Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 9
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 drekka sig ölvaða og varði sex daga fangelsi eða þriggja pesosa sekt i fyrsta skipti, tvöföldum viðurlögum i annað sinn, og hendi slikt i þriðja sinn skuli sá seki skoðast sem flækingur og iðjuleysingi. Neytanda er bannað að valda skandal. Fyrir litinn skandal, svo sem minniháttar áflog, komi átta daga tugt- hús eða fimm pesosa sekt við fyrsta brot. Fyrir stóran skandal, svo sem vopnuð átök, með eöa án meiöinga, tvö- faldist viðurlög litla skandalsins. Til eru tölur um sölu Pulque á siöari hluta 19. aldar. A árunum 1879 - 1883 virðist meðal ársneysla landsmanna á Pulque hafa verið tæplega 90 milljón litrar. Um miðja þessa öld var skráð neysla Pulque um 250 milljón litrar á ári, og árið 1970 var lögleg neysla um 340 milljón litrar. Landsmönnum hefur vissulega fjölgað mjög á siðustu áratugum og ljóst virðist að neysla Pulque fer hlutfalls- lega minnkandi, mest vegna aukinnar bjórneyslu. Milli 1950 og 1970 hafði útsölustöðum Pulque þó fjölgað úr 5889 i 6640. Af þessum 6640 voru 1115 i Mexikóborg og 5525 i öðr- um fylkjum landsins. Sama heimild frá 1978 áætlar að Pulque sé selt á 3000 leynilegum stöðum til viðbótar i borginni einni. Sama ár var talið að 180 milljón litra væri neytt löglega i borginni og álika magns ólöglega. 1 öðrum hlutum landsins sé neytt um 240 milljón litra árlega og samtals sé þvi neyslan um 600 milljón litrar á ári hverju. Heildarverðmæti Pulqueneyslunnar megi áætla um 1500 milljón pesos, þar af sé fast að helmingur seldur ólöglega og komi eigi til skatts. Ljóst má vera að framleiðsla Pulque er mikil iðja og gefur Pulquebændum góðar tekjur. Stærri framleiðendur hafa með sér hagsmunasamtök, sameiginlegt gæöaeftirlit og reka rannsóknarstofu og tilraunastöðvar. Lengi hafa menn glimt við að tappa Pulque á dósir, likt og gert er með bjór, en með slæmum árangri. Dósapulque er einstaklega bragðvondur og virðist skorta flest það er gerir Pulque svo girnilegan, auk þess sem hann er mun dýrari. Rannsóknir hafa lengi verið stundaðar á eiginleikum Pulque og kemur i ljós að Pulque inniheldur fjölmörg vita- min i rikum mæli, einkum B-vitamin, auk kalks, fosfórs, járns og allnokkurs magns af eggjahvituefnum. Neytend- um Pulque sem átt hafa við okkur orðastað ber öllum saman um hollustu Pulque og segjast þeir drekka Pulque vegna þeirra bætiefna er hann hafi aö geyma!! Segja þeir áhrif Pulque einkar jákvæð fyrir sjónina, fyrir húð, hár, neglur og innyfli og veiti neyt;anda styrk og vel- liðan til búks og sálar. Einhver góður maður tjáði okkur að til sveita væri börnum gefið Pulque og bæru þau af öðr- um börnum. Fyrir nokkru ókum viö um Hidalgofylki þar sem dalir ogslétturvoruþakin maguey-agavanum. Var önnur rækt- un hverfandi. Heimsóttum viö Pulquebónda einn og sáum er verið var að hella framleiöslu næturinnar á eikarámur á palli vörubíls þess er flutti framleiðsluna brott. Aöur fyrr voru „hunangsvatn” og pulque geymd á geitar- skinnsbelgjum, svo sem fram kemur i „Pulque-vorinu”. Drukkum við hunangsvatn hjá bónda og fengum tortillas, chile og salt með. Var drukkurinn ljúffengur og svalandi. Það er við hæfi að ljúka þessum þætti um Pulque með þvi að lýsa heimsóknum á nokkrar Pulquerias hér i borg- inni. Fram til siðustu áramóta voru pulquerias aðgreindar milli kynja, og flestar að sjálfsögðu ætlaðar körlum. Ný, lög banna nú aðskilnaö kynja á Pulquerium. Þó hanga enn viða skilti utandyra þar sem segir aö konur, unglingar og einkennisklæddir fái ekki aðgang. 