Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 15
Hringið i síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Dýravernd- arsamtök gegn heilsu- gæslunni varast við hundahald Annemarie Bjarnason i Hafnarfirði skrifar vegna á- kvörðunar um að leyfa þar hundahald og segist hafa orðið orðlaus við að lesa þær fréttir. Hún segist ekki vera islensk að uppruna, en elska tsland, náttúru þess, hreint loft og fölkið. ísland er i minum augum besta land i heiminum, segir Annemarie og telur sig geta dæmt, enda viða farið. Faðir hennar var læknir og dýra- læknir, móðirin forstöðukona á stóru sjúkrahúsi og sjálf starfaði hún lengi erlendis sem hjúkrunarkona af lifi og sál. Hún minnist þess, að er fjöl- skylda hennar bjó i Hamborg átti hún fyrst tvo púðluhunda og á timabili tvo hunda af rúss- nesku kyni og voru þeir aldrei hafðir i borginni, en i sumarhúsi og i gæslu hjá bónda er fjöl- skyldan var i stórborginni. Þeir voru frjálsir, en ekki i bandi, og gátu lifað eins og hundar eiga að lifa, umgengust aðra hunda og voru hamingjusamir. Faðir minn elskaði dýr of mikið til að hafa þau i bandi i Hamborg, skrifar Annemarie. Siðan segir hún orörétt: Eg er nú 67 ára gömul og bý með syni minum. Við höfum búið i Hafnarfirði i þrjú ár, og kunnum vel við okkur, þvi Hafnarfjörður er mjög vina- legur bær. Nú er hins vegar far- inn að sjást hundaskitur á götunum, þvi sumir hunda- eigendur kunna ekki að gæta dýra sinna. Þau ráfa laus og spangóla oft i rigningu og kulda. Stundum vaknar fólk við hund- gá á morgnana og oft kemur þaö fyrir að krakkar sparki i hundana og þá bita þeir að sjálf- sögðu. Flestir þessara hunda eru innfluttirog sumum hefur verið smyglað til landsins. I þeim til- fellum er mikil hætta á hunda- æði, en sá sjúkdómur getur levnst lengi i mönnum eftir að þeir eru bitnir. Þeir geta gengið með það allt frá 20 dögum upp i ár, án þess að það komi i ljós. Fyrir mörgum árum hjúkraði ég á sjúkrahúsi i Stettin, en þar veiktust kona og barn af hunda- æði. Það byrjaði með krampa- köstum og siðan taka tauga- truflanir við. Sjúklingarnir áttu i erfiðleikum með að drekka þráttfyrir mikinn þorsta. Þessu fylgdi mikill hiti og æðisköst, scm siðan lauk með miklu mátt- leysi og dauða. Svona létu báðir sjúklingarnir iifið og ég gleymi þvi aldrei hvernig mér leið að horfa upp á þetta. Ég bið yfirvöld i Hafnarfirði að hugsa vel um það sem ég hef sagt, og vonandi verður það til {æss að þeir breyti nýju lögunum. Við skulum ekki kalla kalla yfir okkur sjúkdóma að 0- þörfu og við skulum kappkosta að halda bænum okkar hreinum. Hissa og hneykslaður lesandi hringdi: Það liggur við aö maður sé orðlaus yfir ósvifni þeirra sem tala i nafni Sambands dýra- verndunarfélaga Islands og leyfa sér að lýsa vantrausti á heilsugæsluyfirvöld og segja samstarfsnefnd þessara aðila sjálfskipaða. Og alveg er ég hissa á Þjóðviljanum aö birta svona bull. Mér þykir skörin vera farin að færast upp i bekkinn ef dýra- verndunarsamtök ætla að fara að berjast gegn heilbrigðisyfir- völdum og held að það þjóni hvorki dýrum né mönnum né verndi dýrin- siöur en svo. Hér i gamla daga smitaðist fólk af sulli og allskyns óáran annarri sem ma. hundar báru á milli og hverjum skyldi það vera að þakka nema heilbrigðisyfir- völdum