Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 28
nafn vikunnar formaður um- hverfismálaráðs 1 byrjun Reykjavikurvik- unnar lauk framkvæmdum við útitaflið fræga á Torf- unni. Er skemmst frá þvi að segja, að almenningsálitið virðist hafa snúist á sveif með taflinu. (Jtivistarsvæöið á Bernhöftstorfu var ákveðið af umhverfismálaráði en formaður þess er Álfheiður Ingadóttir. — Nú er gerð hins um- deilda útitafls lokiö. Hvaða lærdóma dregur þú af and- mælum margra borgarbúa gegn þvi merka tafli? Þann helstan að þessi framkvæmd var á engan hátt nægilega vel kynnt fyrir borgarbúum. Þaö er skyssa, sem skrifast veröur á reikning okkar sem aö þessu höfum unnið undanfarin tvö ár. Þaö hefur verið gert allt of litið af þvi að kynna slikar framkvæmdir — og ég vona að við munum standa okkur betur i þvi hér eftir en hingað til. — Nú viröast viðbrögðin i vikunni benda til jákvæðra viöhorfa borgarbúa. Kom það þér á óvart? Ekki beinlinis, en ég er mjög ánægð með þær við- tökur sem þetta nýja úti- vistarsvæði hefur fengið. Ég held að það hafi sýnt sig I góða veörinu undanfarna daga að svæöið býður upp á ýmsa aðra möguleika en taflmennskuna eina. Þegar búið er að ganga endanlega frá svæðinu með gróðri og bekkjum, trúi ég þvi að það veröi til prýði og gleöi. — ibúar við Skólavöröu- stig hafa mótmælt þvi harð- lega að stöðumælum sé plantað niður i miðja gang- stétt. Fellur þetta ekki undir umhverfismál? Jú, svo sannarlega. En eins og verkaskiptingu er háttað i borgarstjórn fellur þetta undir umferðarnefnd en ekki umhverfismálaráð. Umferöarnefnd sem sam- þykkti að stöðumælum yrði komið þarna upp hafði hins vegar ekki hugmynd um að ekki væri hægt aö gera þaö með eðlilegum hætti, úti við gangstéttarbrún. Ég efast um að þessi framkvæmd hefði verið samþykkt i umferðarnefnd og borgar- ráði ef það hefði legið fyrir. Annars á það sama við um umferðarmálin og taflið. Það vantar alla kynningu og samráð við ibúa. — Af hverju á aö setja niöur bryggju við Tjörnina? Tilgangurinn með þeirri framkvæmd er að bæta aöstöðu fólks til útivistar við Tjörnina. Stækka svæðið þar sem fólk getur setiö og nofiö þess sem Tjörnin hefur upp á að bjóða, jafnt um sumar sem vetur. — Teflír þú, Alfl? Já, en tapa oftast. • —óg/m Álfheiður Ingadóttir Fann afgamlan farmiða í fólgnum skáp Her sést miöinn dálitið stækkaður, á bakhlið er augiýsing frá Rydens kaffi. Það var dálitið sérkenni- legt atvik, svo ekki sé meira sagt, sem skeði á heimilí stjórnarformanns Strætisvagna Reykjavíkur, Guðrúnar Ágústsdóttur, er hún var, ásamt fjölskyldu sinni að vinna að við- gerðum i ibúð sinni einn góðan veðurdag í sumar. — Það var núna i júni að viö vorum við lagfæringar uppi á annarri hæð i húsi okkar, og þeg- ar víð höfðum rifið hvert lagið á fætur ööru af veggfóðri af veggn- um undir súðinni, þá kom 1 ljós skápur, byggöur inn undir súðina, sem ekkert okkar hafði vitað aö væri til. Þetta var auðvitaö afar spenn- andi, ekki sist vegna þess að skápurinn var læstur og meðan verið var að finna verkfæri til að brjóta hann upp var hægt að reyna að geta sér þess til hvaða fornminjar og dýrgripi væri þarna að finna. Það var stór stund þegar huröin var brotin upp og börnin stóðu á öndinni af spenningil Það kom I ljós að það var ekk- ert inni i skápnum, ekki svo mikið sem einn spýtukubbur, — nema litill gulur og velktur miöi. Viö tókum miðann til handargagns og þá kom i ljós aö þetta var farmiöi meö Strætisvögnum Reykjavikur h/f, að verögildi 30 aurar og hafði verið notaður á leiöinni Lækjar- torg — Kleppur. Og hinumegin á miðanum er auglýsing sem hljóð- ar svo: „Rydens kaffi bragöast best”. Við höfum reynt að komast að þvi slðan hvenær miðinn er, en ekki fengið það á hreint, en miðí af þessari gerð er ekki til hjá SVR. Hann virðist vera frá ein- hverju af upphafsárum strætis- vagnanna og gæti raunar verið jafngamall fyrirtækinu. Þessi fundur vakti mikla kátinu hjá okkur og þaö hafa margir haft viö orð, hve furðuleg tilviljun þaö séað á afmælisári SVR skuli finn- ast þessi eini gamli miði i fólgn- um skáp heima hjá stjórnarfor- manninum. Guðrún Agústsdóttir með miöann góða. Með henni er Gunnhildur dóttir hennar. — Myndir Ketiil. Smiðshöfða 23. Sími: 81299 Aöalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösinsiþessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 22.-23. ágúst 1981 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins I slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.