Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30. —31. mal 1981 AAikil gleði ríkti í Þjálf- unarskóla ríkisins í I Bjarkarási sl. þriðjudag, I' þegar skólanum var formlega slitið og verðlaun veitt fyrir góða ■ frammistöðu og fram- Ifararir á ýmsum sviðum. Þjálf unarskólinn er til , húsa í Bjarkarási við IStjörnugróf og fær þar inni fyrir velvilja Styrktarfélags vangef- Iinna en er rekinn af rík- inu. Styrktarfélagið rek- ,ur dagvistarheimili í ■ Bjarkarási og þar hefur Ifarið fram kennsla í 9 ár; hins vegar tók Þjálf unar- . skólinn kennsluna yfir á Isl. ári og á vegum hans starfa fimm kennarar. Annað starfsfólk er á Ivegum Styrktarfélagsins. 1 Bjarkarási eru kennslustof- * ur, vinnuaðstaöa myndarleg Ibor&stofa, leikfimiaðstaða, og utan dyra er litil sundlaug og íþróttavöllur. * Likamsrækt er stór hluti Iþeirrar þjálfunar sem fram fer i skólanum, enda ætlað að þroska grófari hreyfingar og viðbrögð, 1 auk þeirrar útrásar og ánægju Isem fólkið fær. A degi skólaslitanna var byrjað á útiiþróttum. Fyrst var * farið i kapphlaup, strákarnir Iannars vegar og stelpurnar hins vegar, siðan kom boltakast og þar næst það sem greinilega ■ var beðið eftir með mestri eftir- Ivæntingu, boðhlaupið. Á hverju ári keppa strákarnir og stelpurnar um fallegan bikar. * Stelpurnar unnu hann i fyrra og Iþað var greinilegt aö strákarnir ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja til að vinna hann i ár. * Framan af höfðu stelpurnar Iforystuna, en svo kom röðin aö leyninúmerum strákanna, nokkrum léttum og fimum * hlaupurum sem geystust fram Iúr. Blaðamaður spurði stelpurnar hvort þær héldu aö • strákarnir heföu æft i laumi, en þeim bar saman um að úrslitin Sýnishorn af vélprjónuöum fllkum á handavinnusýningunni. Ljósm.: gei. Anægður hlaupari, enda voru strákarnir aö vinna. — Ljósm.: gel. Keppendur raöa sér upp fyrir fþróttasýninguna. — Ljósm.: gel Kristján Jóhannesson skólastjóri Þjálfunarskóians. væru sanngjörn, þau ættu að skiptast á um að vinna. Framan við húsið i Bjarkar- ási var svo siðast sýnd bolta- tækni sem fólst i þvi að tvö lið röktu bolta i S-laga beygjur, og aftur til baka, þar sem næsti tók við. Enn einu sinni unnu strákarnir, enda kunnu þeir sér vart læti fyrir fögnuði. Eftir iþróttirnar var öllum boðið að ganga inn i sal, þar sem Kristján Jóhannesson skóla- stjóri veitti verðlaun fyrir góða eða bætta frammistöðu og rakti skólastarfið. 1 Bjarkarási er fólk á ýmsum aldri, sumir eru skólaskyldir og fá kennslu samkvæmt þvi, allir fá þjálfun sem miðar að undir- búningi fyrir starf á almennum vinnumarkaði. Þeir sem eru á skólaskyldualdri fá kennslu i lestri, skrift, reikningi og sam- félagsfræðum, auk likamsþjálf- unar, sem felur m.a. i sér kennslu um heilbrigði og hollustuhætti. Þá er innan samfélagsfræðinnar fjallað um verslun og viðskipti, kennt að nota peninga o.fl. Boðið er upp á valgreinar i handavinnu, heim- ilisfræðum og iþróttum i boltatækni, sundi, trimmi og hjólreiðum. t vetur voru upp- rifjunarnámskeið i lestri og skrift fyrir hina eldri til að halda kunnáttunni við og einnig voru farnar kynnisferðir i fyrir- tæki. Eftir að Kristján hafði lokið máli sinu var öllum boðið að skoða handavinnusýninguna. Þar gat að lita leirmuni, vinnu- bækur, saumaða púða (patch- work), vélprjónaðar flikur, saumaðar töskur svo og tré- og leðurvörur. 1 litlu húsi rétt við Bjarkarás, sem kallað er Lækur voru á boðstólum kökur bakaðar af nemendum, en dag- skráin endaði með kaffi og meölæti. Siðdegis var svo boð i Hollywood þar sem haldið var upp á skólaslitin með dansi. Starfið heldur áfram þó að kennslu hafi verið hætt, fólkið mætir til vinnu sinnar daglega og vinnur aö ýmsum verkefnum fyrir fyrirtæki úti i bæ Það er töluvert selt af afuröum nemendanna svo sem sauma- skapnum, en það skal að lokum tekið fram að bæði strákar og stelpur fást við öll verkefni, það er stefnt að þvi að kynjaskipting i störfum hverfi. — ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.