Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 18. ágúst 1981 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3 ✓ I þágu þroskaheftra: Umhverfis landlð afturábak! Timaritið Samúel og ökuþórinn Hallgrimur Marinósson hafa að sögn unnið i allan vetur að undir- búningi að einstöku uppátæki. Hallgrimur ætlar að bakka i kringum landið á Skodabifreið, sem bifreiöaumboðið Jöfur hef- ur boðiö til þessara afnota. „Er þetta i fyrsta sinn sem einn öku- maður reynir að bakka þá vega- lengd. Hringur Hallgrims er um 1560 kflómetrar. Fer hann aö sjálfsögðu öfugt I hringinn, ,,öf- ugan sólargang”, eins og segir i fréttatilkynningu Samúels um at- buröinn. Það er ráðgert að ferðin taki um 11 daga og að Hallgrimur bakki 90 — 190 kflómetra dag hvern. Aöspuröur sagöist Hallgrimur ekki hafa neinar áhyggjur af hálsrig eða öðrum óþægindum meðan á ferðinni stæði, þvi hann væri þaulreyndur bilaiþrótta- maður og auk þess i góöri þjálfun um þessar mundir. Hallgrimur og forráðamenn Samúels ákváðu er liöa tók á undirbúning bakkferðarinnar aö helga hana einhverjum góöum málstað og sú varð raunin á, að þeir buðu forráðamönnum sam- takanna Þroskahjálp að bakka i þeirra þágu, til þess að vekja at- hygli á málstaö þeirra. Landsamtökin Þroskahjálp voru stofnuð 16. oktðber 1976 i þeim tilgangi að sameina i eina heild þau félög sem vinna að mál- efnum þroskaheftra, meö það að markmiöi að tryggja þroskaheft- um jafnréttisstööu á viö aðra þjóðfélagsþegna. Þroskaheftur er hver sá maöur, sem þannig er ástatt um, að hann geti ekki án sérstakrar aðstoöar náö eðlileg- um likamlegum eða andlegum þroska, — eins og segir I dreifi- bréfi samtakanna. Eitt af helstu baráttumálum Hallgrimur til ( slaginn Þroskahjálpar um þessar mundir er bygging orlofsbúöa eða sumar- dvalarheimilis meö fullkominni þjónustu fyrir þroskahefta, sem kæmu bæði frá stofnunum, skól- um og einkaheimilum og dveldu j>ar i 1—4 mánuöi. Það kom fram á blaöamanna- fundi meö forráðamönnum Þroskahjálpar, aö rými fyrir al- variega þroskaheft börn á stofn- unum er mjög ábótavant þó ástandið almennt séö hér á landi i málefnum þessa fólks sem minna má sin i llfsbaráttunni, sé að þvi er virðist ekki verra en þekkist á Noröurlöndunum. Einnig kom það fram i viöræð- um við aöstandendur Þroska- hjálpar, að þeir teldu mest um vert að þroskaheftir fengju tæki- færi til þess að taka þátt i eðlilegu samfélagslifi og þvi takmarki mætti ná meö rekstri fleiri dag- heimila og sérstakra vinnustaða fyrir þá, sem eitthvaö gætu unniö. Eggert Jóhannesson, einn af stjórnarmeðlimum Þroskahjálp- ar, tjáöi blaðamönnum, að sam- tökin heföu þegiö boöið um að landsbakkið væri fariö i þeirra nafni bæði vegna þess auglýsing- argildis sem það heföi á mál- staönum og vegna þess aö ágóö- inn af sölu þeirra auglýsinga sem málaðar eru á Skódann rynnu i byggingarsjóð orlofsheimilisins og að seld yrðu merki á vegum samtakanna meðan á aftur- ábakskeyrslunni stæöi. Aö lokum skal þess getið aö Hallgrimur Marinóson leggur upp I ferö sina i dag Þriöjudaginn 18. ágúst. Verkamannasambandið: Uppsögn fyrir 1. október nk. Engar tölur enn frá Noregi Fara minnst 10 þús. lestir yfir kvótann Verkamannasamband islands hélt formanna- og sambands- stjórnarfund að Laugarvatni um siðustu helgi. Á fundinn mættu um 50 manns, þar af rösklega 40 formenn verkalýðsfélaga eða fulltriíar þeirra. Eftirfarandi sainþykkt var gerð á fundinum: Formannafundur Verka- mannasambands Islands, haldinn að Laugarvatni 14.-16. ágúst 1981, skorar á öll aðildarfélög Verka- mannasambandsins að segja upp gildandi samningum fyrir 1. októ- ber n.k., þannig að þeir verði lausir frá og með 1. nóvember næstkomandi. Fundurinn hvetur félög innan sambandsins til eindreginnar samstöðu i komandi kjara- samningum. Jafnframt beinir fundurinn þvi til sambandsstjórn- Nýtt land heitir vikublaðið sem fæddist i klofningnum hjá krötum. Blaöið opnaði rit- stjórnarskrifstofur sinar að Laugavegi 40 i gærmorgun. Blaðamenn og annað starfsfólk hefur hafiö störf i nýja húsnæðinu og vinnslan er þegar hafin af full- um krafti. Nýtt land var heitiö á blaði Héöins Valdimarssonar eftir kofninginn 1938 hjá krötum, en það varð undanfari samrunans við kommúnista og stofnunar Sósialistaflokksins. Þá bar blað Samtaka frjálslyndra og vinstri manna heitið Nýtt land — frjáls þjóð, eins og flestum er enn I fersku minni. Það er þvi söguleg tilhöfðun i heiti nýja blaðsins, hvernig svo sem gengur að standa undir þvi I framtiðinni. Nýja