Þjóðviljinn - 18.07.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Síða 3
Helgin 18.—19. jiill 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nýjar bækur og tímarit Fyrsta skáldsaga Valgerðar Þóru órarheitir fyrsta skáldsaga nýs höfundar, Valgeröar Þóru. Otgefandi er Letur. „Þetta var ekki skáldsaga til aö byrja meö, heldur marg- ar smásögur”, segir höfundur i stuttri greinargerö. Aöal- persóna sögunnar er Gréta, lýst er uppvexti hennar og þroska, listamannsdraumum, hjúskap, ástarævintýrum, kynnum af rauðsokkum og fleiri algengum tiöindum úr samtima. Bókin er 106 bls. Nýtt rit um Laxness: Frá Uglu til Jóns Prímusar Innovation und Restaur- ation (Nýsköpun og viöreisn) heitir doktorsritgerö um eftir- striösskáldsögur Haildórs Laxness sem komin er út i Sviss. Höfundur er Aldo Keel. Bókin kemur út I flokknum „Beitrage zur nordischer Philologie” hjá Helbind und Lichtenhahn. Höfundur beinir einkum athyglinni að tveim skáld- sögum — Atómstöðinni og Kristnihaldi undir jökli. Höfuðástæöan er sú, aö aðeins þessar tvær skáldsögur gerast i samtfmanum, þ.e. á eftir- striðsárunum. Auk þess finnst honum þær lýsa vel annars- vegar pólitískri og listrænni stööu höfundarins við upphaf þessa tíma og þeirri „þróun frá pólitík” sem hann telur fullkomnaða i Kristnihaldi undir jökli. Höfundur leggur bersýni- lega mikla áherslu á hug- myndalega þróun höfundur — frá Uglu sem persónugerir J „sterkt afl, bundið fram- tiðinni” til þess „umburðar- lyndis”,sem Aldo Keel finnst i raun staðfesting á rikjandi ástandi i Kristnihaldi og fleiri ritum. Um leið er allýtarlega fjallað um vanda skáldsagna- höfundar á vorum dögum, breytta afstöðu Halldórs Lax- ness til lesandans og um hlut- verk sögumanns. Bókin er 151 bls. Heimspekideild Háskólans I f Zurich samþykkti ritgerðina I ■ fyrrasumar. —áb. I Vegahandbókin: Endurbætt 4. útgáfa Bókaútgáfan örn og Örlyg- ur hefur sent frá sér fjóröu út- gáfu Vegahandbókarinnar eft- ir Steindór Steindórsson frá Hlööum. Vegahandbókin veit- ir leiösögn á öiium vegum landsins. Hún byggir á vega- númerakerfi Vegageröar rlk- isins. A hverri slöu er tekinn fyrir ákveöinn vegarhluti. A öörum helmingi slöunnar er uppdráttur af viökomandi vegi og nánasta umhverfi, en á hinum helmingi slöunnar er saga og sérkenni staöanna rakin i stultum og hnitmiöuö- um texta. Uppbygging bókarinnar er með þeim hætti að hægt er að ferðast eftir henni i báöar áttir en ekki bara i aöra áttina eins og titt er i leiðarlýsingum. Það kemur fram i formáls- orðum ritstjóra bókarinnar, Örlygs Hálfdánarsonar, að mikil vinna hefur verið lögö i að yfirfara og endurskoöa vegakortin sem fylgja texta hverrar siðu og kemur þaö fram á nánast hverju einasta korti bókarinnar. Þá hefur textinn verið tekinn til endur- skoöunar eftir þvi sem að- stæður kröfðust á hverjum stað og margs konar nýjum fróðleik bætt i bókina sem er 464 bls. Nýlega hefur hafið göngu sina nýtt samnorrænt tlmarit, NORDISK SOSIALT AR- BEID. Þetta er fagtimarit félagsráðgjafa á Norður- löndum, en fagfélagið í hverju Norðurlanda á sinn fulltrúa i ritstjórn timaritsins. Rit- nefndir starfa siðan i hverju landi, en aðalbækistöð rit- stjórnarstarfsins er 1 Osló. I islensku ritnefndinni sitja Nanna K. Siguröardóttir, Sævar B. Guðbergsson og Sigrún Júllusdóttir. Blaöið nýtur f járhágsstuðnings sænska og norska félagsmála- ráöuneytisins. Timaritið, sem býöur upp á efni varðandi stefnur og strauma á sviði félagsmála- þjónustu á erindi til allra, sem starfa á félagsmálasviði eða láta sig varða félagsstörf og félagsmálastefnur. Einkum eru þaö félagsráðgjafar og sa mstarfsstéttir þeirra, stjórnendur stofnana, félags- vlsindamenn, stjórnsýslu- og stjórnmálamenn. Tlmariliö kemur Ut fjórum sinnum á ári. Þaö inniheldur greinar um rannsóknarverk- efni, yfirlitsgreinar, umræðu- greinar og bókakynningar. 