Þjóðviljinn - 18.07.1981, Page 11
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II
KTikmyndir
Söngkonan Willie (Hanna Schygulla) sem allir hermenn dáöu i seinni heimsstyrjöldinni. Úr myndinni Lili Marleen.
Fassbinder.
Ingibjörg
skrifar
Fassbinder og Lili Marleen
Rainer Werner
Fassbinder hefur löngum
verið umdeildur kvik-
myndastjóri. Hann á áreið-
anlega heimsmet i kvik-
myndaframleiðslu — ég er
löngu búin að týna tölunni
yfir myndir sem frá hon-
um hafa komið, en á fyrstu
tíu árum ferils síns
(1969—79) gerði hann yfir
30 myndir, bæði fyrir kvik-
myndahús og sjónvarp. Og
enn er hann að!
Þaö segir sig sjálft aö ekki eru
allar þessar myndir meistara-
verk. Hinsvegar liggur i augum
uppi aö maöur sem framleiöir öll
þessi býsn af kvikmyndum, og
semur flest handritin sjálfur (auk
þess sem hann leikur i mörgum
kvikmynda sinna og hefur stund-
um annast kvikmyndatöktma .
lika) — slikum manni liggur eit^-
hvaö mikiö á hjarta og hann
hefur fundið i kvikmynda-
listinni þann miöil sem
hentar honum til aö tjá sig.
Þegar svo þar viö bætist, aö
meöal þessara mynda eru perlur
einsog „Ottinn etur sálina”,
„Hjónaband Mariu Braun” ofl.
þá er auðséö aö hér er á feröinni
maöur sem skiptir máli og veröur
ekki afgreiddur meö einföldum
klisjum einsog nú viröist lenska
meöal sumra starfssystkina
minna hér i borg. Einn þeirra
fann upp töfraoröið „ofmetinn”,
skellti þvi á Fassbinder alsak-
lausan og nú étur hver eftir öör-
um: Fassbinder er ofmetinn
kvikmyndastjóri.
Umdeildur, mikils metinn, litils
metinn, hataöur, elskaöur — en
ekki ofmetinn! Þótt nokkrar af
myndum Fassbinders hafi borist
hingaö og hann hafi þar af leið-
andi eignast hér svolitinn aödá-
endahóp, er langt frá þvi aö
„Fassbinder-frikin” vaöi hér
uppi og ráöi kvikmyndavali bió-
anna, einsog einn háttvirtur
starfsbróöir minn vill vera láta.
Sannleikurinn er sá, aö þessar
myndir sem viö höfum fengið aö
sjá eru ekki nema hluti af fram-
leiöslu Fassbinders, enn eigum
viö eftir aö sjá margar myndir
eftir hann. Þaö væri t.d. ekki úr
vegi aö Islenska sjónvarpiö tæki
sig til og sýndi okkur nýjustu
sjónvarpsserluna hans, „Berlin-
Alexanderplatz”, sem vakiö hef-
ur mikla athygli viöa um lönd.
Þriðja kynslóðin
Háskólabió hefur nú á stuttum
tima sýnt tvær Fassbinder-mynd-
Frá Fjölbrauta-
skólanum á Selfossi
Enn er unnt að bæta við nemendum á 1.
önn iðnnáms.
Umsóknir sendist Iðnskóla Selfoss fyrir 1.
ágústn.k..
Skólameistari
ir, „Ar þrettán tungla” (Im Jahr
mit 13 Monden) og „Þriöju kyn-
slóöina” (Die dritte Generation),
og Regnboginn sýnir um þessar
mundir „Lili Marleen”. Siöast-
nefnda myndin er nýjust þessara
þriggja, gerö I fyrra.
Þaö er mjög fróölegt að bera
saman myndir einsog Þriöju kyn-
slóöinaog Lili Marleen. Þær eru
afar ólikar, þótt báöar beri sterk
einkenni Fassbinders. Þriöja
kynslóöin gerist i nútímanum og
er liöur i uppgjöri Fassbinders
við borgarskæruliöa, terrorista.
Nafn myndarinnar bendir til þess
að fjallað sé um þriöju uppreisn-
arkynslóöina. Sú fyrsta var svo-
nefnd ,,1968-kynslóö”, næst kom
„Baader-Meinhof-kynslóðin”, en
þaö fólk sem nú gengur um
sprengjandi og skjótandi er af
öörum toga spunniö og litil mein-
ing I geröum þess, ef marka má
Fassbinder.
Meginhugmyndin I Þriöju kyn-
slóðinniviröist vera sú, aö valda-
stéttir þjóöfélagsins notfæri sér
terrorismann og stjórni i raun
þessum hópi sakleysingja sem
heldur sig vera i uppreisn gegn
þjóöfélaginu. Þetta er góö hug-
mynd, svo langt sem hún nær, en
aö minu viti tekst Fassbinder
ekki aö koma henni nægilega vel
til skila. Hann flækir málin óþarf-
lega og myndin er litt aögengileg,
a.m.k. utan V-Þýskalands. Mér
er reyndar til efs aö þýski
meöaljóninn skilji baun I þvl sem
maöurinn er aö segja, hvaö þá
aörir.
