Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 6
7 AUI3 -- ’/IKIlJr/GÓM JJtíl ÍKni 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. — 31. mai 1981 UOÐVIUtNN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis titgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. , Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Augiýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsia: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. ritstjornargrcin r *e A uppleiö • Nú á mánudaginri/ þann 1. júni verða í fyrsta skipti um mjög langan tíma greiddar fullar og óskertar verö- bætur á öll almenn laun í landinu í samræmi við hækkun f ramfærslukostnaðar síðustu þrjá mánuði. • Þessi hækkun nemur nú 8,1% og verður greidd að f ullu á öll dagvinnulaun innan við 7681,- krónu á mánuði. Á hærri laun ber hins vegar að greiða 7,4% hækkun á þann hluta dagvinnulaunanna sem umf ram er kr. 7681,-. • Á undanf örnum árum hef ur almennt launaf ólk löng- um mátt búa við skertar verðbótagreiðslur á laun, og þar af leiðandi hafa umsamdar launahækkanir ekki skilað sér í betri kaupmætti nema að takmörkuðu leyti. • Það var því mikill ávinningur fyrir allt almennt launafólk í landinu, þegar ákveðið var með bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar á gamlaársdag sl. að taka öll skerðingarákvæði úr sambandi frá og með 1. júní og út þetta ár. Þessi lagaákvæði koma til framkvæmda nú og við hlið annarra þátta svo sem skattalækkana og minnk- andi verðbólgu og er þeim ætlað að bæta almenningi þá 7% skerðingu verðbóta á laun, sem átti sér stað þann 1. mars s.l. — og er þá miðað við 12 mánaða tímabil í heild til 1. mars á næsta ári. • í eldhúsdagsumræðunum frá Alþingi fyrir nokkrum dögum vakti Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra at- hygli á þeirri staðreynd, að Þjóðhagsstofnun telur nú að kaupmáttur kauptaxta verkalýðsfélaganna innan A.S.Í. hafi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs verið örlítið hærri en sama stofnun spáði í nóvembermanuði sl. • í nóvember 1980, rétt eftir kjarasamninga verka-. lýösfélaganna en fyrir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar spáði Þjóðhagsstofnun því, að kaupmáttur kauptaxta verkalýðsfélaganna innan A.S.I. yrði á fyrstu fimm mánuðum þessa árs 96 stig (miðað við 100 árið 1979), en nú telur sama stofnun að kaupmátturinn hafi á þessum fimm mánuðum reynst 96,6 stig. • Með öðrum orðum: — Þrátt fyrir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar um áramót hefur kaupmátturinn reynst engu minni fyrstu fimm mánuði þessa árs heldur en Þjóðhagsstofnun átti von á að kjarasamningum lokn- um. • Og nú kemur 1. júní með fullum verðbótum á laun svo ekki ætti að vanta mikið á að kenningin frá því um áramót um „slétt skipti" í kjaramálunum nái að stand- ast, þegar árið verður skoðað í heild. • Nú á f immtudaginn var f rá því greint hér í Þjóðvilj- anum að samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar hafi kaupmáttur kauptaxta verkamanna verið heldur hærri á fyrsta þriðjungi þessa árs heldur en hann var á sama tima í fyrra og eitthvað hærri nú í sérhverj- um mánuði á þessum fyrsta þriðjungi ársins. • Frá Kjararannsóknanefnd hefur Þjóðviljinn einnig þær upplýsingar að á fyrsta þriðjungi þessa árs hafi kaupmáttur kauptaxta verkamanna verið 5—6% betri en hann var að jafnaði sömu mánuði á árunum 1977 og 1978. Þetta er ekki síst athyglisvert þegar haft er í huga að þá voru viðskiptakjör