Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. — 31. mai 1981 VÍÐÁTTUBRJÁLÆÐI Á AAiðnesheiði, sem er í nágrenni Reykjavíkur, er fullkominn alþjóðlegur flug- völlur, kenndur við Keflavík og kallaður Kef lavíkurf lugvöllur. Þessi flugvöllur hefur, að dómi íslenskra sérfræðinga, þann ókost verstan að vera ekki staðsettur í miðjum þéttbýliskjarna borgar eða bæjar og mun víst ekki verða það um nánustu f ramtíð. Kosturinn við nefndan Keflavíkurflugvöll er hinsvegar sá, að þangað er ekki nema hálf- tíma akstur frá Reykjavík, og mundi víðast hvar í veröldinni vera talið að slík nálægð flugvallar við miðborgina væri eins ákjósan- leg og hugsast getur. I miðborg Reykjavíkur er annar f lugvöllur, og getur hann tæplega talist til sérréttinda borgarbúa, enda var hann upphaflega byggður af Bretum vegna misskilnings í síðari heimsstyrjöldinni. Islenskir áhugaflugmenn höfðu þá um nokkurt árabil notað Vatnsmýrina til að lenda frumstæðum rellum. Hugmyndaflug breskra genírála var ekki rneira en svo, að þeir ákváðu að þarna væri víst ráð að láta herflugvélar lenda til bráðabirgða. Síðan var marsérað uppá Arnarhól og nokkur sandpokavígi byggð í kringum símastaura svo að þýskar njósna- flugvélar gætu borið heim fregnir um það að (sland væri fallbyssuvætt land og varnir pottþéttar. Þegar Ameríkanar tóku svo við „vörnum landsins", sáu þeir strax að Reykjavíkurflug- völlur var misskilningur og völdu nýjum f lug- velli stað hæfilega langt frá miðborgum og þéttbýliskjörnum og þar sem ákjósanleg skilyrði virtusttil bæði að lenda og hef ja sig til f lugs. Landsmenn tóku hinsvegar við hinum breska misskilningi, hafa byggt á honum síðan og virðast ætla að halda því áf ram. Skýrslur sýna að 80—90% afnota vallarins eru, í þágu einkaflugmanna og sportflug- manna, enda er þessi borgaróprýði mesti þyrnir í augum höfuðstaðarbúa. Það er hlálegt til þess að vita að á meðan borgarstjórnarmeirihlutinn og borgar- stjórnarminnihlutinn kýta með geðveikitil- burðum um það hvort flytja eigi Reykjavík uppá AAosfellsheiði eða inní Rauðhóla, stendur ónumið land fyrir þrjátíuþúsundmanna byggð í miðborginni. Venjulegt fólk fær ekki skilið hvers vegna í ósköpunum ekki er byggt á óbyggðum stöðum í Reykjavík sjálfri. Otivistarsvæðakjaftæðið er orðið svo yf irgengilegt að sú stund nálgást óðum að Reykvíkingar fái viðáttubrjálæði í borginni sjálf ri. Ég er svo sannarlega ekki að tala um að rétt sé að byggja á Klambratúninu, í Hljómskála- garðinum, á Arnarhóli eða í skrúðgarðinum inní Laugardal, þó að það sé staðreynd að borgarbúar nota þessa sælureiti sáralítið á sólskinsdögum, hvaðþá í venjulegu veðurfari. Eina útivistarsvæðið sem hefur heppnast sem vinsæll sólskinsreitur f yrir borgarbúa er Austurstrætið, enda flykkjast borgarbúar þangað þúsundum saman um leiðog rofartil. Þetta sannar það meðal annars, að það er sama hvað lengi arkítektar og skipulags- fræðingar pissa uppí vindinn. Kvosin verður áf ram sem hingað til miðborg Reykjavíkur og þar á flugvöllur ekki heima, heldur manna- byggð. AAenn hljóta að spyrja hvort endalaust sé hægt að leggja það á skattborgarana að standa undir þeim tilkostnaði sem hlýst af því að f lytja byggð uppí óbyggðir. I Reykjavík sjálf ri eru f jölmörg óbyggð svæði og er f lugvöllurinn og nágrenni hans það sem ætti að vera f yrst á dagskrá. Þar á að vera fólk, en ekki f lugvélar. Síðasti innblástur borgaryf irvalda í umhverfismálum var að fylla upp hluta af fjörunni fyrir sunnan Ægissíðu og auka þarmeð útivistarsvæði borgarinnar. Þetta hefur vakið aðhlátur margra, en sumum hef- ur runnið í skap. Þetta verður sennilega ekki gert f rekar en að fylla uppí Skerjaf jörðinn til að stækka Reykjavíkurflugvöll, en einhvern tímann stóð það til. Eitt get ég fullyrt: Ef við, sem byggjum þessa borg, verðum þess vör að hafnar verði framkvæmdir, sem benda til þess að flug- vellinum sé ætlaður staður í miðborg Reykja- víkur í framtíðinni, þá mun það ekki látið kyrrt liggja. En þeim sem hafa sérstakan áhuga á flug- vélagný og annari hljóðmengun má benda á þessa gömlu vísu: Þeir sem vilja f lugvöll fá fyrir utan gluggann sinn, keppist við að