Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 27
Helgin 30. — 31. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 27 Fátækrahverfi i Lagos: úr öskunni I eldinn. Fjallahverfiog háhýsi iSaoPaulo: helmingur mannkyns mun búa íborgum um næstu aldamót. Mestu þjóðflutningar sögunnar Stórborgarskrýmslin stækka og gerast æ ömuríegri Borgir þriðja heimsins eru einhverjir ömurlegustu dvalarstaðir á jörðinni. En þær halda áfram að vaxa og vaxa: í Mexíkóborg eru nú um það.bil 15 miljónir ibúa, en árið 2000 er búist viðað þeir verði 30 miljónir — með úthverfum. Og það þykir fyrirsjáanlegt að borgarskr imslin verði enn skelfilegri í náinni fram- tið. Mexíkóborg — dæmigerð höfuðborg i hinum svonefnda þriðja heimi. Fullkomið um- ferðaröngþveiti kvölds og morgna. Borgarstjórinn játar, að fólk verði einatt að sitja eða standa um það bil sex stundir á dag i troðfullum stætisvögnum á leið i vinnu eða úr (ef það hefur vinnu). Og um það bil helmingur ibiianna snýr heim á kvöldin i auma fjalakofa, ljóslausa og vatnslausa — þar sem menn ganga örna sinna i gegnum gat á gólfinu. ömurleiki t Kairó, höfuðborg Egypta- lands, fer þvi fjarri að tilséu nóg- ar fjalir utan um átta miljónir ibúa. ótaldar þúsundir, sem hafa séð hús sin hrynja eða vera rifin til að rýma fyrir öðrum mann- virkjum, búa i tjöldum eða á risa- vöxnum ruslabingjum austur af borginni. Um það bil þrjú hundr- uð þúsund Egyptar hafa leyst sinn húsnæðisvanda á nokkuð svo hrollvekjandi hátt: þeir hafa sest að innan um grafir og daúðra manna bein i svonefndri dauða- borg fyrir utan Kairó. I KalkUtta á Indlandi höfðu Englendingar eiú sinn komið sér upp li'fsháttum svipuðum þeim og þeir höfðu i' London — nema hvað þjónustuliðið var enn ódýrara i rekstri. Borgin hefur vaxið firna- lega ört og versnað eftir þvi. Hol- ræsi eru aðeins i miðborginni og hafa ekki verið endurnýjuð i 90 ár. Aðeins tiu prósent af um það bil tiu miljónum ibúa hafa not af vatnsleiðslum borgarinnar. Ekki nóg með það: aðeins hluta hús- anna fylgir sorpgryfja einhvers- konar; flestir verða að gera þarfir sinar i einhverju skoti og bera saurinn þaðan. Hrun Sérfróðir menn eru fullir böl- sýni þegar þeir eru spurðir um þróun stórborganna. Þeir segja þær fyrir löngu óstarfhæf skr i m sli og muni þeirra ekki biða neitt annað en vaxandi eymd, glæpamennska og allsherjar upp- lausn. Einhverjir mundu stinga upp á byltingu — en aðrir þá mót- mæla með tilvisun til þess, að þeir allra snauðustueru venjulega svo báglega komnir eftir að hafa setið lengi i vitahring neyðarinnar, að það eru ekki þeir sem gera upp- reisn. Alltént eru það ekki þeir sem hafa frumkvæði um slikt uppgjör. Flóttinn mikli Mexikóborg, Sao Paulo, Lagos og aðrar stórborgir þriðja heims- ins mega, sem fyrr segir, búast við áframhaldandi aðstreymi. fólks. A undanförnum þrjátiu ár- um hafa um 500 miljónir Asiu- manna, Afrikumanna og Suður- amerikumanna flúið sveitimar. Um aldamót bjó aðeins einn af hverjum hundrað jarðarbúum i borg; nú anda fjórir af hverjum tíu að sér forpestuðu borgaríofti. Og um næstu aldamót veþður helmingur jarðarbúa kominn til borganna. Þá verður dreift um heiminn um það bil sextiu risa- borgum, sem með úthverfum munu telja fimm miljónir ibúa hvéreða fleiri. Og þrjár stórborg- ir af hverjum fjórum munu ekki verða i þeim þróaða hluta heims, þar sem peningar, skólaðir em- bættismenn, tæknikunnátta og temprað loftslag hjálpast að við að gera vandamál stórborganna leysanleg (hvort sem þau eru nú