Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. — 31. mai 1981 Breytt staða En Alþýðubandalagið, hinn pólitiski armur hreyfingarinnac er eins og verkalýðssamtökin á þröskuldi nýrrar aldar. Hér áður voru islenskir kommúnistar hafðir að háði og spé. Þeim var óspart meinað um vinnu vegna skoðana sinna. Börn þeirra, sem höfðu þó ekkert tii í saka unnið grétu sig oft i sveín, Þau áttuþaðá hættu næsta dag að vera hædd og barin vegna við- horfa foreldra sinna. Nii held ég að það þyki ekki lengur neift tiltökumál að vera i Alþýðubandalaginu. Það kann meira að segja að þykja heldur fint í ýmsum kreðsum. En það má ekki verða svo fint að menn nenni ekki að taka til hendinni i nauðsynlegu flokksstarfi. Við erum i þeirri stöðu nú að sitja i' rikisstjórn og hafa forystu i ýmsum sveitarfélögum. Okkar fólk samþykkti nær einum rómi að taka þátt i núverandi rikis- stjórn, þrátt fyrir það að við næðum fram mjög takmöxkuðu af okkar grundval larmálum i stjómarsáttmálann^Við höfum i mesta lagi stöðvunarvald i her- braskinu og erlendu stóriðju- draumunum. Og okkur hefur heldur ekki tekist að tryggja kaupmátt taxtakaups verkafólks eins og hann varð mestur eftir samningana 1977. En við sitjum samt. Og ég er sannfærður um að það er rétt eins og málin standa.. Við skulum samt gera okkur grein fyrir þvi að það er engan veginn auðvelt. Við erum með menn i samstarfi á bæði borðsem vilja stóraukin hernaðarumsvif og sem trúa þvi staðfastlega að það verði að lækka kaupið. Að visu er það ekki merkileg rök- semd að sitja i rikisstjórn til að koma i veg fyrir þann óskapnað sem kæmi i staðinn, en við skul- um gera okkur kalt og rólega grein fyrir þeim óskaplegu hermdaraðgerðum sem atvinnu- rekendavaldið og ihaldið ætlaði að dengjayfir verkalýðssamtökin eftir atburðina 1978 fengju þeir pólitiska valdið. Stöðvunarvald Alþýðubandalagsins hefur reynst launafólki mikilvæg brjóstvörn. Mikið unnist En það hefur lika verið sótt fram . Það þing sem nú er nýlokið mun lifa i sögunni ekki sist fyrir þá þýðingarmiklu réttindalöggjöf sem það hefur afgreitt og kemur þeim fyrst og fremst til góða sem mest þurfa á styrk að halda. En fyrir alla muni ættum við ekki að ofmetnast eða blindast þótt ihaldið og kratarnir æpi nú: Aiþyðubandalagið ræður öllu. Að visu eru áhrif okkar i þjóðlifinu mikil, en sú nýja staða sem flokkur okkar er i hefur vissar hættur i för með sér. Flestir hæf- ustu forystumenn okkar eru upp fyrir haus i hvers kyns stjórn- unarstörfum, i rikisstjórn, i sveitarstjórnum og verkalýðs- félögum . Þeir hafa ekki haft tóm til að sinna flokksmönnum, flokksfélögum og málgögnum flokksins eins og vera skyldi. Og það er ekki nema ár i næsta kosn- ingaslag. Leysum kraftana úr læðingi Að vi'su er rangt að hugsa póli- tisktstarf ikosningum,en á sama hátt og verkalýðssamtökin þurfa að taka upp ny vinnubrögð verður flokkur okkar að gera það lika. Við erum sem betur fer i þeirri aðstöðu að eiga i okkar stuðnings- mannaröðum fjölmarga fórnfúsa menn, sem vegna vinnu sinnar, menntunar og reynslu hafa þekk- ingu á flestum þjóðlifssviðum og vilja miðla henni. Þessa krafta verðum við að virkja til þátttöku fyrir okkar hreyfingu og okkar hugsjón. Og við verðum að koma sjðnarmiðum okkar á framfæri við fólkið með fundum stórum og smáurp, útgáfustarfi og sam- tölum. Eigum við að snúa okkur að þvi' af alefli eða ætlum við að svi'f a um i' þeirri vimu að þetta sé nú allt harla gott? Bp stjórnmál á sunnudegi Baldur Óskarsson veikasti hlekkurinn í félagskeðjunni A sl. ári