Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÖDVIEJINN' Helgin 16. — 17. mai, .1981
daegurtónlist
nokkuð í eyru, en v*st fljótt ef
þeim er gefið tækifæri.
Hljoöfæraleikurinn er ekkert
undur en stendur vel fyrir sinu.
Þeireru virkitega efnilegir og ef
þeir halda áfram á sömu braut
þurfa þeir ekki að kviða
framtiðinni. Einkanlega á As-
geir trommari góða takta og
hann á án efa eftir að verða
máriháttar trommuleikari.
Textarnireru i ætt við tónlist-
ina og tjá umfram allt annað
tilfinningu. Þetta kemur ber-
lega fram i laginu „Þreyta”.
•
og þegar
ég kyli mig
finn cg ekki til
heldur finn bara
-^lfinningu, tilfinningu
> .n ég er hálf hræddur við
við að kynnast
þreyta
ég stoppa aldrei
það er aldrei friður.
Þá hcfur fyrsta plata Purrks
Pillnikks litið dagsins Ijós.
Þetta er lftil 10 laga plaga sem
ber nafnið Tilf. Hljómsveitin
hefurkomið eins og stormsveip-
ur inn í islenskt tónlistarlff og
gefið því áður óþekktar viddir.
Það er ánægjulegt til þess að
vita að ekki eldri hljómsveit
(stofnuð áttunda mars ’81) og
ekki þekktari skuli strax vinda
sér i Utgáfu hljómplötu.
Lifsinntak Purrksins fellst i
orðunum „það er ekki spurn-
ingin að geta heldur gera”. Þeir
eru samkvæmir sjálfum sér og
Utkoman er þessi litla plata.
Erfitt er að flokka tónlist
Purrksins. Heyra má örlitil
Clash áhrif á stöku stað, en
annars er slíkur samanburður
frekar óraunhæfur. Þeir spila
(að eigin sögn) Purrk eða
tilfinningu. Ég getfyllilega fall-
ist á þaö eftir að hafa hlýtt á þá
nokkrum sinnum á hljómleikum
og þessa plötu. Tónlist þeirra er
tjáning hjartans. Þeir telja sér
skylt að gefaokkur hinum brauð
tilfinninganna i stað steina
rokksins. Hvað sem segja má
um tónlist Purrksins þá kemur
hUn þægilega á óvart. „Lengd”
laganna, sem er frá hálfri upp i
eina og hálfa minUtu, stingur
Að endingu vil ég aðeins
segja: þessi plata gefur vonir
um stór-fyrirheit. Og það er synd
að hljómsveitin þurfi að taka
sér tveggja mánaða
framkvæmdafri nU, þegar
virkilegur skriður er að komast
á hana.
Að tjaldabaki
Það eru fáar borgir sem geta
státað af jafn mörgum skraut-
fjöðrum i tonlistarhatti Breta og
Manchestcr. Hljómsvcitum eins
og Magazine, Buzzcoks, Joy
Division, New Order og Fall, svo
að þær helstu séu nefndar. En það
eru ckki cingöngu stórstirni sem
borgin hefur alið af sér. A nýút-
kominni plötu frá Fatory
Records, Facl 24 — A Factory
Quartet, sem inniheldur lög eftir
fjóra litt þekkta listamenn og
hljómsveitir, má heyra hina hlið-
ina. Og er hún sist verri en sú sem
við sjáum og heyrum dags dag-
lega.
Fyrsta hliðin inniheldur lög eft-
irdUettinn Durutti Column. Hann
skipa tveir ungir og bráðefnilegir
hljómlistarmenn, þeir Vini
Reilly, sem þegar er orðinn þjóð-
sagnapersóna i Manchester, og
Donald John Stone. Þeir sendu
frá sér breiðskifuna Return of
Durutti Column áseinasta ári, en
ekkí veit ég meira um þá breið-
ski'f u.
Tónlist Durutti Column er mjög
fábrotin og eru aðeins þrjU hljóð-
færi notuð, gitar, trommur og
pi'anó. Engar raddir eru notaðar
og eykur það til muna á fábreytn-
ina. Aðaláherslan er á tromm-
urnar og gitarinn, pianóið er not-
að i mjög litlum mæli, en
þegar það er gert er það notað á
fádæma skemmtilegan hátt.
Þeir félagar sýna fram á, að
hægterað gera góða og skemmti-
lega hluti án þess að nota til þess
mörg hljóðfæri. Og þrátt fyrir fá-
brotna hljóðfæraskipan er óvenju
mikið svigrUm i tónlist þeirra.
Tónlist Durutti Column lætur
mjög vel i eyrum, þeir eru ekki
ósvipaðir Young Marble Giants
þótt töluverð gjá sé þar á milli.
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
Tónlistarflutningur er hinn
ágætasti og sérstaklega kemur
gitarleikur Reilly á óvart.
Trommuleikur Stone er ágætur
en hann stendur þó Reilly nokkuð
að baki.
önnur hlið plötunnar inniheldur
lög sungin og leikin af Kevin
Hewick. Hann er ósköp svipaður
og þeir sem styðjast eingöngu við
gitarinn sinn og röddina. Þaðsem
hann hefur umfram aðra á sömu
linu er hversu góða rödd hann
hefur. Hann er með sterka og
hljómfagra rödd sem ber örlitinn
keim af rödd Ians Anderson
(Jethro Tull). Gitarleikurinn er
fremur liflaus og þróttlitill, en
samt leynast innan um ágætis
sprettir.
