Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 5
Helgin 22.-23. ágúst 1981 Í>JÓÐV1LJINN — SIDA 5 Sigríður Kristmundsdóttir, mannfræðingur: Athugasemd við Athugasemdir um (kvenna)menningu t sunnudagsblaöi Þjóöviljans 15. —16. ágúst gerir Halldór Stefánsson nokkrar athugasemd- ir viö þá notkun á hugtakinu menning, sem fyrir skömmu hélt innreiö sina á siöur blaösins og þá einkum i skrifum Kristjönu Gunnarsdóttur um kvennamenn- ingu. Þessar athugasemdir Hall- dórs gefa tilefni til frekari at- hugasemda varöandi notkun hug- taksins menning i mannfræöi og færslu þess yfir á sviö jafnréttis- baráttu. Halldór rekur stuttlega tilraun- ir mannfræöinga til aö skilgreina hvaö sé menning, nefnir til upp- hafsskilgreiningu Tylors á hug- takinu og minnist á árangurslitla útfærslu Kroebers á þvi. Vita- skuld hefur ótal margt fleira veriö ritaö um menningu i mann- fræöi og hugtakiö skilgreint upp á nýtt allnokkrum sinnum og á aö- ' skiljanlegan máta, enda er slik endurskilgreining hugtaka visast merki fræöigreina i sókn og mót- un.Skilningur á hugtakinu menn- ing i mannfræöi siöastliöin hundr- aö ár er þvi margvislegri en Hall- dór gefur til kynna, enda veröur þessu efni vart gerö skil i fáeinum athugasemdum. Þaö sem skiptir máli hér er sú niöurstaöa sem Halldór kemst aö aö lokinni upp- rifjun sinni, þ.e. aö „Altént væri merking hugtaksins svo yfir- gripsmikii aö hún táknaöi svona hérumbil allt og ekki neitt”. Vill Halldór með þessu meina að hér sé á ferðinni gagnslaust hugtak sem mannfræöingar jafnt sem jafnréttismenn geröu réttast I aö leggja á hillúna rétt eins og fornfálégt verkfæri sem tapað hefur notagildi sinu? Hlýtur ekki hugtak sem táknar „allt og ekki neitt” að vera gagnslaust til skilnings á félagslegu atferli og háttum manna? Til samanburöar í þessu sam- hengi er nærtækt aö skoöa aöeins annaö grundvallarhugtak i mannfræði, hugtakiö samfélag. Hvaö er samfélag? Þaö md t.d. segja, varfærnislega, aö sam- félag sé samsafn manna sem hafa með sér félagsleg samskipti sem aftur ákvaröast af viöteknum reglum um réttindi og skyldur samfélagsmeölima. En þetta er engan veginn tæmandi skilgrein- ing, þaö má t.d. spyrja: Hvaö greinir eitt samfélag frá ööru? Hvar byrja samfélög og hvar enda þau? Félagsleg samskipti af of- angreindu tagi eiga sér t.d. stað yfir landamæri rikja þannig að vart eru landamæri i hlutlægum sem óhlutlægum skilningi not- hæfarmarkalinur samfélaga.Eöa er samfélag ef til vill ekki eining i þeim skilningi aö um einhverja heild sé aö ræöa, heldur einhvers konar ferli, lifandi og breytingum undirorpið, og sem erfitt er aö festa hendur á hveriu sinni og engan veginn hægt aö koma fyrir i þægilegri allsherjarskilgrein- ingu? Er þá ekki eins komiö fyrir hugtakinu samfélag og hugtakinu menning aö þaö getur ’táknaö „svona hérumbil allt og ekki neitt”? Ekki horföi vænlega fyrir mannfræði ef mannfræöingar teldu sig af þessum sökum knúna til aö kasta sliku grundvallar- hugtaki sem samfélag fyrir róöa. Mergurinn málsins er vitaskuld sá aö merking hugtaka i mannfræði jafnt sem öörum greinum félagsvisinda, markast endanlega af viöfangsefni þeirra hverju sinni. Sveigjanleiki er þvi einmitt meginkostur hugtaka af þessu tagi, þaö er ónýtt hugtak, sem ekki er hægt aö nota á fleiri en einn máta og á fleiri en eina tegund viöfangsefna. Hugtök eins og menning og samfélag hafa þvi engan veginn tapaö notagildi sinu. Hins vegar skiptir þaö öllu máli að menn útiisti eins' nákvæmlega og þeim er unnt og með tilvisun til fræöilegrar og/eða almennrar þekkingar þeirra sem þeir skrifa fyrir, hvaöa skilning þeir leggi i þessi hugtök samkvæmt viöfangsefni sinu hverju sinni. Tilefni athugasemda Halldórs var aö hans dómi hrapaleg mis- notkun hugtaksins menning i skrifum Kristjönu Gunnarsdóttur um kvennamenningu. I fyrsta lagi skýtur þaö skökku viö að yf- irleitt sé hægt aö nota eöa mis- nota gagnslaust hugtak þ.e. gagnslaust samkvæmt skoðun Halldórs