1 Ihverju hefti er fjallað um sér- stakt svið. Fyrsta heftið, sem kom Ut I april s.l. fjallar um . „SOSIALT ARBEID I 80- I ARENE”. öll löndin leggja DORDISK SOSIALT ARBEID Mr. 1, árg. 1,1981 —— þar fram sinn skerf til grein- ingar á félags- og efnahags- ástandiá Norðurlöndum nU og framtlöarmöguleikum skjól- stæðinga og félagsmálastarfs- fólks. 1 ritstjórn eru: Sissel Seim (Noregur), Leif Mathiasen (Danmörk), Stig Larsson (Svíþjóð), Jaakko Nikula (Finnland) og SigrUn JUlIus- dóttir (Island). Þeir, sem hafa áhuga á að gerast áskrif- endur, snUi sér vinsamlegast til Sævars B. Guðbergssonar, simi 29000/370. að glíma við „byggðaleikhús” „A ráðstefnunni var aðallega fjallað um „byggðaleikhús”, eða leikhús sem byggir á sögu eða at- burðum viökomandi byggðar- lags, en slikar leiksýningar eru nú mjög vinsælar á Noröur- löndum”, sagði Signý Pálsdóttir, frá Stykkishólmi, sem er nýkom- in frá Sviþjóð, þar sem haldið var sameiginlega aöalfundur NARíNordisk AmatörteaterrSd) og fyrrgreind ráðstefna. Signý er formaður Leikfélags Stykkis- hólms og á sæti I stjórn Banda- lags islenskra íeikfélaga. „Ráðstefnan var haldin I Nor berg I Sviþjóð og þar sáum við einhverja þekktustu og vinsæl- ustu áhugamannasýningu, sem sett hefur verið upp á Noröur- löndum á siðustu árum, „Spelet om Norbergsstrejken” sem geng- ið hefur árum saman og fjallar um verkföll i námum i Norberg.” „Eru fleiri slikar sýningar I uppsiglingu á hinum Norður- löndunum?” Væri gaman M. ■ Í| Signý Pálsdóttir, formaftur leikfélagsins Grimnis. „Já, bæði eru komnar upp slikar sýningar og aðrar eru i undirbúningi. I Svlþjóð eru fjögur slik leikrit I gangi og nú er veriö að undirbúa i Danmörku sýningu um tigulsteinaverksmiðjurnar.” „Nú voruð þið einnig með aðal- fund hjá NAR. — Hvað var helst til umræðu?” „Það var verið að ræða menntunarmál áhugaleikara og jafnframt að leggja drög að sam- vinnu og starfi á næsta leikári. Starfsemi áhugaleikhúsa á Norðurlöndum fer stöðugt vax- andi og nú hafa veriö stofnaöir — Rætt við Signýju Pálsdóttur, form. leikf Grímnis í Stykkishólmi mjög viða leikhringir, sem gefa leikfélögum tækifæri til að heim- sækja hvert annaö á milli landa.” „Þú ert formaður Leikfélagsins Grimnis i Stykkishólmi. Hvernig gengur starfsemin hjá ykkur?” „Hún hefur gengið mjög vel, og það er mikill áhugi á leiklist i Stykkishólmi. Hér hefur verið leikið frá þvi um 1850, þegar danskir kaupmenn gengust fyrir sýningum og tónleikahaldi. Þaö má þvi segja að viö byggjum á óvanalega langri og rótgróinni hefð i leiklist”, sagði Signý og bætti við: „Það væri vissulega gaman að koma hér upp sýningu, sem byggði á sögulegum at- burðum úr byggðalaginu, hliö- stætt sýningunum, sem fjallað var um á ráðstefnunni og hver veit nema sá dagur komi að við komum meö siika sýningu. Það er að minnsta kosti alveg tima- bært.” þs Lekavandamál leyslr þú með Aquaseal nounsEM. Rétt ráö gegn raka OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 Aquaseal 40 Heavy Duty er sér- staklega hentugt á flöt þök þar sem pollar myndast gjarnan. Aquaseal 88 er þykkur kíttismassi með frábæra þéttieiginleika. Hentar því vel í samskeyti og sprungur. Aquaseal Flashing er sjálflímandi þéttiborði með biklagi og álþynnu til hlífðar. Sterkt lím sem grípur strax. Hentarvel t. d. við reykháfa. Aquaseal Waterproofing Tape. Vatnsþéttilímband sem hentar víða. Á bílþök, hjólhýsaþök, glerhús, - nán- ast hvar sem er. Límbandið er þræl- sterkt, harðnar ekki og fylgir ójöfnu undirlagi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.