Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 8
8 Stp4r-r- ÞJtWWlW.31- mal.iaw, ÁB ræðir við Gerard Lemarquis um Franskar Íslandsvísur myndavél þá hefði ég áreiöan- lega verið drepinn. Það er vist engin lýgi að ljóðið er I kreppu Sviö þess hefur þrengst gifurlega. Það var bUið aö taka af þvi tilfinningarnar stóru, ættjaröarástina sem og heimspekilegar vangaveltur — og söngvararnir tóku það sem eftir var. Menn hnakkrifast um texta Bubba Morthens en aldrei um ljóöabækur. En ég vil þá slást I ferö meö þeim sem vilja rýmka um ljóðiö aftur, færa Ut landamærin. Og minna á þaö, aö þaö eru ekki til neinir virö- ingarstigar i ljóöinu: bill sem fer niöur Laugarveg er ekki sjálfsagður hlutur, hann er alveg eins skáldlegur og sólin sem hverfur i hafið. Fegurð öskutunnunnar. — ÞU skrifar ögrunarljóö sem þú kallar Ég er hundleiöur á náttúrunnl Þar segir: ,,Ég hata allt landslag og heimska náttUrutign. Má ég þá heldur biöja um dulráða fegurö sneisa- fullrar öskutunnu ...” — Já, þetta er nú varla ný- mæli lengu.r, borgin hefur alls- staðar fengiö að koma sér fyrir i Ijóðum aftur. En ég skrifaöi dagskvöldi — allt vekur þetta meö mér jákvæöar kenndir, allt er þetta fólk sem lifir og þjáist, allt er betra en slappleikinn, deyfðin, dauöinn. Að vera útlendingur. — Þegar ég var með RUssum fékk ég stundum aö heyra: æ, þaö er sama hvaö þU reynir, þú getur aldrei skilið okkur. Eldíi alveg. Færð þU ekki að heyra eitthvað svipað? JU, auövitaö. Engleymumþvi ekki, aö tslendingar vitna i Gaimard og aöra gesti þegar þeir eru aö átta sig á islensku mannlifi nitjándu aldar. Við Frakkar lesum endurminningar þýskrar prinsessu til að vita hvernig mannlif var i Versölum á tið LUÖviks fjórtánds. útlend- ingar lýsa þvi sem heimamenn lýsa ekki, vegna þess að þeim er svo margt sjálfsagt. Það er svo margt sem er hvunndagslegt fyrir Islendinga en eitthvað frá- bært og nýtt fyrir mig. Islend- ingar eru til dæmis alltaf að kvarta yfir helgarfyllirium, Hallærisplani og öðru þess- háttar, en ég sé i þessu öllu stór- kostlega orku, spennu, kannski sköpunarumbrot Evrópa eftir krókaleið- um. — ÞU segir á einum stað: Evrópa kemur til Reykja- vikur beina leiö frá BandarikjUnum þar má fá pizzu eins og i New York rauövin i grillinu likt og i Chicago... — Já, ég hefi lengi haft áhuga á þessum óbeinu menningar- áhrifum bæði hér og annars- staöar Þegar einhver menning er sterk, rfkjandi, þá flytur hUn alla skapaöa hluti út. tslend- ingar voru œ-ðnir vanir Spáni og vinsiðum þar — en það var fyrir svo sem tveim árum aö leyft var að drekka vin á grillstööum i Bandarikjunum : þá fyrst komu leyfin til að gera slikt hiö sama hingaö. Spænskur stillá húsum i sumum hverfum hér er ekki frá Spáni held ég, heldur frá þeim hluta Bandarikjanna sem er undir spænskum og mexikönsk- um áhrifum. Þetta er svona allsstaðar Hundruð þúsunda franskra hermanna börðust i Alsirá sinum tima, en þeim datt ekki i hug að læra þar af Aröb- unum að reykja hass — til þess fyrirlitu þeir þá of mikið. Það var ekki fyrr en i næstukynslóð að hassti'skan kom til Frakk- lands — frá Bandarikjunum. Þegar Frakkland var mest Evrópurikja á miðöldum flutti það Ut bókmenntir sinar, ridd- arasögurnar, i stórum stil, og tókst að drepa niður ýmsar bók- menntir sem fyrir voru annars- staðar. Islendingar voru að hluta frá keltneskum svæðum, en mér skilst að það fari ekki mikið fyrir keltneskum áhrifum i Islendingasögum. Hinsvegar komu keltnesk áhrif hingaö frá Frakklandi — t.d. Tristan og Isól — á þeim tima, þegar frönsk menning gat flutt út hvað sem var. Sjálfstæö skoðun. — Var ég búinn að hrósa þér fyrir það hve vel þU sleppur við að éta upp fastmótaðar for- múlur, sumar mikið róman- tiskar, sem svo margir Utlend- ingar detta i? — (Jtlendingar eru ekki nógu margireða eru hér yfirleitt ekki nógu lengi til að þeir geti haft sjálfstæöa skoðun á landinu. Það sem Utlendingar svo segja um Island er oftast þaö sem is- lendingar hafa sjálfir skotið að þeim — hvort sem það er til lofs eða lasts. Ég hefi heyrt Frakka býsnast yfir þvi hvað tslend- ingar drekki skelfilega mikið. Staðreyndin er hinsvegar sú, að Frakkar drekka fimm sinnum meira en Islendingar. En Is- lendingar hafa margitrekað: