Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. ágúst 1981 óskar Guðmundsson á dagskrá Bókhaldsstaða ríkis og borgar skiftir ekki jafn miklu máli og sósíalisminn. Fólkið vill pólitískt vald til ávarðanatektar, það þarf enn að vinna 10-15 tíma á dag sér til viðurværis. Þýðir „róttækt jafnvægi” valdatöku millistéttanna? 5) Oft hef ég lesiö greinar félaga Þrastar Ólafssonar meö þakklát- um huga. Þaö er nefnilega svo að oftar en ekki þarf maöur aö lesa greinar fólks um pólitik með aö- ferð dúpsálarfræðinnar. Þess gerist ekki þörf hjá Þresti, hann skrifar tæpitungulaust. Samt hef ég stundum á tilfinningunni að Þröstur sé ögn hægrisinnaðri i skrifum sinum en hann er i raun- inni — en kannski er það bara óskhyggja undirritaðs. Þann veg er um grein i siðasta helgarblaði Þjóðviljans, sem ber yfirskriftina „Róttækt jafnvægi”. Mér segir svo hugur að greinar- höfundur sæki þennan orðalepp i smiðju gamla flokksins, nefnilega Sósialistaflokksins, en með ný- sköpunarstjórn töldu hugmynda- fræðingar þess tima, að náðst hefði jafnvægi stéttanna. Án þess að hætta mér inn á braut þáskil- dagatiðar um stjórnlist okkar hreyfingar langar mig til að benda á, að það sem gert er og hefur verið gert af hreyfingunni þarf ekki endilega að hafa verið rétt sögulega séð. óþolandi jafnvægi I hugtakinu „jafnvægi” hlýtur það að felast aö mati þeirra sem það hugtak brúka, aö stéttirnar hafi náð hinu maximala (há- marki þess náanlega) út úr sinni baráttu. Erum við þeirrar skoð- unar að verkalýður og launþegar á Islandi hafi náö þvi sem hægt er að sætta sig við? „Menningarleg festa” virðist vera það menning- arlega ástand sem er þegar jafn- vægi stéttanna er komið á. Held ég að slik lognmolla sé leiðigjörn. Menning getur vart veriö frjó og lifandi nema hún sé á hreyfingu, — og það verður hún fyrst og sið- ast vegna baráttu stéttanna og hræringa i þjóðfélaginu almennt. „Menningarleg festa” og róttækt jafnvægi er þá samþykki við stat- us quo — sáttfýsi viö ástandið eins og það er — og ég held að þorri okkar geti tekið undir meö hús- næðislausu einstæðu móöurinni meö Iðjulaunin um að núverandi ástand sé óþolandi. Þar með sætt- um við okkur ekki við róttæka jafnvægið eða menningarlegu festuna. Það ætla ég nú rétt að vona að sú skoöun um nauösyn á jafnvægi eigi ekki eftir að marka samninga verkalýðsfélaganna á hausti komanda. Astandið er þannig, ef einhver ekki veit, að félagar i verkalýðsfélögum einsog Iðju, Dagsbrún, Sókn, Framsókn og verslunarmarmannafélaginu hafa umsamin laun, sem eru langt frá þvi aö nægja til fram- færslu. Launin eru slik, að flest fólk i þessum félögum þarf að ofurselja sig vinnuþrælkun til aö geta komist af. Fyrir alla muni, látið róttækt jafnvægi hvergi koma nærri næstkomandi samn- ingum. Flokkur okkar og verka- lýöshreyfingin hafa staöið og standa i dialektiskum samskipt- um hvað varðar kröfugerö eins og annað. Okkur stendur þvi næst að styöja við bakið á þessum verka- lýðsfélögum fyrir raunverulega mannsæmandi launum og lifi, miöað við 40 vinnustundir að há- marki. Það væri að