tók það verkalýössam- tökin 10 mánuði að knýja fram kjarasamninga. Þeir runnu út um áramót og nýir samningar tóku gildi 1. nóvember sl. Ég er ekki aö halda þvf fram að þetta samn- ingsþóf hafi allt verið til einskis þvi bzefti var mikilsvert að ná fram hinum samræmda kjarna- samningi verkalýftsfélaganna og þau félagslegu réttindi sem um var samift vift rikisvaldið voru af- ar míkils virfti. Margt af þvi sem séð hefur dagsins ljós á sviði fé- lagslegra umbóta i rikisst jórnar- ti'ð Alþýftubandalagsins frá haustdögum 1978 er með mikil- vægari sigrum i verkalýðsbarátt- unni. Nægir þar að nefna fæðing- arorlof, leyfiog launagreiðslur til foreldra i veikindum barna, eftir- launaaldur sjómanna lækkaður og fritimi þeirra aukinn, atvinnu- leysisbætur hækkaöar, stóraukin framlög i félagslegar byggingar og ný Töggjöf um aftbúnað og holl- astuhætti á vinnustöðum . Allt eru þetta varanlegir ávinningar sem ekki er auðvelt aft afmá, og er þó margt dtalið af nýjum félagsleg- um umbótamálum. Framkvæmd aðbúnaftarlag- anna, með kjöri og þjálfun trúnaftarmanna á hverjum vinnu- stað sem hafi eftirlit og vaid til aögerfta, getur orðið mjög mikil- vægttæki tii að koma á fót félags- legu starfiá vinnustaðnum. Sann- leikurinn er sá aö vinnustaöurinn hefur verift vanræktur og afskipt- Margt bendir til þess að verkalýðshreyfingin og stiórnmálaflokkur hennar. Alþýðubanda- lagið. standi á vegamót- uin um þessar mundir. Timi uppvaxtaráranna er liðinn. Hreyfingin hefur unnið sér fastan og varanlegan sess i þjóð- lifi okkar og tekst nú á við ný og áður óþekkt verkefni. Sú tið er horfin að islenskur verkalýður sæti skitkasti og ókvæðisorðum borgara- stéttarinnar þegar hann kemur saman að krefj- ast réttar sins og sam- taka sinna. En gum dett- ur lengur i hug að draga i efa rétt manna til að starfa í stéttarfélögum og menn þora jafnvel ekki að fara á flot í alvönt með hugmvnd- ir um að takmarka verkfallsréttinn. Nú þykir sjálfsagt að allir seu í stéttarfélögum hvar svo sem þeir standa i stjórnmálum. Styrkur og afl í lifandi fjölda Þegar svona er komið er hætt við aft menn fari að lita á verka- lýftsfélögin sem sjálfsagðan hlut. Meö auknum fjárráöum geta þau keypt sér vinnukraft til að leysa þau vandamál sem við er að fást hverju sinni. Hinn almenni verkamaftur sækir ekki fundi og hættir aft líta á verkslýðsfélagið sem hluta af sjálfum sér. Sumpart sýnir þetta að verka- lýftsfélögin hafa náð því marki sem þau eitt sinn settu, að öðlast réttarstöftu og vifturkenningu. Og þaft hlýtur aft vera verkafólki til hagsbóta aft samtök þess hafi af- skipti af og áhrif á sem flesta þætti þjóðiífsins. En ef samtökin hætta aö vera lifandi hreyfing fólks meft styrk og afl i samhent- um fjölda, hvenærsem vera skal, er hætt vift aft sú hreyfing geti fölnaft fyrr en varir. Vinnustaðurinn Ný verkefni kalla á ný viðbrögð flokks og verkalýðshreyfingar ur sem eining i uppbyggingu samtakanna. Kjörnir forystu- menn og starfsmenn hreyfingar- innar eru þar sjaldséðir gestir, enda eins og á sl. ári kyrrsettir i salarkynnum sáttasemjara rikis- Áhrif verkafólks á vinnustaðinn Ég held sem betur fer að menn geri sér þetta ljóst. Þess sjást lika ýmis teikn að menn ætli að ganga i það verkefni að snúa þessari þróun við. Að sjálfsögðu verða kjarasamningar við atvinnurekendur eilifðarverk- efni, en það er fullur skilningur á þvi i' verkalýðssamtökunum að sagan frá sl. ári megi ekki endur- taka sig. Allur þungi verður lagð- ur á að nýir kjarasamningar taki viðum leið og samningstimanum