Þjóðviljinn - 18.07.1981, Síða 21
ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
daegurtónlíst
' li\ :
Ásgeir, Jón Arnar, Baldvin, Þór og Árni
Athyglisveröasta
hljómsveit Akureyrar
þessa dagana er
BARA-Flokkurinn. Þrátt
fyrir háan aldur hefur
hljómsveitin verið þögul
lengi og þaö er ekki fyrr
en nýverið sem oröstír
hennar hefur breiðst út.
Áður en langt um líður
mun fyrsta breiðskífa
Flokksins (12 tommu, 6
laga og 45 snúninga) líta
dagsins Ijós.
Ég náöi tali af Flokknum
þegar hann var aö hljóörita
hljómplötu sina i Hljóörita i
byrjun siöasta mánaöar. Flokk-
inn skipa þeir. Asgeir Jónsson
söngur, Þór Freysson gitar, Jón
Arnar Freysson hljómborö,
Arni Henriksson trommur og
Baldvin H. Sigurösson bassi.
Formenn Flokksins og jafn-
framt umboösmenn hans eru
þeir Ólafur Kristjánsson og Jó-
hannes Jóhannesson, yfir-ritari
og rótari er G. Ómar Pétursson.
Fimmti
flokkurinn
Sp. Hvenær var Flokkurinn
stofnaöur?
Sv. Dagblaöiö segir aö þaö
hafi veriö fyrir fjórum árum og
er óþarfi aö rengja þann frétta-
flutning! Sannleikurinn er sá aö
fyrsti Flokkurinn var stofnaöur
fyrir tæpum fimm árum. Asgeir
er einn eftirlifandi af þeirri út-
gáfu. Alls hafa fjórir Flokkar
runniö sitt skeiö á enda og er
þetta fimmti Flokkurinn.
Meöalaldur Flokksmanna er
19 ár. Aldursforsetinn er 23 ára
en yngsti meölimurinn rétt ný
fermdur, eöa 17 ára. Þaö þarf
ekki aö taka þaö fram aö viö
erum bæöi ungir og efnilegir
tónlistamenn.
Sp. Er grundvöllur fyrir tón-
list ykkar á Akureyri?
Sv. „NEI” „NEI”. Viö höfum
gert töluvert af þvi aö kynna
okkur en höfum erjaö sjóinn i
þeim efnum.
Þaö er ekki fyrr en viö
veröum umtalsefni hér syöra
sem Akureyringar ranka viö sér
og gefa okkur einhvern gaum.
Þeir neituöu þvi hreinlega aö
önnur tónlist en Sjallatónlist
gæti þrifist, þ.e. hliöar saman
hliöar tónlist.
Annars er Flokkurinn aö hug-
leiöa aö flytjast til Grenivikur.
Þarer i fyrsta lagi mjög fallegt.
I ööru lagi yröum viö „heims-
frægir” þar og ættum þess
.vegna auövelt meö aö smala
þessum fáu hræöum sem búa
þar á tónleika. Svo framarlega
sem ekki er heyskapur.
Góðir
stuðningsmenn
Sp. Hvernig hefur gengiö aö
þrauka?
Sv. Þaö er mjög góöur og
samstæöur hópur sem stendur i
kringum BARA-Flokkinn, sem
við eigum mikiö aö þakka. Ekki
sist þegar illa hefur áraö og þaö
er þessi hópur sem hefur hvatt
okkur til dáöa.
Sp.Þiö hafiö þá ekki auögast
á þessum ósköpum?
Sv. Jú þaö höfum viö gert, ef
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
marka má tiöarandann þvi viö
skuldum svo mikið?
Sp.Er hægt aö segja aö Utan-
garösmenn hafi „uppgötvaö”
ykkur?
Sv. Aö vissu leyti já. Koma
Sp. Hvaða lög veröa á plötu
ykkar?
Sv.Þaö eru lög sem hafa verið
á prógrammi okkar aö undan-
förnu og þvi óþarfi aö nefna þau
hér. Þaö kemur i ljós.
