Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 24
Helgin 25. — 26. júll 1981
Abalsfmi Þjóóviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaósins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná 1 af- greiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur stma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
nafn
vikunnar
FriðrikÓlafsson
Þótt Friðrik Olafsson sé
þekktur innan skákheimsins
fyrir prUömannlé'ga og
iþróttamannslega fram-
göngu í hvívetna, hefur hann
siöur en svo setið á friðar-
stóli þau þrjU ár sem liðin
eru síðan hann var kjörinn
forseti Alþjóða skák-
sambandsins i' Buenos Aires.
Sökin telst þó varla hans,
hann tók við starfinu á þeim
tima þegar ekkert annað
virtist blasa við hinni alþjóð-
legu skákhreyfingu en end-
anlegur klofningur vegna
pólitiskra átaka.
Kjör Friðriks átti sér stað
nokkrum vikum eftir að hinu
sögulega einvigi Karpovs og
Kortsnojs lauk á Filippseyj-
um. Einn hinna fyrstu sem
óskuðu Friðrik til hamingju
með kjörið var hinn nýbak-
aðisigurvegari, heimsmeist-
arinn Anatoly Karpov. En
áskorandinn Ur eigviginu og
hatursmaður Karpovs,
Sovétmaöurinn landflótta,
Viktor Kortsnoj, lýsti yfir við
blöð að hann vonaðist eftir
öflugum stuðningi Friðriks i
baráttunni fyrir að heimta
konu sína og son Ur þeim átt-
hagafjötrum sem þau voru
hneppt í austur i Sovét. Það
var þvf ljóst að ófriðvænlegt
varframundan og ekkibættu
Ur skák, furðulegar deilur og
klofningur innan Skáksam-
bands tslands sem blossuðu
upp i kringum kjör Friðriks.
Alla tiö siðan hefur það
verið l.ióst að Friðrik og
Alþjóðaskáksambandiö
sjálft myndi standa og falla
með Urslitum i máli Korts-
nojfjölskyldunnar. Friðrik
hefurunnið sitt starf bak við
tjöldin og i kyrrþey, en mátt
þola stöðugar ásakanir and-
stæðinga sinna innan Skák-
sambands íslands fyrir að-
gerðaleysi sitt og sjálfur
Viktor Kortsnoj hefur á
stundum tekið undir þann
söng. Friðrik hefur ætíð tekið
þann kostinn aö sitja undir
þessum ásökunum án and-
svara og litt látið uppiskátt
um fyrirætlanir sinar, og
munu flestir geta samþykkt
eftir á að þar hafi verið
hyggilega að málum staðið.
Fyrir margra hluta sakir
var Friðrik vel til þess fall-
inn að fást við þetta að þvi er
virtist óleysanlega vanda-
mál. Hann gjörþekkir
sovéska skákmenn og á
marga persónulega vini i
þeirra röðum. Hann nýtur
mikilla vinsælda og virðing-
ar i Sovétrikjunum og var
þvi manna liklegastur til aö
geta beitt áhrifum sinum
þar, opinberlega, sem á bak
við tjöldin.
Oft hefur Friðrik ölafsson
kynt undir þjóðarstolt landa
sinna með sigrum sinum við
skákborðið, en nii hefur hann
unnið þann sigur sem e.t.v. á
eftir að verða minnisstæö-
astur allra. Mál Kortsnoj
fjölskyldunnar mun leysast
og F.I.DE. starfar áfram
sem ein heild. Meira verður
ekki krafist. Væntanlega
verða margir til að senda
Friörik i huganum ham-
ingjuóskir vegna þessara
málalykta. —j
Stokksnesgangan 9. ágúst
Helgina 8.—9. ágúst n.k.
munu . herstöðvaandstæð-
ingar á Austurlandi hafa
mikið umleikis. Þeir efna
til fundar um vígbúnaðar-
mál og um herstöðina á
Stokksnesi á laugardags-
kvöldið 8. ágúst og daginn
eftir, sunnudaginn 9. fer
fram Stokksnesganga,
gengið verður frá Stokks-
nesi til Hafnar sem er um
18 km. leið.
Þau Geir Gunnlaugsson og
Jónina Einarsdóttir hafa starfað
ötullega með herstöðvaandstæð-
ingum á Höfn að undanförnu. Þau
voru á ferð i Reykjavik á dögun-
um og við tókum þau tali um aö-
gerðirnar og undirbúning þeirra.