hafa góð áhrif — en það heitir ekki jafnvægi eöa sáttfýsi við óbreytt ástand. Samanburðurinn við íhald- ið Það er næsta hvimleið lenska þeirra sem sitja með pólitiskt vald i umboði flokksins, i bæjar- félögum og riki, að bera árangur starfs sins sifeílt við stjórnartlð ihaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði eingöngu með hagsmuni sinnar stéttar 1 huga — eðlilega liggur mér við að segja. En mæli- kvarði pólitisks starfs okkar flokks er ekki sá sami og borgarastéttarinnar. Heldur mun frekar, hvort unnið hafi verið með hagsmuni almennings i huga, hvort völdin hafi þokast nær fólk- inu, hvort samfélagslegur veru- leiki hafi færst nær draumsýn sósialista um meira jafnréttis- þjóðfélag. Við höfum erjað kyn- slóð eftir kynslóð fyrir þetta markmið, viö höfum meira að segja þokkalega stefnuskrá til að auðvelda okkur starfið fyrir drauminn. Ég vona þvi að menn- ingarleg festa og róttækt jafnvægi — sáttfýsi við núverandi ófremd- arástand sé einkaskoðanir og sérhyggja greinarhöfundar — en ekki viðtekin viðhorf flokks- félaga. Það er sjálfsagt að ástandið i riki og i borg sé skárra en hjá ihaldinu. Þó það nú væri. En meðan það þokast ekki nær hugsjónum okkar en raun ber vitni, þá hljótum við að vera óánægð með ástandið. Allir eiga að stjórna Það er máske óréttmætt gagn- vart hagspaklega sinnuðu fólki að setja fram eftirfarandi skoðun en ég get ekki stillt mig um þann lúxus; Þaö brennur næsta litið á mér og minum hvort rikissjóður eða borgarsjóður sýnir minus eða plús 3 milljarða i rekstraraf- ganga i bókhaldi meðan pólitiskt vald, þar með taldar upplýsingar og ákvarðanatekt.er ekki komið i hendur fólksins, meðan það er húsnæðislaust og meðan það þarf að vinna 10-15 tima á dag sér til viðurværis. Það er áframhald- andi vinnuþrælkun i landinu hvað sem „styrkri stjórn Alþýðu- bandalagsmanna” liður! Það er nú eitt með öðru. Ef til vill kallar einhver lesandi það „orðaleik” en þetta sifellda tal og skrif um ábyrga stjórn, styrka stjórnarforystu og þar fram eftir götunum virkar ævinlega hroll- vekjandi á mann. Við erum I flokki sem stendur fyrir vaid- dreifingu og á þá hugsjón að fólk- ið eigi aö stjórna sér sjálft. Hvernig væri nú að þoka sér af traustum stalli stjórnræðisins og mæla i anda samvinnumannsins og sósialistans. Það erum við öll en ekki bara þeir sem eiga að stjórna. Sá víöi heimur A einum stað i greininni sem hér er til umfjöllunar stendur að það heyri til viöum hugmynda- heimi, að hugmyndafræði sé greind frá stjórnmálum og bók- legur visdómur frá mannlegri skynsemi. Nú er það svo i mæltu máli að sósialismi er nefndur hugmyndafræði og pólitik borgarastéttarinnar fer eftir ákveðinni hugmyndafræði. Til hvers þá að aðskilja hugmynda- fræði og stjórnmál? Bóklegur vis- dómur og mannleg skynsemi fara vel saman. Auðvitað fer best á samtvinnun þess lesna og tillærða af höndum og hug. Það liggur við að votti fyrir menntamannahatri i þessari framsetningu greinar- höfundar eða til hvers að sundur- skilja bóklegan visdóm frá mann- legri skynsemi? Af hverju er mönnum svo