Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. ágúst 1981 mer er spurn Þegar örnúlfur Thorlacius spyr mig hvort önnur trúar- brögö geti orðið þjóðinni gagn- legri en kristin trú, svara ég hiklaust neitandi. En til þess að gera þessa fyllyrðingu trú- verðuga ætla ég að færa rök að henni með nokkrum oröum, þvi að eitt litið nei mun þykja helst til smátt svar við svo stórri spurningu. Ég geri ráö fyrir þvl að við ömólfur eigum við nokkurn veginn sama fyrirbærið þegar við tölum um trúarbrögð, þ.e. þá tjáningarhætti eða það tjáningarform sem menn styðjast við i leit að rökum fyrir tilveru sinni, I leit sinni aö Guði. Hliðstæðrar merkingar er orðið siður. Við tölum um kristinn siö og heiöinn eöa fornan sið, hindúasið o.s.frv. Þar af eru orð dregin eins og siöaður og siðlaus. 1 siðferðileg- um efnum þykir illt að vera sið- laus og þvi mun það ekki með öllu vera gagnlaust að þjóðfé- lagið eigi sér þann sið, þ.e. þau trúarbrögð, sem menn fái grundvallað samskipti sfn á og um leið sitt eigið lif. Sú var tlð að kristnir menn virtu að vettugi annarra siöi —■ annarra manna trúarbrögð. Kristin kirkja boðaði hinn eina sannleik, vildi rikja yfir sál manna með andlegum imperialisma. Meðan heimur hins kristna manns var þrengri og smærri en hann er I dag og kristnar þjóöir drottnuðu yfir heimskringlunni með sinum pólitiska imperialisma fékk sllk firra staðist. En sú tiö er liðin. Sæmilega upplýstir og greindir nútimamenn munu sýnu nær þeim skilningi sem skáldið og dulhyggjumaðurinn Rúmi leggur i trúarbrögðin heldur en þessum gamla kristna skilningi. Rúml bregður upp mynd máli sinu til skýringar: Hugsum okkur að við höfum fyrir framan okkur nokkrar kristals- skálar, ein er glær, önnur rauð, sú þriðja græn, hin fjórða blá o.s.frv. Nú hellum við tæru vatni úr sömulind I allar þessar skálar, segir hann, og sjá — þá virðist það tært, rautt, grænt eða blátt, allt eftir lit þeirrar skálar sem I var hellt. Þannig er um trúarbrögðin, segir Rúmi, þau búa öll yfir hinum sama sannleik sem er eilifur og einn, en breytist — á ytra borði — og birtist I ýmsum myndum. Mér verður það oft að benda á Séra Rögnvaldur Finnbogason svarar Örnólfi Thorlacius rektor: Hve traust er staða kristninnar á íslandi eftir 1000 ára trúboð? og geta önnur trúarbrögö oröið þjóöinni gagnlegri en kristin trú? aðra hliðstæðu trúarbragða, þar sem er mannlegt mál, það tjáningarform sem ööru fremur gerir manninn að manni. Kemur nokkrum til hugar að halda þvi fram að sannleikurinn verði ekki sagður nema á einni tungu? Trúarbrögðin geyma visku kynslóðanna, hinn dýpsta sann- leik um mannlegt lif, takmark þess og tilgang, og þann samleik tjá þau á ýmsan máta, með helgisiðum eða hugmynda- kerfum, trúarljóðum, tónlist, myndlist og tilbeiðslu. Lif trúaðs manns á að vera eitt samfellt tilbeiðsluform. Sagt er að viö höfum tekið upp nýjan sið, ný trúarbrögð, á al- þingiárið 1000. Slik fullyrðing er marklitil. Mér er stórlega til efs, að kristinn siður hafi verið þessari þjóð framandlegri árið 1000 en hann er í dag. Siðskipti gerast ekki á einum degi. Hinn kristni siður hafði um langan aldur verið að hasla sér völl með þessari þjóð, þegar hann var formlega viðtekinn árið 1000. Og sú hin sama trú varð hvorki umsköpuð né afmáð hinn 7. nóv. 1550 er höfuð þeirra Hólafeðga voru skilin frá bol. Enn i dag búum við að því er þá gerðist, kristinn siður varð að fátækari, þegar það tilbrigöi hans var hér lögtekið sem kennt er við Martein Lúther. List var þá útskúfað úr kirkjum lands- ins, sem áður höfðu verið lista- söfn um leið og þær voru helgi- staðir. Klaustrum var lokað og sú andleg mennter þar var rækt hvarf með þeim. Hinn dulræni þáttur trúarinnar þokaði i skuggann af skynsemishyggju og varð að lokum algjör horn- reka innan mótmælendakirkn- anna. En etv. varð okkur skað- vænlegust sú firra