyrir póli-
tisk áhrif islenskra sósialista og
m.a. þá leggja þeir á ráðin um að
héðan verði keypt um 70 þús. tonn
af fiski, gagngert i þvi skyni að
koma i' veg fyrir það að islenskir
sósíalistar verði aðilar áfram að
rikisstjórn. Jafnframt kemur það
fram í þessum bresku leyndar-
skjölum frá 1945 til 1948 að is-
lenskir ráðamenn kvörtuðu bein-
Vilhjálmur Þór: Hann var feng-
inn af Bretum til að reyna að hafa
áhrif á formann Framsóknar-
flokksins.
Unis yfir þvi að Bandarikjamenn
skyldu hafa beittþeim aðferðum
að leggja fram opinbera beiðni
um herstöðvar á Islandi til 99 ára;
miklu betra hefði verið ef Banda-
rikjamenn hefðu ósköp einfald-
lega tekið sér þessar herstöðvar
án þess að leggja fram þessa
beiðni.
Ólafur vonsvikinn.
Kaninn átti
ekki að fara
Breski sendiherran segir i bréf-
um sinum 2. október 1945 t.d. á
þessa leið: „Forsætisráöherra
(þ.e.a.s. islenski forsætisráð-
herra) ætlar samt augljóslega að
styðja umsóknina (þ.e.a.s. um
bandariskar herstöövar á ís-
landi) og sagði að miklu auöveld-
ara hefði verið, ef Bandarikja-
menn hefðu tekið einhliöa
ákvörðun i stað þess að biðja um
herstöðvarnar”. 29. október segir
i skeyti frá breska sendiherran-
um, Shepherd, að ólafur Thors,
forsætisráðherra Islands, hafi
itrekað þessa skoðun og orðrétt
segir Shepherd að Ólafur hafi
„látið í ljós vonbrigði með að
Bandarikjamenn og við hefðum
ekki haldið áfram hernámi Is-
lands i' eitt eða tvö ár i viðbót i
stað þess að valda slikri kreppu á
þessu stigi”.
Það kemur einnig ákaflega
skýrt fram i þessum bresku
leyndarskjölum, að þegar Banda-
rikjamenn lögðu fram óskir um
herstöðvar á íslandi til langs tima
þá voru þeir auðvitað fyrst og
fremst að hugsa um svokallaða
öryggishagsmuni Bandarikja
manna, en litu ekki á þetta sem
ráðstafanir til að tryggja alþjóð-
legt öryggi eða frið, þvi að það
kemur beinlinis fram i þessum
skjölum að setið var á svikráðum
við þá grundvallarhugsun sem lá
að baki stofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Af þessum ástæðum þá
fóru Bretar fram á það við
Bandarikjamenn að þeir frestuðu
þvi að biðja um herstöðvar á Is-
landi til langs tima, þar til Island
væri orðið aðili að Sameinuðu
þjóðunum.
Breski sendiherrann:
Mr. Thor reynir
að kljúfa flokkinn
fyrir okkur
Á þessum tima beittu Banda-
rikjamenn og Bretar áhrifum sin-
um, m.a. á einstaka forystumenn
stjórnmálaflokkanna, ekki sist
Framsóknarfldcksins, sem var
tregur i' taumi, að sögn breska
sendiherrans á þessum árum,
Shepherds, en hann segir orðrétt i
bréfi:
„Því miður hefur reynst
árangurslaust að fá Framsóknar-
menn til að ganga i þetta banda
lag, þvi leiðtogi þeirra (sem var
Hermann Jónasson) ætlar sér að
nota tækifærið og fella rikis-
stjórnina i' þeirri von að geta
sjálfur myndað nýja rikisstjórn.
Þeir (bandariski sendiherrann
og Cummings) stungu þvi upp á,
að heilladrýgst yrði að ræða mál-
in opinskátt við Vilhjálm Þór,
fyrrum utanrikisráðherra, sem
er einn af hæfustu og duglegustu
Framsóknarmönnum, þrátt fyrir
að hann sé ekki þingmaður, en
hann reynir nú að kljúfa flokkinn
til að ætlun formannsins nái ekki
fram að ganga”.
