Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.05.1981, Blaðsíða 14
J 14 SÍÐA — MOÐVlLJINIVHelgin 30. — 31. mal 1981 r »•«! JKíT| » f . (><* Hélgiii 30: — 31. iriáP 1981 WÓÐVILJINN — SÍÐA 15 MEXÍKÓ PISTILL — 3 Frá Jónu Sigurðardóttur og Sigurði Hjartarsyni TVÖ SMÁÞORP: PUERTO ANGEL OG OAXACA fengi hann sjúkdómseinkenni og dæi siðan óskaplega kvalafullum dauða. Ekkert höfum við heyrt frá lækninum góða og kemur ekki að sök þar sem eigandi tanna- faranna er enn ofan moldar. Menn breyta háttum með breyttu loftslagi. A nýársdags- morgun kl. 6 risum við úr rekkju og héldum siöan af stað suður á land. Ökum við sem leið lá um Morelos og Puebla en þar gat viða að lita sykurreyrsplantekrur og fallnar sykurverksmiðjur frá liönum öldum. Komu þá upp i hugann hroðalegar lýsingar af kjörum ánauðarbænda og verk- smiðjuþræla sykuriðnaðarins á nýlendutimanum, 19. öld og jafn- vel fram á þá 20. Vöknuðu þá margar spurningar frá börnunum sem alin eru upp við hvers kyns dekur, Valash og Lindusúkkulaði. Er eymdarlif alþýðunnar vissu- lega nær okkur i timanum hér i landi en heima á Fróni, og teljum við börnunum hollt að sjá fleira en norðlenskar iönaðarvörur. En áfram var för haldið, staldrað við i þorpum og keyptur snæðingur við götuna af sætum, 1 gömlum, skitugum konum. (Þess má geta i sviga, að 50 þús. manns deyr árlega af matareitrun, samkvæmt upplýsingum stjórn- valda.) | Var seppi lítt | hrifmnaf l fölfésum þeim Undir kvöld vorum við komin i Oaxacafylki norðanvert og áttum eftir að finna okkur næturstað. Brátt blasti við á ein litil sem liðaðist um dalverpi milli hárra fjalla, þar sem náttúran var sem i ævintýri. A hæð skammt frá kúrðu hús nokkur og þar sem allir þekkja háttvisi íslendinga, töldum við nauðsynlegt að afla leyfis til að tjalda. Hélt karlpen- P ingurinn I fjölskyldunni á fund bónda. A hlaöinu mættu okkur óteljandi smábörn og hundur einn grimmúðlegur. Var seppi litt hrifinn af fölfésum þeim er þar birtust og réðst að okkur með offorsi miklu. Lagði hann kjafti sinum fimlega i kálfa húsbóndans og urðu af sjö tannagöt ófögur. Varð oss eigi um sel, þvi hunda- æði er landlægt i Mexikó. Brátt birtist bóndi og bauð alkóhól á sárin. Tjöldun var heimil og áttum við þar gott kvöld við varöeld, gitarspil, islenska söngva, árnið og þyt i laufi. Morguninn eftir var lagt af stað til Oaxacaborgar og við komu okkar þangað var leitað læknis- fundar vegna óstöðvandi nöldurs frúarinnar. Læknirinn fannst eft- ir nokkra leit. Var húsbóndinn sprautaður gegn stifkrampa. Sagðist doksi vilja kanna hundinn og skrifa okkur siöan innan tiu daga. Tjáði hann okkur aö ef hundurinn væri sýktur og bithafi eigi sprautaöur innan 40 daga, Jose hinn skyrtusnauði A leiðinni til Oaxaca tókum við upp gamlan mann sem átti leið til borgarinnar. Sagðist hann heita José Cruz, en mælti annars takmarkaða spænsku. Ekki vissi hann gjörla hvursu gamall hann var, kannski svona 50 ára eða aðeins meir. Leit hann út fyrir aö vera a.m.k. sjötugur. José át bolsiur barnanna með afar góðri lyst, og reykti ákaflega tóbak hinna fullorðnu. Þegar yngsta manneskjan i fjölskyldunni bauð José af bolsiupoka sinum, tók sá gamli pokann, stakk honum á sig og þakkaði mikillega. Urðu sumra augu frekar stór. Sá gamli hafði meðferðis nokkrar tágmottur sem hann hugðist selja i borginni. Að skilnaði keyptum við tvær mottur af José og varð hann glaður við. Spurði okkur siðan hvort viö ætt- um ekki skyrtur tii að gefa hon- um!!! Urðu mörlandar hinir hiss- ustu en eigi voru skyrtu- birgðirnar miklar og hvarf hann af