Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 18. ágúst 1981 WOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadottir Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. íþróttafréttamaður: lngólfur Hannesson. (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Hröðum kjarasamningum # Þann 1. nóvember í haust rennur út gildistími kjara- samninga hjá flestum almennu verkalýðsfélögunum á landi hér. # Á undanförnum árum hef ur það oft viljað brenna við aðgerð nýrra kjarasamninga haf i dregist úr hömlu. Þar hafa menn vítin til að varast. # Full ástæða er til að hvetja alla samningsaðila til þess að taka nú hið fyrsta upp alvarlegar viðræður um gerðnýrra kjarasamninga, og miða viðræðurnar við það að hafa lokið samningsgerð, þegar núgildandi samn- ingar renna út. # Dragist samningar hins vegar á langinn hlýtur það að teljast eðlileg krafa af hálfu verkalýðshreyfingar- innar, að laun verði engu að síður greidd samkvæmt nýjum kjarasamningum frá 1. nóvember, er gildistími eldri samninga rennur út. # Nú um helgina var haldinn á vegum Verkamanna- sambands (slands f undur sambandsstjórnar þess og for- manna aðildarfélaganna. # l samþykkt fundarins er skorað á öll aðildarfélög Verkamannasambandsins að segja upp gildandi kjara- samningum fyrir 1. október n.k., þannig að þeir verði lausir frá og með 1. nóvember. # i þessari samþykkt Verkamannasambandsins er til þess hvatt að i komandi kjarasamningum verði áhersla lögð á að tryggja i fyrsfa lagi atvinnuöryggi, og í öðru lagi ,,varanlega aukningu kaupmáttar, sem náð verði með samtvinnun grunnlaunahækkana, skattalækkana og hjöðnunar verðbólgu. Hér er sleginn réttur tónn. # Aðsjálfsögðu verður aðsemja um einhverjar beinar grunnkaupshækkanir í komandi kjarasamningum lág- launafólks. Ekkert annað kemur til greina. Spurningin er aðeins, hvað eiga þær að verða miklar og á hve löngum tíma eiga þær að koma til framkvæmda. # Úr röðum atvinnurekenda hafa enn sem komið er eingöngu heyrst raddir, sem enga kauphækkun telja koma til greina. # Fyrir Vinnuveitendasambandið væri hyggilegt að falla sem allra fyrst frá svo fráleitri afstöðu. # í samþykkt Verkamannasambandsins kemur skýrt fram að það er þó ekki krónutalan sem slík, heldur „varanleg aukning kaupmáttar", sem barist er fyrir. Þaðer hækkun kaupmáttar launanna, hjá öllu láglauna- fólki, sem komandi kjarasamningar þurfa að tryggja. Og þetta þarf að tryggja án þess að atvinnuörygginu og mikilvægum markmiðum um hjöðnun verðbólgu sé stefnt í hættu. # Láglaunafólkinu í verkalýðsfélögunum er Ijóst að í kjarabaráttunni verða engir sigrar unnir með óðaverð- bólguog atvinnuleysi, en þessu sama fólki er líka Ijóst að þvi fer f jarri að okkar mikla þjóðarauði og okkar miklu þjóðartekjum sé réttlátlega skipt. Þess vegna bera verkalýðsfélögin fram nú kröfur sínar um kjarabætur. # Af hálfu samtaka hins ajmenna launafólks er það eðlileg krafa að komandi kjarasamningar tryggi lág- launafólki a.m.k. ekki lakari kaupmátt en hann hefur áður orðið bestur. # Samkvæmt þeim gögnum, sem fram voru lögð frá hagdeild Alþýðusambands