er fylgdi sið- Rögnvaldur Finnbogason skiptunum að fordæma alla Mariudýrkun. Ekkert er okkar ruddalegu og siðlausu samtið nauðsynlegra en hefja Mariu á stall á ný. Siðskiptin voru bylting þvi miður fremur pólitisk en trúar- leg, og á byltingartimum er mörgu verðmætu kastað fyrir róða. Prestum ætti öðrum mönnum fremur að vera ljós og skiljan- leg okkar eigin samtið, þvi að hliðstæður þeirrar hreyfingar sem kennd er við Karl Marx speglast i sögu kristinnar kirkju. Við getum sett þetta fram á eftirfarandi hátt: Kristinn siður = kommúnismi Vesturkirkjan — Austurkirkjan = Moskva — Peking Mótmælendur = Evrópv kommúnismi og spyr Þorstein frá Hamri: Á ljóðlistin sér jafn djúpar rætur í huga fólks nú og á tíð Sigurðar Breiðfjörðs? Ég er þeirrar skoðunar að islensk ljóðlist og Islensk tunga muni jafnan eiga samleið og þvi verði hnignun ljóðsins um leiö ó- sigur eða afturför islenskrar tungu. A ljóðlistin sér jafn- djúpar rætur I huga fólks nú sem á tið Sigurðar Breiðfjörðs? Ef ekki, hvað veldur? Þessari spurningu er beint til vinar mins Þorsteins skálds frá Hamri. Rögnvaldur Finnbogason Staðastað Tuttugustualdarmenn tjá sig ekki eftir hefðbundnum leiðum trúarabragða — kristins siðar eða annarra, heldur tala þeir pólitiskum tungum og kenna til vlsinda ideologiur sinar. Margir nefna þessar ídeológiur gervi- trúarbrögð og er það ekki út i hött. Á vissu aldursskeiði kunna þessi pólitisku hugmyndakerfi að geta veitt mönnum andlega fullnægingu, en er líður á ævina og menn taka að þroskast af reynslu áranna spyrja menn annarra spurninga en þar er að finna svör við. Þá verður mörgum manni á að virða að vettugi þann sið sem hann er fæddur til, því að gervitrúar- brögðin eru afbrýöisöm og þola engan sér við hlið. Þá leitar margur góður drengur langt yfir skammt, menn eru á þönum yfir bæjarlækinn að sækja sér vatn. Við eigum þetta allt hér i handraðanum, hinn kristni siður geymir alla speki og allan sannleik, allt það sem fjöl- bragðamágusar ýmsir reyna að bjóða falt, oftundir fölsku flaggi og i nafni framandi trúar- bragða. Við getum spurt sjálfa okkur hvort hyggilegt sé að vænlegt til árangurs að taka upp nýja tungu, fara að mæla á sanskrit eða fornkinversku þvi að þar verði sannleikurinn sagður betur en á Islensku. Það væri hliöstætt þvl að ganga framandi sið, öðrum trúarbrögöum, á hönd. En kirkjan má ekki bregðast þeim helga og forna arfi sem hún á að varðveita, hún er tengiliður samtiðar við liðna tima, gengnar kynslóðir, og þvi verður hún að vera þess um- komin að gera helgan arf for- tiðar að lifandi veruleik fyrir samtíð sinni. Þekking á fram- andi trúarbrögðum er nútíma- mönnum algjör nauðsyn, þekking eyðir hroka og for- dómum og skapar virðingu og lotningu fyrir trú ókunnugra þjóða sem af öðrum sið eru en við. Viðhorf okkar til annarra trúarbragða eiga þvi að mótast af þekkingu en hvorki sleggju- dómum né fákænum undir- lægjuhætti. ritstjórnargrein Verk sem tala Sumarið 1981 verður ekki flokkað með „heitum” sumrum i Islenskum stjórnmálum, a.m.k. ekki ef svo fer fram sem enn horflr nú I lok hundadaga. A heimili rikisstjórnarinnar hefur rlkt góður friður og margt gengið i haginn i okkar þjóðar- búskap. Flestir muna að undir lok slðasta árs var þvl spáð af Vinnuveitendasambandi tslands að á árinu 1981 færi veröbólgan upp fyrir 80% og var þessari spá á slnum tlma mikiö hampað I fjölmiðlum, ekki sist Morgunblaðinu. Aðrar verð- bólguspár nefndu þá 70—80%, nema rikisstjórnin léti alvar- iega til sin taka. Þegar rlkisstjórnin boðaði efnahagsráðstafanir sinar um slðustu áramót voru þær taldar gjörsamlega einskis virði af stjórnarandstöðunni og þvi haldið fram að ef verðbólgan lækkaði eitthvað vegna þessara ráöstafana á fyrstu mánuðum ársins, þá myndi hún þjóta upp á ný með vorinu, og allt verða til einskis. Rlkisstjórnin sagði hins vegar að