Lili Marleen
Allt ööru máli gegnir um I.ili
Marleen.Sú mynd fjallar um for-
tiöina og sver sig I ætt viö Hjóna-
band Mariu Braun, örvæntingu
og Berlin-Alexanderplatz.
Sumir eru þeirrar skoöunar aö
þvi óskiljanlegri og flóknari sem
kvikmyndir eru, þvi meiri lista-
verk hljóti þær aö vera. Sam-
kvæmt þessu eru myndir sem
hitta i mark og hljóta náö fyrir
augum áhorfenda ekki annaö en
ómerkileg afþreying. Ég held
hinsvegar, aö umræddar myndir
Fassbinders sanni haldleysi þess-
arar kenningar. Lili Marleen er
aö minum dómi stórmerk kvik-
mynd og mun sterkari en Þriöja
kynslóöin. Ekki eingöngu fyrir þá
sök aö hún er hrein og bein og
kemur boöskap sinum á framfæri
málalenginga, en þaö hjálpar.
Þegar á allt er litiö hlýtur þaö
aövera kostur á listaverki
en ekki löstur, aö þaö
nái til áhorfandans
og snerti einhverja
strengi.
t Lili Marleener fjallaö um þaö
timabil þýskrar sögu sem Þjóö-
verjum er mest feimnismál.
Fassbinder er mikiö i mun aö
gera sér og öörúm grein fyrir
þessu timabili og kryfja þaö líf
sem þá var lifað. Af þessu hafa
Þjóðverjar litiö gert, og þvi þykir
Fassbinder djarfur og ögrandi
þar i landi, og fer ómælt I taug-
arnar á þeim sem vilja umfram
allt geyma likið i lestinni.
Ómöguleg ást
Lili Marleen er ein þeirra
mynda Fassbinders sem ekki er
gerö af vanefnum, og hún er ein
af fáum myndum sem hann hefur
gert eftir handriti annars. Fram-
leiöandi myndarinnar er Luggi
Waldleitner, og Manfred Purzer
samdi handritið, sem byggt er á
endurminningum söngkonunnar
Lale Anderson. Fassbinder hefur
sjálfur sagt svo frá, aö hann hafi
áskiliö sér allan rétt til aö breyta
handritinu aö vild, enda er frjáls-
lega fariö meö endurminningar
konunnar sem geröi lagiö um Lili
Marleen heimsfrægt.
Þá hefur þaö einnig veriö haft
eftir Fassbinder, aö myndin f jalli
um listamann, sem kemst „á
toppinn” i þjóöfélagi sem hann
hatar. Þaö er einmitt þaö sem ég
hef gert sjálfur, segir Fassbinder.
Sjálfsagt ber aö skilja þetta svo,
að söngkonan Willie, sem leikin
er af Hönnu Schygulla, sé i raun
sérlegur fulltrúi leikstjórans, og
jafnframt að leikstjórinn sé hinn
raunverulegi höfundur myndar-
innar. Undir þetta álit er einnig
rennt þeirri stoö, aö þema mynd-
arinnar er langt frá þvi aö vera
nýtt i Fassbinder-myndum.
Þarna er semsé veriö aö f jalla um
ómögulega ást, rétt eina feröina.
Willie er þýskur arii og elskar
gyöing — hvaö getur verið
ómögulegra áriö 1938? Hún er
neydd til að fórna þessari ást fyr-
ir glæsilegan söngferil i Þriöja
rikinu. Og þaö sem er kannski
merkilegast viö þessa sögu, og
gerir hana óllka öörum slikum, er
að þegar stærstu hindruninni —
sjálfri heimsstyrjöldinni — hefur
veriö rutt úr vegi kemur I ljós aö
enn er fyrir hendi sú hindrun sem
með öllu er óyfirstiganleg: auöur
og völd gyðingafjölskyldunnar,
sem ástvinur Willie er partur af.
Lili Marleen er falleg og hrif-
andi mynd, auöskilin og áhrifa-
mikil. Hún er melódramatisk en
veröur þó aldrei væmin, og býöur
ekki upp á einfaldar lausnir i for-
múlustil. Leikur Hönnu Schygulla
er frábær. Eftir frammistööu
hennar i Hjónabandi Mariu
Braunog Lili Marleen hlýtur hún
að teljast til athyglisveröari kvik-
myndaleikara nú um stundir.
Giancarlo Giannini leikur ástvin-
inn og Mel Ferrer leikur fööur
hans, og eru báöir afbragös góöir.
Þegar Fassbinder var spuröur
hversvegna hann heföi ráöiö sllk-
ar stjörnur i þessi hlutverk svar-
aöi hann stutt og laggott: Þaö
besta viöstjörnur er nefnilega, aö
þær eru oft betri en aðrir leikar-
ar.
Sýning íbúðar
Ibúðir i 2. byggingaráfanga verkamanna-
bústaða verða til sýnis að Hólabergi 72,
dagana 18. og 19. júli, þ.e. laugardag og
sunnudag, milli kl. 14 og 22.
Stjórn V.B.