íslandsá fundi Verkamanna- sambandsins um helgina, þá má ætla að kaupmáttur kauptaxta verkamanna verði í ár lítið eitt hærri en hann var á siðasta ári, en hins vegar um 6% lægri en hann var fyrir þremur árum, á árinu 1978, er kaupmáttur kaup- taxta verkamanna fór hæst. # Samkvæmt sömu gögnum hefur kaupmáttur ýmsra annarra starfsstétta en verkamanna lækkað nokkru meira en þessum 6% svarar, og telur hagdeild Alþýðu- sambandsins að kaupmáttur kauptaxta „allra laun- þega" verði í ár um 10% lakari en hann varð áður bestur. Hér er einnig vert að hafa í huga, að sé hins vegar spurt um kaupmátt ráðstöfunartekna, það er þeirra tekna, sem menn halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir, þá hefur skerðing þeirra orðið mun minni en þetta eða um 3% að dómi Þjóðhagsstofnunar. # Þessum tölum geta menn velt fyrir sér fram og aftur, spurt um orsakir og afleiðingar. Niðurstaðan verður samt ekki nema ein. Kaupmátturinn þarf að hækka, en við skulum gæta vel að verðbólgunni og at- vinnuörygginu um leið. Alla þessa þrjá þætti þarf að klrippt Geir Hallgrimsson að skoða fiskiðjuver I Murmansk sem borgarstjðri. Upphafið af hringekjn heimboð milli Moskvu- og Reykjavíkurborgar. „Gallgrimsson” íþriöja sinn? Staksteinar er við sama hey- garöshornið i Morgunblaðinu á laugardaginn. Þar er þessi setn- ing sem vel gæti verið frá fjórða eða fimmta áratug aldarinnar: „Auövitað var tekið á móti Geir Hallgrimssyni, forsætis- ráðherra fullvalda þjóðar, með myndarskap i Moskvu,en hins- vegar hafa Kremlverjar að sjálfsögðu tekið á móti Svavari Gestssyni eins og hæföi fulltrúa flokks, sem i áratugi hefur sýnt Moskvumönnum samskonar hlýðni og þægur rakki húsbónda sinum.” Allt er þetta gott og blessað, en klippari hefur aðra skýringu á höfðinglegum móttökum er Geir kom til Sovét 1976 ásamt Birni Bjarnasyni leiðarahöfundi Morgunblaðsins. Þannig háttaði nefnilega að þetta var ekki i fyrsta skipti sem Geir Hall- grimsson heimsótti Sovétrikin. Hann átti frumkvæöi að sam- skiptum Reykjavikurborgar og Moskvuborgar sem borgarstjóri og fór með friöan flokk borgar- stjórnarmanna til Sovét. Geir Hallgrimsson ber þvi höfuö- ábyrgðina a þeirri hringekju heimboða sem verið hafa i gangi milli Moskvu og Reykja- vikur æ siöan. Sovétmenn stóöu hinsvegar i þeirri meiningu að herra „Gall- grimsson” eins og það heitir uppá rússnesku væri að koma I þriöja sinn til Moskvu er hann heimsótti Kremlverja sem for- sætisráðherra. Sovétmenn lögðu i það stórpólitiska mein- ingu aö svo fjölhæfur stjðrn- málamaður sem herra Gall- grimsson gerði sér svona titt við þá. Fyrst kom Gallgrimsson borgarstjðri, þá Gallgrimsson gjaldkeri ASI og loks Gall- grimsson forsætisráöherra. Slfkum tiðieikagesti meö rætur I verkalýðshreyfingunni bar auð- vitað allur sómi i Sovét. Það hafði semsé misfarist i skrif- finnskunni að Gallgrimsson gjaldkeri ASÍ var ekki Geir Hallgrimsson heldur Óskar Hallgrimsson. Grundvöllur al- þjóðasamskipta er oft reistur á gagnkvæmum misskilningi, og stundum þarf það ekkí að vera til bölvunar eins og I þessu dæmi. Aö drepa verkalýösfélag Vilmundur