Þjóðviljinn - 18.08.1981, Side 12

Þjóðviljinn - 18.08.1981, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. ágúst 1981 ¥ ¥ -¥ ¥- -¥ -¥ -¥ ¥- -¥ ¥ -¥ ¥• ¥- ¥- ¥- ¥• ¥- ¥■ ¥- ¥- ¥• ¥- ¥■ ¥- ¥- ¥■ ¥■ ¥■ ¥- ¥■ ¥■ ¥■ ¥■ ¥■ ¥- Islenzka óperan Prófsöngur Islenzka óperan mun frumsýna gaman- óperuna Sigaunabaróninn eftir Jóhann Strauss um jól 1981, og verður óperan flutt á islenzku. Æfingar munu hefjast i október. í einsöngshlutverk verður valið með prófsöng sem haldinn verður á tima- bilinu frá lOda til20sta september 1981. Þeir einsöngvarar sem áhuga hafa á hlut- verkum i óperunni þurfa að tilkynna þátt- töku sina i prófsöngnum fyrir 5ta septem- ber 1981. Þátttökutilkynningar sendist til íslenzku óperunnar, Hverfisgötu 44, 101 Reykjavik. Ennf'remur verður haldinn prófsöngur fyrir kór íslenzku óperunnar i september. Söngfólk, sem hug hefur á að syngja i kórnum,tilkynniþátttöku sina i prófsöngn- um til íslenzku óperunnar fyrir 15da september 1981. Stjórn íslenzku óperunnar. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ***************¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ Orkustofnun óskar að ráða starfsmenn i eftirtaldar stöður: 1. Staða forstjóra Stjórnsýsludeildar. Háskólamenntun áskilin. Menntun á sviði stjórnunarfræða og reynsla i stjórnunæskileg. 2. Staða fjármálastjóra. Viðeigandi háskólamenntun æskileg, svo og reynsla i fjármálastjórn. 3. Staða skrifstofustjóra. Reynsla i skrif- stofurekstri og -þjónustu áskilin. 4. Starfsmannastjóri. Lögfræðimenntun æskileg, og reynsla i starfsmanna- stjórn. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf sendist fyrir 10. sept. n.k. til orku- málastjóra, Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavik. Hann veitir nánari upplýs- ingar. Orkustofnun Öskjuhlíðarskóli óskar eftir að ráða frá 1. september n.k. yfirsjúkraþjálfara og uppeldisfulltrúa til starfa með hreyfihömluð börn. Nánari upplýsingar veittar i sima 23040 næstu daga. Umsóknareyðublöð á staðnum. Skólastjóri Laus staða Staða bókara við embættið er laus til umsóknar. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu minni. Starfsumsóknir skulu hafa borist mér fyr- ir 15. september n.k. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli, 11. ágúst 1981 Þorgeir Þorsteinsson Úr kennslustund I Bjarkarási. Kennsla vangefinna Fyrir nokkrum áratugum var kennsla vangefinna alls ekki talin með þegar rætt var um skólamál eða skólaskyldu. Þeir erfiðleikar sem fylgdu þvi að eignast vangef- ið barn voru nánast einkamál for- eldranna og samfélagið taldi sig ekki þurfa að veita neina hjálp til þess aö barnið hlyti kennslu eða aðra umönnun svo að það gæti þroskast eðlilega, miðað við hæfi- leika þess og þarfir. Það fór nán- ast eftir þroska og næmi foreldr- anna og annarrra aöstandenda hvernig til tókst. Vangefið fólk var oftast nær einangrað heima hjá sér svo mikib sem kostur var. Foreldrarnir höfðu minnimáttar- kennd af þvi að þeir höföu eignast svona barn, og aörir litu þá oft meðaumkunaraugum ef þeir sá- ust með vangefna barnið sitt, eða reyndu að horfa fram hjá barninu eins og þaö væri ekki til. Vangefni var mikið feimnismál sem erfitt hefur reynst að viðurkenna, jafn- vel enn i dag. Meö tilkomu sérkennslulag- anna frá árinu 1977 hafa fræöslu- mál vangefinna tekið miklum breytingum til hins betra. Margt nýtt hefur komið fram i þessum efnum og er nú viðurkennd nauð- syn þess að vangefnir hljóti kennslu við sitt hæfi. Kennslufyrirkomulag Núna eru þjálfunarskólar rikis- ins 5 talsins og eru starfshættir þeirra ekki samræmdir að neinu marki. Þekking og reynsla kenn- aranna við skólana ákvarðar hvernig kennslan fer fram. Tima- fjöldi á nemanda er þó lögbund- inn. a. Vangefinn einstaklingur á rétt á 5 vikustundum (vikustund er miðuö við einstaklingskennslu, en kennslustundir á viku veröa fleiri ef um hóp er að ræða.) b. Fjölfatlaður einstaklingur á rétt á 10 vikustundum. c. Einstakiingur með geðræn vandkvæði á rétt á 15 viku- stundum. Við þjálfunarskóla eru nem- endur meö greindarvisitölu 0 - 50, en sumir þeirra eru auk þess lik- amlega fatlaðir eða með geðræn vandkvæði. Þjálfunarskólanem- endur eru þvi mjög ólikir einstak- lingar og varla hægt að tala um þá sem eina heild. Hluti