Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 3
Helgin 30. — 31. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 dægurtonlist ANY TROUBLE Ef það hefur farið framhjá ein- hverjum þá mun breska hljóm- sveitin Any Trouble koma til landsins á fimmtudaginn kemur. Hún heldur fimm hljómleika i Reykjavik og nágrenni. Nýjung Tónleikar Any Trouble á ts- landi er einn liðurinn i þeirri þróun sem á sér stað i tónlistar- iðnaði landsins þessa dagana. Jafnhliða þvi að nú er farið að framleiða erlendar hljómplötur hér heima, þá breytast ýmsir þættir varðandi kynningu á er- lendum listamönnum og hljóm- sveitum. Koma A’ny Trouble hingað er i beinu sambandi við væntanlega útgáfu á nýrri plötu með hljómsveitinni sem koma mun út næstu daga. Er þetta einn liöurinn i kynningu hljómsveitar- innar á breiðskifunni og að sjálf- sögðu verður sami útgafudagur Jón Viðar Sigurðsson skrifar hér og erlendis. Hljómleikahald Any Trouble hér er þvi hálfgerður prófsteinn á hvort hægt verður að bjóða erlendum hljómsveitum og listamönnum til landsins i kynn- ingar og tónleikaferðir i framtið- inni. Hvitasunnurokk Eins og fram kemur hér að framan mun hljómsveitin halda fimm tónleika. Þeir fyrstu verða föstudagskvöldið 5. júni á Hótel Borg. Daginn eftir verða tónleikar i Laugardalshöll sem nefndir eru „Hvitasunnurokk”. Á þessum tónleikum koma fram auk Any Trouble, hljómsveitin Start, en hún mun leika á öllum tónleikum Any Trouble, hér. VerðurStart með nýtt frumsamið efni sem að sögn er töluvert frá- brugðið þvi sem heyra má á litlu plötu þeirra. Einnig munu tvær af efnilegustu hljómsveitum lands- ins troða upp, Taugadeildin og Baraflokkurinn frá Akureyri. Er ekki að efa að þær eiga eftir að koma ýmsum þægilega á óvart með snjöllum leik og góðri tónlist. Nú og svo verður Laddi sérlegur gestur kvöldsins. Það er vert að taka það fram að allir tónleikar Any Trouble hér hefjast kl. 21 og að Höllin verður opnuð kl. 20 og verða þar ýmsar skemmtilegar uppákomur til að stytta þeim stundir sem mæta stundvislega. Á mánudagskvöldið 8. júni verða tónleikar i Selfossbiói, þriðjudagskvöldið verða tón- leikar i Stapa i Njarðvikunum og siðustu tónleikar hljómsveitar- innar verða á Hótel Borg þann 10. júni. Any Trouble Any Trouble er orðin nokkuð gömul i hettunni, hefur starfað saman i sex ár og reynt sitt af hverju á þessum tima. Hljóm- sveitin var stofnuð i Stoke og starfaði þar i upphafi en flutt sig siðan til Manchester þaðan sem aðalmaður hljómsveitarinnar Clive Gregson er ættaður. Hljóm- sveitin starfaði saman i fimm ár án þess svo mikið að gera tilraun til að gefa út litla plötu. Ástæðuna fyrir þessum langa aðdraganda segir Clive Gregson vera að þeir hafi i fyrsta lagi viljað þróa tón- list sina smátt og smátt og byggja upp aðdáendahóp. 1 öðru lagi að þeir hafi verið hræddir um að fara myndi fyrir þeim eins og svo mörgum hljómsveitum sem senda frá sér litla plötu, þrem vikum eftir að þær eru stofnaðar. Stóra plötu eftir hálft ár og er svo öllum gleymdar að ári liðnu. Hljómsveitina skipa auk Clive Gregson, söngvara, gitarleikara og aðal lagasmiðs hljómsveitar- innar, Chris Parks gitarleikari, Phil Barnes bassaleikari og Mel Harley sem lemur húðirnar. Nick Coler hljómborðsleikari verður þeim siðan lil trausts og halds á ferðalagi þeirra hér. Any Trouble er ein hinna fjöldamörgu efnilegu hljómsveita sem starfandi eru i Bretlandi þessa dagana. Hljómsveitin sendi frá sér sina fyrstu breiðskifu á seinasta ári „Where are all he nice girls”, Vakti hún þó nokkra athygli, sérstaklega fékk hún góð