„Ég gerði þetta þvi” (segir
Shepherd, og segist hafa skýrt
Vilhjálmi Þór frá boðskap utan-
rikisráðuneytisins um að Bretar
litu það illu auga yrði umsóknin
ekki samþykkt. Shepherd segist
þvi næst hafa sagt) ,,að málið sé
mikilvægt i alþjóðlegum skiln-
ingi, en ekki aðeins flokkslegum
skilning(að ísland standi á kross-
götum á sjálfstæðisbraut sinni frá
1944 og þetta sé stdrkostlegt tæki-
færi fyrir formann Framsóknar-
flokksins til að breyta sem föður-
landsvinur og stjórnvitringur til
framtiðarheilla fýrir land sitt.
Herra Þór þakkaði mér”, segir
breski sendiherrann, „lýsti yfir
ánægju sinni vegna viðhorfa
stjórnar hans hátignar, sem yrðu
stuöningur i' viðureign hans við
framsóknarmenn og tilkynnti þá
ætlun sina að nota þessi rök nú
þegar i lokatilraun til að sann
færa formann Framsóknar-
flokksins”.
Eins og kunnugt er, þá tókst
Vilhjálmi Þór ekki að nota þessi
rök til að sannfæra formann
Framsóknarflokksins, þvi Fram-
sóknarflokkurinn klofnaði i af-
stöðu sinni til Keflavikursamn-.
ingsins, en samningurinn var
samþykktur á alþingi með 32
atkv. gegn 19.
íslendingar beittir
hótunum
A þessum árum kom bein-
linis til tals að beita þeirri hótun
gagnvart tslendingum að þeir
fengju ekki aðild að S.Þ. nema og
Bandarikjamenn fengju hérna
herstöðvar. Um þetta segir breski
sendiherrann t.d.: „Bandarikja-
menn höfðu uppi tilburði til að
nota loforð um að styðja inngöngu
tslands i S.Þ. til þess að fylgja
eftirbeiðni þeirra um herstöðvar.
Þetta náði þó aldrei langt og ts-
land var formlega tekið inn i S.Þ.
2. nóvember 1946, án mótmæla”.
Hér var með öðrum orðum öll-
um ráðum beitt. Saltfiskkaupum,
i fyrsta lagi; i öðru lagi áttu sér
stað leynilegar viðræður is-
lenskra ráðamanna, allt frá lýð-
veldisárinu 1944, við bandariska
ráðamenn um það, hvernig best
væri að haga áframhaldandi her
námi landsins, og um að kljufa
einstaka flokka. Þegar
Bandarikjamenn létu sér detta
það i hug að fara að þessu venju-
lega leið, með þvi að leggja fram
opinbera beiðni um slikt, þá voru
þeir vittir af islenskum ráða-
mönnum og sagt aö ef þeir ætluðu
sér að ná hér árangri i herstöðva-
málinu, þá ættu þeir einfaldlega
að hertaka landið án þess að
spyrja kóng eða prest áður. Og
það kemur einnig fram i þessum
skýrslum, að beinlinis datt mönn-
um i' hug að nota sér áhuga ls-
lendinga á aö verða aðilar að
S.Þ. til þess að knýja fram það, að
bandarlski herinn fengi hér
varanlega aðstöðu I landinu.
Svona lágt var lagst á þessum
tima og það er fróðlegt að lesa
einmitt nú, þegar 30 ár eru liðin
frá bandariska hernáminu árið
1951ummælisérstaklega Mbl. um
þessi mál, þar sem talað er um
samstööu þessara þriggja flokka,
svokallaðra lýðræðisflokka, um
herstöðvamálið.
Staðreyndin er sú að hér er
fyrst og fremst um að ræða sam-
stöðu um þögnina, þögn smánar-
innar, sem umlykur þetta mál og
upphafsár þess, þvi á sömu dög-
um og Islendingar voru að fagna
sjálfstæði si'nu, heitum og heilum
huga um allt land, þá voru þessir
menn i' leynimakki við breska og
bandariska ráðamenn um það
hvernig ættiað koma hernámi Is-
lands fyrir en ekki hvort erlendur
her ætli að vera hér um aldur og
ævi.
Mútur og gylliboð
Bandarikjamenn hafa beitt
ýmsum aðferðum, það hefur