Þjóðviljinn - 03.07.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 03.07.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 3. júli 1981 Aðalfundur Lifeyrissjóðs Tæknifræðingafélags Islands verður haldinn i hinum nýju húsakynnum sjóðsins að Lágmúla 7, 3. hæð, mánudag- inn 6. júli 1981, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin Húsnæði óskast Óska eftir góðri stofu með eldhúsi eða eld- unaraðstöðu. Vinsamlega hringið i sima 25124. Garðabær — lóðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingarfulltrúi i sima 42311. Bæjarritari. Eflum framfarir fatlaðra Gíróreikningur 506000-1 Áskrift- kynning tsssft vió bjóóum nýjum lesenóum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta. Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki aóra segja ykkur hvaó stenóur í Þjóóviljanum. sími 81333 PIOOVIIIINN Minning Jón Lárusson loftskeytamaður Það grunaði engan, þegar Donni kom til vinnu á Veðurstof- unni að morgni hvitasunnudags, að hans siðasta vakt væri hafin. Og hún varð reyndar ekki löng. Rúmum hálftima siðar var hann kominn á sjúkrahús, og lif hans hékk á bláþræði. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést hálfum mánuði seinna, þann 20. júni. Rúmlega 35 ára starfi á f jar- skiptadeild Veðurstofunnar var lokið. Jón Lárusson var fæddur i Reykjavik 12. júli 1912, og var þvi tæplega 69áraerhann lést. Hann var loftskeytamaður að mennt, og til þeirra starfa réðist hann á Veðurstofunni árið 1946. Starfs- semi Veðurstofunnar óx mjög um þessar mundir og var að komast i það horf, sem hún hefur verið i siðan: Á fjarskiptadeiid er safnað veðurskeytum viðsvegar að úr heiminum og þau færð veður- spádeild til úrvinnslu. Reyndar hafa orðið örar framfarir i fjar- skiptatækni á þessum tima, i stað heyrnartóla og morse-lykils komu fjarritarar og loks tölvu- búnaður, og störfin á fjarskipta- deildinni hafa breyst i samræmi við þær. Starfsmenn deildarinnar hafa þvi oft orðið að tileinka sér ný vinnubrögð. Donni var reyndar ekki sérlega nýjunga- gjarn i starfi, honum var efst i huga að vinna sin störf eins vel og kostur var, og þvi kunni hann best þeim aðferðum, sem hann þekkti til hlitar. En engu að siður lagði hann sig allan fram við að ná sem fyrst fullu valdi á þeim nýju vinnubrögðum, sem tæknin krafðist, og varð jafnan vel ágengt. . Starf eftirlitsmanns fjarskipta, eins og staða hans hét nú siðustu árin, er vandasamt ábyrgðar- starf. Við minnsta andvaraleysi geta mikilvægar upplýsingar farið forgörðum, starfið krefst þvi mikillar árvekni og sam- viskusemi, og þá eiginleika átti Donni i óvenju rikum mæli. Það má fullyrða, að við fráfall hans sér Veðurstofan á bak einum sinna allra bestu starfsmanna. Sagt er að maður komi i manns stað. En það rúm, sem Donni átti i hugum samstarfsmanna sinna er stórt og vandfyllt. Hann var einstakt ljúfmenni, öllum sem kynntust honum, þótti vænt um hann. Hann var hógvær og litil- látur, vildi öllum vel og aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni. Hann var léttur i skapi og gamansamur, en gamanið varð aldrei grátt. Þessir ágætu eigin- leikar hans höfðu góö áhrif á vinnufélagana, og á vöktunum með Donna rikti sérstaklega notalegt andrúmsloft. Hann var viðræðugóður, en var þó aldrei margmáll um sig og sina. Við, sem kynntust honum eingöngu á vinnustað, vissum þvi raunar litið um fjölskyldu hans. Þó duldist engum, að samband hans við fjölskylduna var ákaf- lega hlýlegt, og hann og hans ágæta eiginkona, Helga Guðjóns- dóttir, voru mjög samhent. Það var auðfundið, að hann hlakkaði til að setjast i helgan stein og njóta samvista við fjölskyldu sina á næsta ári, eftir langt ævistarf i erilsamri vaktavinnu. En margt fer öðruvisi en ætlað er. Ég vil, fyrir hönd starfsfélaga hans á Veðurstofunni, votta ást- vinum hans, eiginkonu, börnum og barnabörnum, samúð okkar. Þó sorgin sé þungbær við svo skyndilegt og óvænt fráfall þess. á Neskaupstað 1 sl. viku hófust framkvæmdir við byggingu safnaðarheimilis á Neskaupsstað og er áætlað að koma þvi undir þak á þessu sumri og ganga frá húsinu að utan. Safnaðarheimilið verður reist á lóð vestan og norðan við Norð- fjarðarkirkju 0g tengist henni með gangi. Það verður um 200 ferm að grunnfleti á einni hæð, byggt úr steinsteypu og timbur- einingum frá Húseiningum, Siglufiröi. 1 húsinu veröur sam- komusalur, skrifstofa sóknar- prests og sóknarnefndar, eldhús, snyrting og geymslur. sem manni er kær, er það vist að timinn læknar öll sár, og þá er hollt að rifja upp ljúfar minningar frá liðnum samverustundum. Ég þykist vita, að þar sé af nógu að taka. Þá viljum við að lokum þakka Donna fyrir samveruna. Það hlýtur að bæta hvern mann að fá að kynnast slikum öðlingi, og við, sem áttum þvi láni að fagna að vinna með honum, lengur eða skemur, munum minnast hans með innilegu þakklæti. Fyrir hönd samstarfsmanna á Veðurstofunni. Guðmundur Hafsteinsson. Arkitektastofan sf. Ormar Þ. Guðmundsson og örnólfur Hall, hafa teiknað húsið, verkfræði- vinnu annast Verkfræðisstofa Sigurðar Thoroddsen og verktaki er Valmi hf. Neskaupsstað. Hraði framkvæmda ræðst að mestu af frjálsum framlögum sóknarmanna og hefur sóknar- nefnd heitið á Norðfirðinga að sýna samstööu og leggja málinu lið með sjálfboðavinnu eða fjár- framlagi. Byggingarstjóri er Þórir Sigurbjörnsson og geta þeir sem vilja styðja verkið snúið sér til hans eða sóknarprestsins, Svavars Stefánssonar. L I Safnaðarheimili Kaffiboö á Mokka Aukaverðlaun i áskrifendaþraut Þjóðviljans sem dregin verða út mánudaginn 6. júli

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.