skrif i Melody Maker. Hljóm- sveitin á ennþá nokkuð langt i land með að öðlast meiriháttar- sess i tónlistarlifi Bretlandseyja, en það er aldrei að vita nema úr rætist, þegar nýja platan kemur. Tónlist Any Trouble er kröftug, létt og gripandi. Eitthvert sam- bland af Elvis Costello og Gra- ham Parker ef það segir þá eitt- hvað. Alla vega er hún mjög grip- andi og ætti að láta ljúft i eyrum flestra. I fórum minum á ég einn „official bootleg” sem tekinn er upp á tónleikum með hljómsveit- inni. Og ef tónleikar þeirra hér verða eitthvað i likingu við það sem heyra má á þessum „boot- leg” ætti enginn að þurfa að fara bónleiður til búðar. Eorsala aðgöngumiða hefst 1. júni i hljómplötudeildum Karna- bæjar og Fálkanum Laugavegi 24. Miðaverð veröur 75 krónur. Erlendar hljómplötur pressaðar hér Fyrir skönimu gerðu Steinar hf. einkasamning við hljómplötu- Utfáfuna Chrysalis og felur hann meðal annars i sér öll réttindi til framleiðslu Chrysal is-hljdm- platna á tslandi. Nú hafa Steinar gcfið ut fyrstu fjórar hljóm- plöturnar á Chrysal ismerkinu hérlendis. Þar ber þá kannski fyrst að nefna hljómplötuna Journeys to glory með bresku hljómsveitinni Spandau ballet. Þetta er fyrsta breiðskifa hljómsveitarinnar, sem þykir mjög sérstæð og för- vitnileg. Svo er það Crimes of passionmeð bandarisku söngkon- unni .Pat Beantar, en þetta er önnur breiðskifan frá henni. Hér er á ferðinni ekta rokkplata og hefur t.d. lagið Hit me with your best shot náð miklum vinsældum. Þá er það Vienna með bresku hljómsveitinni Ultravox, en titil- lag plötúnnar hefur hlotið vin- sældir hérlendis eins og i fleiri ULTFVfi/DX löndum. Loks er að nefna Auto- americanmeð bandarisku hljóm- sveitinni Blondie en á plötunni er m.a. að finna lögin The tide is high og Rapture. Þessar plötur hafa allar verið fáanlegar hér á landi af og til, og þá kostað 189 kr.. Nú þegar þær eru framleiddar hér heima, þ.e. pressaðar i Alfa og umslög prent- uð i Prisma i Hafnarfirði, þá lækkar verð þeirra til muna og kostar hvert eintak 138 kr.. Sam- svarandi kasettur eru framleidd- ar hérog verða þærá sama verði, 138 kr„ en þarna er um að ræða 27% beina verðlækkun. Steinar hf. hafa umboð fyrir Stiff records hér og munu plötur helstu listamanna fyrirtækisins verða pressaðar hér og þar af leiðandi lækka i verði. Meðal þeirra sem gefa út á þvi merki er hin stórskemmtilega hljómsveit Any trouble, sem hingað kemur til hljómleikahalds 4. júni n.k., en ný hljómplata er jafnframt vænt- anleg frá þeim um svipað leyti. Af fleiri erlendum plötum sem pressaðar verða hér á vegum Steina er nýjasta platan frá Gillian, Future shock, og þar að auki 3 frá Mike Oldfield: Tubular bells, Platinum og Queen Elizabeth II. Það má þvi segja að hagur plötukaupenda sé að vænk- ast, en þau hafa löngum gengið helst til nærri buddunni. — A VIDAL SASSOON Þrjú einföld þrep... 1 .Shampoo L VIDAL 1 ÍSASSOONÍ Finishing Rinse " VID/iL tSASSOON PfOtem Hair Pe-Moislurizmg Creme fV/IDAL 1 ÍSASSOONÍ Shampoo Milt sjampó með möndtuilmi. Hentar öllu hári. 2. Protein Remoistuzer Létt næring, gefur hárinu fyllingu og mýkt. Notist eftir hvern þvott. 3. Finishing Rinse Litlaust hárskol, gefur hárinu f rábæran gljáa. Verndar og ver hárið milli þvotta. Hygea • Laugavegsapótek • Oculus • Regnhlifabúðin • Mirra • Sápuhúsið Snyrtivöruverslun SS, Glæsibæ • SaraáHlemmi • Topptízkan, Miðbæjarmarkaði a/IDAL sassoon] -------- ■—----* umboðið á islandi JO-ANN heildverslun Pósthólf 194 — 121 Reykjavik Sími 74686. !(). 1\.\'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.