Friðargangan
var kveikjan
„Hugmyndin um aö ganga
kviknaði eiginlega i tengslum við
friðargönguna i Evrópu og við
veljum einmitt sem göngudag 9.
ágúst, sama dag og göngunni lýk-
ur úti i Paris. En i leiðinni viljum
við auðvitað vekja athygli á stöð-
inni I Stokksnesi og hlutverki
hennar. Okkur finnst að það sé i
rauninni allt of litið um hana
fjallað, það eru margir sem virð-
ast ekki einu sinni vita að hún sé
til.
Lítil samskipti
við stöðina
Hvernig eru samskipti llafnar-
búa og ibúa Stokksnesstöðvarinn-
ar?
Þau eru mjög litil. Hafnarbúar
hafa náö nokkurri samstöðu um
að takmarka þau sem allra mest.
Hermenn taka ekki þátt i al-
mennu félagslifi bæjarbúa. Þeir
koma aldrei á samkomur og
beiðni þeirra um aðgang að golf-
vellinum og sundlauginni var al-
gerlega hafnáö. Eina undantekn-
ingin er jólaboð til barnanna i
bænum fyrir hver jól, þá kemur
rúta frá stöðinni og nær i börnin
og þeim er boðiö upp á sælgæti og
„skripó” i stöðinni. Þetta veldur
alltaf nokkrum deilum og menn
taka afstöðu að þvi ^er virðist án
tillits til skoðana á herstöðvamál-
um. Margir sem eru fylgjandi
dvöl bandarisks hers hér á landi,
telja þessi jólaboð ekki viðeigandi
og vilja ekki að börn sin séu með-
al boösgesta. En þóttdeilur vegna
stöövarinnar komi oft rikir þó
sæmilegur friöur meðal bæjar-
búa. Við teljum aö þarna eigi her-
stöðvaandstæðingar á Höfn góöan
hlut að máli og aö þeir hafi unnið
gott starf innan byggðarlagsins
þótt það hafi ekki farið hátt út á
við.
Kvöldvaka og ganga
Ilvernig munuð þið svo haga
aðgerðum ykkar.
Laugardaginn 8. ágúst veröum
við meö kvöldvöku i Mánagarði i
Nesjum. Þar verður fjaliaö um
stöðina i Stokksnesi, tækjabúnað
hennar og hlutverk. Þetta er auð-
vitað þaö sem stendur okkur næst
og það verður að viðurkennast að
þaö setur oft að manni ugg viö til-
hugsunina um nábýlið við þessa
stöð sem gegnir stóru hlutverki i
kjarnorkuvopnakerfi N.A.T.O.
Einnig verður fjallað um vig-
búnað og friðarmál.
Daginn eftir verður svo gengið
frá Stokksnesi til Hafnar. Sævar
Kristinn Jónsson á Rauðabergi á
Mýrum I Alftaveri flytur ávarp I
upphafi göngu. Við Hellnanes
verður áð og þar talar Siguröur Ó.
Pálsson á Eiðum. A útifundi sem
veröur haldinn við hinn fagra
vatnstank við Fiskhól á Höfn aö
göngu lokinni tala svo Torfi Stein-
þórsson frá Hala i Suðursveit og
Pétur Gunnarsson rithöfundur. —j
Geir Gunnlaugsson og Jónina Einarsdóttir. — Ljósm: Ari
BamastQllinn
fráVol
fyrir börn 6 ára og yngri
Verð: 1077 kr. (með festingum)
Stólarnir eru fyrir Volvo 140,240,340
Yfirgripsmiklar tilraunir hafa sýnt fram á að
lítil börn eru best varin í barnastólnum sem
snýr öfugt.
SUÐURLANDSBRAUT 16. SIMI 35200
Bílbeltið, sem Volvo var fyrsta bíla-
verksmiðjan til að nota sem fastan
fylgihlut, hefursýnt notagildi sitt sem
vörn fyrirfullorðna. En lítil börn hafa
tiltölulega stórt höfuð, brothættan háls, lítinn
brjóstkassa og óþroskaða mjaðmagrind, þau
geta því ekki notfært sér þessa tegund af vörn.
Börn á aldrinum níu mánaða til sex ára eru
best varin í barnastól sem snýr öfugt, og
barnastóllinn frá Volvo er eini barnastóllinn
sem ver börn af stærðinni allt að 117 cm.
Barnastólinn frá Volvo er hægt að staðsetja
bæði í framsæti og aftursæti og hann er með
þriggja punkta öryggisbelti með barna-
læsingu.