okkar í utanríkisviðskiptum bæði árin 15—20% hagstæðari en þau hafa verið að undanförnu. • Allar þessar staðreyndir ættu menn að bera saman við áróður Morgunblaðsins og ýmsra annarra um kjara- mál. • Nú hefur gengi krónunnar verið haldið föstu í nær f imm mánuði f rá áramótum, allt tii dagsins í gær þegar ákveðin var 4% hækkun á erlendum gjaldmiðlum. Til samanburðar er vert að hafa i huga að í júnímánuði í fyrra, höfðu erlendir gjaldmiðlar hækkað til jafnaðar um 19% næstu 6 mánuði á undan og síðasta hálfa árið fyrir fall ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar i júni 1978, hækkaði erlendur gjaldmiðill i verði um 25% og gengi, íslensku krónunnar féll að sama skapi. • Verðhækkanir sem leiða af þeirri litlu gengisbreyt- ingu, sem ákveðin var i gær, munu verða bættar að f ullu i launum, og ákveðið hefur verið að halda genginu áfram föstu, a.m.k. um nokkurra mánaða skeið. — k. úr almanakínu Sifellt eru að birtast i dag- blöðunum greinar frá fóiki þar sem kvartaö er yfir iélegum eliiiifeyri og margsháttar mis- mun á þvi sviði. Sem dæmi um þetta má nefna bréf I Dagbiað- inu nýlega, frá barnaskólakenn- ara á Hornafirði. Hann fær 1 krónu á mánuði frá lifeyrissjóði sinum eftir 10 ára innborgun og mun orsökin vera sú að ekki var nein verðtrygging á innlegginu fyrstu árin. Þessi hörmungasaga gamla mannsins á Hornafirði vekur ekki aðeins upp spurningar varðandi lifeyrissjóðakerfið núna þar sem sumar stofnanir eru rikisreknar, aðrar reknar af sveitarfélögum og enn aðrar sjálfseignarstofnanir er alltof flókið og ekki til þess fallið að tryggja jafnan rétt allra lands- manna. Varðandi samruna lif- eyrissjóðanna ætla ég ekki að hafa mörg orð nema hvetja þá aðila sem að þeim málum vinna, að hraða þeim hlutum sem mest. Sá stóri hópur manna sem ekki hefur haft neinn að- gang að lifeyrissjóði á heimt- ingu á þvi að lír þeirra málum verði bætt sem fyrst. Seinni áfanginn I þeirri stóru framkvæmd sem hér er'gerð að umræðuefni væri sá að Lifeyris- sjóður Islands og Trygginga- stofnun ríkisins yröu sameinuð i eina stofnun og þar meö væru öll 4 i t r greiðslur yrðu i höndum rikis- ins, lægi beinast við að Bygg- ingasjóður rikisins fengi lif- eyrisiðgjöldin til ávöxtunar. Þannig væri hægt að koma i framkvæmd þvi markmiði, sem lengi hefur veriö stefnt að, sem er aö Byggingasjóðurinn láni allt að 80% af kostnaði við ný- Eigum við að gera „smá”-byltingu? heldur einnig þá spurningu hvort ekki sé kominn timi til að umbylta öllu tryggingakerfi landsmanna. Málum er þannig háttað nú að þrjár stofnanir i þjóðfélaginu sjá um almennar tryggingar. Þær eru Tryggingastofnun rikisins, sjúkrasamlögin og lif- eyríssjóöimir. Allar hafa þessar stofnanir sama tilgang, sem er að veita þegnum landsins félagslegt öryggi. Þær eru hver á sinu sviði hluti af samtrygg- ingakerfi landsmanna og hafa orðið til sem liður i baráttu verkalýðsins fyrir bættum lifs- kjörum og öryggi. Allar hafa þessar stofnanir sama tekju- stofninn þ.e. hluta af tekjum fólks. Sjúkratryggingagjaldið, prósentin i lifeyrissjóöina, sá hluti skattsins sem fer til Tryggingastofnunarinnar o.s.frv allt er þetta framlag hvers og eins til samtryggingar- innar. En hvers vegna að skipta þessu fé milli þriggja aðila? Hvers vegna ekki að slá fyrr- greindum stofnunum i eina, er tæki að sér hlutverk allra hinna? Þetta hljómar að visu ákaflega byltingarkennt en við nánari skoðun sést að hér er ekki um neina óframkvæman- lega hluti að