Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 9
Heígin 30.’ —i 31. m’ár'lbéi1 WtfbVÍLjlkhi 'J-TSlÐ'Á <( h Á liðnum öldum var islenski fálkinn einhver eftirsóttasta vara í Evrópu og þótti konungsgersemi. Og enn eru fálkarnir eftir- sóttir, þó að þeir hafi verið f riðaðir um marga áratugi. Af og til spyrst um dularfulla náunga, jafnvel eftirsóttaglæpamenn, sem reyna að smygla þessum glæsilega fugli úrlandi, og leikur grunur á að þeir séu fyrst og fremst á vegum arabískra furstasem þykir það stöðutákn að eiga fálkaá hendi. Miðstöð tamninga á Friðriksbergi Saga fálkaútflutnings frá Islandi rifjaðist upp fyrir undir- rituðum i vetur er hann var staddur með öðrum islenskum blaðamönnum i Danmörku. Þá var m.a. þegið boð borgarstjór- ans á Friöriksbergi sem er sjálf- stætt bæjarfélag á stærð við Reykjavik, en er nú orðið sam- vaxið K aupm annahöfn Athygli vakti að viða i ráðhúsinu mátti sjá fálkamyndir og sagði borgar- stjórinn okkur að þarna væri um að ræða íslenska fálka en á Frið- riksbergi var fyrrum tamninga- stöð konungs fyrir veiðihauka. Má enn sjá þetta i götunöfnum borgarinnar svo sem Jagtvej, Falkonérallé, Falkonérgárdsvej og Falkonérvænget — en falkonér merkir fálkavörður. Þegar við kvöddum Friðriksberg var okkur skenkt skjaldarmerki borgarinn- ar og kom i ljós að á þvi eru ein- mitt 3 islenskir fálkar. Þetta vakti að sjálfsögðu aukna forvitni og þegar heim kom fór ég að glugga i bækur. 1 Á Islendinga- slóðum i Kaupmannahöfn eftir Björn Th. Björnsson er nokkuð fjallað um þessar fálkaminjar i Kaupmannahöfn. Segir m.a. aö þar sem fyrrgreindar götu eru „voruáður vellirnir þar sem fálk- unum var haldiö til flugs, þar sem þeir voru tamdir til iþrótta i veiðiskógum Evrópu”. Björn fór á sinum tima aö gömlu fálkahúsunum og við endann á Fálkagarðsvegi fann hann gamalt virðulegt hús með hlerum fyrir gluggum og stórum eikum að húsabaki. Þarna stend- ur þá ennþá garður hins konung- lega fálkameistara, sem ýmist var nefndur Fálkagarðurinn eða Jagthúsið. Konungar, hertogar og prinsar Og enn var gluggað i bækur. Islensku fálkarnir viröast hafa verið eftirsóttir frá fyrstu tið. Þegar á 11. öld voru þeir orðnir kunnir sem góðir veiðihaukar meðal konunga i Evrópu, sem tóku aönota þá við veiðar og leiki. Einar Þveræingur vildi auösýna Noregskonungi vináttu meö þvi að senda honum Islenska fálka og á 12. öld voru þeir sendir til Englands. Seint á 13. öld sendi Hákon konungur gamli menn til Islands að afla fálka og gaf þá Hinriki III Englandskonungi i vináttuskyni. Frægasti vitnis- burðurinn um Isl. fálka er frá 13. öld i riti keisara hins heilaga rómverska rikis, Friðriks II. á Sikiley, en hann var mikill lær- dómsmaður um fugla. Snemma urðu deilur milli kon- ungs og kirkju um rétt til fálka- veiða á Islandi og á 15. og 16. öld tóku erlend^stórmenni fálka- veiðarnará leigu t.d. hertoginn af BrUnsvik árið 1595 og prinsinn af Óraniu 1609. Islenski fálkinn \ Ki iði ni ;i Sjalanói \ar koniingU'i: tamningastöð fvrir i s I e u s k u v v i ð i h a u k a n a. I skjaldarmcrki Friðriksbergs cru þrir islenskir íalkar. Falkavriðar. Miniaturmynd frá 11. old. \ ciðar með lalkum urðu