Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 11
garðar og gróður Sumarblóm Dodda skrifar: Miglangar til að leita rdða hjá ykkur varðandi inniræktun á sumarblómum. — 1 vetur sdði ég til dahlíu, tóbakshorns og morgunfrúa íkassa inni i glugga. Morgunfrúr íar náðu sæmilegum þroska. eu blöð þeirra bæði gulnuðu og fengu brúna bletti þegar þærkomuút. Sama gerðist með dahli'urnar og þar fyrir utan sé ég ekki að þær ætli að blómstra. Gera þær það ekki, á fyrsta dri? Tóbakshornin voru mjög seinvaxin inni og hafa litið vaxið siðan að þau komu út. Þess skal getið að ég lét plönturnar standa úli i nokkra daga áður en ég setti þær niður. Er svona inniræktun almennt árangurslitil eða hef ég gert ein- hverja skyssu? Eru einhverjar tegundir vænlegri en aðrar til svona ræktunar? Er hægt að koma kálplöntum til á þennan hátt? Bestu kveðjur, Dodda. Kæra Dodda, — Skelfing er að lesa hvemig fór fyrir sumar- blómunum þinum. I guðanna bænum láttu samt ekki deigan siga, allt tekst þetta með æfing- unni! Nú verðum við að giska á og geta i eyðurnar þar eð þú segir okkur ekkert um hvenær i vetur þú sáðir né hvernig mold þú notaðir og hvernig áburðargjöf var háttað. Við göngum út frá þvi að þetta hafi allt verið sem ákjósanlegast. Liklega hefur plöntunum mest brugðið i brún við að lenda svo skyndilega úti i kuldanum . Það þarf að fara hægt i sakirnar meðað venja ungviðið við útiveruna. Breiða yfir plönt- urnar á nóttunni eða taka þær inn á kvöldin þegar kula fer fyrstu tiu dagana eða svo. Eins er ekki heppilegt að byrja hersluna með þvi að setja plönt- urnar út i sterkt sólskin strax. Betra er að velja til þess dumbungsdag og ekki er verra að hafa mildar skúrir. Tóbakshornin eru i' eðli sinu nokkuð hægvaxta framan af og þarf að sá þeim nokkuð snemma til að fá þau til að blómstra fyrir frostnætur að hausti (feb/mar). Sömuleiðis er með dahliurnar, þeim þarf að sá i febrúar við aukabirtu og góðan yl. Þú getur reynt að hressa upp á þærnú með þvi'að vökva þær með Helgin 25. — 26. júll 1981 ÞJÓÐVIL.IINN — SÍÐA II Umsjón Hafsteinn Hafliöason og Sævar H. Jóhannsson: Sjkaldflétta er ein af þeim plöntum sem varla er hægt að mistakast meði uppeldi. Þeim er sáð inni — tvö fræ i pott — i apr/maí. Blóm og blöð er gaman að nota i hrásalat. tegundir koma helst til greina til að sá inni, aðstaða öll er svo ólik frá húsi til húss. En haíirðu bjartan stað sem þú getur nokkurn veginn ráðið hitanum i, þá er ekkert þvi til fyrirstöðu að reyna sem flesl. Við getum gefið þér dæmi um nokkrar plöntur sem eru kannski ivið auðveldari en gengur og gerist. Svosem brár af ýmsu tagi, gullbrúða, snækragi, skrautnál, aftanroða- blóm, paradisarblómo.fl. o.fl. Þú ættir að skaffa þér Skrúðgarða- bókina frá Garðyrkjufélaginu. Skrifstofan er að Amtmannsstig 6. Bókin kostar sára litið en er afar mikils virði fyrir alla þá sem vilja sá og setja niður. N J- vr—■■ volgu vatní d morgnana og hvolfa yfir þær svartri fötu á kvöldin klukkan átta og taka hana af aftur klukkan átta á morgnana. Dalhiur þurfa langa nólt til að mynda blóm, það er að segja blómmyndun verður örari heldur en við langan dag. Vitaskuld skiptir aldur plantnanna einnig máli, allar blómgast þær að lokum þó svo að langur dagur riki. Þelta með fötuna hentar nú einungis við lágvaxnari gerð- irnar. Þær háu þurfa nú heldur betur eitthvað dýpri ilát yfir sig. Núna er morgunfrúnum þinum eflaust farið að lika betur vistin úti i sumrinu. Vökvaðu þær með volgu áburðarvatni (daufui einu sinni i viku og innan skamms brosa þær við þér i fullu skrúði. Ekki er hægt