Sp. Veröur þessi plata eitt-
hvaö frábrugöin þvi sem þiö
hafiö veriö aö gera undanfariö?
Sv. Viö hvikum i engu frá
stefnu okkar og efnum öll þau
loforö sem gefin hafa veriö á
tónleikum.
Sp. Hver semur tónlistina
fyrir Flokkinn?
Sv.Viö semjum hana allir en
Asgeir þó mest.
Okkar tónlist
Sp.A hverslags tónlist hlustið
þiö?
Sv. Arni trommari er báru-
járnsrokkari og á ekki nema 700
plötur meö þessum ólátum. Viö
hlustum annars á þetta nýjasta,
viö eigum engar eftirlætis
hljómsveitir eöa listamenn. Viö
hlustum á kappa eins og David
Bowie, Peter Gabriel, Bill
Nelson, Talking Heads, Joy
Division, Cure, Kraftwerk ofl.
ofl.
Svona búum viö á Akureyri.
þeirra til Akureyrar á slnum
tima markar nokkur timamót
fyrir okkur. Þeir sýndu okkur
mikinn áhuga og áttu þátt I aö
kynna Flokkinn hér syðra. Viö
vorum meö vangaveltur áöur en
Utangarðsmenn komu til Akur-
eyrar aö setja okkur I samband
viö einhvern útgefanda og gera
strandhögg hér fyrir sunnan.
Þannig aö umtal Utangarös-
manna gaf okkur aukinn byr I
seglin.
Sp.Hafa þessar hljómsveitir
og listamenn áhrif á ykkur?
Sv. ViÖ höfum aldrei getaö
flokkað tónlist okkar I neinn sér-
stakan bás. Og ekki stelum við
frösum frá hljómsveitum.
Fyrirmyndireru engar, þetta er
okkar tónlist sem viö skil-
greinum ekkert nánar en köll-
um hana montrokk til aö kalla
hana eitthvaö. Þaöersvo djöfull
fyndiö og viö erum sko ánægöir
meö okkur!
Sp. Nú var Tómas Tómasson
upptökustjóri hjá ykkur, hvern-
ig var samstarfiö viö hann?
Sv. „MJÖG GOTT”. Hann er
alveg frábær og ábyggilega einn
besti upptökustjóri okkar i dag.
Textavandamál
Sp. Það hefur vakiö athygli
margra að textar ykkar eru
allir á ensku, hvers vegna?
Sv.Okkur finnst enskir textar
falla betur aö tónlist okkar en
islenskir. „Mottó” hljóm-
sveitarinnar er, llkt og italskan
er móöurmál óperunnar, þá er
enskan móöurmál rokksins.
Þaö ber samt ekki aö lita svo
á aö viö höfum ekki reynt aö
semja á islensku, mikil ósköp.
Viö erum búnir að berja
hausnum viö steininn lengi en
komust alltaf aö þeirri niöur-
stööu aö enskir textar falli betur
aö þessari tónlist en innlendir.
Sp.Hvernig gengur ykkur að
tjá hugmyndir og tilfinningar á
erlendu máli?
Sv. Jafnilla og tjá sig á
móðurmálinu. Textagerö er
hausverkar hjá okkur. Þeir
veröa aö segja eitthvaö, mega
ekki vera innantómt hjal.
Sp. Um hvaö snúast textar
ykkar?
Sv.Hatur á ýmsum mönnum
og fyrirbærum I þjóöfélaginu.
Þjóöfélagskomplexa, heimilis-
erjur, taugaveiklun svo nokkuö
sé nefnt. Hugmyndirnar fáum
viö úr ýmsum áttum og svo
timaritinu Mad.
Stefnum suður
Sp. Er þaö á dagskrá hjá
ykkur aö flytjast suöur, eöa
veröur eingöngu um skyndi
heimsóknir aö ræöa?
Sv. Þaö er aö brjótast I okkur
aö flytjast suöur en þaö er
margt sem veröur aö athuga
áöur.