okkar fundi jafn skyrtusnauður og fyrr. Um nóttina gistum við á tjald- stæði borgarinnar við gil eitt litiö, en hinum megin gilsins er fátækrahverfi og nota ibúarnir gilið sem sorphaug. Vindur blés af vestri og sváfu mörlandar við ljúfan fnyk af haugunum og hávaðann i hundum hverfisbúa, sem slógust um krasirnar i gilinu. íbúarnir gœtu verið frá 13. öld A þriðja degi var haldið árla til bæjarins Mitla, 40 km sunnan við Oaxacaborg. Mitla er ákaflega merkilegur staður. Þar lifa i bland stórkostlegar rústir Zapoteka frá 12. og 13. öld og af- komendur sömu Zapoteka á siðasta fimmtungi þessarar aldar. Gætu núlifandi Zapotekar allt eins verið frá 13. öld, sam- timafólk Snorra, Gissurar og fleiri höfðingja islenskra. Helsti munurinn á Mitla þá og nú er kannski sá að islenskir túristar eru fleiri i Mitla á þessari öld. Við keyptum fáeina listmuni i þorpinu, en vefnaöur ibúanna, út- saumur og leirmunir eru afar heillandi. Sjálfsagt var og að reyna þann neysluvarning er einna drýgstur er tekjulind þess- um heillandi Zapotekum en það er Mezcalið. Tveir litrar af Mezcal, annar 40% sterkur á leirbrúsa með pokaskjöttung af chile og salti og hinn 48% með tveim möökum (Gusanos, namm!) til bragöbætis. Kostuðu þessir tveir litrar 100 pesosa eða 2500 gamlar krónur. Þarf vart að taka fram að Mezcaliö reyndist viðlika vinsælt og listmunir þeir er þorpsbúar framleiða. Kvöddum við Mitla um hádegi með söknuði og hétum þvi aö heimsækja Zapotekana i Mitla öðru sinni i góðu tómi. Stórkostlegar fornminjar Héldum við nú til baka til Oaxacaborgar og áfram til Monte Alban, en þar er að finna ein- hverjar stórkostlegustu forn- minjar i Mexikó Uppi á háu fjalli sem gnæfir yfir Oaxacadalinn i riflega 2000 metra hæð, reistu Zapotekar og siöar Mixtekar trúarmiðstöð sem vart á sinn lika i viðri veröld. Monte Alban er talin eiga 2000 ára byggingarsögu fyrir daga Spánverja, sem þýðir að framkvæmdir hófust þar um 500árum fyrir Krist. Þarna blasa við sláandi menjar, firnastórt af- langt torg, með piramidum og öðrum hofum allt um kring, stjörnuskoöunarturni, grafhvelf- ingum og boltaleikvangi. Og und- ir allt um kring blasa viö byggðir afkomendanna i erli dagsins. Er útsýnið frá Monte Alban yfir Oaxacadalinn blátt áfram ólýsanlegt. Siðla dags héldum við niður af Monte Alban og siðan til suðurs i átt til Kyrrahafsstrandar. Myrkur skall á og við höfðum ekkert náttból. Loks eygðum viö vatn eitt eöa uppistööulón og ók- um þangað. Náðum við fundi bónda sem kvað okkur sjálfsagt að tjalda við vatnið. Heyndum við þar að berja niður tjaldhæla i grjótharðan leirborinn jarðveginn við ljósin frá bilnum, hundgá og org krakka af næstu bæjum sem völdu „Gringóunum” hraklegar kveðjur, en allir út- lendingar eru „Gringóar” eða „kanar” i augum innfæddra. Sólarupprásin að morgni fjórða dagsins var undurfögur. Allir voru i góðu skapi og hlökkuðu til ferðarinnar niður aö strönd, en samkvæmt kortum átti sú för að taka um 3 tima. Ókum við suður i fjöllin, þar sem landiö er hrika- fagurt, jarðvegurinn viöa eld- rauður, akrar ótrúlega brattir ellegar á stöllum. Glæfravegur Milli kl. 8 og 9 námum viö staðar og fengum okkur morgun- verð i litilli veitingastofu i fjalla- Myndir: Sigríður Elfa Sigurðardóttir mmmmmmMmmmmMmmmmmmmfflmmmmmmmmmmmmmmmmmmMMfflmmmmimmmmíimMm Séð yfir hluta hinna glæstu bygginga IMonte Alban Anatitlan I Puebla. Tortillas er lostæti ef þií lokar augunum fyrir sóðaskapnum skarði. Gerðum við þá ráð fyrir tveggja tima akstri til viðbótar niður á strönd. Hinum megin i skarðinu, nokkur hundruð metrum