Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 18. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Unniö er viö 2. áfanga leikhússins og sést þegar örla fyrir sérkenni- legu svipmóti byggingarinnar. Frá siðustu áramótum hefur verið unnið af mikl- um krafti við byggingu Borgarleikhúss i Kringlu- mýri. Unnið er að 2. áfanga byggingarinnar, sem tekur til uppsteypu á kjallara hússins. Áætlað er, að þessum áfanga ljúki á fyrri hluta næsta árs, og verður þá tekið til við 3. áfanga, sem verður upp- steypa á öllu húsinu og þakgerð. Eins og þegar er kunnugt, eru það Reykjavikurborg og Leik- félag Reykjavikur, sem reisa Borgarleikhúsið i sameiningu. Framlag Reykjavikurborgar fyrir árið 1981 er 1,5 millj. kr., en Leikfélagið leggur fram 2 millj. kr. Það er markmið byggingaraöila að taka húsið i notkun árið 1986, en i ágúst það ár á Reykjavikurborg 200 ára afmæli. Byggingarnefnd Borgarleik- húss er skipuð þeim Stefáni Benediktssyni arkitekt, for- manni, Guðmundi Pálssyni leikara og Þóröi Þorbjarnarsyni borgarverkfr æðingi. Byggingameistari Borgarleikhússins er Sveinbjörn Sigurösson t.v. og sést standa hér i veröandi anddyri leikhússins ásamt verk- stjóranum, Arna Sveinbjörnssyni. Fjörugir tónleikar voru haldnir á Lækjartorgi sl. föstudag. Þar tróöu upp hljómsveitirnar Kamarorghestar, Fræbbblarnir og Taugadeildin viö mikla hrifningu viöstaddra ungmenna. A myndinni má sjá meölimi Taugadeildarinnar, ,,á öllu útopnuöu” eins og þaö heitir idag. Besta varpár ama í 80 ár Aö þvi er varöar tölu verpandi arna er þetta ár taliö besta arnar- varpsár i 80 ár eöa allt frá þvi um aldamót, en varp heppnaöist aö þessu sinni hjá 15 arnarpörum og út komust 16 ungar. Vitað er meö vissu um niu önnur pör sem urpu, en varpiö misfórst. Það var á árunum eftir 1900 að haferninum var útrýmt úr 3/4 hlutum landsins með refaeitri og siðan er aldrei vitað um varp hjá jafn mörgum arnarpörum á einu sumri. Það sem af er ársins hafa ernir sést frá Skjálfandaflóa vestur um að Arnessýslu. Tala fullvaxinna fugla mun vera nálægt 70, auk ungfugla, og gæti tala stofnsins verið um eitt hundrað auk þeirra unga sem upp komust i ár, að þvi er segir i frétt frá Fuglaverndarfélagi islands, sem annast talningu. Þrjú arnarhræ fundust á árinu og höfðu tveir fengið i sig grút úr hnisuhræjum. Þá kemur einnig fram, að varp fálka virðist hafa tekist vel á þessu ári. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar i Fuglaverndarfé- iaginu geta gert það gegnum sima 19995 i Reykjavik eða með bréfi til félagsins á Bræðra- * borgarstig 26, R. og fá allir nýir félagar bók Finns Guðmunds- sonar, Haförninn, sem er sér- prentun úr bók Birgis Kjaran með sama nafni. Norrænu málnefnd irnar á fundi: F æreyska og íslenska í norrænu samstarfi Stjórnarf undur Nor- rænnar málstöövar (Nor- disk sprSksekretariat) verður haldinn í Reykjavík nk. fimmtudag og dagana á eftir ársfundur norrænu málnefndanna, en á hon- um verður aðallega f jallað um stöðu og hlutverk fær- eysku og islensku i nor- rænu samstarfi. Norræn málstöð tók til starfa i ósló 1. júli 1978 og hefur þvi hlut- verki að gegna að stuðla að varð- veislu og eflingu þess, sem Norðurlandamálunum er sam- eiginlegt og greiða fyrir þvi, að Norðurlandabúar geti skilið hver annan. Málstöðinni ber einnig að stuðla að samvinnu milli orða- nefnda, orðabanka og hvers konar annarra stofnana á Norðurlöndum, sem afskipti hafa af Norðurlandamálum. Stjórn stöðvarinnar skipa full- trúar 11 málnefnda eða sambæri- legra stofnana, þ.e. fyrir græn- lensku, islensku, færeysku, nýnorsku, norskt bókmál, lapp- nesku (eða samisku), sænsku i Sviþjóð, sænsku i Finnlandi, finnsku i Sviþjóð, finnsku i Finn- landi og dönsku. Þetta er i fyrsta sinn sem stjórnarfundur mál- stöðvarinnar er haldinn á islandi. 30—35 manns munu sitja árs- fund norrænu málnefndanna, sem er sá 28. i röðinni. Hafa nú komið til tals breytingar á tilhögun árs- fundanna með tilkomu Mál- stöðvarinnar og verða teknar til umræðu á fundinum. Framsögu- menn um stöðu færeysku og is- lensku eru Baldur Jónsson dósent og Jóhan Hendrik W. Poulsen mag. art. Báðir fundirnir verða haldnir á Hótel Sögu. Afleiðing eggja- og fuglaþjófnaða?: Haftyrðill og þórshani að hverfa Haftyrðill og Þórshani eru á mörkum þess að hverfa sem varpfuglar á lslandi, að þvi er Fuglaverndarfélagið vekur at- hygli á, en það stendur fyrir taln- ingu á varpi hjá þessum teg- undum og fleiri. Er i tilkynningu félagsins brýnt fyrir lands- mönnum að vara sig á eggja- og fuglaþjófum, sem mjög sækja i þessar tegundir. Fræðsluráð Reykjavíkur Umsagnir um skólastjóra- og yfir- kennaiastöður Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Réttarholts- skóla, sem auglýst var laus til umsóknarfyrri sumar, frá Gunn- ari Ásgeirssyni, settum yfir- kennara við skólann, og frá Haraldi Finnssyni yfirkennara við Hagaskóla. Samþykkti fræðsluráð Reykjavikurborgar á fundi sinum i gær að mæla með Haraldi i skólastjórastöðuna. A sama fundi samþykkti fræðsluráð að mæla með Tómasi Einarssyni i stöðu yfirkennara við Hliðaskóla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.