Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 7
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 7
á alþjóðlegu
framhaldsnám-
skeiði brúðugerð-
armanna
í Frakklandi
Messíana Tómasdóttir,
leikmyndateiknari og leik-
brúöuhönnuður, fór nú í
vikunni til Frakklands, þar
sem hún mun dveljast
fram undir jól við fram-
haldsnám í leikbrúðugerð.
Var hún valin ein Norður-
landabúa til að taka þátt í
þessu f ramhaldsnámi,
sem er hið fyrsta sinnar
tegundar sem alþjóðasam-
tök brúðugerðarmanna,
UNIMA, gangast fyrir.
A þessu þriggja mánaða nám-
skeiði verða 15 brúðugerðarmenn
viðs vegar að úr heiminum, en
aðeins þrir Evrópumenn að
Messiönu meðtalinni. Auk þess
eru þátttakendur frá t.d. Ghana,
Sri-Lanka, S-Kóreu, Thailandi,
Iran, S-Afriku og Argentinu.
,,Ég sótti um þetta námskeið og
fékk meðmæli m.a. frá Michael
Mesche, sem er einn af kennurum
á námskeiöinu. Ég tel mig hafa
verið mjög lánsama að fá inn-
göngu á námskeiðið og hef lagt
hart að mér við frönskunámið að
undanförnu, en við byrjum öll á
hálfsmánaðar frönskunám-
skeiði.”
—Hvað verður einkum fengist
við á námskeiðinu?
„Það verður fyrst og fremst
unnið með strengjabrúður og fer
ég með eina fullgerða brúðu með
mér og eina hálfunna. Námskeið-
ið skiptist i hluta og styttri nám-
skeið i ýmsum greinum, auk þess
sem hver og einn mun gera grein
Draugar í
sænskri
höll?
Þetta er gamla höllin, þar sem
gráklædda konan læðist um
ganga.
Sviar hafa almennt ekki þótt
hafa mikla tilhneigingu til að trúa
á drauga og aðra yfirnáttúrulega
hluti. Þó er það svo að i rúm 20 ár
hefur eðalborin draugur vitjað
greifafjölskyldu nokkurar þar I
landi æ ofan i æ. Greifafólk þetta
býr i höllinni Trolle Ljungby og
hefur ættarnafnið Wachtmeister.
Frúin Alice mætti draugsu fyrst
árið 1958 er hún stóð gráklædd i
dyrunum á herbergi hennar og
horfði á frúna. Frúin hélt auð-
vitað að hér væri á ferö ný
þjónustustúlka, en þegar þessi
gráklædda dama hélt áfram að
koma og hverfa, þótti frúnni nóg
um. Nú hefur fundist gamalt mál-
verk af eðalborinni frú af þessari
ágætu ætt, Ulriku Lovisu, og telja
þeir sem vit hafa á, að hún sé að
litast um á æskuslóðunum.
Leikmynd og brúður i „Sálin hans Jóns mins” gerði Messiana,og hér
sjáum við kerlingu með skjóðuna að reyna að komast inn um hið gullna
hlið.
Messiana Tómasdóttir
fyrir þróun og stöðu brúðuleik-
húss i sinu heimalandi. Kennarar
eru allir fremstu brúðugerðar-
menn heims i dag og fjalla þeir
um ýmsa þætti leikbrúðugeröar,
smiði, hreyfingar, stil o.s.frv.”
— Er námskeiðið dýrt?
„Já, þaðer mjög dýrt, en ég hef
fengið styrki frá franska mennta-
málaráðuneytinu, Leikarafélag-
inu og frá menntamálaráðuneyt-
inu hér og það hiálpar auðvitað
mikið. Námskeiðið er haldiö i
miðstöð UNIMA i Charleville i
i Norður Frakklandi og þar munu
allir þátttakendur búa.”
— Og þegar þú kemur heim
undir jólin, hvað tekur þá við?
„Ég hef ráðið mig hjá Alþýðu-
leikhúsinu næsta vetur og tek til
starfa þar um leið og heim kem-
ur”. Og við óskum Messiönu
góðrar ferðar og þökkum henni
fyrir spjallið. — þs.
LANCÖME^
PARIS
UTSALA
í fatadeildinni
Skanbro úlpur..........265.00
Kanvas buxur.......... 295.00
Gallabuxur.............199.00
Dömu blússur
stut+erma/munst........109.00
Röndó.bolir T-bolir.... 89.00
Einlitar herraskyrtur.. 69.50
Drengja Mako jakkar....189.00
Sumar bolir
einlit. T-bolir........ 87.00
Sumar bolir einlit..... 78.00
Dömu baðsloppar........299.00
Náttkjólar.............120.00
Unglingapeysur
sgt-peysur.............129.00
Barnaæfingasett........129.00
Komið og geríð góð kaup
Opið fimmtudaga i öllum deildum til
22, föstudaga til kl. 22 i matvöru-
markaðnum, fatadeild og rafdeild.
Aðrar deildir til 19.
nni Verðáður Verðnú
.. 265.00 199.00
.. 295.00 249.00
.. 199.00 149.00
.. 109.00 59.00
.. 89.00 75.00
.. 69.50 49.00
..189.00 149.00
.. 87.00 69.00
.. 78.00 69.00
..299.00 155.00
..120.00 89.00
.. 129.00 69.00
.. 129.00 109.00
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Stmi 10600
Messíana var eini
Noröurlandabúinn