1 sumum pulquerias eru sérstakir lokaöir básar fyrir konur. Pulquerias eru áþekk- ar um flest. Staðirnir eru litlir og ákaflega sóöalegir. Þar eru stórar ámur með Pulque og mjöðurinn siðan fram- reiddur i hálfs litra glösum eða litra könnum.Kostar litr- inn 15 pesosa. Eitt sinn var fjórum mönnum borinn Pulque i stórri plastfötu og mál með til aö ausa. A öörum staö var vertinn iklæddurgulum oliúbuxum, áþekkum þeim er not- aðar voru heima i sildinni foröum. A þeim fjórum stöðum er við heimsóttum voru skreytt ölturu meö mynd af Meynni frá Guadalupe. Og á öllum stöðunum voru opnar hiandþrær sem menn brugöu sér að til að létta á sér fyrir augum annarra gesta, enda virtust menn drekka litra og jafnvel gallon með miídum hraða. A meðan menn spræna viö hlandþróna halda þeir áfram að drekka, hrækja, syngja, spjalla og rifast og skiptir þá engu þó migiö sé á gólfið. Engan skal þvi undra þó pulquerias lykti fremur óþægilega. 1 þeim „rannsóknarferðum” er við fórum á pulquerias var okkur ákaflega vel tekið, einkum eftir að heimamenn fréttu að viö vorum ekki Kanar. Gerðust menn á stundum óþægilega vingjarnlegir, buöu okkur sopa af glösum sin- um og tveir bræður rosknir er vart stóðu á fótunum vildu fyrir alla muni syngja fyrir okkur mexikönsk ættjarðar- lög. í einni ferðinni vorum við fimm saman, tveir Mexi- kanar, undirritaður húsbóndinn, Sigriður dóttir hjóna og Sverrir Vilhjálmsson á Akureyri, er þá var gestur okkar. A einum staö fékk Sigriður inngöngu gegn þvi að sitja við borðiö með bakið að hlandþrónni. A þeim sama staö hékk skileri eitt merkilegt á vegg og var þar Faðirvorinu snúið upp á Pulque, Finnst oss vel sæma aö enda Pulqueþátt þennan með þvi: Pulque vor þú sem ert á geitaskinnsbelgjum, þú sem heillar jafnt dökka sem ljósa, helgist þitt nafn og þinn gómsæti vökvi. Gef oss tuttugu lítra til handa hverjum Mexikana og gef oss væna ámu á jörðu og aðra stærri á himni. Lát oss eigi falla i ræsiö og frelsa oss frá hjólum bifreiðanna. Amen. Tequila og Mezcal Ekki kunnu innfæddir aö eima þegar Bernal Diaz stökk á land i Veracruz árið 1519. Spánverjarnir fundu hins vegar fljótlega aö nýta mátti sykurauðugan safa agavans til gerjunar og siðar eimingar og gera þannig sterka drykki. Tequila heitir smábær einn skammt norðvestan Guadalajara i Jaliscofylki. Þar hófst snemma á nýlendu- timanum framleiðsla þess drykkjar er frægastur hefur Mærin frá Guadalupe, verndari pulquerias. Maguey plantan i Nuttall handritinu. orðið hérlendra guðaveiga, Tequila, en að sjálfsögðu er Tequila einungis gert á þeim stað. Agavi sá sem ræktaður er til Tequilagerðar nefnist „Agave tequileana” og er minni en pulque-agavinn, með grænum, sverðlaga blöðum. 1 miðju plöntunnar vex haus- inn og er hann einn nýttur. Framleiðsla Tequila gerist i nokkrum stigum. Fyrst er kveiktur mikill eldur i sérstökum viði, „mezquite”, i djúp um gröfum eða pyttum, og siöan er stórum grjóthnullung- um dreift um viðinn i gröfinni. Þvi næst eru agavahaus- arnir klofnir i tvennt og þeim hrúgað i gröfina, sem siöan er þakin grasi, mold og leir. Viðurinn kolast og myndar mikinn hita. Þannig eru hausarnir látnir soðna i nokkra daga. Þegar gröfin er opnuð hafa hausarnir soðnað i sundur, dökknað og safinn breyst i sykur. Sjóöandi haus- arnir eru siðan fluttir i aðra pytti, steinlagða, þar sem steinhjól merja þá i mauk. Maukið er þá sett i eikarámur til gerjunar, og að gerjun lokinni er það pressað og eimað. Alkóhólstyrkur er yfirieitt 38—40%. 