Textar Hewick eru nokkuð góð-
ir og fjalla um efni liðandi stund-
ar. Allt frá eiturlyfjum og kyn-
villu til atómvopna og afleiðinga
kjarnorkustyrjaldar.
Efnið er hljóðritað á hljómleik-
um og hefur tekist að ná þvi
andriímslofti sem gjarnan fylgir
slikum samkomum. Allavega
fékk ég það á tilfinninguna að
vera einn viðstaddra. Hewick er
ágætur i þessu hlutverki og nær
að hrifa mann með sér og fá
mann til að leggja við hlustir.
Hljómsveitin Blurt á efni þriðju
hliðar og var hún það eina sem ég
gat ekki sætt mig við. Hljóðfæra-
skipan erlitttilþess fallin að falla
að minum smekk. Að blanda
saman trommum, gitar og saxa-
fón á mjög óheflaðan hátt er ekki
leiðin að hjarta minu.
Gitarinn og trommurnar halda
sama taktinum út i gegnum lögin
og er saxafónninn og söngurinn
látnir sjá um skreytingar.
Skreytilistin með saxafóninum
hefði mátt missa sin, nema fyrir
þær sakir hve glæsileg misþyrm-
ingin er (ef það er þá lofsvert).
All erfitt er að greina tónlist
Blurt, enda verður þvi að mestu
leyti sleppt hér. Kalla mætti tón-
list þeirra hálf rokkaðan spuna, ef
það segir þá eitthvað.
Hljóðfæraleikurinn er frekar
lélegur, það er helst söngurinn
sem vekur örlitla hrifningu.
RUsinan i pylsuendanum er tvi-
m ælalaust The Royal Family And
The Poor. Þeireru ekki ósvipaðir
Basement 5, bæði hvað varðar
tónlist svo og hárbeitta þjóð-
félagsgagnrýni.
Tdnlist Konunglegu fjölskyld-
unnar er fremur hrá og aðalhljóð-
færaleikur liggur hjá trommun-
um og rafmagnsheilanum. Þetta
er nokkuð óvanaleg blanda og
verður ekki annað sagt en hUn
komi vel Ut. Bassaleikurinn er
mjög þéttur, þ.e.a.s. i þau skipti
sem hann á annað borð er notað-
ur. Söngvarinn minnir nokkuð á
Dennis Morris i Basement 5.
Tónlistarflutningur er hinn
ágætasti og sérstaklega eru það
söngvarinn og trommuleikarinn
sem skara fram Ur.
Textar hljómsveitarinnar eru
eins og áður sagði mjög beittir.
Þeir ráðast harkalega á hið vél-
vædda umhverfi sitt og hina
ómannUðlegu færibanda vinnu.
Einnig má heyra harðar árásir á
Thatcherisma, svo að nokkuð sé
nefnt.
Að öðrum listamönnum plöt-
unnar ólöstuðum þá óska ég þess
heitt að Konunglega fjölskyldan
þrifist best og lengst. Að minnsta
kosti á eina breiðskifu eða svo.
Platan Fact 24 — A Factory
Quartet er ágætt sýnishorn af
þeim miklu tónlistarhræringum
sem stööugt eiga sér stað á Bret-
landseyjum þessa dagana.
Iheild erhér um fyrirtaks plötu
að ræða fyrir alla þá sem vilja
skyggnast bak við tjöldin og
kynna sér hvað er að gerast að
tjaldabaki i tónlistarlifi
Manchester og Bretlandseyja i
dag. Góða skemmtun.
Utbrunninn
snillingur
Það hefur ávallt þótt
mikill tónlistarviðburður
þegar hfjómsveitin Sant-
ana hefur sent frá sér
breiðskíf u. En þetta er að
öllum líkindum seinasta
platan sem hefur verið
beðið eftir með einhverri
óþreyju. Tónlistarlega er
hljómsveitin Santana svo
og forsprakki hennar
Carlos Santana aó renna
sitt skeið á enda.
Langt er um liðið siöan Sant-
ana hóf feril sinn. Fyrstu plötur
hljómsveitarinnar eru enn með
þvi besta sem heyrist i dægur-
tónlist i dag. Sennilega mun
önnur plata hljómsveitarinnar,
Abraxas, standast timans tönn
betur enn aðrar plötur hljóm-
sveitarinnar. Og mun betur en
seinustu plötur hennar sem
þegar eru orðnar timanum að
bráð.
Þessi nýja plata Sanlana,
Zebop, sannar aö Carlos Sant-
ana virðist ekki eiga ser viö-
reisnar von. Hann er dottinn
niður á plan skallapoppara
Bandarikjanna. Platan minnir
mikið á hínar steingeldu iðn-
aðarhljómsveitir þar vestra,
hljómsveitir eins og Styx,
Kansas, R.E.O. Speedwagon og
hvað þetta drasl heitir nú allt
saman. Það er sárgrætilegt til
þess að vita að Carlos Santana
skyldi falla i þessa gröf. Hann
hefði betur lagt tónlistina á hill-
Betur heima setið en af stað fariö.
una en lifa á fornri frægð og æla
út breiðskifum af þessu tagi.
Tónlistaflutningur er eins og
við var að bUast, nánast lýta-
laus. Allir hljóðfæraleikárar
skila sinu hlutverki með prýði
og enginn betur en Carlos ítent-
ana sjálfur. Það er mikil raun
að þurfa að horfa uppá jafn
mikinn gitarsnilling og Carlos
Santana leggjast svo lágt að
senda frá sér plötu sem þessa.