illa við bækur og hugmyndafræði? Hvort ihaldsmanninn sem gegndi embætti fjármálaráð- herra i siöustu hægri stjórn hafi skort „manndóm og vit” eins og greinarhöfundur segir vil ég ekki fjölyrða. En auðvitað er munur sósialista og ihaldsmanna i stjórnarsætum sem annars stað- ar fyrst og fremst sá að menn að- hyllast ólik viðhorf, andstæðar skoðanir. Er millistétt að taka völd- in? An þess að vilja varpa nokkurri rýrð á ljóma þeirra Alþýðu- bandalagsmanna sem sinna stjórnunarstörfum fyrir okkur um þessar mundir þá langar mig til að itreka eftirfarandi: Meðan við höfum ekki af meiru að státa.i dagvistunarmálum, húsnæðis- málum, vinnutima verkafólks, samgöngumálum, valddreifingu, þá höfum við ekki ástæðu til að hælast um. Á meðan heildsalar, prangarar, auðfyrirtæki, og hringamyndun halda áfram að blómgast og eflast megum við ekki sitja sáttfúsum huga i stjórn- arsætum. Meðan borgarastéttin heldur áfram að efla vald sitt sættum við okkur ekki við status quo. Meðan vinnuþrælkun er ástunduð i landinu er óbreytt ástand eitur i beinum okkar. Svo væri ekki úr vegi að þeir i stjórnum, ráðum og nefndum at- huguðú hvort ekki væri hægt aö ástunda betri og itarlegri upp- lýsingamiðlun af þeim vettvangi. Það gæti hjálpað til við valdatöku fólksins I landinu. Það hefur oft verið bent á ýms- ar hættur sem eru þvi samfara að sitja langtímum saman við stjórnvölinn eins og kallað er. Okkar fólk lendi ósjálfrátt inni i þankagangi og vinnubrögðum andstæðum hugsjónum okkar sem sósialista. Aldrei verður nóg- samlega varað við sætleika valdsins. Getur verið að sá timi sé upp runninn með öllum þeim fjölda tæknikrata, skrifblóka og valdamanna — sem stéttarlega eru millistétt og bera uppi starf Alþýðubandalagsins i kerfinu — að þeir telji sig vera með vöidin I Þjóöfélaginu? Og vilji ekki sleppa þeim? —óg Norræn samtök um umönnun aldraðra Stórsókn tU bættra kjara aldraðra 1982 ■ ■ I ■ I ■ B ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ B ■ B ■ B ■ B ■ 1 • • y m Onnur alþjóðlega rallý-keppnin á Islandi:| Bílaleikur fyrlr | börn á öllum aldri i Aöalfundur norrænna sam- taka um umönnum aldraðra, NORSAM, var haldinn í Varma- hlfð I Skagafirði dagana 8.—9. ágúst og sóttu hann 30 manns frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Sviþjóð auk 10 frá isiandi. Aöilar að NORSAM eru mörg félagasamtök sem hafa á stefnuskrá að vinna að hags- muna- og menningarmálum aldraöra Norðurlandabúa. Rauði kross íslands hefur frá upphafi tekið þátt i samstarfi við NORSAM af íslands hálfu, fyrst með þvi að senda áheyrnarfulltrúa til funda, siðar með fullri aöild. í fyrra gerðist ellimálanefnd þjóðkirkjunnar aðili að NORSAM. Undanfarin ár hefur sr. Sigurður H. Guðmundsson, ritari stjórnar RKI, verið af Islands hálfu aðal- fulltrúi I stjórn NORSAM. Formaður NORSAM er dr. Arne Brusgaard læknir frá Noregi og stjórnaði hann fund- inum i Varmahlið þar sem voru flutt erindi um öldrunarmál á öllum Norðurlöndum, hlutverk sjálfboðaliða i öldrunarþjón- ustu, menningartengsl milli kynslóða, brýnustu úrlausnar- efni i