komast á Keflavíkurf lugvöllinn. Aðalfundur Blaðamannafélags Islands er I dag, laugardag, kl. 14.00. Þar verður m .a. kosin ný stjórn og nýr formaður en Kári Jónasson sem Ómar: Næsti formaður Bi? Halldór: Hafnaði kvikmynda- handriti Hrafns Sverrir: Leggur blómsveig á grafhýsi Lenins Jón Kjartansson: Hvort ætlar hann að sækja linuna eða segja Reagan fyrir verkum? verið hefur formaöur félagsins s.l. 2 ár gefur nú ekki kost á sér til endurkjörs. Töluverðar blikur eru á lofti i sambandi við formannskjör og þegar þessir stafir eru skrifaöir voru tveir búnir að gefa kost á sér, þau Ómar Valdimarsson af Dagblaö- inu, sem verið hefur i stjórn félagsins að undanförnu, og Jóhanna Kristjónsdótti r af Morgunblaöinu. Þá var þriðji maöurinn heitur, nefnilega Elias Snæland Jónsson, ritstjóri Timans. Þó nok'kuö baktjalda- makk var I gangi i gær og útlit fyrir spennandi og tvisýnar kosn- ingar. Kjörnefnd var kosin af stjórn félagsins fyrir nokkrum dögum og sitja i henni Hallur Hallsson af Morgunblaðinu, Ásgeir Tómasson af Dagblaöinu og Þorgrimur Gestsson af Helgarpóstinum. Búist er við aö nefnd þessi klofni i afstöðu til for- mannskjörsins. Ekki er ráð nema i tima sé tekið og eru Vestmannaeyingar þegar búnir að tryggja sér hljómsveitir fyrir þjóðhátiöina i byrjún ágúst. Þeir óskuðu eftir tilboðum og fengu m.a. tilboð frá hljómsveitinni Brimkló sem hljóöaði upp á 90.000 nýkr. (9.millj. gamlar), friar ferðir og uppihald. í þessu mun falið að spila 3-4 kvöld. Samning- ar hafa tekist við Brimkló og verður hun aðalhljómsveit þjóð- hátiðar i Eyjum. Hrafn Gunnlaugsson tilkynnti 1 vetur að hann hygðist kvikmynda Gerplu eftir Halldór Laxness i samvinnu viö kvikmyndafélög 1 Skandi- naviu. Ekki alls fyrir löngu lauk Hrafn svo við handrit væntan- legrar Gerplumyndar og var það sýnt Halldóri Laxness. Nóbel- skáldið mun hafa íussað og sveiað og aftekið með öllu að kvik- myndað yröi eftir handritinu og mun hugmyndin um Gerplukvik- mynd þar með dauð. íslensk þingnefnd er nú farin i Austurveg eins og frægt er oröið. Smánar- ferö, sagði Moggi i leiðara. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru I sendinefndinni eins og kunnugt er, þeir Sverrir Hermannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Skömmu fyrir ferðina voru þingmennirnir kallaðir i rússneska sendiráðið og lögð fyrir þá dagskrá. Þar kom m.a. i ljós að þeir félagar Sverrir og Þorvaldur Garðar áttu að leggja blómsveig á grafhýsi Len- ins I Moskvu. Verður gaman að sjá mynd af þvi i Fréttum frá Sovétrikjununv seinna i sumar. Fimm manna sendinefnd frá Alþýðu- sambandi Islands dvelur um þessar mundir i Bandarikjunum. Þau eru Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélagsins i Vestmannaeyjum, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavikur, Hallsteinn Friðjónsson formaður Verkalýðsfélagsins á Seyöisfirði, Guðrún Eggertsdóttir formaður Verslunarmannafélags Borgar- ness og Jóhannes Siggeirsson hagfræðingur ASI. Þvi er spurn- ingin: Hvort eru þau að sækja lin- una eða segja Reagan fyrir verkum? Hvers vegna þegir Mogginn? Hrollur mikill hrislaðist niður bak allra sannra krata þegar þeir stóðu frammi fyrir þeirri staðreynd aö bitlingur sem þeir hafa haldið a.m.k. svo lengi sem elstu menn muna væri að renna úr greipum þeirra, og hugsanlega færi það m.a.s. til kommanna. Þetta er starf Brunabótafélags Islands sem Asgeir ólafsson hefur gegnt Lesendur völdu að leika i 32. leik Hg4-g5 og voru sýnilega með i huga að leika hróknum siðan til e5 en Helgi vill hindra það og leikur i 33. leik d3-d4. Stöðumyndin sýnir stöðuna I eftir leik Helga. en hann er nú að hætta sakir aldurs. Eftir að upp var komin þessi staða gengu kratar i það meö Magnús Magnússon, formann stjórnar Brunabóta- félagsins, i broddi fylkingar að fá Ásgeir til að draga uppsögn sina til baka. Hefur hann gert það en nú er bara eftir að vita hvað Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra gerir. Hann hefur veitinga- valdiö. Helgina hafið þið til að finna góðan svarleik, sem þið hring- ið til okkar á mánudag milli kl. 9—18 i sima 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.