blaðið veröur 24 siður að stærð, byggist aðallega upp á ar og einstakra aðildarfélaga, að þau kanni meðal félagsmanna-., grundvöll viðtækari samstöðu landssambanda og félaga innan Alþýðusambandsins. Fundurinn leggur áherslu á að i komandi kjarasamningum verði megináhersla lögð á atvinnu- öryggi og varanlega aukningu kaupmáttar, sem náð verði með samtvinnun grunnlaunahækk- ana, skattalækkana og hjöðnunar verðbólgu. I ljósi þeirrar reynslu sem verkalýðshreyfingin hefur af i- hlutun rikisvaldsins i gerða kjarasamninga, hlýtur Verka- mannasamband íslands að leita eftir viðræðum við rikisstjórnina með það fyrir augum að hún ábyrgist þann kaupmátt, sem samið verður um i komandi kjarasamningum. fréttaskýringum, innlendum og erlendum. Gárungarnir á rit- stjórnarskrifstofunum hjá Nýju landi sögðu, að „anarko-krat- iskum” straumum yrði sleppt lausum á fimmtudaginn, en þá er fyrirhugað að blaðið komi út. Meöal efnis veröur úttekt á „lokunarmáli” Alþýðublaðsins — og að sjálfsögðu veröur mikið um auglýsingar. Auk auglýsinga til að fjármagna blaðið hefur verið stofnað hlutafélag um það og er hlutafjársöfnun þegar hafin. Ritstjórar blaðsins eru Helgi Már Arthúrsson og Vilmundur Gylfason — en fastir starfsmenn verða um tiu talsins. Blaöið er I minna broti en dagblöðin og er meiningin að þaö verði gefiö út vikulega. Nýtt land hefur valið sér einkunnarorð: Gegn flokks- ræði, gegn ritskoðun. —ög Fyrsti farmurinn Sama þurr- efni, minna fitumagn Þurrefnisinnihald loðnunnar úr fyrsta farminum sem landað var á nýbyrjaöri haustvertið er 14,5% og fituinnihald 15,6% samkvæmt athugunum Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins. Þetta er nokkru minna fituinni- hald en mældist í fyrsta loönu- farminum á siðustu haustvertlð, sem þá var 18%, en sú loðna var ekki veidd fyrr en um miðjan september, þegar loðnan er i sem mestum holdum. Þurrefnisinni- hald loðnunnar nú er hins vegar nánast þaö sama og mældist I byrjun vertiðar I fyrra. —lg 40 tíma stím í löndun Veiðist vel við Jan Mayen Nú hafa borist á land tæp 7000 tonn af loönu, þar af lönduðu fjög- ur skip sem komu frá Jan Mayen svæðinu rúmum 3200 tonnum um helgina. Gisli Ami landaöi á föstudag 630 tonnum á Raufarhöfn og á laugardag lönduðu sjö skip. Ljósfari 570 tonnum, Harpa 500 tonnum, Guðrún 650 tonnum, Helga II 320 tonnum, Jón Kjart- ansson 1150 tonnum, Pétur Jóns- son 850 tonnum og Albert landaði i annað sinn á vertiðinni 600 tonn- um. Þrjú síðasttöldu skipin og Gisli Arni að auki. komu af mið- unum viö Jan Mayen en þaðan er 40 stunda stim á löndunarstaði á norðurlandi. Góð veiði hefur verið við Jan Mayen og eru flestir loðnubátarn- ir farnir þangað noröur eftir, en alls eru 18skip komin á miðin, og fleiri að tygja sig til farar. „Við höfum ekki fengið neinar tölur frá Norðmönnum, þetta bar svo skjótt að, að þeir eru sjálfsagt að reikna þetta nákvæmlega i okkur,” sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri I sjávarútvegs- ráðuneytinu aðspurður um afla- tölur um loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen. Samkvæmt upplýsingum frá Harstad i Noregi er ljóst aö Norð- menn hafa veitt minnst 10 þús tonnum meira af loönu en þeim var heimilt, samkvæmt samningi við tslendinga. „Við ræðum sjálfsagt eitthvað óformlega við þá, en það liggur alveg ljóst fyrir i samningnum aö þetta dregst frá þeim við næstu úthlutun. A þessari haustvertiö var Norð- mönnum úthlutað 82.615 lestum af loðnu frá Jan Mayen svæðinu, en þeir eru þegar búnir að landa i Harstad nærri 92 þús. lestum og eitt norskt loðnuskip er enn á miöunum við Jan Mayen. URfhaflega hafði Norðmönnum verið úthlutað á þessari vertíð 105. þús. tonnum við Jan Mayen, en sá kvóti var lækkaður vegna 30% lækkunar á heildarkvótanum og að auki vegna ofveiði Norð- manna á vertiðinni þar á undan. Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Geo Sart eru þessa dagana við loðnurann- sóknir á Jan Mayensvæöinu, en endanleg ákvörðun um hámarks- afla á næstu vetrarvertið verður tekin þegar bergmálsmælingum á stofnsta>rð verður lokið i októ- ber n.k. —lg. Kratar iðnir við kolann Vikublað á leiðinni — Vilmundur ekki af baki dottinn —ig. Hun á afmæli í dag 1 tilefni af þvl að borgin á afmæli i dag hafa Pylsuvagninn ofl. haft forgöngu um að Hornaflokkur Kópavogs komi I heimsókn I Austur- strætiki. 18 i dag. Þar verður einkum ungu fólki boðið upp á pylsur, sælgæti frá ópal og Kók....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.