5. Mexíkópistill Fyrir nokkru skrifuðum við allnokkrum fyrirtækjum er framleiða umræddar veigar. Aðeins eitt fyrirtæki, Tequila Cuervo, svaraöi og sendi okkur pésa, auk heimboðs sem við ætlum aðþiggja siöar. Cuervo fyrirtækið var stofnað á 18. öld og er annar af tveimur stærstu Tequilaframleiö- endum landsins. Selja þeir sex mismunandi afbrigði af Tequila i misstórum flöskum, og eru þau bestu geymd ár- um saman áður en þau eru sett á markað. Ódýrasta Cuervo-Tequila kostar i búð 100 pesosa litirinn og það dýr- asta um 400 pesosa. Cuervo-fyrirtækið hefur alla tið verið i eigu sömu ættar- innar. Fyrirtækiö rekur þrjár stórar verksmiðjur og virö- ast þær glæsilegar af myndum að dæma. Tequila er mikið drukkið hér i landi en jafnframt flutt út i rikum mæli. Heimamenn drekka Tequila gjarnan úr staupum og hafa meö limónu salt og chile pequin (cayenne pipar). Er þá ágætt að blanda piparnum og salt- inu saman, skera limónuna i tvennt og dýfa henni i salt- og piparblönduna. Siðan skal bita i limónuna, kreista upp i sig safann og súpa siðan á staupinu. Ctlendingar vilja gjarnan drekka Tequila á annan hátt og þykir þvi rétt aö birta hér eina uppskrift að drykk. Pina Borracha (Ölvaður ananas) 2 bollar þroskaður ananas, skorinn i smáa bita; 2 bollar Tequila. Setið Hvort tveggja 1 lokaða könnu eða skál og kæliö ! sólarhring. Siið og drekkið sem likjör. Að lokum skal minnst á Mezcal. Orðið Mezcal getur valdið ruglingi þvi það er notað um margs konar gerjunarmassa og sykurreyrsbrennivin, auk þess að vera heiti á sérstakri vintegund, sem eingöngu er framleidd á hásléttum Oaxacafylkis, sunnarlega i land- inu. Skal einungis fjallað hér um hiö eina sanna Mezcal frá Oaxaca. Agavinn sem notaður er til Mezcalgeröar vex villtur, er skyldur Tequila-agavanum. Framleiöslumátinn er svip- aður og við Tequilgerðina, en þó munu Mezcal-hausarnir gjarnan soðnir tvisvar i kolagröfunum. Mezcal hefur alkóhólstyrk frá 40 til 48% og jafnvel allt að 60%. Er þaö selt á margvislegum flöskum og leirbrúsum. Þjóðsagan segir að á hverjum Mezcal-agava lifi einn maðkur eða „gúsano” og gefi hann plöntunni sérstakan karakter. Maðkurinn er tveggja til fjögurra sentimetra langur, gulbrúnn með rauöum irjum. í sumar tegundir Mezcals er settur einn maökur eöa jafnvel tveir i flöskuna, og á maðkurinn að gefa vininu aukið gildi. Ekki vitum við hvortéta beri maðkinn er flaskan tæmist. Við höfum eigi reynt það en vafalaust er það betra. Einhver tjáði okkur að maðkurinn væri troðinn vitaminum!! Mezcal er gulleitt og hefur mjög sterkt, ólýsanlegt bragð, sem sumum finnst undarlega óþægilegt. Mezcal er drukkið ómengað, gjarnan með salti, chile og limónu og mun það upphaflegt, en siðar tóku menn upp á að drekka Tequila einnig á þennan hátt, svo sem fyrr greinir. Þegar Oaxaca-fylki er heimsótt þykir álika sjálfsagt að drekka Mezcal þar og aö éta hangikét á Hólsf jöllum eöa aö bita fýl undir Eyjafjöllum. Væntanlegum túristum til Oaxaca er þvi bent á að missa eigi af Mezcaldrykkju i Milta eða öðrum þorpum i Oaxaca. Mexikó 22. júli Jóna og Sigurður Pulque borið fram i plastfötum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.