Þjóðviljinn - 22.07.1981, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 22. júll 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson,
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Sigurðardóttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúia 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Pólitísk afglöp
• Enn einu sinni hefur Geirsarmurinn i Sjálfstæðis-
flokknum gert hrikalega skyssu. Samþykkt þingflokks
Sjálfstæðisflokksins sl. mánudag, sem gerð var að f jar-
stöddum Albert Guðmundssyni, og eftir að ráðherrar
Sjálfstæðismanna höfðu vikið af fundi, er hryggilegt
dæmi um hvernig allt verður stundum íslands óham-
ingju að vopni.
• Alusuisse hef ur nú eignast þann „hauk i horni" sem
Vísir varaði svo sterklega við um síðustu helgi. Augljós
má vera á því hvernig Geir Hallgrímsson og blað hans,
Morgunblaðið, fylgja eftir ályktun hluta þingflokksins,
að pólitísk samstaða verður varla í bráð , um kröfur á
hendur Svisslendingum. Kominn er upp sú óskastaða
fyrir fjölþjóðafyrirtækið, að framundan virðast innan-
landsþrætur um aukaatriði, í stað íslenskrar samstöðu
um kröfugerð og málsókn.
• Látum vera þó Geirsarmurinn á þingflokki Sjálf-
stæðisf lokksins ráðist á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn-
ina. Það hefði vel mátt gera án þess að þjappa sér upp að
auðhringum og erlendum hagsmunum. I stað þess að
standa fast á íslenskum hagsmunum og þjóðarsamstöðu
í málinu, gerir hluti Sjálfstæðisflokksins sig beran að
undirlægjuhætti, undanslætti og útúrsnúningum.
• Enn einu sinn hefur Geirsarmurinn í Sjálfstæðis-
f lokknum framið afdrifarfk pólitísk afglöp. Menn minn-
ast nú fyrri afglapa, kaupránslaganna í febrúar 1978,
stuðnings Sjálfstæðisf lokksins við minnihlutastjórn
krata haustið 1979, leiftursóknarinnar sem rann út í
sandinn og annarrar flónsku, sem sett hefur svip sértrú-
armennsku og glópsku á hinn stóra Sjálfstæðisflokk.
• íslendingum likar það illa að láta svindla á sér. Lika
Sjálfstæðismönnum. Fyrir liggur að samkvæmt niður-
stöðum virts bresksendurskoðunarfyrirtækis og breskra
lögf ræðinga, þá hefur Alusuisse gerst brotlegt við samn-
inga þá er svissneski auðhringurinn gerði við íslenska
ríkið. Hér er ekki um áróður pólitískra aðila að ræða
heldur hlutlægt mat virtra erlendra sérfræðinga. Haldið
er áfram rannsókn á fleiri þáttum en súrálsmálinu og
vísbendingar hafa komiðfram um að þar hafi íslending-
ar einnig verið snuðaðir.
• Enda þótt það vaki greinilega fyrir Geirsarminum í
Sjálfstæðisf lokknum að ganga erinda Alusuisse, hlýtur
ríkisstjórn Islands að halda ótrauð áf ram málatilbúnaði.
Það þjónar engum tilgangi að efna til illdeilna um
vífilengjur og málaflækjur Geirsmanna. Samþykkt
þeirra f rá því á mánudag ber að líta þeim augum að þeir
hafi f raun sagt sig frá málinu, og kjósi að standa utan
þess sem einangraður málsvari erlendra hagsmuna.
• Slíkt er aðeins hægt að harma eins og á stendur. Oft
var þörf, en nú var nauðsyn samstöðu. Geirsmenn í
Sjálfstæðisflokki kusu að spilla góðum horfum á
pólitískri samstöðu. Það býður betri tíma að skýra
ástæður þess. — ekh
Rafskautaverksmiðja
Framkvæmdastjórn álversins í Straumsvík hefur
sent áróðursplagg til starfsmanna. Þar er látið að þvi
liggja að álverið sé nánast á vonarvöl, og ekkert megi
gera til þess að styggja Alusuisse vegna hættu á að Sviss-
lendingarnir losi sig við ómagann.
• Þessi lýsing er dæmalaus. Ljóst er að stórgróði hef ur
veriðá álverinu frá upphafi þótt Alusuisse hafi ekki talið
hann fram á islandi eins og áskilið er í samningum. Ál-
verið í Straumsvík er eitt best rekna álver í heiminum,
með frábært starfsfólk og úrvalsframleiðslu.
