Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðiudagur 18. ágúst 1981 —180. tbl. 46. árg. n þágu þroskaheftra: Ætlar að bakka í kríngum j landið á Skoda j Sjá síðu 3 Stjómvöld ábyrgist að kaupmáttur rísi á samningstímabilinu Verkafólkið vill horfa fram tU betri afkomu Hjöðnun verðbólgunnar er afdráttarlaust talin kjaraatriði, segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins #/Það var mikill kraftur í þessum fundi Verka- mannasambandsins og gott andrúmsloft. Með til- liti til þess líst mér vel á þá lotu sem er framundan í kjaramálunum"/ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður sambands- ins eftir Laugarvatnsfund- inn í gær. „Við setjum fram kröfu um rísandi kaupmátt taxtakaups á næsta samningstíma — og að stjórnvöld ábyrgist þann kaupmátt, sem samið verður um. Enda þótt rauntekjur séu taldar hafa Vigdis fylgir Kekkonen úr hlaði. Þau eru einu forsetar NorOurlanda. — Ljósm.: — gel- I<EI<I<ONEN í LAXINN Kekkonen forseti Finnlands kom til landsins i gær i einkaer- indum, sem felast i laxveiði i Viðidalsá i Húnavatnssýslu. Hann sat i gær hádegisverðarboð að Bessastöðum aö viðstöddum for- sætisráöherra, utanrfkisráðherra og fleira fyrirmenni. Sú saga gengur fjöllunum hærra i Finn- landi að Kekkonen muni bráðlega draga sig i hlé, en hann er nú átt- ræður og hefur gegnt forseta- embætti siðan 1956. Kekkonen flýgur aftur til Finnlands á laugardag. aukist með kaupaukum, bónus og auknu álagi, þá er það óþolandi að kaupmátt- ur umsaminna fastalauna sigi á samningstímabilinu eins og raunin hefur orðið á". A fundi Verkamannasam- bandsins á Laugarvatni voru um 50 fulltrúar frá 40 félögum víðs- vegar að af landinu. Miklar um- ræður urðu um samstöðu eða sér- samninga félaga og voru mis- munandi sjönarmið i þeim efnum rædd af mikilli einurð að sögn Guðmundar. í áiyktun er itrekuð nauðsyn þess að félög innan Verkamannasambandsins hafi eindregna samstöðu i komandi kjarasamningum, og ákveðiö að kanna grundvöll vlðtækari sam- stöðu landssambanda og félaga innan Alþýðusambandsins. Guð- mundur kvað menn almennt sammála um að þó ýmis vand- kvæði væru á störu samflotunum, þá væri það engu aö siður staðreynd þegar lengra væri litið aö styrkur verkalýðshreyfingar- innar fælist i sem viðtækastri samstöðu. „Þaö kann að þykja kúnstugt að við skulum leggja áherslu á tryggingu atvinnuöryggis 1 okkar ályktun miðað við það að hér hef- ur ekki verið nema tíma- og svæðisbundiö atvinnuleysi síð- ustu ár. En með því viljum við undirstrika að ekki verði gripið hér til hagstjórnaraðferða sem leiða til atvinnuleysis, eins og gert hefur verið i löndum hér viða i kringum okkur, þar sem at- vinnuleysið er geigvænlegt og vaxandi”. Guðmundur J. Guðmundsson Framhald á blaðsiðu 14. Guömundur J. GuOmundsson: Sem viötækust samstaöa best þegar til lengri tima er litiö. Krafa Verkamanna- I 'sambandsins: | Meiri I j kaup- \ | mátt j ■ ■ „Fundurinn leggur I Iáherslu á aö I komandi I kjarasamningum veröi meg- I ináhersla lögö á atvinnu- ■ ■ öryggi og varanlega aukn- I Iingu kaupmáttar, sem náö I veröi meö samtvinnun | grunnlaunahækkana, skatta- • , lækkana og hjöönunar verö- I Ibólgu.” A þessa leið er komist að I orði í samþykkt fundar ■ , Verkamannasambands ts- I Ilands, sem haldinn var á Laugarvatni um helgina. Verkamannasambandið ■ , hvetur öll aöildarfélög sin til I Iað segja upp gildandi kjara- , samningum fyrir 1. okt. n.k. • þannig að þeir verði lausir , þann 1. nóv. er gildistimi • fyrri samninga rennur út. , j_ Sjá 3. síðu Kaupmáttur lífeyristekna aldraðra Aldrei betrí en nú Á siðustu 10 árum hefur kaupmáttur heildarlif- eyristekna meginþorra aldraðs fólks i almennu verkalýðsfélögunum meira en tvöfaldast, og sé farið 12 ár aftur i timann, eða til hinna svoköll- uðu „viðreisnarára”, þá hefur kaupmáttur þess- ara tekna aldraðs fólks og öryrkja i verkalýðs- félögunum um það bil fjórfaldast. Meðal gagna sem lögð voru I fyrir fund Verkamannasam- 1 bandsins um heigina voru út- 5 reikningar um þessi efni frá ' hagdeild Aiþýðusambands ■ tslands. Samkvæmt þessum gögnum ! frá Alþýðusambandinu er kaup- I máttur heildarlifeyristekna ■ aldraös fólks I verkalýös- I______________________________ félögunum i öllum tilvikum, sem útreikningarnir ná til, hæstur nú mánuöina júni — ágúst 1981. Hér er um aö ræöa kaupmátt samanlagðra trygg- ingabóta frá almanna- tryggingakcrfinu og frá Umsjónarnefnd eftirlauna (lif- eyrissjóöirnir). Margir hafa með réttu á það bent.að þessar greiðslur séu nú lægrien viðunandi megi kallast, — en hvernig halda menn þá að ástandið hafi verið á blóma- skeiði „viðreisnar” Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks fyrir rúmum áratug, þegar þessar greiðslur til aldraðs fólks og ör- yrkja námu aðeins einum fjórða þess sem nú er? Litum á tvödæmi af mörgum: Fyrst einstaklingur, sem orðinn er 70 ára og byrjaði að taka ellilifeyri frá almanna- tryggingum 67 ára, og nýtur heimilisuppbótar. Greiðslur frá umsjónarnefnd eftirlauna eru i þessu dæmi miðaöar við 15 stig til 30. nóv. 1980 en 18 stig eftir það. Sé kaupmáttur samanlagðra tryggingabóta þessa einstak- lings kallaður 100 stig árið 1971, þá var hann 52,5 stig árið 1969, 132,9 stig árið 1974, 179,5 stig árið 1977 og nú 226,5 stig. Svo hjón. — Miðað er við að hjónin hafi bæði byrjað töku lif- eyris frá almannatryggingum við 67 ára aldur, en aðeins annar aðilinn njóti lifeyris frá Umsjónarnefnd eftirlauna og nemi réttur hans þar 15 stigum fyrir siðustu kjarasamninga en hækkaði þá i 18 stig. Sé kaupmáttur samanlagðra lifeyristekna þessara hjóna kallaður 100 stig árið 1971, þá var hann 62,2stig árið 1969, 150,5 Hefur fjór-j faldast á j tólf árum. ! Þarf þó j enn að | batna. j ■ ■ stig árið 1974, 182 stig árið 1977 | og loks 202 stig nú. ■ Þessar tölur sýna vel að I baráttan fyrir bættum hag J aldraðs fólks og öryrkja hefur | þrátt fyrir allt ekki verið háð til ■ einskis. k. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.