frá veitingastofunni hvarf malbikið skyndilega og við tók örmjór og grýttur vegur, viða skorinn um þvert eftir rign- ingarnar frá siðasta sumri. Islendingar þekkja þjóða best ófæra vegi, en vegurinn niður fjöllin i Oaxaca skaut þeim öllum ref fyrir rass. Höfum viö eigi áður upplifaö aðra eins ferð. Stundum lá slóðin um fjallsbrúnir með mörg hundruð metra hyldýpi dalanna á báðar hendur. Billinn hossaðist i rykmekki og miðaði hægt för. 1 myrku dalverpi rann dálitill lækur, en það var ekki á hverri stundu að við sáum renn- andi vatn, þvi flestar ár eru þurrar á þessum tima árs. Fannst þvi öllum kjörið að skola þar af sér rykiö. Vatniö reyndist hins vegar aðeins 6gráöu heitt og varð þvi ekki af meiri háttar böðum, en hressandi var að þvo sér ögn. Afram skrönglaðist billinn, hoss- aðist og hristist, og vorum við sannfærð um að heill kæmist fararskjótinn ekki til strandar. En hann stóö sig með prýöi sem jafnan áður. A leiðinni niður dalinn gerðust mikil tiðindi. A hálftima ferö gjörbreyttust gróður og loftslag. Rakinn jókst i loftinu og gróðurinn breyttist úr gisnum fjallagróðri i gróskumikinn hita- beltisgróður. Allt varð iðjagrænt, hljóð náttúrunnar breyttust, fuglar og allskyns villt dýr hófu sinn þúsund radda söng. Var meö miklum ólikindum hversu skyndilega þessi umskipti urðu. Eftir sex tima ferð frá morgunverðarstaðnum náöum við loks til bæjarins Pochutla og þar tók við malbikaður vegur. Voru allir fegnir skiptunum, fólk og farartæki. Héldum viö nú áfram ferðinni niður endalausar bugður og beygjur, og svo allt i einu vorum við komin niður i þorpið Puerto Angel og Kyrra- hafið blasti við okkur. Tjaldið reistum við i flæðar- málinu og svitnuðum vel þvi hit- inn var óskaplegur, sólin lóðrétt yfir og ekki skýhnoðri á himni. Siðan var hlaupið i sjóinn, sem var „aðeins” 28 gráður og skolað af sér fjallarykið. Allir voru harla glaðir og hugðu gott til nokkurra daga dvalar i sól og sjó. Puerto Angel Puerto Angel er litið þorp, ibú- arnir taldir vera 1489,heimili eru skráð 258. Flestir ibúanna eru taldir af Zapoteka-kyni með áberandi einkennum Olmeka, breiðleitir varaþykkir, nef- breiðir lágvaxnir þéttir á velli og fótbreiðir með ólikindum. Fleiri indiaánaþjóöir eiga sina fulltrúa meðal þorpsbúa, Mixtakar, Chatinos, Chontales og Huabes. Fimmtungur ibúanna talar ein- göngu indiánatungur, um helm- ingur indiánatungur og spænsku og afgangurinn eingöngu spænsku. Riflega 70% ibúanna lifa af frumframleiðslu, nálega allir af fiskveiðum, en um 570 manns vinna við veiðar. Aðrir þorpsbúar hafa framfærslu af smáiðnaði, verslun og þjónustu. Svo sem fyrr segir eru fjölskyldur taldar 258. 91% þeirra búa i eigin húsnæði. Einungis 17,8% hafa vatn innan dyra, 3,1% vatn utan dyra. Flestir sækja vatn i almenningsbrunna, en vatnsveita i okkar skilningi er engin og allt vatn er óneysluhæft, ósoðið. Frárennsli er viö 14,3% húsanna, aðeins 15,9% hafa raf- magn en 90,7% útvarp. Aðeins 6% húsa hafa annað gólf en bera jörðina. 1 plássinu eru tvö hótel, allgóð að þvi er virðist, en litið hafa þau að gera utan stórhátiða. Að hótelunum frátöldum er aðeins einn simi i þorpinu. Smábúðir eru nokkrar en vöruúr- val afar takmarkað. Þar fyr- irfinnst ein tortillu-gerð, ekkert pósthús, engin bensinsala. Riflega 60% ibúanna eru taldir ólæsir, en tveir barnaskólar eru i þorpinu með rúmlega 500 nemendum. Verknámsskóli fyrir 12—15 ára unglinga er skammt fyrir sunnan þorpiö, og getur rúmað 184 nemendur. Börn eru greinilega mörg i hverri fjöl- skyldu, en unga fólkið flytur Pepe kóralkafari. Þorpið