Þjóðviljinn - 18.07.1981, Page 13
og úr landi. Þeir þráuðust lengi
við að láta af trú feðra sinna.
Kjartan
lætur skírast
Þó fór svo um siðir að þeir létu
sannfærast.
Enn vitnum við til Laxdælu:
„Konungur lætur margt nytsam-
legt vinna þann vetur. Lætur
hann kirkju gera og auka mjög
kaupstaðinn. Sú kirkja var gerð
að jólum. Þá mælti Kjartan að
þeir myndu ganga svo nærri
kirkjunni að þeir mættu sjá at-
ferði siðar þess, er kristnir menn
höfðu.” Og siðar: „En er þeir
Kjartan voru gengnir i herbergi
sin, tekst umræða mikil, hvernig
þeim hefði á litist konunginn nú,
er kristnir menn kalla næst liinni
mestu hátið, — „Þvi að konungur
sagði, svo að vér máttum heyra,
að sá höfðingi hafi i nótt borinn
verið, er vér skulum nú á trUa, ef
vérgerum eftirþvi sem konungur
býður oss.”
Kjartan segir: „Svo leist mér
vel á konung hið fyrsta sinn, er ég
sá hann, að ég fékk það þegar
skilið, að hann var hinn mesti
ágætismaður, og það hefur hald-
ist jafnan siðan, er ég hefi hann á
mannafundum séð. En miklu best
leist mér þó i dag á hann og öll
ætla ég oss þar við liggja vor mál-
skipti, að vér trúum þann vera
sannan guð, sem konungur býður,
og fyrir engan mun má konungi
nú tiðara til vera, að ég taki við
trúnni, en mér er að láta skirast,
og það eina dvelur, er ég geng nú
eigi þegar á konungs fund, er
framorðið er dags, þvi að nú mun
konungur yfir boröum vera, en sá
dagur mun dveljast er vér sveit-
ungar látum allir skirast.”
Næsta dag lét allur hópurinn
skirast.
Þá lofaði
Þangbrandur
guð”
t Njálu segir frá Þangbrandi og
ferðum hans og kemur þar fram
að menn reyndu að efla galdur á
móti honum. Galdra-Héðinn er
bjó i Kerlingardal fór upp á
Arnarstakksheiði og efldi þar blót
mikið. „Þá ér Þangbrandur reið
austan, þá brast i sundur jörðin
undir hesti hans, en hann hljóp af
hestinum og komst upp á bakk-
ann, en jörðin svalg hestinn með
öllum reiðingi og sáu þeir hann
aldrei siðan. Þá 'lofaði Þang-
brandur guð.”
Eftir vigaferli þau er áður er
vikið að svo og annað mótlæti,
hélt Þangbrandur til Noregs og
kvartaði sáran undan Islending-
um við Ólaf konung Tryggvason.
Ólafur varð hinn reiðasti og
ákvað að nú skyldi láta skriða til
skarar. Hann tók unga islenska
höfðingjasonu i gislingu þeirra á
meðal Kjartan ólafsson. Sá at-
burður varð afdrifarikur um
samband og ástir Guðrúnar
Osvifursdóttur og Kjartans, þvi
Bolli fékk að fara heim til Islands
og hreppti þar Guðrúnu, sam-
kvæmt Laxdælu.
Olafur sendi þá Hjalta Skeggja-
son og Gissur hvita til fslands og
segir i Kristni sögu að Gissuri
hafi tekist að sefa reiði konungs
og fá hann til að hætta við að
drepa tslendinga i Noregi, þvi
„Gissur taldi frændsemi við kon-
ung”. Það sama sumar fann Leif-
ur Vinland hiö góða segir i Kristni
sögu.
Þegar til fslands kom héldu
þeir Gissur og Hjalti áleiðis til al-
þingis og sendu boð frændum sin-
um og vinum að fylkja liði.
„Riðu þeir þá á þing með mikl-
um flokki og til búðar Asgrims
Elliða-Grimssonar, systursonar
Gissurar. Þá hlupu hinir heiðnu
menn saman með alvæpni og
haföi stórnær aö þeir mundu berj-
ast, en þó voru þeir sumir er
skirra vildu vandræðum, þó að
eigi væru kristnir.”
Um hvað
reiddust goðin?
Viö Lögberg var allur þing-
heimur. „Þá báru þeir Hjalti og
Gissur upp erendi sin vel og
sköruglega, en þaö undruðust
menn hversu snjallir þeir voru og
»,vv
Helgin 18,—19. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
hversu vel þeim mæltist, en svo
mikil ógn fylgdi orðum þeirra að
engir óvinir þeirra þorðu að tala
móti þeim. En það gerðist þar, að
annarr maður að öðrum nefndi
sér votta og sögðust hvorir úr lög-
um við aðra, hinir kristnu menn
og hinir heiðnu.”
Þá barst hin fræga frétt til
þingsins að gos væri hafið i ölfusi.
Sögðu heiðnir menn að eigi væri
undur þótt goðinn reiddust tölum
slikum. Snorri goði svaraði að
bragði: „Um hvað reiddust goðin
þá er hér brann hraunið, er nú
stöndum vér á?”