siiemma eltirlætisiþrótt aðals- ins, Falkarnir voru latnir veiða aðra íugia, serstaklega hegra. \ itað er um slikar falkaveiðar a lndlaudi þegar árið lOtjf.Kr. oi> einnig veiddu Homverjar a þann hatt'. Fálkafangararnir Smám saman fór konungur að áskilja sér einkarétt á fálka- veiðunum og 1649 hætti hann að leigja veiðarnar en fór þess i stað að senda hingað eigin fál kaveiðara. Arið 1670 var islenskum mönnum falið að annast þessar veiðar og var landinu skipt i 10 fálkaveiða- umdæmi og einn fangari skipaður i hvert þeirra. Bestu veiðisvæðin voru talin á vestanveröu landinu m.a. vegna þess að flytja þurfti fálkana til Bessastaða, en þaö var erfiðleikum bundið alla leiö frá Norður- og Austurlandi. Fálkaveiðatimabiliö hófst 1. mars ár hvert og varö aö skila fálkunum eigi siðar en á Jóns- messu. Horrebow lýsir þessu svo: „Fálkafangarar komu riðandi til Bessastaða með veiði sina. Hver riðandi maður getur flutt 10—12 fálka. Þeir eru með hettur, sem ná niður fyrir augu og bundnir við þverslá, sem fest er á stöng, sem maðurinn heldur meö hægri hendi eins og gunnfána og lætur neðri enda hennar hvila i istaðinu.” Hverjir 10 fálkar fengu 2 naut í nestið Fálkarnir voru veiddir i net, en þeir uröu að vera vel heilbrigðir og hressir til þess að vera samþykktir til útflutnings. Biðu þeir 8 daga á Bessastööum til þess að verða metnir. Fengu þeir hið besta atlæti, bæði meðan þeir biðu skips og einnig á leiðinni utan. Meðan margur kotkarlinn svalt heilu hungri var slátrað bestu nautum til að ala þessa konungsfálka sem urðu allt að 210 á ári þegar flestir voru. Venjan var að hverjir 10 fálkar væru látnir hafa tvö rigfullorðin naut i nesti, auk fuglakjöts og sauða- kjöts. Nautin voru tekin á fæti um borö svo að einnig varð aö afla þeim heys og lentu þær kvaðir á bændum i nágrenni Bessastaða og siðar Reykjavikur eftir að fálkahúsið var flutt þangaö. Skúli MagnUsson fógeti lýsir mataræði fálkanna svo: „Hin venjulega forsögn um mataræði þeirra er sU, aö kjöt- meti þeirra er fyrst vætt I mjólk og siðan blandað bómoliu og eggjarauðu. Dagleg fæða fálkanna er fitulaust beinlaust uxakjöt, sem allar sinar og fita er vandlega tekið úr. Þó eru rjúpur, hænsni og dúfur betri.” Hvítir veiðihaukar bestir Eftirsóttastir voru hvitir fálkar en þeir eru nU útdauðir á Islandi og finnast einungis á Grænlandi. Arið 1703 fengust 15 rikisdalir fyr- irslika, lOfyrir hálfhvita og 5 fyr- ir gráa. íslensku fálkarnir höfðu það orð á sér að þeir væru grimmastir, hugdjarfastir og þolnastir allra fálka. Talið var að þeir entust i 12 ár miöaö við þaö að norski fálkinn entist aðeins i 1 ár. tslenski fálkinn gerði Kaup- mannahöfn að miðstöð annarra konungsborga aö þessu leyti. Þaðan fóru hvitir veiðihaukar til einvalda um allar álfur. Arið 1763 sendi Danakonungur bæði Þýska- landskeisara og Frakklandskon- ungi 59 fálka hvorum. Nokkrum árum siðar sendi hann kónginum i Portúgal fálka og þiggur fyrir 3750 flórinur Ur gulli. Fálkahúsið Um miðbik 18. aldar var blómatimi fálkaveiðanna. Þá var reist sérstakt fálkahús á Bessa- stöðum. Einnig virðist um svipað Framhald af bls. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.