að alhæfa hvaða Garðyrkju- félagið Nú um helgina, þ.e. 26/7 kl. 13—19 efnir Garðyrkjufélag Islands til fræðsluferða i heimagarða. Eftirtaldir garðar standa félögum opnir þennan dag: Akurgerði 16 hjá Margréti og Guðmundi, Hlyngerði 4 hjá Eddu og Helga, Hlyngerði 8 hjá Signýju og Jóni, Soga- vegur 82 hjá Svövu og Hjalta. Teigagerði II hjá Steinunni °g Theódóri, og Teigagerði •3 hjá Erlu og Sigvalda. Þessir garðar eru með mismunandi sniði svo að all- ir ættu að geta hrifist með af ræktunargleði. R.BS F 'iU-T TRd B,LFínCi rTlOI_D Gcrrr BE-TRFt I birkilaut Ólafur spyr: Ég fékk nokkrar birkiplöntur ca. metersháar, sem hafa vaxið villtar, og mig langar að setja þær i sumarbústaðarland. A hvaða tima er best að flytja þær og hvað þarf að gera? Hvað þarf að gera fyrir landið sem ég flyt þær i? Svar til Ólafs: Hafi birkiplönturnar sem þú varst svo lánsamur að eignast, vaxið i óræktuðum jarðvegi má búast við að ræturnar liggi frekar grunnt (birkirætur eru grunnsæknar) og vitt þ.e. langt frá stofni. Best er þvi, fyrst þú ert ekki farinn að hreyfa við þeim, að rótstinga þær. Þá stingur þú með beittri stungu- skóflu ca. 30-35 sm. frá stofni allt i kring um hvert tré. Æski- legast væri að gera smá rás og fylla hana með taðblandaðri mold (ath. veðrað tað). Þegar búið er að rótstinga er hver planta vökvuð vel. Þessi rótar- stunga er til þess að plönturnar myndi góðan rótarhnaus þ.e. nýjar rætur við stofninn og þoli betur flutninginn sem þær eiga i vændum. Gotí er að þú rótar stingir strax og flytjir siðan plönturnar næsta vor. Þess sem helst þyrfti að gæta er að vökva ef þurrkar eru og einnig að grisja krónuna þ.e. taka burt veigalitlar greinar og lagfæra vötinn. Þetta er nú ekki fyrst og fremst hugsað sem fegrunar- meðferð, heldur að ná aftur jafnvægi á milli róta og lauf- krónu. Nú er að ákveða hvar þú ætlar að setja trén i sumarbústaðar- landið og byrja siðan undirbún- ing. Þú grefur holur ca. meter i þvermál og sextiu sm. á dýpt (mega að sjálfsögðu vera stærri). Þessar holur fyllir þú siðan með hrossataði eða öðru álika „góðgæti” og lætur veðrast og brjóta sig i vetur. Veturinn notar þú svo að sjálf- sögðu meðal annars til að lesa gróðurbókmenntir. Að vori, best áður en trén laufgast mikið, flytur þú þau siðan i sumarbústaðalandið. Athuga þarf, þegar trén eru stungin upp, að hafa hnausipn dálitið stærri en rótarstungan var sumrinu áður. Fyrir nokkrum vikum spjöll- uðum við um gróðursetningu á ösp og á það einnig við um birki. Gamalt kinverskt máltæki segir „Gróðursettu tré, og það mun vaxa meðan þú sefur”. Mættum við Frónbúar vera iðnari við gróðursetningu og vanda til hennar svipað og til húsbygginganna, þvi tré eru arfur til komandi kynslóða. HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ Fimmtudagur 30. júli Frá Vestmannaeyjum.... Frá Þorlákshöfn....... Frá Vestmannaeyjum aftur. Frá Þorlákshöfn aftur .... Föstudagur 31. júlí Frá Vestmannaeyjum.... Frá Þorlákshöfn....... Frá Vestmannaeyjum aftur Frá Þorlákshöfn aftur .... Laugardagur 1. ágúst Frá Vestmannaeyjum.... Frá Þorlákshöfn....... Sunnudagur 2. ágúst Frá Vestmannaeyjum.... Frá Þorlákshöfn....... Mánudagur 3. ágúst kt. 05:00 kl. 09:30 kl. 14:00 kl. 19:00 Frá Vestmannaeyjum kl. 01:00 Frá Þorlákshöfn kl. 05:00 Frá Vestmannaeyjum aftur . kl. 10:00 Frá Þorlákshöfn aftur kl. 15:00 kl. 04:00 kl. 08:30 kl. 13:00 kl. 18:00 AÐRAR FERÐIR SAMKVÆMT ÁÆTLUN PONTUNARSÍMAR í kl. 07:30 kl. 12:30 ve 98 i%°° kl. 14:00 kl. 19:00 RVÍK 91-86464 HERJÓLFSFERÐ ER ÖRUGG FERÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.