Kemur næst að þætti Þorgeirs
Ljósvetningagoða, legu hans und-
ir feldi og ræðu, þar sem hann
kvað upp þann úrskurð að fslend-
ingar skyldu kristnir vera, hafa
ein lög i landinu, hætta að bera út
börn og eta hrossakjöt, annað
myndi leiða til bardaga, ófriðar
og landauðnar. Þingheimur sætt-
ist á rökstuðning Þorgeirs. „Allir
Norðlendingar og Sunnlendingar
váru skirðir i Reykjalaugu i
Laugardal, er þeir riðu af þingi,
þvi að þeir vildu eigi fara i kalt
vatn,” segir i Kristni sögu og all-
ur þingheimur lét skirast það
sumar. Þar með var kristni á
komin i landinu.
Fyrstu árin þjónuðu erlendir
biskupar við tiðagerðir: „En er
landsmenn vissu, hversu ágætur
klerkur tsleifur (sonur Gissurar
hvita) var, báðu landsmenn hann,
að hann færi útan og léti vigjast
til byskups, og það veitti hann
þeim. Þá var hann fimmtugur að
aldri, er hann var til byskups
vigður. Þá var Leó nonus papa.”
r
E1 eitt mun vera
Allar heimildir um kristnitök-
una og kristniboðið eru skrifaðar
frá sjónarmiði þeirra manna er
ólust upp i samfélagi sem kirkjan
hafði þegar mótað. Um sanngildi
verður ekkert fullyrt, og enn einu
sinni koma nær eingöngu karlar
við sögu, þó að konur kunni að
hafa haft mikil áhrif á útbreiðslu
kristninnar.
t Njálu er að finna dæmi um
kristið hugarfar Njáls á Berg-
þórshvoli sem i sögunni er látinn
vera einn þeirra manna sem tek-
ur kristniboðunum vel. Hann
ákveður að halda sig innan dyra,
er Flosi og menn hans sækja að
Bergþórshvoli. Skarphéðni verð-
ur að orði að nú sé Njáll féigur.
Eldar taka að loga úti fyrir dyr-
um. Þá segir Njáll: „Verðið vel
við og mælið eigi æðru, þvf að él
eitt mun vera og skyldi langt til
annars sh'ks. Trúið þérog þvi' að
guð er miskunsamur og mun
hann oss eigi láta brenna þessa
heims og annars”.
Lýkur hér að segja frá kristni-
boði og kristnitöku á tslandi fyrir
um 1000 árum. Þannig segja
heimildirnar frá, en eftir sem áð-
ur er mörgum spurningum ósvar-
að. Samkvæmt sænskri sögu þrá-
uðust ibúar i sumum héruðum
Sviþjóðar i margar aldir við að
láta af trú feðranna, en hér á
landi og þar sem menn voru
staddir erlendis létu menn sann-
færast af áhrifamiklum ræðum
samkvæmt heimildunum. tslend-
ingasögurnar eru uppfullar af
persónudýrkun og höfðingjaættir
lofaðar og prisaðar, en það kann
að vera nærtækari skýring á fljót-
unnum sigri kristninnar að mönn-
um var löngu ljóst orðið að ekki
dugði að þráast við. 011 Evrópa
var orðin kristin að heita mátti.
Miskunnsemin og umburðarlynd-
ið hefur ekki einkennt trúboð
kristinna manna hingað til, eink-
um gilti það á miðöldum, eins og
krossferðirnar bera með sér.
Efanhagslegir hagsmunir hafa
eflaust haft mikið að segja, þó að
Þorgeir Ljósvetningagoði minnist
ekki á slikt. Sé eitthvað til i sög-
unum af Ólafi Tryggvasyni og
mönnum hans hefði hann eflaust
ekki hikað við að setja Islendinga
i verslunar- og siglingabann,
enda bera aðgerðir hans sem sagt
er frá vitni um slikt hugarfar. Hér
er blaðamaður kominn út 1 get-
gátur og spádóma um löngu liðna
tið og eins gott að láta staðar
numið.
Heimildir:
Saga Islands I, Reykjavik
1974
tslendingasögur I, IV og XI,
Reykjavlk 1953.
—ká
Ódýr garð-húsgögn
gráfeldur HF.
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2
T ö I... V U T 0 NI... ISJ T ö I... VIJ T 0 NI... IS T T ö L V U T 0 NI... IS 'T' 'T' ö I... V U 'T' 0 NI... IS 1" T ö i...
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, simi 84670
Laugavegi 24, simi 18670
Austurveri, simi 33360.
KLING KLANG KLING KI..ANG KLING KL.ANG KLING KI..ANG KL'ÍNG KL
Kraftwerk er ein
þeirra hljómsveita
sem hafa áhrif á
þúsundir tónlistar-
manna og hljóm-
sveita.
Nú þegar tónlist
framtiðarmannanna
er jafn vinsæl og
raun ber vitni koma
Kraftwerk fram á ný
með plötunni
Computer World.
Þetta er þeim mun
ánægjulegra þar
sem Kraftwerk er
tvimæialaust sú
hljómsveit sem
ruddi brautina fyrir
þessa tónlistar-
stefnu.
KRAFTWERK - KRAFTWERK