Gylfason hefur prédikað nauösyn hasars i verkalýðsfélögunum, og hefur ásamt öörum kratabroddum farið á undan með góðu fordæmi og efnt til sýnikennslu i lýðræð- islegu starfi innan Alþýðu- flokksíns. Ekki eru allir sam- mála þeirri kenningu Vímma að kjörin batni ef ákveönir verká- sóttir i verkalýðsfélögum sem öðrum félögum nema einhver stórátök séu i boði. Og i Fréttabréfi Verkalýðsfé- laganna i Vestmannaeyjum 2. tbl. 4. árg. 1. júni 1981 eru nokk- ur góð ráð tekin að láni og stað- færð um það hvernig ganga megi af verkalýðsfélagi dauðu. Snúa þau ráð að félagsmönnum fremur en forystunni og eru dálitið nöpur: Hér koma þau með inngangi: „Talsvert hefur veriö skammast út i stjórnir stéttar- félaganna fyrir einræði og ólýð- ræðisleg vinnubrögð einkum þegar um er að ræða kosningu til stjórnar og ákvarðanatöku i þýðingarmiklum málum, s.s. vinnustöðvanir og fleira. I flest- um tilfellum er það svo, að stéttarfélögin eru mjög lýðræð- islega uppbyggð, en áhugaleysi félagsmanna gerir það að verk- um, að fámennur hópur, sem leggur það á sig að mæta á fé- lagsfundum, fær það hlutverk, að taka ákvarðanir i þýðingar- miklum málum. Siðan gerist það, aö vinnufélagarnir, sem ekki mættu á fundinn, skamma hina fyrir að hafa samþykkt þetta en ekki hitt og tala um að félaginu sé stjórnað af fámennri klfku. Það er oft engu likara en ætlast sé til að atkvæöi þeirra, sem engan áhuga sýna félagi sinu, skuli vega þyngra en I þeirra, sem áhuga hafa fyrir fé- j lagsstarfinu.* \ Niu góö ráð | En til að koma til móts við 1 hina áhugalausu þykir rétt að | láta fylgja með nokkur góð ráð, | sem við rákumst á i félagsriti I einu nýlega og hafa þau verið * staðfærð i sumum tilfellum: „1. Ekki mæta á fundum. Ef þú | mætir, komdu of seint. , 2. Ef þér finnst veðrið vont, i vertu heima. 3. Ef eitthvað er i sjónvarpinu, | hvað sem er, horfðu þá heldur , á þaðen að mæta á fund, jafn- ■ vel þó að þú bölvir á eftir — I hvað imbinn sé alltaf lélegur. | 4. Ef þú mætir á féiagsfund , skaltu kvarta undan störfum ■ stjórnar. 6. Ekki gefa kost á þér í em- I bætti af þvi að það er auðveld- , ara að gagnrýna en starfa. ■ 6. Ef þú engu að síður ert kos- | inn þá skaltu kvarta. 7. Ef formaður spyr þig álits, , svaraðu að þú hafir ekkert að ■ segja. Eftir fundinn segir þú I öllum hvað þeir ættu að gera. | 8. Ekki starfa meira en brýn- , asta nauðsyn krefur og þegar ■ aðrir starfa mikið og leggja | sig fram i félagsstarfinu, | skaltu benda rækilega á að , félaginu sé stjórnað af kliku. ■ 9. Legðu þig fram um að finna I eitthvað athugavert, og þegar | þú finnur það, segðu þá af þér , störfum”. Og eitt í viöbót I ■ Fleiri voru ráðin ekki i frétta- ■ bréfinu frá Eyjum en klippari getur bætt við 10. ráðinu. 10. Þegar þú ert búinn að ganga ■ af verkalýðsfélaginu þvi sem I næst dauðu með áhugaleysi | þinu og hefur lagt þig fram | um að koma óorði á forystuna . með afskiptaleysi þinu | gakktu þá i krataflokkinn I hans Vimma og Jóns Bald- ■ vins, og heimtaðu meira lýð- J ræði I verkalýðshreyfingunni. | — ekh 1 I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.