• Eins og ástandið er á álmörkuðum í dag væri mjög
vænlegt fyrir íslenska ríkið að kaupa álverið af Sviss-
lendingum og láta starfsmennina reka það. Það er þvi
lúalegt bragð af framkvæmdastjórn iSAL að láta lita
svo út að atvinna starfsmanna sé í hættu vegna deilna ís-
lenska ríkisins og Alusuisse. Þvert á móti. Fátt virðist
geta komið í veg fyrir vöxt og viðgang álversins standi
íslendingar fast á sinum hagsmunum. Rafskautaverk-
smiðja með atvinnu fyrir 60 manns er t.d. sjálfsögð
krafa sem bera verður fram af fulium þunga. — ekh
klippt
t fýlu
bað er auðvitað fagnaðarefni
að Alþýðuflokkurinn hefur borið
gæfu til að hlýöa rödd skynsem-
innar i súrálinu. bar hafa þeir
tekið undir kröfur rikisstjórnar-
innar um endurskoðun samn-
inga við Alusuisse. Hún lekur
hins vegar af þeim fýlan yfir þvi
að hafa ekki getaö tekið Hjörleif
Guttormsson i karphúsið, eins
og vonir þeirra höfðu staðið til,
allt frá i desember, þegar málið
var gert opinbert,
bannig er fýlutónn i Kjartani
Jóhannssyni, formanni
flokksins þegar Alþýðublaöið
spyr hann um samráð rikis-
stjórnar og stjórnarandstöðu:
„Það hefur ckkcrt samráð
verið haft við okkur,” svaraði
Kjartan. „Að visu fengum viö
fréttatilkynningu iðnaðarráðu-
neytisins senda og leyni-
samþykkt rikisstjórnarinnar
sem cr um fimm linur eða svo”.
Mikil eru látalætin. Auðvitað
hefur Kjartan fengið miklu
fleiri gögn i hendur, t.d. sjálfa
skýrslu Coopers & Lybrand,
ásamt fleiri plöggum. Enda
væri ályktun Alþýðuflokksins
um málið algjörlega út i hött ef
hún væri ekki byggö á merki-
legri grunni en fréttatilkynn-
ingu iðnaðarráðher,ra.
Liklegra er hitt að menn hafi
fengið svo mikil gögn i hendur
að eingöngu fáir hafi nennt að
lesa þau i gegn enda eru skýrsl-
ur sérfræðinganna miklar að
vöxtum.
Passar ekki
Framkvæmdastjórn álversins
i Straumsvik hefur látiö frá sér
fara greinargerö til starfs-
manna verksmiðjunnar, en i
innskoti má þess geta að i fram-
kvæmdastjórn eru Ragnar
Halldórsson, forstjóri og tækni-
legur framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Þessi greinargerö er hið fróð-
legasta plagg, en ekki verður
gerð nein úttekt á henni hér að
sinni. Þó verður ekki hjá þvi
komist að benda á aö þar er aö
finna skringilegheit, sem eru af
þvi tagi að engu er likara, en aö
reiknaö hafi veriö með þvi að
starfsmenn læsu ekki blöð né
hlýddu á útvarp.
Þannig segir t.d. i niöurstöö-
um þeirra framkvæmdastjór-
anna: „Af skýrslu Coopers &
Lybrand má ráða eftirfarandi.
— A árunum 1975—80 hefur tsal
greitt eðlilegt Evrópumarkaðs-
verð fyrir súrál.”
Hvernig þetta getur farið
saraan viö þá skjalfestu yfirlýs-
ingu Coopers & Lybrand að
„ásakanir um yfirverð á súráli
eru réttlættar”. (accusations of
over-pricing of alumina are
justified”), það er ofar skilningi
klippara.