öldrunarmálum og sam- vinnu Norðurlanda innan NORSAM. Miklar og fróðlegar umræður urðu um alla erinda- flokkana. Var þar m.a. vakin athygli á nauðsyn þess að leita aukins samstarfs við aldraða um leiðir til farsælla úrlausna i vandamálum þeirra. Þátttakendur skoruðu á öll félagasamtök sem eiga aðild að NORSAM og aðra sem vinna að öldrunarmálum á vegum rikja og sveitastjórna aö hefja nú þegar undirbúning þess að á ári aldraðra, 1982, verði hafin stór- sókn til þess að bæta kjör aldraðra á öllum sviðum uns þvi takmarki er náð að allir aldr- aðir Norðurlandabúar njóti mannsæmandi lifskjara. A næsta aðalfundi NORSAM i Helsinki I mars 1982 á einkum að ræða um sveigjanleg aldurs- mörk á rétti og skyldum til greiöslna á eftirlaunum. Meðal 200 þátttakenda sem sitja munu ráðstefnuna i Helsinki verða margir stjórnmálamenn og forystumenn i öldrunarmálum. Ljóma-Rallý 81, önnur alþjóðlega rally-keppnin, sem haldin hefur verið hér á landi, fer fram dagana 21.—23. ágúst, eða um næstu helgi. Þegar hafa tólf keppendur skráð sig til þátttöku i bilaal- gleyminu. Fyrsti billinn i Ljóma-Rally ’81 verður ræstur frá Austurbæjarskólanum föstudagsmorguninn 21. ágúst kl. 06:00, og koma bilarnir aftur þangað á föstudags kvöld. A laugardagsmorgun halda bil- arnir aftur á stað kl. 05:00 frá skólanum og koma I bæinn um kvöldið. A sunnudag, sem er siðasti keppnisdagurinn, halda bilarnir af stað kl. 08:00, en eru væntan- legir að Austurbæjarskólanum ■ um kl. 17:30 og þá verða úrslitin ■ væntanlega kunn, eins og segir i Z fréttatilkynningu frá B.l.K.R. | Að lokum má geta þess virðingarvottar, sem þessir áhugamenn um bifreiðar og aksturþeirra (rally-menn) urðu aðnjótandi af hendi nýskipaðs forseta Islands, Vigdisar Finn- bogadóttur i fyrra, er hún lét það verða sitt fyrsta embættis- verk að ræsa tryllitæki kepp- enda. Ein af stóru spurningum vikunnar hlýtur þvi að vera sú, hvort Vigdis ræsi rallý-ið i ár, en þess er i engu getiði fréttatil- kynningu B.Í.K.R. —h Aukaverðlaun í áskrif- endaþraut Þjóðviljans Vikuverðlaunin I áskrifenda- þrautinni voru dregin út i gær. Eftirtaldir hlutu verðlaun, plötu aö eigin vali frá Steinum h.f.: Birna Oddsdóttir, Kleppsvegi 26, Reykjavik. Sigriður Másdóttir, Hjallavegi 60, Reykjavik. Þórhildur Halla Jónsdóttir, Hlyngerði 7, Reykjavik. Þorleifur Hauksson, Leifsgötu 13, Reykjavik. Arni Ragnarsson, Hjallavegi 3, Reyðarfirði. Verðlaunahafar eru vinsam- legast beðnir að gera vart við sig hjá blaöinu. Fjölmargar lausnir hafa borist og þeir sem enn hafa ekki skilað úrlausn eru minntir á að mánaðarverðlaunin veröa dreg- in út 25. ágúst n.k. | Þeyr heldur norður í land ! ÞE YR um landið ! | A miðvikudaginn heldur (Sjallinn). ■ hljómsveitin Þeyr af stað i Akureyri, föstud. 21. | hljómleikaferö norður um ÍDynheimar) J landiö og mun skemmta fólki á Húsavik, laugard. 22. Ieftirtöldum stöðum: Akureyri, sunnud. 23. (Iþrótta- Borgarnesi, miðvikud. 19. kl. 21. skemman). J Akureyri, fimmtud. 20. kl. 20 Sauðárkróki, mánud. 24. B ■ B ■ B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.