leyst eða ekki). Flestar verða borgimar i þeim fátæku löndum, þar sem fátækt i nútimanum, versnandi viðskiptakjör við rika heiminn og afleitt stjórnarfar, sameinast um að gera likur á raunverulegum framförum harla litlar. Sumar borgir minnka Mexikóborg mun gera gjör- samlega misheppnaðar tilraunir tilaðhýsa 30miljónir manna. Sao Paulo hefur nú 13 miljónir ibúa, en þar verða 26 miljónir um alda- mót. Það eru aðeins Toklo, New York og Los Angeles af stórborg- um ríkra þjóða, sem munu halda velli meðal fimmtán stærstu stór- borga heims. Sumar hinna elstu stórborga munu skreppa saman og er sú þróun reyndar byrjuð nú þegar. Umaldamótin var London borg borga, þar bjuggu 5 miljónir manna. NU eru i Stór-London röskar 10 miljónir manna, en flóttinn er hafinn og um 300 þús- undirmunu flýja borgina fram að aldamótum. Svipuð þróun er byrjuð i þéttbýlasta borgarkerfi Þýskalands, Ruhrhéraðinu. Röng uppbygging Ástæðurnar fyrir ofvexti borga i fátækum rikjum heims eru margar. Nýfrjáls riki hafa reynt að lfkja eftir iðnrikjum með veru- legum og oft misráðnum fjárfest- ingum i iðnaði, sem átti að skapa atvinnutækifæri og auka þjóðar- tekjur. Á meðan var landbúnað- urinn, sem framfleytti miklum meirihluta flestra þessara þjóða, vanræktur. Þangað fóru aðeins 20—30% fáanlegs fjármagns. Og sérhæfður plantekrubúskapur með vaxandi tækninotkun gerði og sitt til að flæma fátæka bændur af landinu. Niðurstaðan er mikil eymd i sveitum, sem rekur fólk til borg- anna i stórum stil — enda þótt þar sé einatt farið úr öskunni i eldinn. Fólkið á ekki i önnur hús að venda. Strjálbýlar heimsálfur taka ekki við fólki eins og gerðist á fyrri öld. Um leið hefur fjár- svelti og önnur vanræksla sem landbúnaði hefur verið sýnd leitt til þess, að i sextiu þrónunarlönd- um hefur matvælaframleiðslan beinlinis minnkað i hlutfalli við fólksfjölda. Um það bil hundrað riki heims eru nú háð innf lutniogi á korni. Vonin og grimmdin Þessi þróun gerir svo ástandið i borgunum enn óbærilegra. Þar verða menn að greiða hærra verð fyrir mat en i sveitum (tveir þriðju af tekjum flestra ind- verskra borgarfjölskyldna fara til að borga matvæli), og skammturinn er 300—400 hitaein- ingum rýrari en i sveitum. En á hinn bóginn getur alltaf einhver sveitamaður i stórborg örðið svo heppinn að fá fasta vinnu i nýjum iðngreinum (reyndar aðeins 5—10% vinnufúsra) og fólkið von- ar auk þess, að börnin, eða þó ekki væri nema eitt þeirra, kom- ist i' einhvern skóla og eigi þvi fleiri kosta völ en foreldrarnir. En það eru fáir sem geta fengið það starf sem lyfti þeim upp i ein- hverskonar lægri millistétt. Þrir af hverjum fjórum fyrirvinnum i slömmunum ganga atvinnulausir eða svo gott sem. Rán og grip- deildir, vændi, eiturlyfjasala og fleira þesslegt verður mörgum eina leiðin til að halda lifi. Og hin algjöra örbirgð fjalaborganna er ekki þess eðlis að boðskapur um samstöðu og baráttu hinna snauðu falli i sæmilegan jarðveg. Favelan, slömmbyggjan, blikk- borgirnar eru fyrst og fremst vettvangur grimmdar, þar sem harðsnúnir bófar taka siðasta eyrinn af þeim ráðvillta og varn- arlausa. áb tok saman. Opnum í dag í nýju húsnæði að Sigtúni 3 Reykjavik Kennsla hefst að nýju í næstu viku Innritun í síma 26088 OPIÐ mánudaga kl. 13.00-18.00 og 20.00-22.00 þriðjudaga kl. 13.00-18.00 og 20.00-22.00 miðvikudaga kl. 13.00-18.00 fimmtudaga kl. 13.00-18.00 og 20.00-22.00 föstudaga kl. 13.00-17.00 laugardaga kl. 13.00-15.30 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.