ráðstafanir hennar miðuðu að þvi að koma verð- bólgunni niður i 40% strax á þessu áriog tryggja þannig aö hún yrði helmingi minni en spá- dómar Vinnuveitendasam- bandsins hljóðuðu upp á og um þriðjungi minni en verið hafði á siðasta ári. Hvar standa málin nú þegar liður að hausti? Nú liggur fyrir að verðbólgustigið reyndist ekki bara við 40% ársmörkin þann 1. febrúar, heldur lika þann 1. mai og einnig þann 1. ágúst. Og nú er bara ein mæling eftir á þessu ári, þann 1. nóvember. Nú er ekki lengur deilt um það, hvort rikisstjórninni muni takast að þoka verðbólgunni niður um þriðjung strax á þessu ári og tryggja þannig að verðiags- hækkanir verði I ár helmingi minni en hin „vlsindalega” spá Vinnuveitendasambandsins hljóðaði upp á. Nú I lok ágúst eru allir orönir sannfærðir um að þetta muni takast, og Vinnu- veitendasambandið hefur þegar lækkað sina verðbólguspá um fullan helming!! Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar þóttist á slnum tima ætla aö sigrast á verðbólgunni með þvi að skera stórlega niður kaupmátt launa. Verðbólgan var þó meiri þegar Geir Hall- grlmsson skilaði af sér lykl- unum að stjórnarráðinu, heldur en þegar hann tók viö þeim, og aldrei I sögunni, hvorki fyrr né siðar, hafa islendingar farið svo margfaldlega fram úr öðrum Evrópuþjóðum I verðbólgu- málum, sem einmitt á valda- tlma Geirs Hallgrimssonar, þegar hvað harðast var ráðist á kaupmátt launa almennings. Við stjórnarskiptin sumarið 1978 var verðbólgan sjö sinnum meiri hér, en hún þá var að jafnaði I iönríkjum Vestur- landa. En hefur árangur I veröbólgu- málunum nú þá náðst með þvi Kjartan Ólafsson skrifar að skera niður kaupmátt launa? Nei, svo er ekki. — Samkvæmt opinberum tölum hagdeildar Alþýðusambands islands er kaupmáttur kaup- taxta verkamanna hærri I hverjum einasta mánuði það sem af er þessu ári, heldur en hann var i sömu mánuöum i fyrra. Og samkvæmt sömu heimild verður kaupmáttur kauptaxta verkamanna á yfir- standandi samningstimabili, það er frá 1. nóvember 1980 — 1. nóv. 1981 4—5% hærri, en hann var að jafnaöi næstu þrjá mán- uði fyrir samningsgerðina og 2—3% hærri en hann var næstu 12 mánuði fyrir samnings- gerðina. Samt eru allar horfur á að stjórnvöldum takist aö lækka verðbólguna um fullan þriðjung strax á þessu ári. Þessi mynd hefur verið aö skýrast nú I sumar og er orðin býsna ljós. Af þessum stað- reyndum ætti flestum að vera auðvelt að draga skýrar póli- tískar ályktanir um stefnu Alþýðubandalagsins I launa- og verðlagsmálum annars vegar og leiftursóknaistefnu stjórnar- andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins hins vegar. Um Alþýðu- flokkinn þarf ekki að tala hér. Þeir heyja sjálfir sitt gjör- eyðingarstríö allra gegn öilum, uns allt á þeim bæ iiggur i svlð- andi rúst, og I valnum jafnt „drengskaparmenn” sem „skitapakk”. En með því sem hér var sagt að ofan er ekki verið að láta að þvi liggja að kaup láglaunafólks • þurfi ekki að hækka i komandi kjarasamningum. Þvert á móti. Kaupmáttur launa lágtekju- fólks er nú minni en hann hefur áöur orðið bestur (árið 1979). Þetta bil þarf að vinna upp og vel það á næstu einu til tveimur árum. Þaö getum við m.a. með vaxandi framleiöslu og bættum þjóðarhag. Og kaupmáttur launa lágtekjufólksins þarf fyrst og fremst að hækka vegna þess að tekjuskiptingin og eignaskiptingin I landinu er nú sem fyrr langt frá þvl að vera réttlát. Dæmiö hér að ofan um þróun verðlags og kaupmáttar á þessu ári er dregið fram til þess að sýna, að hér er hægt að gera hvort tveggja i senn, þoka verð- bólgunni niður og lifskjörum láglaunafólksins upp. Til þess þarf aðeins rétta stefnu og nægan póiitiskan og faglegan styrk þeirra sem sllkri stefnu vilja framfylgja bæði á vettvangi verkalýðshreyfingar- innar og innan stjórnarráðs og Alþingis. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.