Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir (2 íþróttír KR-ingar uppskáru eftir baráttuleik gegn Fram í gærkvöld Það var dýrmætt stigið, sem KR-ingar fengu á Laugardals- vellinum er þeir gerðu marka- laust jafntefli gegn Fram I gær- kvöldi. Að sama skapi misstu Framarar af dýrmætu stigi I toppbaráttunni, en KR-ingar eru sem kunnugt er i harðvítugri botnbaráttu. Það hefur sýnt sig, að erfiðustu mótherjar topplið- anna i lokabaráttunni, eru þeir, er berjast fyrir lifi sinu í deild- inni. Kom það lika á dagiiin að KR-ingar börðust eins og ljón alL an timann og verðskuiduðu annað stigið. Fljótt kom i ljós að leikurinn yrði litið fyrir augað, litið um gott samspil, en meira um kýlingar og gróf irot. Þannig lágu þrir KR- ingar i valnum fyrstu 15 minút- urnar. Oli Ólsen hafði ekki nógu góð tök á leiknum, og bætti það litið úr skák. Umtalsverð mark- tækifæri sáust ekki fyrr en á 28. min. er Halldór Arason átti gott skot frá vitateigslinu, sem Stefán KR markvörður varöi vel. 6. min. siðar var Halldór aftur á ferð, er hann skaut sannkölluðu „geimskoti” háttyfir KR markið frá vitapunkti. Halldór var svo sannarlega ekki á skotskónum i þessum leik, sem betur fer fyrir KR-inga. Halldór klúðraði sinu þriðja marktækifæri i fyrri hálfleiknum. Hann var þá kominn einn inn fyr- ir KR vörnina, en Stefán mark- vörður forðaði marki með góðu úthlaupi. KR átti hins vegar ekkert marktækifæri i hálfleiknum, sem réttlætir að á það sé minnst. Baráttan hélt svo áfram i seinni hálfleik, og þá var heldur meira um marktækifæri á báða bóga. Að sjálfsögðu var Halldór Ara- son áfram i sviðsljósinu. A 55. min. fékk hann góða sendingu inn i teiginn frá KR-ing, og ennþá bjargaði Stefán með góðu út- hlaupi. Stuttu siðar fékk Sigurður Pétursson KRað sjá gula spjald- ið, en áður höfðu þeir Börkur Ingvarsson KR og Viðar Þorkels- son barið spjaldið augum. Trausti Haraldsson slapp þó betur rétt á eftir, er hann hélt Atla Héðins, þegar sá siðarnefndi var að stinga Framvörnina af. Þá sá Óli ekki ástæðu til að draga upp spjald, og segir það meira én löng saga um dómgæsluna. Fyrsta tækifæri sitt i leiknum fengu KR-ingar á 61. min. er Börkur skaut yfir Fram markið eftir laglega aukaspyrnu Eliasar Guðmundsonar. Stuttu slðar tók Hólmbert þjálf- ari Fram hinn eitilharða Gunnar Guðmundsson út af, og settiGuð- mund Torfason inn á til að auka sókn Framara. Dugði það skammt, og fóru KR-ingar heldur að hressast. Þegar hálftimi var liðinn af seinni hálfleik skaut Helgi Þor- bjiknsson ágætu skoti að mark- inu, eftir að Marteinn hafði „kiks- að” inni i teignum, en skot hans fór framhjá. Tiu minútum fyrir leikslok renndi Elias boltanum fyrir mark Framara, en þá var engin KR löpp á svæðinu til að koma boltan- um rétta leið. Hurðin skall þvi sem næst á KR sigraði í 5. flokki Mikið var um að vera hjá yngstu aldursflokkunum i knatt- spyrnu um helgina. Þá fóru fram úrslitaleikir i tslandsmóti 5. og 4. aldursflokks, og auk þess var hraðinóthjá þeim allra yngstu i 6. flokki. 1 4. flokki léku til úrslita lið Framara og gestgjafa þeirra, lið Þórs. Framarar skoruðu fljótlega i leiknum og benti allt til að þeir fengju bikarinn i sinar hendur, en 5 minútum fyrir leikslok fengu Eyjamenn vitaspyrnu, sem þeir skoruðu úr. Lauk leiknum þvi með jafntefli, og verður að fara fram annar leikur milli liðanna, þar sem framlengingar eru ekki leyfðar fyrr en i 3. aldursflokki. Keflvikingar urðu i þriðja sæti eftir 5-2 sigur yfir IR-ingum. Nágrannaliðin fyrrverandi, KR og Þróttur, léku til úrslita i 5. flokki. Er.skemmst frá þvi að segja, að KR-ingar tóku Þróttara i kennslustund i knattspyrnu og sigruðu með 7 tnörkum gegn 1. Skoraði Stefán Guðmundsson þrennui leiknum. Vonandi að ein- hverjir meistaraflokksmenn KR hafi verið meðal áhorfenda, og lært hvernig á að skora rnörk, en það er nú önnur saga. Framarar urðu i þriðja sæti eft- ir 4-0 sigur yfir Val. Loks er að geta hraðmótsins i 