og heilsugæslufólki, að þetta þekkist vart lengur? En kemur kannski upp á ný ef svo heldur sem horfir! Mér þykja svona skrif til skammar fyrir dýraverndunárfólk og dreg i efa, að samtökin standi að baki þeim. Nafnlaus bréf verða ekki birt Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að nafnlaus bréf eða efni sem hringt er inn er ekki birt i Lesendadálkinum. Hitt er sjálf- sagt að halda nafni leyndu ef bréfritari óskar þess, en um- sjónarmaður með dálkinum svo og ritstjóri verða að vita hver skrifar eða talar. Barnahornið Kiddi málari fær pönsur í sumar kom Kiddi málari. Hann málaði gluggana á húsinu okkar. — Einu sinni bakaði mamma pönsur. Ég gaf Kidda nokkrar. Hann veifaði þeim fyrir framan nefið á hinum vinnumónnunum. Helgi skrifaði og teiknaði Úr Blandaða blaðinu Þriðjudagur 18. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Teiknimyndasyrpan um Pétur, sem byrjaði I siðustu viku og er enn á dagskrá i kvöid eftir fréttirnar, lofar góðu: vel gerð og mátulega barnaleg fyrir yngstu kynslóðina áður en farið er í háttinn. Tölvuvæðingin verður æ meiri, Hka á Islandi. Örtölvubyltingin jlJk Sjónvarp ’O' kl. 21.35 „örtölvan breytir heimin- um” nefnist þýsk fræðsiu- mynd sem sjónvarpiö birtir okkur i kvöld og íjallar hún um notagildið og þau áhrif sem örtölvan mun hafa á næstu árum. Að sögn Boga Arnar Finn- bogasonar, sem er þýðandi og þulur, f jallar myndin aðallega um aðstæður i V-Þyskalandi, en þróunin er svipuð hjá öðrum iönaðarþjóðum og verður væntanlega hér einnig, þótt við séum nú nokkrum árum á eftir. Gengiö er útfrá, að breytingin verði mest i iðn- aðinum og að þar muni um 70% starfanna breytast, en jafnframt er fullyrt, að 50% allra starfa i þjóðfélaginu muni breytast vegna örtölvu- byltingarinnar. Tekin eru dæmi úr framleiöslu ma. sjón- varpstækja og raimagnsrit- véla og sýndar verksmiðjur með gamla laginu og hinu nýja. Þá eru enníremur tekin dæmi um breytingar i skrif- stofurekstri, hjá bönkum, tryggingafélögum og fleiri aðilum og sagt frá könnun sem gerð hefur verið á þessu sviði i Mannheim. Ennfremur frá viðbrögðum fyrirtækjanna, þegar tölvuvæðingin býður upp á að hægt sé að fækka starfskröftum og jafnvel auka afköstin um leið. Heilsufarsleg hlið málsins er einnig tekin fyrir, en tölvu- væðingin leggst þungt á marga? sumir, einkum eldra fólkið, hræðist þróunina og hjá öðrum fylgirhenni mikiö álag. Jákvæða hliðin er sýnd á móti, þe. hvernig útrýma má eríiðu, leiöir.legu og einhæfu störfun- um. Utvarp kl. 11 og 20,30 Pétur lofar góðu „Glöggur auðna- gestur” Þátturinn , Man ég það sem löngu leið” er kl. 11 árdegis og siðan endurtekinn eftir kvöid- fréttir; fjallar aö þessu sinni um Sigurð Jónsson skáld frá Brún og nefnist „Glöggur auðnagestur”. Sigurður frá Brún iést árið 1968, en eftir hann komu út þrjár bækur, tvær ljóðabækur og ferðaminningarnar „Einn á ferð og oftast riðandi”. Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn og sagði, að aðal- Sigurður Jónsson frá Brún. lega yrði lesið upp úr siðast- töldu bókinni, en einnig les Hjörtur Pálsson þrjú ljóö, eitt eftir Sigurð sjálfan og tvö sem ort voru um hann að honum látnum, eftir Þorgeir Svein- bjarnarson og Olaf Sigfússon i Forsæludal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.