Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNHelgin 25. — 26. júll 1981
Helgin 25. — 26. júlí 1981 ÞJóÐVILjÍnN — SÍÐA 13
Það verður að gæta f jöru
þegar farið er útí Gróttu.
Það vérður líka að hafa
augun opin. Ferðalangur
úr borginni uggir ekki að
sér fyrren hann veit ekki
hvað tima líður í kynnum
við fugla og gróður og
sögu/ en gæt að, maður;
hér ert þú ekki valdhafi,
heldur hlýtur lúta meistara
ríkis, hafinu, og fyrren
varir flæðir það um þig
aftur, umkringir þig i ein-
angriþínu: Grótta er eyja.
Grótta er eyja, sem tengd er
Seltjarnarnesi mjóum granda,
sem fer á kaf i flóði, segir i hand-
bókum ferðamanna; þar var
útræði, og bækurnar segja lika þá
sögu, að eittsinn færist þar skip
með allri áhöfn, en nóttina eftir
kveðin þessi visa á glugga
bæjarins sem þar stóð áður:
að Nesi. Samkvæmt Jarðabók
Arna Magnússonar og Páls Vida-
lins voru heimilismenn sex, þegar
þeir fóru þar um i byrjun átjándu
aldar, og höfðu ,,iii kýr, iii fola, i
hross með fyli”. beir Árni segja
okkur ennfremur að Gróttubóndi
hafi haft eldiviðartak af
móskurði: en engjar eru öngvar,
og ,,tún hjáleigunnar brýtur til
stórskaða sjáfarágángur.” Sjór-
inn er þvi i senn helstur skaðvald-
ur Gróttubýlisins og mestur
bjargráðavegur þess. Höfuðbólið
að Nesi hafði þar skip i útgerð, en
þessutan ,,má hjáleigumaðurinn
hafa sina eigin skipaútgjörð, sem
hann megnar og inntökuskip so
mörg sem hann getur hýst skips-
hafnir og tekið til soðninga”.
Grótta er nú friöland (frá 1974),
og lokað allri umferð um varp-
timann, frá 15. mai til 1. júli, en
annars heimil fótgangandi
náttúrunnendum allan ársins
hring. Guðjón Jónatansson heitir
sá er þar þekkir gerst staðháttu
alla en hann er umsjónarmaður
Náltúruverndarráðs i eyjunni; cg
það var hann sem við
bjóðviljamenn leituðum til um
leiðsögn.
Hafið er mikill landsmiður og
Grótta sennilega enn ekki
fullunnin. Að minnsta kosti hafa
orðið miklar breytingar frá þvi
leiðsögumaður okkar man.
Bretinn steypti i striðinu allmik-
inn pall landmegin við grandann
að vestan, og hafði þar ljós-
kastara að kanna skipaferðir;
þessi framkvæmd ásamt grjót-
garði sem ýtt var upp langseftir
grandanum um miðjan sjötta
áratuginn hefur gefið sjónum kost
á að hlaða þarna upp sandf jörujog
þetta allt heft sjávargang, en
áður flæddi mikinn yfir grandann
og braut úr eynni báðum megin.
En Grótta hefur ekki alltaf
verið eyja; á 18. öld mátti ganga
grandann þvisemnæst þurrum
fótum á flóði. baö var fyrir
Básendaflóðið svokallaöa 1799,
sem sópaöi grandanum burt, og
gróf þaraðauki undan eyjunni að
austan og vestan; má enn sjá
tvær dældir eða dalkrili hvort sin-
um megin hæðarinnar yfir eyjuna
miðja, og eru það ummerki
þeirra hamfara. Hefur varla
verið rótt að eiga þá nótt i Gróttu
bótt göngumanni verði fljótt
ljóst veldi sjávar i Gróttu, er ekki
tilkomuminna að virða fyrir sér
gagnárásir ábúenda. Um Gróttu
alla er hlaðið garði utan á garð
ofan á garði, og nú siðast með
stórvirkum vélum, og eru harla
að með grjótstuðningt.og reyndar
lagðir hljólbarðar um hreiðrin, en
i kringum varpið sett litil flögg til
að fæla varginn. Hún hefur sér að
vörðum kriu og hettumáf, en
þarna má um varptimann sjá
gæsir á vappi, tjald að gera sér
hreiður úr skeljabrotum, stelk,
þúfutittling, máriátlu...
Og ekki er gróðurfar siðra vest-
ur þar en fuglalifið. bangteg-
undir ótal vaxa i fjörunni innan-
um skeljasand, og ofanvið jökul-
sorfnar klappir breiðir fjörukálið
úr sér ásamt blálilju og öðrum
fjörujurtum, og er ekki glöggséð,
úr hvaða jarðvegi þær draga sér
næringu. Enn ofar má nefna mel-
gras og baldursbrá, en innan
grjótgarðanna er þó dýrðin mest.
bar er gamla Gróttutúnið, og er
sjaldslegið, og ekki beitt, en
vængdýrin sjá um áburðar-
gjöfina. barna er á einum stað
mikið hvannstóð, og annarsstað-
ar dökkgrænar breiður af um-
feðmingsgrasi. Elfting, túnsúra,
lokasjóður og annar túna- og
valllendisgróður. Og gamlir
kunningjar, fifill og sóley, en
hreiður alls staðar innimillum, og
ráðlegt að stiga varfega niður
fæti.