Fundarstjórinn
Verslunarmannafélag
Reykjavikur hélt blaðamanna-
fund i fyrradag til aö skýra
sjónarmið félagsins i sambandi
við opnunartima verslana. A
þann fund kom Vilmundur
Gylfason, alþingismaöur og
sumarblaðamaður á Alþýðu-
blaðinu. Og auövitað er sá
merki maður ekkert á þvi að
láta fundarboðendur ráöa þvi
hvert fundarefnið er. Varö þvi
fundurinn mjög sérstæður, ef
marka má frásagnir blaða.
bannig segist t.d. Timanum frá
hinum makalausa fundi:
„Telur þú að lýðræði riki i
verkalýðsféiaginu Dagsbrún?”
var fyrsta spurning Vilmundar
*
Islenzka álverið
í Straumsvík:
i Morgunblaðinu, sem stillt hefur sér við hliö Alusuisse gegn tslcnd-
ingum, er aö finna kynningu á tslenska álverinu, eins og þeir kalla
það. Rétt er að álverið er á tslandi, meö islenskum starfsmönnum,
en islendingar eiga ekki hætishót i álverinu. Rikisstjórnin hefuri
ákveðið að stefna að þvi að tslendingar eignist álveriö, og geri þaö
þar með að „islensku” áiveri.
Ekki er Kjartan kátur
Gylfasonar, blaðamanns
Alþýðublaðsins til Magnúsar L.
Sveinssonar formanns VR á
blaöamannafundi þeim, er VR
hélt i gær til að útskýra sjónar-
miö sin I máli þvi, sem hefur
komið upp vegna opnunar nokk-
urra verslana á laugardögum i
sumar.
Magnús og fleiri fundarmenn
uröu hálfundrandi á þessari
spurningu, og Magnús benti Vil-
mundi á að spyrja einhvern úr
Dagsbrún þessarar spurningar.
„Eins og Alþýðublaðiö hefur
bent á þá vinna skrifstofustúlk-
ur á Dagblaðinu mikla yfir-
vinnu, svara þar i sima allar
helgar. Hvers vegna farið þið
ekki upp á skrifstofur DB og rif-
ið af þeim simann?” spurði Vil-
mundur næst.
Magnús byrjaði aö svara
þessari spurningu og var búinn
meö 2—3 setningar af svarinu er
Vilmundur greip fram i fyrir
honum og sagði: ,,Ég veit að
það er af þvi að sessunautur
þinn hefur gefið þér vink”,
sessunautur Magnúsar á blaða-
mannafundinum var Björn bór-
hallsson, stjórnarformaður
Dagblaðsins”.
„Undir lokin bað Vilmundur
um nánari útlistun á þvi af-
hverju simastúlkurnar á DB
væru ekki stöðvaöar. Magnús
kom með nokkuð langt og flókið
svar við þvi og þá sagði Vil-
mundur: ,,Ég skildi ekki orð af
þvi sem þú sagðir og tel mig þó
vera nokkuð góðan blaða-
mann”. „Það er þin skoðun en
ekki min”, sagði Magnús þá.”
Blaðamaður Alþýðublaösins
V.G. er hins vegar hinn hróöug-
asti yfir frammistööu sinni á
þessum fundi, sem klippara
þykir fjandi súrt að hafa misst
af. Þannig segist honum t.d. frá
fundinum i fyrirsögnum i
Alþýðublaöinu. „Hallærisleg-
asti blaðamannafundur sem ■
haldinn hefur veriö norðan |
Alpafjalla”, er fyrirsögnin, og
undirfyrirsagnir: Magnús L.
Sveinsson er mótfallinn vinnu-
þrælkun I verslunum en með-
mæltur vinnuþrælkun á DB.”
Góð
blaðamennska
Það er skemmtileg tilviljun
að sama dag og Timinn segir frá
hinum mjög svo málefnalega
blaðamannafundi, er i hinu
sama blaði grein um fjölmiðlun
eftir ólaf Ragnarsson, fyrrum
Visisritstjóra. Ekki er allt sem
af þess manns munni fer oss
heilagur sannleikur, en þar sem
tittnefndur Vilmundurog Ólafur
eru báðir af þvi fjölmiðlunar-
tagi, sem kennt er stundum við
Watergate, er fróðlegt að sjá
hvað Ólafur hefur um. góða
blaðamennsku að segja: „Próf-
steinn á það hvort blaðamaöur
er óhlutdrægur getur til dæmis
verið, hvort honum tekst aö
skrifa sanna frétt um pólitisk
átök i ákveðnum flokki eöa
flokkum án þess að persónuleg
afstaða hans sjálf til málsins
eða pólitiskar skoðanir hans
skini nokkurs staðar i gegn”.
eng. *
•a skoriðJ