aö þvi er viröist. I ööru lagi má vera ljóst af þvi sem aö ofan segir um eöli og notkun hug- taka aö Kristjönu er fullfrjálst aö nota hugtakiö menning á hvern máta sem hún kýs og á heimtingu á þvi að vera tekin alvarlega i þeim efnum ef hún útskýrir hvaöa skilning hún leggur i hugtakiö og meö hvaöa rökum hún beitir þvi.. Fræðimenn hafa engan einkarétt á hugtökum. Hins vegar er þaö vafamál hvort notkun þessa hugtaks á þvi sviði sem Kristjana kýs aö nota það, þ.e. á sviöi jafnréttisbaráttu sé þeirri baráttu til nokkurs framdráttar enn sem komið er. Þaö má vera eins og Halldór telur aö i islensku visi oröiö menning til „margbrotins samspils þess veruleika er gerir konum jafnt sem körlum kleift aö draga fram lifiö viö ákveöin skilyröi i tima og rúmi”. Hér er vissulega á feröinni tækur mannfræöilegur skilningur á hugtakinu menning, en mér er til efs aö mönnum komi þetta fyrst i hug þegar þeir rekast á orðiö menningu i islensku máli.* 1 almennu máli viröist oröiö menning öllu heldur visa annars vegar til allrahandana listastarf- semi s.s. tónleika og málverka- sýninga, og hins vegar til þess sem stundum er nefnt efnisleg “l PÓST- SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Fólk til skrifstofustarfa nú þegar, eða sem fyrst.Verslunarskóla- menntun eða starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar verða veittar i starfs- mannadeild stofnunarinnar. menning, þ.e. til verkfæra og tóla ýmiss konar og margvislegrar starfsemi þeim tengdum. Þegai orðiö menning er siðan komiö i samsetninguna kvennamenning og þannig slitiö úr nauösynlegum tengslum viö þann veruleika sem Halldór visar til og sem konur hljóta aö vera tengdar órjúfan- legum böndum rétt eins og karlar þótt á annan máta sé, og meö ofangreindan almennan skilning þess i huga, þá liggur beinast við aö skilja oröiö kvennamenning sem hvers konar starfsemi sem konur sérstaklega hafi stundað. Og þá detta mönnum ef til vill fyrst og fremst i hug hefðbundin störf kvenna s.s. barnauppeldi, heimilishald, handavinna, ræst- ingar og fleira af þvi tagi sem konur i jafnréttisbaráttu kæra sig varla um aö sitja lengur aö einar. Hvorki er hér um litilsverð störf að ræða, né virðist þaö vera ætlun Kristjönu að hugtakið kvenna- menning skiljist á þennan máta, en af ofangreindu dæmi má vera ljóst aö æskilegt væri aö hiö um- deilda hugtak hlyti nánari um- fjöllun áður en það er hafiö á loft i nafni jafnréttisbaráttu eða þvi kastað á dyr sem öfugmæli. Sigriöur Kristmundsdótlir, mannfræöingur. # Húsnæöisstofnun Tæknideild ríkisins Laugavegi 77 R Simi28500 Utboö Skútustaðahreppur, S-Þingeyjarsýslu Tilboð óskast i byggingu tveggja einbýlis- ‘ húsa, byggðra i Reykjahlið, Mývatns- sveit. Húsunum skal skila fullbúnum 30. júni 1982. Afhending útboðsgagna er á hreppsskrif- stofunni og hjá tæknideild Húsnæðisstofn- unar rikisins frá 21. ágúst n.k. gegn kr. 1000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi siðar en miðvikudaginn 2. sept. n.k. kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðend- um. F.h. stjórnar verkamannabústaða, Tæknideild Húsnæðisstofnunar rikisins. Eflum framfarír fatlaðra Gíróreikningur 506000-1 Fyrsta reggae-platan sem er gefin út hérlendis Þeir Sly Dun bar og Robbie Shakespeare hafa um iangt skeið notið mikillar virðingar meðal reggae-tónlistarmanna og verið mjög eftirsóttir jafnt sem hljóðfæraleikarar og upptökustjórar. Fyrir skömmu gáfu Sly og Robbie út plötuna Taxi en á henni koma fram undir þeirra stjórn margir af fremstu reggae-listamönnum samtím- ans og má þar nefna Dennis Brown< Wailing Souls, Black Uhuru og Gregory Isaacs. Taxi vakti mikla athygli tónlistargagnrýnenda sem margir hverjir töldu hana með bestu reggae-plötum ársins og hér á landi hefur hún náð töluverðum vinsældum. Nú hefur Taxi verið pressuð hérlendis og þess vegna getum við boðið þessa frábæru plötu á aðeins kr. 138,00. FALKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.