Hér kemur mikið af fólki, segir
Guðjón okkur þegar hann er
búinn að eltast við kriuunga fyrir
ljósmyndarann, og mest sama
fólkið aftur og aftur. En það má
gæta sin að verða ekki innlyksa,
nema þá af ásettu ráði, sem er
mikil reynsla, aö horfa á sjóinn
falla að sér alla vega. bað þarf
engan sérstakan fótabúnað, og
hægt að ganga á blankskóm úti
eyna á fjöru. En fólk verður að
sýna náttúrunni virðingu; og ekki
siður sögulegum minjum; gestir
hafa sumir freistast til að taka
með sér eitt og annað af munum
sem þarna eru til vitnis um forna
atvinnuhætti. Svo verður
auðvitað að virða ferðabannið um
varptimann, segir Guöjón, en það
er nú sjálfgert fyrir suma. Ég tók
eftir látum i kriunum einn daginn
i vor, og gekk úteftir og hélt það
heföi komist þangaö vargur; en
það voru þá tveir danir sem höfðu
þvælst úti eyna, og sátu i miðju
grasinu þegar ég kom að, og
þorðu hvorki aftur né fram fyrir
kriunni.
bau áttu á dauða sinum von, og
voru guðslifandi fegin að sleppa.
Guðjón segir ekki siðra að
fara út i vondu veöri og sjávar-
gangi, og glottir við. En þá verður
að búa sig vel, þvi ekki er rótt...
mörg dagsverk, væri allt talið.
En það eru fleiri mannvirki á
eynni. Að visu sjást engar leifar
gamla Gróttubæjarins, og væru
helst i grunnum þeirra húsa
tveggja, sem þar standa frá þvi
um kreppu, og eru nú notuð til
geymslu. Auk þeirra er þarna
geymsluhús fallegt. sem klúbb-
borgarar á Seltjainarnesi hafa
verið að endurreisa, og til hliðar
við það gamall hákarlshjallur, en
milli þeirra tveggja gengur út
bryggja á hinum gamla útræðis-
stað. bar er einnig dráttarbraut
með spili, og vitnar allt um langa
útgerðarsögu.
bað gerir einnig helsta mann-
virki eyjarinnar, þóað með öðrum
hætti sé, nefnilega Gróttuviti, og
er aðal eyjarmannvirkja. Sá er
nú stendur var reistur 1947, en
þarna hefur verið viti allt frá
aldamótum og þremur árum
betur. beir vitar voru hinsvegar
örlitið vestar, og má enn sjá leifar
traustrar hleðslu við fjöruborðið.
betta er einn af elstu vitiyn
landsins eftir Reykjanesvita 1878,
og eru reistir samhliða tæknibylt-
ingunni viö þilskipaútgerð á
siðustu áratugum aldarinnar. Sá
guli er utar sagöi Einar Ben, og
rústir vitans mega enn votta um
áræði og framsókn risandi
borgarastéttar aldamótaáranna.
Sic transit gloria mundi!
Siðasti vitavörður i Gróttu var
Albert borðvarðarson, sem tók
við af föður sinum og gætti vitans
til dauðadags 1973. Heilleg mann-
virki á Gróttu eru flest frá hans
tið og hendi, en hann sótti sjóinn
meðfram vitavarðarstörfum. Við
hann er nú kennd björgunarsveit
þeirra Seltirninga og ganga enn
sögur af harðfylgi hans við leið-
sagnar- og björgunarstörf.
En merk er Grótta þó helst fyr-
ir einstæða náttúru sina, og þessi
samtiningur átti að byggjast á
kriugargi og fjörukálsangan, en
ekki mannaverkum. Guðjón
Gróttuvörður sagöi fjórtán fugla-
tegundir hafa verpt i eyjunni I vor
og mátti sjá þeirra ýmis merki,
þótt krian væri þar einráð er
blaðamann bar að garði. bar er
æöurin fyrst i flokki og verþir i
um tuttugu hreiöur, sem hlúð er
Dauöinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
,,A kvöldin heyrast þar kynja-
hljóð” segir i öðrum skáldskap
um Seltjarnarnesið, og vera má
að eyjan dragi nafn af brim-
hljóðum og sjávargangs. Fróðir
menn eru helst hallir undir að
tengja nafnið viö Grotta þann,
sem kunnur er úr norrænum
goðsögnum og var kvörn; á
dönsku og norsku eru til sagn-
irnar grotte eöa grutte og notaðar
um kornmölun. Má hérum hafa
ianga ræðu i náttúrunafnakenn-
ingarstil. Vist er að nafnið er
gamalt, og altént getiö um Gróttu
i heimildum frá sextándu öld, en
þá var þar útræði, og seinna bær,
raunar hjáleiga frá höfuðbólinu
Skotbyrgi.
Héöan skaut Albert
vitayörður fugl
sér til matar.
Myndir: Afí
Texti: —m
Gróttutangar. i góðu veðri var lent við hleinarnar inní víkinni, og fiskurinn jafnvel
dreginn á land i seilarólum.
en jökullinn kemur við sögu i forgrunni. Tekið að vestan
Garður utaná garð ofaná garði
Hlaðinn garður suðvestan á eyjunni. Melgrasstúfurinn harði
hefur hreiðrað um sig sjávarmegin, en túnmegin er þrótt-
mikið hvannstóð.
Guðjón hleypur eftir kriuunga
nær honum
— og sýnir Ijósmyndaranum. Krían verpir i túninu, en tekur ungann síðan með sér i
fjöruna til næringar og flugnáms. I maí í vor kom fyrsta krian, tveir könnunar-
fuglar þögulir, og fóru aftur. Viku síðar allur hópurinn... I seinnihluta ágúst er
orðið kríulaust.