6. aldursflokki. Þar leika piltar 10 ára og yngri. Leikið er þvert á venjulegum leikvelli (þ.e. öðrum valíarhelmingi) og eru aðeins 7 i hverju liði. Rangstaða er ekki dæmd, og mörkin eru minni en venjulega. AIU þetta hjálpast við að gera leiki piltanna skemmti- legri, og um leið meira spenn- andi. Til úrslita i 6. flokki A léku Fram og Fylkir og sigruðu Fram- arar nokkuð auðveldlega. Hefur þvi lið þeirra sigrað i báðum hraðmótum sumarsins. i 6. flokki B léku til úrslita KR og Fram. Lauk leiknum með jafntefli 2-2, og verður annar leikur milli lið- annaaðfarafram, þar sem fram- lenging er ekki leyfð. Hin nýja tilhögun á mótum þeirra yngstu er vafalaust til mikilla bóta og er vel til fundin. Ekki er verra þegar strákarnir fá að leika á grasi og ætti raunar að vera skylda að leikir þeirra yngstu fari fram á grasi. B hæla KR-inga þegar Pétur Ormslev skallaði i stöng eftir mjög góöa fyrirgjöf Trausta. Kannski er gamla „KR heppnin” ekki búin að yfirgefa Vesturbæinn eftir allt saman. Siðustu 3 minúturnar gáfu af sér jafnmörg marktækifæri. Viðar negldi á KR-markið á 87. min. en naumlega framhjá. KR-ingar fengu besta tækifæri sittá 89. min. Þá fékk Óskar bolt- ann utan af kanti. Pilturinn lagði tuðruna glæsilega fyrir sig, og þrumuskot hans fór hárfint fram- hjá. Baldvin Eliasson átti lokaorðið, þegar skot hans langt utan af velli sleikti markstöng KR. Sem sagt 0-0 i miklum baráttuleik. Nokkuð sanngjö-n úrslit, og KR-ingar geta nokkuð vel við unað. Traustiog Marteinn voru bestir Framara. KR-ingar eiga allir heiður skil- inn fyrir góða baráttu. Liðsheild- in tryggði mikilvægt stig. Dómsgæsla Óla Ólsen var fyrir neðan hans virðingu, þvi miður, en auðvitað geta allir átt slæman dag. B. Þrátt fyrir mörg tækifæri, og góö tilþrif, eins og þessar myndir —gel— að koma boltanum i mark KR. sýna, tókst Halldóri Arasyni ekki annað stigið, 0-0 Ur einu í annað Þróttur R. úr lelk? Keflvikingar þokuðu sér nær 1. deildinni er þeir sigruðu Þrótt R. léttilega á heimavelli i gærkvöldi. Yfirburðir heima- manna voru miklir, og sérstak- lega var Ragnar Margeirsson i stuði, en hann skoraði öll mörk leiksins. Þar af tvö i síðari hálf- leik. önnur úrslit helgarinnar i 2. deild: Haukar — Þróttur N. 2—2 1B1 —Reynir 3—1 Völs,—Skallagr. 1—3 A-Þjjóðverjjar sterkír í frjálsum Austur Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar I frjálsum iþróttum eftir harða keppni við Rússa nú um helgina. Austur þýsku karlarnir höluðu inn 128 stig. Rússar fengu 124,5 stig og Bretar með Sebastian Coe i broddi fylkingar hlutu 106,5 stig. Stúlkurnar a-þýsku höfðu meiri yfirburði. Þær hlutu 108,5 stig. Rússinurnar kræktu i 97 stig. ^ B Breiðabliks- stelpurnar bestar Stúlkurnar úr Breiðablik urðu öruggir Islandsmeistarar i kvennaknattspyrnu i ár. Hafa þær þegar tryggt sé titilinn þó einni umferð sé ólokið. Siðast léku þær við Viði og unnu 10-0, og bættu enn glæsilega marka- tölu sina. Kópavogsstúlkurnar hafa skorað 68 mörk til þessa, en aðeinsfengið á sig 8! Valsstúlk- urnar eru i ööru sæti með 21 stig , IA er i þriðja með 20 stig. Næstu lið (KR og FH) hafa fengið 10 stig. Undirritaður hefur ekki marga kvennaleiki séð i sumar, en þeir leikir sem hann hefur séð hafa verið skemmtilegir á að horfa. Er i rauninni undravert hversu stúlkurnar eru góðar miðað við hve stutt er liðið frá þvi kvenna- knattspyrna hófst hér fyrir al- vöru. Má i þvi sambandi nefna, að það er ólikt skemmtilegra að horfa á kvennaknattspyrnu en kvennahandknattleik. Geta má þess að Breiðabliksstúlkurnar tryggðu sér Bikarmeistaratitil- innfyrir stuttu. • Úrslit í 3. deUd HV—Sindr. KS—Grindavik Njarðv. —HSÞ • Medizin Berolina væntanleg Hin hcimsþckkta söngkona og ræðari, Medizin Berolina, frá Rúmeniu er væntanleg hingað til lands með nigeriska knatt- spyrnu I vikunni. Frúin mun nudda leikmenn Nigeriu og taka lagið fyrir þá sem vilja á hlýða. 4—0 3—0 2—1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.