nemendanna er gæddur þeim félagslega þroska, einbeit- ingarhæfileika og úthaldi, sem þarf til að geta nýtt sér hóp- kennslu, en þá er yfirleitt miöað við 6 nemendur i hóp. Aðrir nem- endur þurfa að vera f enn minni hópum, t.d. þeir sem eiga erfitt meö að einbeita sér, eöa þurfa rnikla aöstoð sökum fötlunar. Einstaklingskennsla er notuö þegar nemandinn virðist ekki geta nýtt sér hópkennslu að neinu marki. Oft er tilgangurinn ein- mitt að þjálfa nemandann I ein- beitni, og byggja upp sjálfstraust til aö hann geti veriö I hóp. Nem- endur með geðræn vandkvæði þurfa oft mikla einstaklings- kennslu. Lengd kennslustunda er 20 - 60 min. og fer tlmalengd eftir náms- grein og úthaldi nemendanna. Námsefni Eins og nefnt var, er ekki til nein námsskrá fyrir þjálfunar- skólana. Það er kennurum mikið um- hugsunarefni hvað skuli kenna og að hvaða marki skuli stefna. Við reynum aö þreifa okkur áfram, en tökum námsefnið sífellt til endurskoðunar. Viö miðum aö þvi að gera hvern einstakling færari um að taka þátt i hinu daglega lifi eftir þvi sem hæfileikar hans frekast leyfa. Dæmi um námsgreinar: sam- félagsfræði, skynþjálfun (heyrn- arskyn, form- og litaskyn, sam- hæfing sjónar og handar, þreifi- skyn), talkennsla, íþrótta- kennsla, matreiðsla, talnagildi, leikþjálfun. 1 samfélagsfræðinni er þeim meðal annars kennt að þekkja vörutegundir eftir umbúðunum, svo sem mjólk og súrmjólk, siðan er fariö i verslanir og þeim leið- beint við aö kaupa. Einnig er far- ið i pósthús, banka og vinnustaði. Innsýn I umferöarreglur fá þau lika. Við iþróttakennslu kemur þekking á likamanum, ásamt hreinlæti. I matreiöslu er kennt um fæðu, mál og vog, almenna umgengni i eldhúsi. Akveöinn hópur nemandanna á af ýmsum orsökum erfitt með að læra i hóp og verður að veita honum einstaklingskennslu. Þar er helst um að ræöa börn með einhverskonar geðræn vandkvæöi og nem. á lægra þroskastigi. Kennsla þeirra barna sem styst eru komin á þroskabrautinni er ýmsum erfiðleikum háö. Þau hafa ekki úthald né skilning, nema að takmörkuöu leyti og engin hefö hefur skapast i kennslu þeirra. Námsefni þessara nem- enda er mikiö til það sama, en einfaldaö, eftir þörfum þeirra. Auk þessa hefur verið skipulögö þjálfun i athöfnum hins daglega lifs (ADL þjálfun). I þvi felst að gera börnin að virkum þátttak- endum I þvi aö klæðast, matast og að taka þátt I hreinlætisathöfnum s.s. þvo sér og greiða sér. ADL-þjálfun á vegum skólans er nú aðeins á reynslustigi og ekki er enn vitað hver stefnan verður i þessu máli. Eðlilega vakna spurningar um það hvort þetta sé verksvið skólans. Við sem vinn- um verkið teljum svo vera. Skól- inn á að koma til móts við þarfir nemandans, hverjar sem þær eru. Lokaorö Engin stofnun hér á landi full- menntar fólk til þess að sjá um kennslu i þjálfunarskólunum. Það er vafamál hvort rétt sé að kenn- arar einir sinni þessari kennslu. Við álitum aö þar sem námsefni er mjög fjölbreytt og ekki siður vegna þess að nemendur eru á mismunandi þroskastigi sé æski- legra að fleiri stéttir starfi við slika skóla svo sem þroskaþjálfar og fóstrur. Nemendur við þjálfunarskóla eiga rétt á kennslu til 18 ára ald- urs. Skóli sem þessi er þó svo nýr af nálinni að nemendur sem nú eru um og yfir 18 ára aldur hafa varla fengiö kennslu sem nokkru nemur og þykir okkur þvi súrt i broti að sjá á eftir þeim úr skól- anum. Sumir eru rétt að byrja að taka við sér. en aðrir komnir nokkuð áleiöis og myndu geta nýtt sér áframhaldandi kennslu. Þessir nemendur þurfa stöðugt áreiti til þess að halda við þvi sem þeir hafa lært. Einnig þurfa þeir eins og aörir einstaklingar að til- einka sér breytingar og þróun i samfélaginu. Simenntun er þvi þessum einstaklingum nauðsyn- leg. Viö sem að þessum málum vinnum, vonum að þess verði ekki langt að biöa að vangefnum nem- endum verði bobib upp á fram- haldsnám, sem þau vissulega hafa kröfu til eins og aðrir þjóöfé- lagsþegnar, sem þetta land byggja. Hópur kennara við þjálfunarskólann aö Sólborg. Bílbeltin hafa bjargað yxFEROAR Ritari Ráðuneytið óskar eftir að ráða ritara. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 25. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. ágúst 1981.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.