æ það erógeðslegt hvað við drekk- um mikið — og Frakkar hér tnia þessu. Þaö hljómar kannski eins og út Ur kU, en það sem mér finnst stórkostlegast við tslendinga er það hve litið þeir eru háðir um- hverfi si'nu. Þeir hafa aldrei sætt sig við það, ekki einu sinni veörið. Þeir eru alltaf reiðu- bUnir til að taka sig upp og slá tjöldum á nýjum stað. Og þetta er eitt af þvi sem gerir þá að skapandi þjóð. Fólk sem lifir i sátt við umhverfi sitt kann vel að bUa til þá hluti sem prýða umhverfið, hús og húsgögn og annað þessháttar. Það hefur ekki sömu þörf og Islendingar fyrir að skapa heiminn upp á nýtt — i' bók, i málverki, eða þá með sérkennilegum uppákom- um I eigin lifi Það var eitthvað af þessu sköpunarafli sem ég vildi koma orðum yfir i kverinu okkar Þorgeirs, en honum á ég mjög mikið að þakka. AB. I Mér þykir vænt um ísland — þrátt fyrir náttúruna. . . Uppi I Bröttugötu situr Gerard Lemarquis, Geirharður Markgreifi, frönskukennari og Reykvíkingur I sjö ár: hann hefur sent f rá sér bók sem hann kallar Franskar tslandsvisur. Hún kemur út með þeim óvenju- lega hætti, að á vinstrisiöum geta menn séð hvað höfundur yrkir á sinu möðurmáli, á hægrisíðunum kemur slðan Is- lensk Utlegging sem annar Mið- bæingur, Þorgeir Þorgeirsson, hefur gert. Þetta er mjög geðsleg menn- ingarsamvinna. Islandsvisurnar eru óralangt frá þeim hefðarklisjum sem Ut- lendingar hafa oft dottið i þegar þeir skrifa um þetta land: náttUran er þar hornreka, en þeim mun meira er þar af svip- leiftrum Ur mannlifi. Og mundi mörgum þykja sem það mannlif væri óskáldlegt eða andskáld- legt — það gerist mestan part á rUntinum,á Hallærisplaninu, á þvi undarlega helgarferðarlagi milli brennivins og misjafnlega misheppnaðra ástamála, sem við þekkjum af eigin reynslu, Ur litlum f jarska, af afspurn. Þessi bók er full með lævisan hUmor, með gott næmi, með sérkenni- lega samþjöppunargáfu. Rógur um Island? Ég sagði við Gerard: Fyrir örfáum árum hefðu tslendingar lamið þig i klessu fyrir svona bók. Þeir hefðu sagt að þU færir með nið og róg um ísland. Og Reykjavikina hans Tómasar. —Já, ég var hræddur um það, og er reyndar enn, sagði Gerard En gáðu að þvi, að þótt þessi kvæöi liti Ut fyrir að vera hreinskilin þá eru þau það kannski ekki. Ekki nema til hálfs. Kvæði eru afskaplega saklaust form, og geta þvi verið nokkur vernd útlendingi þegar hann reynir að taka til máls. Bókmenntireru ekki hættulegar lengur, þær hneyksla engan, og kvæöi allra sist. Ef ég hefði farið um bæinn með kvik- þetta 1977, þegar margir vinir minir voru á kafi i náttúru- dýrkun, þangað vildu þeir hverfa, þar vildu þeir vera. Ég gekk kannski sem franskur maður með vissa fordóma gagnvart náttúrunni. 1 Frakk- landi hefur náttúrudýrkun alltaf verið sérgrein hinna Ihalds- sömu, þeirra sem höfðu gefist upp. Svo var ég þreyttur á þess- ari kröfu, sem ég mætti stöðugt sem Utlendingur — um að ég elskaði náttúruna. Mér fannst þetta hálfpartinn móðgun við þjóöina: skiptir hún ekki marg- falt meira máli en steinar og lækir? Mér þykir vænt um Is- land — þrátt fyrir náttúruna. Annars er þetta kvæði gamanmál. Tilraun með persónugervingu. Ég hund- skamma náttúruna fyrir að hún hagi sér ekki eins og mann- eskja! Neikvæðar staðreyndir. — Gerard, þegar Islendingar yrkja um höfuðborgartetrið sitt, þá eru þeir annaðhvort fullir af heift yfir þvi hvað borgin er ómerkileg, eða þá aö þeir eru afskaplega lftilþægir, sima- staurarnir syngja og ekkert er fegurra en vorkvöld i Vestur- bænum. ÞU ert i hvorugum hópnum. ÞU segir til dæmis um Hallærisplanið: einkennilega grimmt og ein- kennilega sniöugt frumstæð villimennskan til- komumikil og dýrmæt svo best er að geyma sér eitthvað af henni til betri tíma.... — Ég skrifa um fyrirbæri sem mörgum finnast neikvæð, en ég held ekki að kvæöin séu nei- kvæö. Ég reyni að lýsa þvi sem ég sé og heyri án sjálfsblekk- ingar, á nokkuö grimman hátt kannski, en draga upp Ur öllu það sem er fallegt. Drykkjukonan, krakkarnir að vandræðast á Hallærisplaninu, undarlegar spennur og straum- rof á næturferðalagi á laugar- Gerard Lemarquis: útlendingum hættir viöaö trúa þvlsem tslendingar segja um sjálfa sig....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.