Ljóst er aö viö föllum og
stöndum meö markaönum hér
syöra en viö bindum ekki miklar
vonir viö hann. Ennþá minni
vonir bindum viö viö markaöinn
fyrir noröan. Og ef Hótel Borg
lokar þá er til litils aö koma
hingaö suöur, hún er svo stór
þáttur I þessu öllu.
Annars vonum viö þaö besta,
annaö er ekki hægt aö segja.
Sp.Eruö þiö sáttir viö islenskt
tónlistarlif I dag?
Sv. Þaö hefur tekið miklum
framförum og þá meö tilkomu
þessara nýju hljómsveita. Þetta
er byrjun á góöu skeiöi.
Sp.Hverjum þakkiö þiö þessa
breytingu á tónlistarlifi lands-
manna?
Sv.: Fræbblarnir eiga sinn stóra
þátt I þessari breytingu. Utan-
garösmenn tóku siöan viö merk-
inu og báru þaö langleiðina til
sigurs. Siöan er þaö hlutverk
okkar og annarra hljómsveita
aö halda striöinu áfram.
Sp. Hafiö þið orðiö varir við
svipaöa þróun á Akureyri og á
sér staö hér syöra aö hljóm-
sveitir spretti upp likt og gor-
kúlur á haug?
Sv. Já þaö er aö gerast en
þessar hljómsveitir eru enn aö
læra á hljóöfærin. Þær æfa sig
þvi gjarnan á gömlum góöum
lögum. Þó er innan um ein og
ein hljómsveit sem leikur frum-
samiö.
Nýtt tónlistarskeiö er i upp-
siglingu á Akureyri en hætt er
við aö gerö verði tilraun til aö
kæfa þaö i fæöingu. Þvi álfar
eins og Bimbó og fleiri halda þvi
fram aö þaö séu aöeins örfáir
hæfir tónlistamenn i bænum og
toppurinn sé Helena og Finnur
Eydal!!!
Leikum ekki
á dansleikjum
Sp. Hvað geriö þiö annaö en
aö vera poppstjörnur á Akur-
eyri?
Sv. Poppstjörnur i Reykjavik
núna vinur. Þaö eru fjórir
skóflutöffarar, einn flösku-
maöur, einn blaöamaöur og
einn flugmaöur, þ.e. vinnur viö
flug. Nú svo er annar umboös-
maöurinn fiskmóttökutækni-
fræöingur og hinn selur gömlum
konum liftryggingu.
Sp. Verður eitthvaö fyrir
ykkur aö gera þegar þiö komiö
noröur?
Sv.Heldur er þaö nú litið. Viö
leikum 16. og 17. júni og i Sjall-
anum eitt fimmtudagskvöld.
Annaö veröur þaö ekki en viö
höldum þó aö eitthvaö rætist úr
þegar viö komum noröur.
Sp. En aö leika á dans-
leikjum?
Sv. KEMUR EKKI TIL
GREINA.Þaö er svo leiðinlegt.
„Kunniö þiö ekkert meö Bjögga
Halldórs” spurningar af þessu
tagi draga úr okkur alia löngun
til aö leika á dansleikjum.
BARA-Flokkurinn er ein-
göngu tónleikahljómsveit og viö
spilum fyrir okkur sjálfa svo
getur fólk ráöiö hvort þaö
hlustar á okkur.
Sp. Stefna Flokksins veröur
þá óbreytt enn um sinn?
Sv. Já, við erurn ekki orönir
neinir viöskiptamenn en hver
veit hvaö skeöur ef platan geng-
ur vel.
Viö erum til i allt ef áhugi er
fyrir hendi á tónlist okkar.
Flokkurinn stendur og fellur
meö þessari plötu og ef hún
gerir þaö gott er aldrei aö vita
nema viö kveljum landann meö
ekta breiöskifu.
Sp. Hvaö veröiö þiö lengi i
tónlistinni i viöbót?
Sv.Mjög lengi. Viö ætlum aö
veröa elliheimilispönkarar á
elliheimili þvi sem Tómas
Tómasson ætlar aö veita for-
stööu, D.A.P., Dvalarheimili
aldraöra poppara. AMEN