Þjóðviljinn - 18.07.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. júll 1981 Hversu kristni kom á íslandi fyrir 1000 árum „Nú hefur þat, hversu kristni kom á ísland, at maðr hét Þorvaldur Koðránsson, bróðursonr Atla hins ramma". Þannig hefst frásögnin af sögu kristniboðs á Islandi í Kristni sögu, sem varðveitt er í Hauksbók. Hin íslenska þjóðkirkja minnist um þessar mundir 1000 ára af- mælis kristniboðsins og miðar þá við árið 981. Sagnfræðingar eru ekki á eitt sáttir um það hvenær Þorvaldur hinn viðförli kom hingað til lands ásamt Friðreki biskupi af Sax- landi til að hefja kristni- boð, enda erfitt úr að skera, en sennilega var það einhverntíma á bilinu 981—986. Tíminn skiptir ekki öllu, stærri spurning er hvernig það mátti ger- ast að kristni komst hér á svo til átakalaust, ef marka má heimildir. Sú saga er bæði skemmtileg og fróðleg, en við saman- tekt þá sem hér fer á eftir skal minnt á að heimildir eru ótraustar, enda ritaðar löngu eftir að atburðir gerðust og hagsmunir kirkjunnar komnir til sög- unnar. Saga krístni- boðs í fornum heimildum Lof ið drottin meður hörpuslætti, lofið hann með bumbum, lofið hann með strengjaleik, stendur á töf lunni við hlið guðspjallamannsins. Lýsing úr íslensku handriti. * Sagði Þangbrand- ur margt frá dýrð guðs engla Atburða þeirra er leiddu til kristnitökunnar er viöa getið i fornum heimildum. Þó er talið að þær séu flestar runnar frá latinu- handriti að Ólafs sögu Tryggva- sonar, sem Gunnlaugur munkur Leifsson ritaði einhverntima um 1200. Það handrit er glatað. Gunnlaugur er talinn ótraustur heimildarmaður, segir i Sögu ís- lands I. Eldri heimild er tslend- ingabók Ara fróða, svo og Land- námabók. í hinni fyrri er kristni- sagan rakin, en i Landnámabók má finna ýmis fróðleiksbrot um kristna landnámsmenn og sögu þá er siðar gerist. Kristnir landnemar Það er upphaf sögu þessarar, að Ari hinn fróöi segir i Land- námu, að þá er landnemar komu hingað út, hafi verið fyrir i land- inu kristnir irskir munkar. Ekk- ert annað er um þá vitaö, nema hvað mun eldri heimild Dicuilus- ar munks getur þess, að munkar hafi dvalið nokkra mánuði á Thule, sem gæti verið tsland. Meðal landnámsmanna var kristið fólk, einkum afkomendur Ketils flatnefs, en sú ætt stað- næmdist um stund á Suðureyjum og er ekki óliklegt að þar i sveit 'hafi þau komist i kynni við kristna trú, enda England, trland og eyjarnar löngu orðnar kristn- ar. Afkomendur Ketils voru t.d þær Auður djúpúöga sem nam land við Hvammsfjörð og Þórunn hyrna sem giftist Helga magra. Þau hjón námu land við Eyja- fjörð. Aðrir ættingjar þeirra voru sunnan heiða, svo sem á Kjalar- nesi og er af þessari ætt ,,nær allt stórmenni komit á tslandi” segir i Landnámu. Þessi stóra kristna ættdreifðist viöa um landið sam- kvæmt Ara fróða. Þó bætir hann þvi við að kristnin hafi haldist illa i ættum. Úm áhrif irskra þræla og ambátta er auðvitað ekkert sagt i heimildum, hvað þá kristinna mæðra, þó má lesa út úr mörgum tslendingasögum að irskar konur áttu börn meö húsbændum sinum og hafa eflaust alið þau upp i kristnum anda. Sigurður Lindal segir i tslands sögu I: ,,Er senni- legt að kristnir þrælar hafi ekki átt minnstan þátt i aö miðla þeim (þ.e. kristnum áhrifum innsk. — ká), og ber þá að hafa i huga hlut ambátta i uppeldi barna.” Um kristni i landinu áður en skipulagt kristniboð hófst er erfitt að fullyröa, en öruggt má telja að landsmenn hafi þekkt sæmilega kristnar hugmyndir, enda karlar mikið á flakki til útlanda ef marka má sögur, og hingað til lands komu kristnir kaupahéðn- ar. „Talaði Þorvaldur trú fyrir mönnum” Sjálf kristniboðssagan hefst á útkomu þeirra Þorvaldar viöförla og Friðreks biskups, svo sem áð- ur segir. Heimildir tala fagurlega um Þorvald, hann fór i viking, en var göfugmenni hið mesta og gaf til útlausnar herteknum mönnum það sem i hans hlut féll af ráns- feng vikinga: „allt það er hann þurfti eigi aö hafa til kostar sér”. Þeir Þorvaldur og Friðrekur fóru um Norðlendingafjórðung og „talaði Þorvaldur trú fyrir mönn- um, þvi að byskup undirstóö þá eigi norrænu”. Tóku nokkrir við trú, en þeir mættu einnig nokk- urri andstöðu. Frá trúboði þeirra eru sagðar nokkrar kraftaverka- sögur sem eiga væntanlega að sanna að Kristur var með i för. Það er mjög i anda þessa tima að tiunda sli'kar frásagnir, enda sög- ur seinni biskupa fullar af sli'ku, þá reyndar til að sanna, að þeir væru helgir menn. Friðrekur klauf stein og efldi elda á berserki. I Kristni sögu segir: „Þar (að