ræða. Imynda mætti sér að þetta yrði i tveim megin áföngum. Fyrsti áfang- inn yrði annarsvegar i þvi fólg- inn að leggja niður sjúkrasam- lögin og Tryggingastofnunin yfirtæki starfsemi þeirra og hinsvegar að leggja niður lif- eyrissjóöina og Lifeyrissjóður Islands yrði stofnaður i þeirra stað. Hvað varðar sjúkrasamlögin og Tryggingastofnunina er ljóst að samruni þeirra yrði að koma i kjölfar viðamikillar endur- skipulagningar á öllu heilsu- gæslu- og sjúkrakerfi landsins. Það kerfi sem við búum við trygginga- og lifeyrismál ts- lendinga komin undir einn hatt. Það má spyrja sem svo: Hvaða ávinningur er af þvi að hafaöll þessi mál á einni hendi? . Að minu viti er hann fyrst og fremst sá, að með þessu fyrir- komulagi ætti að vera hægt aö tryggja fullkomið jafnrétti i landinu á sviði trygginga- og lií- eyrismála. Fleira mætti nefna og þá helst hvað varöar iifeyris- málin. I stað þess að gamla fólkið sé aö hiröa upp nokkrar krónur hér og nokkrar þar, fengi það sent heim i einni ávisun það fé sem þvi bæri. Það væri ákveðið með tilliti til þess hve mikið viðkomandi hefði greitt I lifeyrissjóðinn og ytri aðstæður metnar eftir ákveðn- um reglum. Einstaklingur sem sæti undir miklum kostnaöi vegna ibúðar fengi þannig hærri greiðslu en sá sem byggi i friu húsnæði. Sterkur lifeyrissjóður sem allir landsmenn stæðu að gæti einnig verið i stakk búinn til að ákveða rausnarlega lág- marksupphæð þeim til handa, sem einhverra hluta vegna hefðu litið innlegg i sjóðinn. Mikið er rætt þessa dagana um verðtryggingu á fjármunum lifeyrissjóðanna. Eins og þeim málum er háttað nú er ljóst að eina lausnin til að tryggja raun- verulega verðtryggingu er að veita fénu, strax og það berst, til arðbærra fjárfestinga. Ef til þess kæmi að allar lifevris- Þorgeir Olafsson skrifar byggingar svo og önnur hús- næðiskaup. Það fé sem fólki stendur til boða til að fjármagna kaup á húsnæði hlýtur að nýtast betur ef það er á hendi einnar útlánsstofnunar en ekki margra eins og nú er. Gott skipulag á fjárfestingamálum er eins og menn vita helsta vopn stjórn- valda i baráttunni við verðbólg- una og þvi kappsmál að koma þeim I betra horf. Enn er ótalinn einn stærsti kosturinn við að koma lifeyris- og tryggingamálum lands- manna undir einn hatt. Hann felst i þeirri stórkostlegu ein- földun sem slikt kerfi hefði i för með sér. Hægt væri að leggja niður þær stórkostlegu milli- færslur á peningum, sem nú tiðkast, milli stofnana. Þarna er helst um að ræða greiðslur innan heilbrigðiskerfisins, og má sem dæmi taka að i stað daggjaldanna, sem rikið er að greiða sjúkrastofnunum sem ekki teljast til Rikisspitalanna, yrði þeim úthlutað fé af fjárlög- um. 1 stuttu máli: I stað þess að rikið og sveitarfélögin séu að paufast þetta sitt i hvoru lagi þá væru allar sjúkrastofnanir landsins undir einni stjórn á svipaðan hátt og skólarnir. Hugmynd sú er ég varpaði fram i byrjun þessarar greinar um eina stofnun er sæi um öll þau mál, sem snerta heil- brigðisþjónustu, tryggingar og. lifeyri, er að sönnu mjög bylt- ingarkennd. En spurningin er bara hvort eina leiðin til að tryggja fullt jafnrétti meðal þegnanna i landinu sé ekki að bylta öllu kerfinu. Með þeirri tækni sem nútiminn hefur uppá að bjóða og með þvi vel mennt- aöa fólki sem við eigum ætti að vera hægt að koma á fót einfald- ari og betra kerfi en þvi sem við búum viö, i heilbrigðis-, trygg- inga- og lifeyrismálum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.