lýkur 1. nóvember nk. Þess sjást einnig merki að Alþýðusambandið er að snúa sér að nýjum viðfangsefnum. Eáð- stefna ASl um tölvumálin og tæknina, sem haldin var fyrir skömmu var mjög merk fyrir þá sök að rætt var um það hvernig verkafólk og samtök þess ættu að snúast við framtiðinni, setja ætti fram kröfur um að tækni og tölvur væru i þágu heildarinnar en ekki til þess að henda verka- fólki atvinnulausu út á gaddinn. Þar komu fram þau viðhorf að verkafólk ætti að hafa áhrif á vinnustaðinn, þannig að skipulag vinnunnar væri á þess valdi. I okkar atvinnulifi er þvi miður alltof algengt að hagræðingu er komið á án nokkurra afskipta starfsfólksins. — Með sjálfvirkn- inni einangrast verkafólk hvert frá öðru og er i sifelldu kapp- hlaupi til að mæta kröfum um af- köst.enda hvenær sem er hægt að fá fram á tölvuskermi hver fram- legð hvers einstaklings er. Sífellt fjölþœttari menntunarkröfur Verkafólk verður að fá aukin áhrif á vinnustaðnuraVerkalýðs- samtökin eiga með erindarekstri, fræðslu, útgáfustarfi og þjálfun trúnaðarmanna að örva fólk til félagsstarfa á vinnustaðnum sjálfum og til þátttöku i viðtæku starfi verkalýðsfélaganna. En þá verðum við lika að geta fengið fólkinu verkefni viö hæfi. Allar líkur benda til þess að i framtiðinni verði gerðar sifellt fjölþættari menntunarkröfur til allra vinnandi manna. Um þetta er ekki nema allt gott að segja, jafnvel heldur ekki þá þróun að menntun og starfsþjálfun verði af og til með skipulegum hætti svo lengi sem menn lifa. Slikt ætti að eyða þvi gi'furlega launamisrétti sem nú rikir milli einstakra hópa eftir þvf hvort menn hafa fengið lengri menntun eða skemmri. Viðhorf manna óg virðing á menntun og embættum er Iika að breytast. Abyrgð og mikilvægi starfa er erfitt að mæla. Samt er menntun, ábyrgð og mikilvægi starfa óspart látið á vogarskál launa i okkar þjóðfélagi. Menn eru þannig metnir til fjár, ekki aðeins i lifenda lifi heldur lika dauðir. Tryggingar meta til að mynda dauðan tanniækni tuttugu sinnum verömeiri en dauðan verkamann. Það er nauðsynlegt að verka- lýðshreyfingin reisi hátt kröfur um endurmenntun og starfsþjálf- un og um leið réttindi til félags- legrar þjálfunar. Sú mikilvæga reynsla og skólun sem menn hafa fengið með þátttöku i félagsstarfi hefur ekki verið mikils metin i okkar þjóðlifi. En það er ekki minna virði fyrir samfélagið að hafa hæfa menn i forystu félaga- samtaka en hverju öðru starfi. Hin félagslega þjálfun á þvi að vera metin til jafns við starfs- nám. r ASI tekur mál aldraðra ogfatlaðra á sína arma Á þingi ASt, hinu 34. sem haldið var I haust, voru gerðar mjög merkar og afdráttarlausar sam- þykktir um málefni aldraðra og fatlaðra. Að þessum málum er nú verið að vinna hjá Alþýðusam- bandinu, einkum á sviði atvinnu- mála lifeyrismála og aðbúnaðar og þjónustumála. t grein sem Theodór A. Jónsson forseti Sjálfsbjargar skrifaði 1. mai i Þjóðviljann fagnaði hann þvi sérstaklega að verkalýðshreyf- ingin skyldi vera búin að gera sér grein fyrir þvi að málefni fatlaðra og jafnréttiskröfur þeirra eru jafnt mál ASl og samtaka fatl- aðra. Þessar samþykktir ASt- þings- ins, ráðstefnan um tölvumálin, kosning öryggistrúnaðarmanna á vinnustöðum og yfirlýsingar for- ystumanna Alþýðusambandsins um ný verkefni og vinnubrögð vekja vonir um að verkalýðssam- tökin svari kalli tímans og geti á komandi árum sem hingað til sannað gildi sitt sem dýrmætustu baráttutæki alþýðunnar fyrir bættum kjörum og betra lifi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.