Zapotalito viö Chaglahualóniö Marshal brýtur gómsætar ostrur úr skel, gjarnan á brott. Fólk á aldrinum 40—90 ára er hinsvegar aðeins 154 eða riflega 10% ibúa. Seigla mexíkanskra herstöðva- andstæðinga Puerto Angel stendur við litla, hringlaga vik; mynnið er þröngt og háir klettar á báða vegu mynnisins. Upp frá vikinni er landið hæðótt, gróið grasi, runn- um og kjarri. Gulur sandur i fjöru. Byggðin liggur upp frá fjör- unni og býsna þétt. Jarönæði virðast þorpsbúar ekki hafa neitt að marki, enda lifa flestir af fiski. Fyrir fjórum árum reisti mexi- kanski flotinn radióstöð i þorpinu og er nærvera dátanna i stöðinni býsna sérkennileg i þessu friðsæla þorpi. Syngja þeir þjóðsönginn og skjóta af byssu klukkan 8 á morgnana og æfa sig einstöku sinnum að ganga i takt um aöalgötuna i þorpinu. Vakti það hrifningu þegar kvendátarnir rembdust við taktinn, enda vart aö búast við árangri þvi gárungarnir striddu þeim óspart. buðu þeim bjór i hitanum, geröu athugasemdir við útlit þeirra og klæðaburð. Skemmtu sér allir og liðsforinginn ekki sist. Var alvörúsvipur æfinganna heldur takmarkaður. Væri betur að allur mexikanski herinn væri ámóta góðlátlegur og meinlaus að sjá. Herstöðin eignar sér dáiitla rönd af fjörunni og er túristum ekki heimilt að tjalda i herfjörunni. Einstöku sinnum hrintu dátar fram báti og æfðu áratogin. Var takturinn iitlu betri en hjá kvendátunum á götunni. Við tjölduðum rétt viö her- fjöruna en létum mexíkanska flotann i friði, enda ekki i okkar verkahring að abbast upp á hlut- lausa heri. Hins vegar átti stöðin sina andstæðinga sem voru asnar tveir er á hverri nóttu reyndu að laumast inn fyrir giröingar stöðvarinnar og bita þar grósku- mikið gras mexikanska rikisins. Var næsta broslegt að sjá alvopnaða dáta hlaupa á eftir ösnunum nótt eftir nótt og hrekja þá aftur út á aðalgötuna eða niður i fjöru. Sýndu þessir mexikönsku herstöðvaandstæöingar ótrúlegan þráa og seiglu og létu sér ekki segjast. Dáum við mexikanska asna meir eftir en áður. Mættu herstöðvaandstæðingar vitt um veröld læra af ösnum þessum. A hina hlið við tjald okkar i fjörunni voru þrir litlir veitinga- staðir i röð, steingólf aö hluta, annars bara sandur, þak af pálmablöðum yfir. Þarna var gott að sitja i skugganum, lepja öl og skrifa fyrsta pistilinn i Þjóð- viljann. Allir eru staöir þessir i eigu sömu fjölskyldunnar og einn að auki hinum megin við götuna. Nægjusamir fiskimenn Svo sem fyrr segir lifa flestir af fiskveiðum. Stutt er á miðin, sjór oftast sléttur. Róa menn saman tveir og fjórir i báti, gjarnan með utanborðsmótor. Fiskimennirnir halda árla á miðin, oftast milli 4 og 6. Veiðarfærin eru netstubbar og einhvers konar lina, auk þess sem þeir skutla fisk og kafa eftir ostrum á grunnu vatni. Veiði dagsins þætti smá á Vestfjöröum, en veiðimennirnir hér eru nægju- samir. Stundum koma þeir að landi með fáeina fiska, stundum marga tugi. Helstu fiskarnir voru barrilete, sem minnir á makrll, huachinango, sem er rauður og þykkur, áþekkur karfa, robalo, sem gæti verið ýsa og lora, sem er stór og þykk, blá og græn aö lit með stóran.hnúð á hnakka. Allur er fiskur þessi bragðgóður en loran þó best. Fiskimennirnir sel|ÉMt>orps- búum hluta aflans i fjorunni og nutum við þess að éta glænýjan fiskinn i hádeginu. Þegar sæmi- lega aflast selja þeir afganginn i samlag, þar sem fiskurinn er slægður, isaður og slðan seldur á markað til Oaxaca, Acapulco eða jafnvel alla leið upp til Mexikó. En fiskurinn er vissulega ekki sá Frh. á næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.