Giljá i Vatnsdal) kómu berserkir tveir, er Haukur héthvárrtveggi. Þeirbuðu mönn- um kúgan og gengu grenjandi og óðu elda. Þá báðu menn byskup, að hann skyldi fyrirkoma þeim. Eftir það vigði byskup eldinn, áður þeir æði, og brunnu þeir þá mjög. Eftir það gengu menn að þeim og drápu þá.” Þeir Þorvald- ur héldu til þings sumarið eftir til að boða trú, en þar var þeim illa tekið og var kveðin um þá niðvisa sem gaf i skyn að Friörekur væri kynvilltur og hefði alið 9 börn, hverra faðir væri Þorvaldur. Drap Þorvaldur þann er niðið kvað og var það i samræmi við gildandi hefðir. Næst reyndu þeir að komast á Hegranesþing til trú- boðs en voru baröir grjóti og gerðir sekir, að heiðnum lögum. Næsta sumar ætluðu þeir enn á Alþingi en þá var gerð að þeim aðför og átti að brenna þá inni. Ókunnur kraftur kom þeim til hjálpar: „Þeir (er að þeim sóttu) áðu hrossum sinum, áöur þeir riðu heim á bæinn að Lækjarmóti, en er þeir skyldu á bak hlaupa, flugu fuglar upp hjá þeim. Við það fældust hestarnir þeirra, og féllu menn af baki. Sumir brutu hendur sinar, en sumir fætur eða skeindust á vápnum sinum, frá sumum hljópu hrossin, og fóru þeir við það heim aftur.” Fóru þeir biskup úr landi eftir þetta og eru þeir úr sögunni. I Ólafs sögu helga hinni mestu er sagt frá kristniboðanum Stefni Þorgilssyni sem Ólafur konungur Tryggvason sendi hingað út, en honum var illa tekið, „menn skipuðust lítt við hans kenning- ar”. En nú tók Ólafur Tryggvason Noregskonungur til sinna ráða og fannst illt aö vita af heiöinni þjóð þar úti i höfum, en einnig kunna aörar og hagrænni orsakir að liggja að baki Islandsáhuga hans. Ólafur sendi út prestinn Þang- brand sem var hvorki meira né minna en greifasonur frá Brim- um að þvi er Kristni saga segir. Hann þótti óspektarmaður hinn mesti, en náði þeim árangri sem þurfti, til að þoka málum áfram. Þangbrandur snéri sér að höfðingjum og segir svo frá sam- skiptum hans við Siðu-Hall: „Hinn næsta dag fyrir Mikjáls- messu þá létu þeir Þangbrandur heilagt að nóni. Þá var Hallur þar i tjaldinu. Hann spurði: „Hvi léttið þér nú verki?” Þangbrandur segir: „A morg- un er hátið Mikjáls höfuðengils” Hallurspurði: „Hversu er hann háttaður?” Þangbrandur svarar: „Hanner settur til þess at fara mót sálum • kristinna manna”. Siðan sagði Þangbrandur margt frá dýrð guðs engla. Hallur mæiti. „Voldugur mun sá, er þessir englar þjóna”. Og siðar: Um morguninn veitti Þangbrandur tiöir i tjaldi sinu en Hallur gekk og hjón hans að sjá athæfi þeirra og heyrðu klukkna- hljóö og kenndu ilm af reykelsi og sá menn skrýdda guðvef og purpura. Hallur spurði hjón sin hversu þeim þóknaðist athæfi kristinna manna, en þau létu vel yfir. Hall- ur var skirður laugardaginn fyrir páska og hjón hans öll þar i ánni. Hún er siðan kölluð Þvottá.” Haliur kemur aftur við sögu þegar kemur að sjálfri kristnitök- unni, en önnur stórmenni á Suð- urlandi létu einnig skirast svo sem Gissur hviti og Hallur i Haukadal, en frá Gissuri og Haukdælum komu síðar biskupar margir og merkir. Margar sögur fylgja ferðum Þangbrandar um landið og ekki allar fagrar. Hann fór um með sverði og vigaferlum, jafnframt guðs orði. Hann var dæmdur sek- ur fyrir manndráp en fór eigi að sinni. Næst gerist það samkvæmt heimildum að heiðnum mönnum er ekki alveg farið að litast á blik- una og hyggjast beita lögum til að kveða niður hinn nýja trúflokk. Hjalti Skeggjason var dæmdur fyrir goðgá er hann kvað: Vilk eigi goð geyja, Grey þykir mér Freyja. Var hann gerður útlægur af landinu. Hann hélt til Olafs konungs Tryggvasonar, sem þá var i óðaönn að kristna Noreg, ýmist með bliðu eða striðu. I Lax- dælu sem að visu er skáldskapur segir: „Einhvern daginn átti konung- ur þing i bænum (Þrándheimi) út á Eyrum og talaði trú fyrir mönn- .um, langt erindi og snjallt. Þrændir höfðu her manns og buöu konungi bardaga i mót. Konungur hvað þá vita skyldu, að hann þótt- ist átt hafa við meira ofurefli en berjast þar við þorpara i Þránd- heimi. Skaut þá bóndum skelk i bringu og lögðu allt á konungs vald, og var margt fólk þá skirt. En siðan var slitið þinginu.” A þessu umrædda þingi voru þeir staddir Kjartan ólafsson sem friðastur og fræknastur þótti is- lenskra manna og frændi hans Bolli sem siðar giftist Guðrúnu ósvifursdóttur. Ólafur konungur reyndi mikið til að kristna tslend- inga sem dvöldu i Þrándheimi og bannaði þeim að fara úr bænum, „Skipuðust lítt við hans kenningar” „Grey þykir mér Freyja”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.