Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 17
Myndir gel
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Knálega róió.
Heimsókn í
Nauthólsvík
Seó yfir Nautholsvikina.
I Nauthólsvíkinni heldur
Æskulýðsráð Reykjavíkur
til með siglingaklúbb sinn.
Undanfarna daga hafa
borgarbúar getað notfært
sér aðstöðuna þar ókeypis í
tilefni Reykjavíkurviku.
Við brugðum okkur í heim-
sókn þangað einn daginn
og áttum orðastað við
nokkra siglingaáhuga-
menn.
Fyrstir á vegi okkar voru þeir
Siggi (8 ára) frá Keflavik og
kunningi hans, Asgeir úr Reykja-
vik. Asgeir kvaðst koma i Naut-
hólsvikina núna i tilefni Reykja-
vikurvikunnar, en þó hefði hann
verið hér einu sinni áður. Hann
var mjög ánægður með bátaleig-
una og fannst að hún mætti vera
meira notuð af almenningi. Siggi
sagðist koma af þvi að það væri
ókeypis, en samt hefði hann verið
hérna oft áður og það væri mjög
gaman að sigla.
Næst hittum við að máli Jónas
Garðar starfsmann Æskulýðs-
ráðs. Að hans sögn hefur siglinga-
klúbburinn verið mjög vinsæll og
aðsókn „ruddalega góð” alla
dagana. Hann sagði krakka hafa
verið i meirihluta en samt
slæðingur af fjölskyldufólki.
Vonaðist hann til að fólk hætti
ekki að koma þegar Reykjavikur-
vikan væri búin. Svo var hann
rokinn til að aðstoða unga sigl-
ingakappa sem áttu i erfiðleikum
með bátinn sinn.
Siðan töluðum við við vinina
Aron (11 ára) og Óskar (12 ára).
Þeir voru mjög ánægöir með
starfsemina i Nauthólsvík, og
Aron sagðist vera alvanur sigl-
ingum enda oft komið áður i sigl-
ingaklúbbinn. Óskar sem er frá
Keflavik var ekki eins veraldar-
vanur i þeim efnum, en nægur
timinn ennþá og Siglingaklúbbur-
inn á örugglega eftir að starfa
með glæsibrag i Nauthósvikinni
um ókomin ár. —áþj
oskar og Aron aö undirbúa sjóferö i Nauthólsvik. Jonas Gáröar Jonasson Kunningjarnir Asgeir úr Reykjavik og Siggi
starfsmaóurÆskulýðsráðs